Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 B 9 anna og spiluðum þá meðal annars í Knitting Factory." Liður í sókn Risaeðlunnar á er- lendan markað undir nafninu Reptile var platan Fame and Foss- ils, sem tekin var upp með upptöku- stjóranum Ken Thomas. Sú platan kom út í Evrópu og í Bandaríkjun- um á vegum Rough Trade, en stuttu síðan fór það fyrirtæki á hausinn. „Það var samt ekki okkur að kenna held ég,“ segir Margrét, en fyrir vikið varð minna úr frama- draumum hljómsveitarinnar en efni stóðu til. Margrét segir að utanlandsferð- imar hafi almennt verið miklar skemmtiferðii- og sitthvað borið við. Hún nefnir sem dæmi að eina ferð- ina utan að hita upp fyrir Sykurmol- ana hafi hljómsveitin leikið á tvenn- um mjög óiíkum tónleikum á tveim- ur dögum. Fyrst komu tónleikar með Sykur- molunum fyrir 2.000 manns í Lund- únum og Margrét segir að það hafi verið leiðinlegustu áheyrendur sem Risaeðlan hafi lent á, allir að bíða eftir Sykurmolunum. „Daginn eftir vomm við síðan að spila á goth-klúbb og hljómsveitirn- ar sem vora að spila með okkur voru goth-hljómsveitir, allir hvít- sminkaðir í framan og svartklæddir. Ég held að það hafi enginn í húsinu skilið hvað var að gerast þegar við komum á svið og byrjuðum á okkar gleðitónlist; engum stökk bros með- al áheyrenda og ekkert var klappað eftir að við vorum búin.“ Frábær allan tímann Halldóra Geirharðsdóttir hætti í Risaeðlunni þegar hún hóf nám við Leiklistarskóla Islands og Mar- grét segir að það hafi verið áfall fyrir hljómsveitina, en þó kannski helst fyrir hana sjálfa, „því það var svo frábært að vera með henni í hljómsveit, að vita af henni með mér á sviðinu. í kjölfarið kom Hreinn inn í hljómsveitina og spil- aði á gítar og harmonikku sem kom mjög skemmtilega út. Ég held að við höfum því náð að vera frábær allan tímann sem við störf- uðum, að minnsta kosti fyrir okk- ur.“ Margrét segir að aldrei hafi verið tekin eiginleg ákvörðun um að hætta en smám saman hafði fólk meira og meira að gera við eitthvað annað, „meðal annars fæddist Salka dóttir mín og tók alla mína athygli upp frá því. Við hitt- umst þó stundum og tókum meðal annars upp granna með Roli Mosiman, nánast efni á heila plötu, en feng- um síðan aldrei peninga til að klára plötuna. Fyrir tveimur árum ákváðum við síðan að gera þennan tima upp, klára plötuna og halda kveðjutónleika sem við gerðum.“ Þó Risaeðlan hafi lítið sem ekkert starfað sam- an í nokkurn tíma áður en hún hætti opinber- lega segir Margrét að hún hafi ekki hætt að hrærast í tónlist, semja og pæla. „Ég hafði alltaf við höndina kassettutæki og söng inn á það hugmyndir en þær söfnuðust bara upp því ég tók húsmóð- urhlutverkið mjög al- varlega. Við Tóti, pabbi Sölku, bjuggum um tíma á Spáni 1995, við Salka í sjö mánuði og Tóti í ár, og þá va: ég reyndar ekkert að spá í tónlist. Ég fékk vinnu þar úti, vann á Saga Bar á Benidorm, sem er með athyglisverðustu tímabilum á ævi minni, upplifun á menningu sem ég hvorki vissi að væri til eða vildi yfirleitt komast í kynni við. Það var hryllingur í einu orði sagt, þó ég hafi verið að vinna með in- dælu fólki.