Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 13
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 B 13 FEÐGARNIR Guðmundur og Elías á leið í fjárhúsin. sé sérsvið Rristlaugar. Hún er ekki alveg sammála því og segir Guð- mund gegna því mikilvæga emb- ætti að stinga út úr fjárhúsunum og verka taðið. Hann segir að taðið þurfi að verkast í hlaða þar til það er tveggja ára. Kristlaug hefur náð góðum tök- um á að taðreykja. Hún segir að af rétt verkuðu taði sé reykurinn ilm- andi, en ekki rammur. Til að auka bragðgæði silungsins enn frekar leggur hún örlítið af gulvíði ofan á glóðina. „Hann gefur æðislegt bragð,“ segir Kristlaug. A veturna er veitt á dorg, aðal- lega upp á sport. ísinn á vatninu getur orðið 70 cm þykkur. Best er að beita hvítmaðki og til að hafa nóga beitu koma menn sér upp maðkaveitu. Ef rolla drepst þá vei’pir í hana fluga og maðkuxinn kviknar. Hræið er grafið niður og geymt þar til haldið er á veiðar. Þá er maðkurinn á vísum stað. Grasate og seyði Ur stofunni í Engidal liggur stigi upp í risið og í hverri tröppu standa glerki'ukkur með jurtum og grös- um sem Kristlaug hefur safnað og þun'kað. Þar má sjá elftingu, blá- gresi, rjúpnalauf, vallhumal, blóð- berg og fjallagrös svo nokkuð sé nefnt. Uppi á lofti er enn meira af jurtum í léreftssekkjum. Kristlaug segist hafa alist upp við að drekka blóðbergste og að taka lýsi daglega. Annars er hún sjálfmenntuð í söfn- un og meðferð tejui'ta. Margar þessara jurta hafa verið notaðar til heilsubótar í aldanna rás. „Vallhumall er mjög hollur," segir Ki-istlaug. „Ljósmæður í gamla daga þui'ftu að kunna ýmis- legt fyi'ir sér og þær gáfu vall- humalte ef sængurkonur urðu veik- ar og fengu innvortis sýkingar. Eg hef reynt þetta sjálf. Við eigum tvo drengi og ég varð veik í bæði skipt- in sem ég var barnshafandi, fékk sýkingu í nýrun. Þegar ég gekk með yngi'i drenginn gaf móðursyst- Kristlaug er sjálfmenntuð í léreftsmálun og málar helst nytjahluti eins og ilmpoka sem fylltir eru þurrkuðum reyr, dúka, vöggusett, koddaver, tehettur og fleira. Meðal litunarjurta sem Kristlaug safnar og sýður eru sortulyng, birkilauf og birkibörkur, litunarmosi, beitilyng, puntfax (fræ af snarrót) og gulvíðir. Með því að setja mismikið af seyðinu, sem fæst af jurtunum, í litunarpottinn má fá mörg litbrigði. ir mín, Ingibjörg Tryggvadóttir, mér vallhumalte og það hjálpaði mér eins og skot! Oft ef vinir mínir eða ættingjar verða lasnir þá sendi ég þeim vallhumal. Maður verður að gæta þess að tína humalinn ekki í túni þar sem notaður er tilbúinn ábui'ður, heldur aðeins úti í móa. Það er mikið af vallhumli hér og eins af elftingu og lyngi.“ Hún segir rannsóknir hafa sýnt fram á ýmsa gagnsemi jurtanna. Til dæmis hindri blóðbergið liða- bólgur og hægi á ellihrörnun. „Ef ég væri yngri þá vildi ég læra um grös og jurtir," segir Kristlaug. Okkur var boðið upp á te úr elft- ingu, aðalbláberjalyngi, blöðum af fjalldrapa og aðeins af vallhumli. Kristlaug sýndi okkur í pottinn og í fljótu bragði datt manni í hug væn heytugga. Svo var vatni bætt við og potturinn settur yfir. Kristlaug segir að grösin í Engi- dal séu einstaklega heppileg bæði til seyðisgerðai’ og litunar. „Þetta er í 360 metra hæð yfir sjó og ég held að það geri jurtirnar sterkari en ella. Mengun er hér engin, allt vaðandi í gróðri, fuglum og fiski. Það er ótrú- lega margt sem hægt er að gera á svona stöðum. Þótt sólarhringurinn væri 48 stundir dygði hann ekki til að gera allt sem maður vildi.“ Jurtalitun um aldaraðir I eldhúsinu í Engidal eru tvær eldavélar. Önnur gasknúin og sjald- an notuð, hin er olíukynt Sóló-elda- vél sem keypt var ný í húsið þegar það vai' byggt. Það logar alltaf á ol- íuvélinni og gegnir hún jafnframt hlutverki miðstöðvar. Þegar okkur bar að garði var stór litunarpottur á vélinni og húsfreyjan að lita garn með litunarefnum sem notuð hafa verið um ómunatíð. „Eg tíni jurtir til litunar og tegerðar og þurrka á sumrin. Eins lita ég meira á sumrin en á veturna. Ég lærði þetta af móðursystur minni, Ingibjörgu Ti'yggvadóttur," segir Kristlaug. Guðmundur skýtur því inn að einu sinni hafi hann þurft að „brenna vestur á Kjöl með kerl- inguna að tína mosa,“ svo hann lærði líka sitthvað af Ingibjörgu í grasafræði. Meðal litunarjurta sem Kristlaug safnar og sýður eru sortulyng, birkilauf og birkibörkur, litunar- mosi, beitilyng, puntfax (fræ af snarrót) og gulvíðir. Með því að setja mismikið af seyðinu, sem fæst af jurtunum, í litunarpottinn má fá mörg litbrigði. Kristlaug segist reyna að fá fjögur litbrigði af hverj- um lit. „Svo er ég alltaf að prófa nýjar jurtir. í sumar prófaði ég til dæmis lækjarmosa og fékk úr hon- um fínan húðlit í dúkkur." Sumar jurtir eru soðnar nýjar, til dæmis puntfax, og aðrar þurrkaðar. Til dæmis er ekki hægt að lita úr gul- víði nema hann sé farinn að sölna. En hvað um litsterk blóm á borð við sóleyjar og túnfífla? „Sóley gefur mjög sterkgulan lit en það kemur svo vond lykt við suð- una að maður verður veikur! Blá- berjalyngið gefur líka fallegan gul- an lit,“ segir Kristlaug. Guðmundur segir að túnfíflarnir í Engidal séu ekki notaðir til litunar heldur víngerðar. Það skal tekið fram að sú framleiðsla er aðeins til heimanota. Ki-istlaug dró upp fjólubláa hespu sem hún litaði úr arfa og brúnspón. „Brúnspónn var notaður í gamla daga í hrífutinda. Þetta er rauðbrúnn viður og mjög harðm', vandinn er sá að í dag virðist eng- inn vita hvaða trjátegund þetta er. Ég kom á eyðibýli hér norður á heiðinni og fann þar kubb sem vaf- inn var í pappa. Það hafði komist raki að þessu og pappinn var allur orðinn fjólublár. Svona hefur fólk í gamla daga ábyggilega áttað sig á litunareiginleikum efna. Séð hvern- ig þau lituðu út frá sér. Ég hirti þennan kubb og hef verið að nota hann til að lita. En nú vantar mig meiri brúnspón og lýsi hér með eft- ir honum!" Ekki eru allar jurtirnar litskrúð- ugar úti í náttúrunni, þótt þær gefi fallegan lit við suðu. Kristlaug not- ar töluvert litunarmosa, sem er heldur grámyglulegur þar sem hann vex í náttúrunni. Við suðu gef- ur hann fallegan rauðbrúnan lit. Kristlaug notar innflutt litunarefni til að ná litbrigðum sem vantar í ís- lensku flóruna. Til dæmis indigó til að fá bláan lit og duft af kaktuslús sem gefur rauðan lit. Kristlaug seg- ir að lúsin eða flugan taki litinn í sig af kaktusnum og fjöldi fólks í út- löndum hafi atvinnu af því að lesa þessa lús. Liturinn sé einnig notað- ur í varalit og Campari-vínið. Kristlaug sýður bandið að minnsta kosti í klukkutíma og dekkstu litina í 6-7 tíma. Liturinn helst betur fái bandið góða suðu. Eftir að bandið hefur verið litað er það látið þorna. Síðan þvegið upp úr sápu og sett á krónu, svo er það hespað á hesputré. Kristlaug telur snúningana á hesputrénu og býr tO skreppur. Hverri hespu er skipt í tólf skreppur. Kristlaug segist fyrst og fremst framleiða hráefni fyrir handverksfólk í Bárðardal og víðar. Handverksvakning i sveitinni „Það er orðin svo mikil vakning í sveitunum að framleiða það gamla," segir Kristlaug og dregur upp íleppa í skó sem Elín Baldvinsdóttir í Svartárkoti heklaði. Garnið litaði Kristlaug úr beitilyngi. „í hand- verkshópnum sem ég er í má segja að það sé listamaður af hverjum bæ hér í Bárðardal. Erlendir ferða- menn vilja einmitt kaupa eitthvað ekta íslenskt og það sem við fram- leiðum í-ýkur út.“ Handverksfólkið í Bárðardal framleiðir ýmsar vörur og selur á Goðafossmarkaði sem er við búðina Fosshól hjá Goðafossi. „Þar eru fal- legar peysur, sannkallaðar módel- peysur, munir úr horni og beini, sokkar, vettlingar, lopapeysur og svo nálapúðar, flókaskór og hattar sem Guðnín Sveinbjörnsdóttir frá Mýri gerir,“ segir Kristlaug. Guð- rún heklar nálapúða úr eingirni frá Istex, sem Kristlaug hefur litað, og raðar saman hinum ýmsu litbrigð- um hvers litar í púðunum. Krist- laug segir að nálapúðarnir séu vin- sælir og til dæmis safni bóndi einn vestur í Húnavatnssýslu púðunum í öllum litasamsetningum. Guðmundur segist alveg vera á móti því að nota púðana undir nál- ar, heldur vill fylla þá af einhverju sem ilmar vel og búa til ilmpúða. Þá mætti vel hengja upp í bílum í stað- inn fyrir spjöld með myndum af fá- klæddum stúlkum. Mikill óhugi ó nómskeiðum Kristlaug hefur haldið námskeið í jui-talitun og léreftsmálun víða um Norðurland undaní'arin 20 ár, allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.