Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Djass, Wagner og Rolling Stones Eins og getið er hefur tónlist verið aðaliðja Margrétar og áhuga- mál, í það minnsta þar til Salka fæddist fyrir sex árum, og Margrét segir að hún muni ekki eftir sér öðruvísi en með tónlistaráhuga, enda eru til með henni upptökur þar sem hún spilar á flautu þriggja ára gömul. Foreldrar Margrétar eru Haraldur S. Blöndal og Sólveig Hauksdóttir, en systkinin fjögur, auk Margrétar Elsa María, sem er menntaskólanemi, Haukur eðlis- fi'æðingur og Sölvi, tónlistarmaður og aðalsprauta rapphljómsveitar- innar Quarashi. Margrét segir að talsvert hafí verið um tónlist á heimilinu, þó hvorugt foreldri hennar leiki á hljóðfæri. Haraldur var og er mikill djassáhugamaður og Margrét segir að hún hafí oft farið með honum á djasstónleika þegar hún var lítil og hennar fyrstu tónleikar hafi einmitt verið þannig tónleikar. Par fyrir ut- an hafði hann áhuga á klassískri tónlist segir hún, þá helst Wagner, og síðan Rolling Stones og þetta þrennt segir hún að hafí mótað smekk sinn framan af. „Svo hékk ég bara eins og geng- ur og gerist inni á herbergi hjá stóra bróður og hlustaði á þýska tölvutónlist, Kraftwerk og Tan- gerine Dream. Þar sátu steinþegj- andi stórir, fölir, blóðlausir skák- drengir og borðuðu súkkulaðiköku og hlustuðu á Tangerine Dream og Kraftwerk. I mínum huga er sama- semmerki á milli súkkulaðiköku, brennivíns og skákborðs og aldrei sögðu þeir orð. Fyrsta platan sem ég eignast var Watei-loo-platan með Abba og ég hlustaði ekki á annað þangað til ég eignaðist aðra plötu, sem var með Elvis. Eftir það hlustaði ég ekki á neitt nema Elvis þangað til ég eign- aðist þriðju plötuna, Led Zeppelin I, og hlustaði ekki á neitt nema hana fyrst um sinn. Með tímanum hlustaði ég síðan á þessar þrjár til skiptis, frekar ólíkir pólar en ég gerði ekki upp á milli, þó Elvis hafí smám saman náð yfirhöndinni og sé enn fremstur. Þegar ég var tólf eða þrettán ára Margrét Kristín Blöndal, sem flestir kalla bara Möggu Stínu, hefur verið lengi að í tónlistinni; til eru upptökur af henni þriggja ára að spila fyrir hljóðnemann. Árni Matthíasson ræddi við Margréti um tónlistina, lífíð og nýju plötuna sem hún kynnir á tónleikum í Bretlandi í kvöld. hékk ég líka inni í herbergi stóra bróður vinkonu minnar, Margrétar Ragnarsdóttur, að hlusta á plöturn- ar hans. Hann heitir ívar og fór að taka upp spólur fyrir mig vegna þess að ég var alltaf að koma inn I herbergi til hans að spyrja hvað hann væri að spila. Hann var þá að hlusta á Simple Minds, sem voru að byrja sinn feril og áður en þeir urðu ömurlegir, Residents og fleiri fram- úrstefnuhljómsveitir, algjör gull- náma. Upp úr því fann ég hvað það var sem ég vildi hlusta á og hlustaði líka á það af krafti; gekk með kassettutækið við eyi-að og sofnaði með það á koddanum. Eg var alltaf að flytja að heiman eins og gengur og tók þá ekkert með mér nema nærföt til skiptanna og allar kassetturnar.“ Margrét segir að mikið hafi ver- ið að gerast í kringum ívar og inni í skúr heima hjá honum æfðu með- al annars tvær hljómsveitir, önnur þekkt en hin goðsögn, Vonbrigði og Trúðurinn. Við stelpurnar héngum með eyrun við skúrinn þegar Von- brigði var að æfa og kynntumst smám saman strákunum í hljóm- sveitinni, Tóta, Jóa, Gunna og Árna. Við kynntumst líka strákun- um í Trúðnum sem æfði þarna líka, þeim Haraldi Karlssyni, Þór Sti- efel, Sigurði Guðmundssyni og Val Gautasyni, en ég átti síðar eftir að vera í hljómsveit með Sigga og Val. Það má segja að þessi klíka hafi verið meira og minna samhangandi upp frá því þó ekki hafi allir haldið áfram í tóniist. Þetta var til að auka enn áhuga minn á tónlist og ég fékk hvað eftir annað algjöra dellu fyrir hljómsveitum, Joy Di- vision gekk næstum af mér dauðri, Birthday Party og Simple Minds, sem ég nefndi áðan; það var diskó- ið okkar.