“ Kassettubúnkinn hlóðst upp „í raun var þetta algjör klikkun, við lifðum ekki á neinu þarna úti og á endanum var ég búin að fá nóg, fluttist heim til Islands og fór að vinna í plötubúð. Það var æðislegt og við Salka bjuggum okkur til nýtt líf sem byggðist á að vinna frá níu til fimm og alltaf með sama bleika dúkinn á borðinu í sömu litlu íbúð- inni. Ég byrjaði líka að vinna meira í tónlist, keypti mér ónýtan víbrafón og fór að spila á hann og taka það upp heima. Ég var ekki að spá í að taka neitt upp til útgáfu, mig lang- aði meira að búa eitthvað til sem ég gæti síðan spilað með öðrum og kassettubúnkinn hlóðst upp. Eitt sinn fór ég í heimsókn til Bjarkar á Spáni, þar sem hún bjó þá og var að semja á plötu. Hún hafði vitneskju um það sem ég var að bauka og fór að spyrja mig ein- kennilegra spurninga og vildi endi- lega lána mér hljóðgervii. Einhvern veginn atvikaðist það svo að ég fékk lánað hjá henni tækið sem hún sem- ur á og fór að semja lög á skipuleg- an hátt, komin með galdratæki með 120 mismunandi hljóðum og alls- konar töktum. Þá fór ég líka að vera skrýtin í vinnunni," segir Magga og skellihlær að tiíhugsuninni. „Menn höfðu orð á því að ég væri orðin meira utan við mig en góðu hófi gegndi." Allt vatt þetta upp á sig og Mar- grét fór nú að vinna hugmyndir sínar af meiri alvöru með Valgeiri Sigurðssyni og Jóhanni Jóhanns- syni Lhooq-liða, fá þeirra álit og hugmyndir. „Þá var það að Björk kom til mín og stakk upp á að ég gerði plötu sem hún fengi síðan að gefa út. Ég var komin það langt að Björk stakk upp á að ég færi út og hitti Graham Massey, en hún hafði hitt hann í Marokkó og spilað fyrir hann lögin mín. Hann vildi endi- iega vinna þau áfram með mér og það varð úr að ég fór að hitta hann. Eftir það var ég eins og jójó, sífellt að fara heim og héðan, þangað til allt í einu að platan bara kom út.“ Eðlilegra að syngja á íslensku í kvikmyndinni Popp í Reykjavík syngur Margrét á íslensku, en á plötunni er nærfellt allt á ensku. Hún segist semja jöfnum höndum á ensku og íslensku, en finnist eðli- legra að syngja á íslensku hér Morgunblaðið/Kristinn Myndvinnsla/Eggert „Það er ekki hægt að kafa dýpra í hjarta mitt en ég geri á þessari plötu, en ég var samt til í að gefa hana út og dreifa henni út um allt og leyfa öllum að deila henni með mér, en svo þegar lengra líður veit ég ekki hvort mér finnst það þess virði. “ heima, „líkt og ég vildi gjarnan syngja á spænsku á Spáni. Eg vil fá sem greiðasta leið að fólki og sú leið er með því að syngja á máli sem áheyrendur skilja." í kvikmyndinni má einnig sjá að Margrét er með geysigóða hljóm- sveit sér til halds og trausts, en hljómsveitina setti hún saman þeg- ar kom að því að fara að kynna ÚL gáfuna hér heima og erlendis. í sveitinni er valinn maður í hverju rúmi; Pétur Hallgrímsson leggur hönd á plóginn við upptökur á fjór- um lögum og Valgeir Sigurðsson Ununarmaður kemur einnig við sögu. Margrét segist líka oft hafa hugleitt það hversu gaman hefði verið að taka upp plötu með þessari hljómsveit. „Ég er reyndar að vinna að annarri plötu nú þegar og vildi gjarnan að þessi hljómsveit myndi taka hana upp með mér, það verður allt svo frábært þegar við erum að spila saman.“ I vikunni heldur Margrét út með hljómsveitinni að hita upp fyrir Björk á þrennum tónleikum í Bret- landi. Lokatónleikarnir verða í Lundúnum næstkomandi sunnudag og þá fyrir fleiri en hún hefur áður leikið í einu. Hún segist ekki hug- leiða það mikið hversu margir tón- leikagestir verði á staðnum; „mér finnst það eitthvað svo óraunveru- legt að ég get ekki einu sinni séð það fyrir mér. Annars skiptir auð- vitað ekki máli hvað það eru margir, við breytumst ekki og ég hlakka bara til.