Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 B 5 Morgunblaðiö/Golli lendis. Hvað mig sjálfan varðar þá verður ekki annað sagt en ég sé bú- inn að stimpla mig inn með Hellis- búanum. Ég er kominn á kortið.“ En hvernig datt þér í hug að gera þetta? Þetta er býsna stór biti að sporðrenna í fyrstu atrennu fyi'ir ungan óreyndan leikara. „Ég frétti af leikritinu og féll al- veg flatur fyrir því. Það var svo ótrúlega fyndið. Upphaflega hafði ég í huga að leikstýra því sjálfur. Eg var að pæla í því að fá þekktan gamanleikara eins og Sigurð Sigur- jónsson til að leika. En mig langaði meira til að leika sjálfur og spurði hvort hann vildi leikstýra mér. Samt sagði ég við hann að ef honum fyndist það alveg fáránlegt þá gæt- um við alveg skipt! Hann leikið og ég leikstýrt. En það féll betur að hans áformum að leikstýra enda er hann í eins konar leikbindindi núna.“ Gott fyrir egóið Og hverju hafa svo vinsældir Hellisbúans skilað Bjarna Hauki Þórssyni persónulega. Er hann orð- inn ríkur og frægur? „Sýningin skilar hagnaði sem er ágætt því ég er skuldugur upp fyrir haus, þó ég hafi samt ekki farið á hausinn. Hvað frægðina varðar þá finn ég ekki svo mikið fýrir henni. Auðvitað er gott að svona vel geng- ur og í því er fólgin viðurkenning en hún er ekki að skila sér í neinu öðru. Leikhússtjórar eru ekki hringjandi í mig á hverjum morgni að falast eftir kröftum mínum! Bandarískt leiklistarnám tekur mið af þeim aðstæðum sem bíða manns þegar út á atvinnumarkaðinn kem- ur. Manni er kennt að byggja upp hluti í kringum sjálfan sig, skapa sér tækifæri og vekja athygli á sér. Þetta getur oft verið ansi erfitt en á móti ætlast maður ekki til að fá alla hluti rétta upp í hendurnar.“ Bjarni segist hafa farið sömu leið- ina á milli leikhúsanna og aðrir ung- ir leikarar og leikstjórar, „Maður verður auðvitað að láta vita af sér. Ég neita samt að trúa því að þó maður fái ekki fastráðningu í leik- húsi þá sé það endirinn á ferli manns^ sem leikstjóra eða leikara. Flosi Ólafsson hitti naglann á höf- uðið þegar hann heilsaði upp á mig eftir sýningu um daginn og sagði: „Þetta er bara svo gott fyrir egóið.“ Það er ekki ónýtt að fá svona hrós og styrkir mann í trúnni á að maður sé á réttri leið.“ Nýtt á vefnum: sameining.is Keru viðskiptavinir Ég hefhafið störfd hdrsnyrtistofunni I hdr saman, Grettisgötu, 9, sími 5512274. Ingibjörg Helgadóttir hdrsnyrtir Verið velkomin íhAr HÁ RSNYRriSTOrA mbl.is J LLTAF eiTTH\SAÐ N >5Su?f“”stoke“Ú,0,U nóttakanda. leyfilegt verömœti er misjafnt ef n stöðum: Til Árósa - 360 danskar krónur fyrir hverja sendingu. -Til Kaupmannahofnar - 360 dansk krónur fyrir hverja sendingu. Afhendingarstaður Útflutningur - Sundahöfn, hlið nr. 2. Tekið verður á móti pökkum 3., 4. og 7. desember frá kl. 10.00 til 14.00. Brottför frá Reykjavík 10. desember 1998. Komudagar: Árósar -16. des. Kaupmannahöfn - 17. des. Helsingborg - 17. des. Gautaborg - 18. des. Fredrikstad - 18. des. rú fvrir hvern fjölskyiaumcuu^, Sa skal fjölda fjölskyldumeðluna tan á kassann. 'il Fredrikstad - 200 norskar krónur ýrir hverja sendingu. ril íslands - allt að 3-000 kr. (eða 33 SDR)- Áríðandi er að pökkum sé skilað til vöruafgreiðslu í viðkomandi höfn a.m.k. 2 dögum fýrir brottför skips. Nánari upplýsingar veita Viðskiptaþjónusta Eimskips í Sundakletti, sími 525 7700, fax 525 7709 og skrifstofur Eimskips erlendis. Látið móttakendur vita um komudag skips því sækja þarf pakka þann dag í samráði við skrifstofu eða umboðsmann Eimskips í viðkomandi landi. Frá Norðurlöndum til íslands Brottför skips frá: Árósum - 9. des. • DFDS, sími 89 347474 Kaupmannahöfn - 10. des. • DFDS, sími 43 203040 Helsingborg - lO.des. • Anderson Shipping, sími 42 175500 Gautaborg - ll.des. • Eimskip Svíþjóð,sími 31 7224545 Fredrikstad -11. des. • Anderson & Morck, sími 69 338500 Komudagur til Reykjavíkur -16. des. EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.