Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirlestur um foreldra- samstarf í skólum ÁSLAUG Brynjólfsdóttir, umboðs- maður foreldra og skóla í Reykja- vík, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennarahá- skóla íslands miðvikudaginn 2. des- ember kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist „Við þekkjum börnin okkar best“. Hafa foreldrar þau áhrif sem þeir vildu á skólastarf, og á hvað leggja þeir áherslu í samstarfi við skólann? Fyrirlesturinn fjallar um rann- sókn Aslaugar sem lögð var fram sem meistaraprófsritgerð (M.Ed.) í uppeldis- og kennslufræði við Kenn- araháskóla íslands vorið 1998. I fyrirlestrinum mun Aslaug drepa á rannsóknir frá öðrum lönd- um, en síðan greinir hún frá for- könnun sem hún gerði og viðtölum sem hún átti við foreldra. Þar er leitað eftir hver áhugi foreldra er til samstarfs og sérstaklega tekið mið af ákveðnum lykilþáttum í foreldra- samstarfi. Helstu niðurstöður rann- sóknarinnar verða dregnar saman og kynntar tillögur til úrbóta, segir í fréttatilkynningu. Aslaug Bi-ynjólfsdóttir er kenn- ari að mennt með framhaldsmennt- un á sviði sérkennslu. Hún kenndi við tilraunaskólann í Fossvogi, var yfirkennari þar um árabil og skóla- stjóri tímabundið. Áslaug var fræðslustjóri í Reykjavík frá 1982-1996 þar til hún tók við núver- andi starfí við flutning grunnskól- ans frá ríki til sveitarfélaga. Áslaug hefur kynnt sér skólamál víða um heim og skrifað fjölda greina í blöð og tímarit. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M-201 í Kennaraháskóla ís- lands við Stakkahlíð og er öllum op- inn. -------♦♦♦------ Jólahátíð í Laugardalnum JÓLADAGSKRÁ Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefst sunnudaginn 29. nóvember. Á dagskránni er m.a. að ungir meðlimir úr Harmonikufélagi Reykjavíkur spila, Bi’úðuleikhúsið Tíu fíngur flytur jólasögu, Sigríður Beinteinsdóttir kveikir á jólaljósum og Kammerkór Langholtskirkju syngur. Einnig mun Sign'ður syngja nokkur lög af nýrri barnaplötu sinni, Flikk Flakk. Speglaúrval margar stærðir frábært verð Falleg ítölsk hönnun Faxafeni Húsgagnadeild SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 B 11 AGA jólamatur ogjólatónlist I Skrúði eru borðin hlaðin girnilegum jólamat. Njótið þess að snæða ljúffengan mat á notalegum stað. Feðgarnir Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson flytja ljúfa tónlist. - þín jólasaga! Maður með hrafnshöfuð birtist konu í draumi og leiðir hana ó vit hins óþekkta þar sem hvert fótmól er stigið ó framandi jörð. Nætursöngvar Vigdísar Grímsdóttur er óhrifamikil skóldsaga, fögur og grimm í senn. ím NÆTURSONGVAR 5 k á. ( * I ð u n n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.