“ Eins og ráða má af hljómsveitarupptalningunni var hún á kafi í þunglyndislegri róman- tík, en þó segist Margrét ekki hafa verið þunglynd, frekar reið. „A þessum árum var lífið einskonar Haltu kjafti-öskur,“ segir hún og kímir. Risaeðlur Margi-ét byrjaði snemma að spila á blokkflautu og fór að læra á fiðlu sex ára gömul. Fiðlunámið stóð í sjö ár og hún segist því hafa lært á fiðlu en verði aldrei fiðluleikari. „Mér fannst gaman að spila á fiðl- una, en ég féll aldrei inn í stemmn- inguna í tónlistarskólanum, kunni ekki við það hversu allt var stíft og stefndi í eina átt; ég sá í fjarska stólinn losna í þriðju fiðlu í Sinfóní- unni og hætti þá að læra, hætti al- veg að spila á fiðluna og sagði við sjálfa mig aldrei aftur . . . og stóð ekki við það frekar en annað, tók hana upp aftm- þegar ég var komin í hljómsveit." Þegar klíkan var komin í menntaskóla hlaut tónlistaráhuginn að skila sér í hljómsveit og þau Margrét Örnólfsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigurður Guð- mundsson og ívar Ragnarsson ákváðu að stofna hljómsveit sem þau nefndu Risaeðluna. Þetta var fyrir eina tónleika sem haldnir voru í Sigtúni og Margrét segist hafa séð hljómsveitina troða upp þar og þótt hún bráðskemmtileg. Þetta var 1985. Þegar þau buðu henni síðan að vera með var hún ekki lengi að taka boðinu. Síðan slóst Valur Gautason í hópinn og hljómsveitin fór að spila í anddyrum og þar sem fólk átti leið um, en hélt aldrei neina alvöru tónleika. „Svo hættum við smám saman en ákváðum að taka upp þráðinn fyrir sjónvarpsþáttinn Annir og appelsín- ur í Sjónvarpinu tveimur árum síð- ar. Þá kom Þórarinn Kristjánsson, Tóti í Vonbrigðum, inn í hljómsveit- ina en Valur hætti. Magga hætti seinna til að fara í Sykurmolana og svo hætti Dóra til að fara í skólann og þá kom Hreinn . . . en það er önnur saga.“ Margrét segir að eftir Annir og appelsínur hafi þau ákveðið að halda áfram, enda hafi þetta verið svo „ógeðslega gaman“. Hljómsveit- in tók upp reglulegar æfingar á Hallveigarstígnum og þar urðu til öll þau lög sem Risaeðlan lifði á meira og minna sem eftir var. Ó Um það leyti sem Risaeðlan var að slíta barnsskónum var Margréti Örnólfsdóttur boðið að ganga í Sykurmolana. Hún þekktist það boð en eftirlifandi Risaeðlur ákváðu að fá sér ekki nýjan hljóm- borðsleikara að sinni. Eðlilega varð þetta til þess að auka tengsl milli sveitanna og svo fór að Smekk- leysa, útgáfufyrirtæki Sykurmol- anna, gaf út plötu með okkur sem varð tólftomman Ó. í kjölfarið á henni spiluðum við eins mikið og við gátum hér á landi og erlendis, meðal annars með Sykurmolunum á tónleikaferðum þeirra í Bretlandi og víðar í Evrópu og svo fórum við líka til Bandaríkjanna, í ferð Smekkleysuhljómsveita til New York, fórum með Bless og Ham, sem var frábærasta ferð sem ís- lenskar hljómsveitir hafa farið, held ég, algjört rock and roll. Svo fórum við líka ein út til Bandaríkj- Hjartadr ttningin | ARGRÉT Kristín Blön- 1 dal hefur verið lengi að í Itónlist; byrjaði sem ung- llingsstelpa að spila með rokkhljómsveit með fiðluna að vopni og söng að auki. Sú hljóm- sveit entist í gegnum þykkt og þunnt, hangs í bflskúram uppi á ís- landi og tónleika í stórum sölum í Evrópu, en nennti svo ekki að vera til lengur. Margrét nennti aftur á móti að halda áfram í tónlist og gerði það; sendi á dögunum frá sér sólóskífuna An Album sem gefin var út af breska fyrirtækinu One Little Indian. Undanfarna daga hefur Margrét fylgt skifunni eftir í útlandinu, hitað upp fyrir Björk Guðmundsdóttur með hljómsveit sinni, og í kvöld verða síðustu tón- leikar í þeirri ferð í Lundúnum. Margrét Kristín, sem allir kalla Möggu Stínu, kemur í spjall á hlaupum, það er svo mikið að gera í lífinu, enda stússast hún í öllu ein; það þarf að huga að Sölku litlu, dóttur hennar og Þórarins Leifs- sonar myndlistarmanns og vefara, það þarf að sinna hljómsveitinni, sem er eingetið barn Margrétar, þó platan sé komin út er ótalmargt sem þarf að stússast í kringum hana og ekki er það til að minnka streituna að Margrét er á leiðinni til Kúbu í vikuferð, sem hún segist óttast að verði ekki mikið frí. I eins- konar aðdraganda að spjallinu er henni tíðrætt um að hún verði að láta hjartað ráða, það sé það eina sem gefi öllum hamaganginum til- gang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.