“ Maður verður að láta hjartað ráða Það kostar ferðalög að reka tón- listarferil í Bretlandi og víðar frá íslandi, en þó Margrét segist sjá sjálfa sig í anda sem gamla konu suður á Spáni í ruggustól með sjal að syngja sorglegu lögin á litlum stað, sjái hún sjálfa sig ekki í Lund- únum, að minnsta kosti ekki í bráð. „Ég sá sjálfa mig búa í London þegar ég var að byrja á þessu, en það var ekki nema í svona 10 mínút- ur. Það er kannski ekki fallegt að tala svona en mér finnst þessi breska dægurstefna eins og hún kemur fyrir sjúklega geld, ef ég á að vera hreinskilin. Mér finnst miklu meira spenn- mdi að hugsa um spænska popptónlist en enska; allt við- horf og and- rúmsloft í kringum bresku senuna er svo óáhuga- vert að ég gæti bara látið lífið á þessum stól við það eitt að hugsa um það. Ég vinn við að búa til tónlist sem kalla má dægurtónlist, vil lifa af tónlistinni eins og gengur og hafa áhyggjur af því hvernig platan selst og þar fram eftir götunum, en það liggur við að það falli um sjálft sig þegar ég fer að hugsa um þann heim sem ég starfa í. Það er ekki hægt að kafa dýpra í hjarta mitt en ég geri á þessari plötu, en ég var samt til í að gefa hana út og dreifa henni út um allt og leyfa öllum að deila henni með mér, en svo þegar lengra líður veit ég ekki hvort mér finnst það þess virði. Ég vil tala við fólk sem vill hlusta á mig og það ætti að nægja. Það eru aftur á móti svo margir sem eru að búa til tónlist, ekki til að moka út úr sér hugmyndum og tilfinningum og gefa öðrum, heldur er aðalatriðið orðið að vera sætur í myndatöku," segir Margrét og augun gneista af einbeitingu. „Maður verður að láta hjartað ráða, þó það geti verið vont þá verður að gera það! Alltafi. Ég held að ég verði að öskra það í gegnum þetta blað núna!“ SUMARPARADIS UM HÁVETUR og 100-200% ávöxtun sparifjár á ferðalögum TÆLANDSFERÐIR - m. þekktum flugfélögum, gistingu og fararstjórn frá kr. 84.600,- Berðu þetta í alvöru saman við Kanarí? Vetrarferðir fyllast óðum. BALI - eyja guðanna - rómantískur draumur - upphafin fegurð. Otrúleg kjör. Islensk fararstjórn. MALASÍA - fagurt land á frábærum kjörum. Islenskur fulltrúi Heimsklúbbsins. Lægstu fargjöld til Austur/SA-Asíu, Ástralíu og Nýja Sjálands. KARÍBAHAF - siglingar og dvöl. Sólskinsparadís - toppur hins ljúfa lífs. Islenskur fulltrúi Heimsklúbbsins í Flórída. FÍRÐASKRIFSTOFAN mmái Austurstræti 17, 4. hæö, 10! Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: hppt://www.heimsklubbur.is Lífeyrissj óðurinn Framsýn Framhaldsársfundur Framhaldsársfundur Lífeyrissjóðsins Framsýnar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 2. desember 1998 og hefst klukkan 17:00. Dagskrá fundarins: 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. 2. Kynning á Séreignarsjóði Framsýnar. Sérstakt fulltrúaráð skipað fulltrúum aðildarfélaga sjóðsins fer með atkvæði á ársfundi. o Þeir sjóðfélagar sem vilja kynna sér þær tillögur um | breytingar á samþykktum sjóðsins sem lagðar verða fram geta fengið þær á skrifstofu sjóðsins eða haft samband og látið senda sér þær í pósti. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á framhaldsársfund sjóðsins. LÍFEYRISSJÓÐURINN FRAMSÝN Suðurlandsbraut 30, 3. hæð, sími 533 4700, fax 533 4705. Heimasíða: www.framsyn.rl.is Netfang: mottaka@framsyn.rl.is Fréttir á Netinu vj>mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.