Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 B 21 var hvað ólíkast því sem við eigum að venjast hér á Islandi voru þær hrikalegu aðstæður sem fólkið bjó við í fjallaþorpunum í indjánalönd- um Bólivíu og Perú.“ Og eftir að þú komst heim frá Suður-AmeiTku. Varstu þá ekki bú- inn að fá nóg af ferðalögum í bili? „Nei, ég hafði ekki enn fullnægt flökkuþránni. Eg fór til Noregs að vinna mér inn peninga og vorið 1977 var ég kominn aftur til Spánai' og ferðaðist til Baskahéraðanna, Ma- drid og Barcelona og var þar þegar fyrstu frjálsu kosningamar voru haldnar eftir 1936.“ Tónlistarnám - atvinnutónlistarmaður Hvenær lærðir þú fyrst á kontra- bassa? „Það var veturinn 1978-79. Ég fékk lánaðan kontrabassa og byrj- aði aðeins að læra hjá enskum bassaleikara, Scott Gleckler í Tón- skóla Sigursveins Kristinssonar, en það voru fáir tímar og lítið stundað- ir af minni hálfu. Mig langaði til læra að spila blús sem ég fékk ekki í tónskólanum. Ári síðar þegar ég var í Ósló að skrifa lokaritgerð mína í sögu og að lesa spænskar bók- menntir keypti ég kontrabassa og kenndi mér þetta að hluta til sjálfur og af að hlusta á plötur. Haustið 1980 kom ég svo heim og byrjaði að læra hjá Jóni „bassa“ og var hjá honum 1 þrjú ár. Ég var löngu áður farinn að spila á harmonikku. Ég lærði hjá Karli Jónatanssyni og spilaði svona hér og þar. Það var á þeim árum þegar ég var í MH. Ég spilaði t.d. stundum um nætur þar sem nú eru bílastæði alþingismanna og þá eftir vinstri manna böll í Tjarnarbúð." Til Kaupmannahafnar fórstu síð- an í frekara tónlistarnám? „Já, það var á árunum 1983-84. Ég var þar í námi hjá Johan Poul- sen. Niels Henning Örsted Peter- sen benti mér á hann sem góðan kennara og það reyndist rétt. Niels var oft hér á landi á þessum árum og ég var málkunnugur honum. Þá var ég sumarið 1984 að spila frjáls- an djass á hálfsmánaðar námskeiði hjá John Tchicai altósaxófónleikara. Ég varð snemma heillaður af blús og djassi. Ég man að Vernharður Linnet var að kynna á vinstri mannafundi tónleika sem þá voru boðaðir. Skömmu síðar komu þeir fram í Háskólabíói, Niels Henning, Philip Catherine og Billy Hart og sá atburður var einn af stóru stundun- um í lífí mínu. Jazzvakning stóð fyrir fjölbreyttu tónleikahaldi og þessir tónleikar höfðu mikil áhrif og á næstu árum voru margir ungir djassleikarar að hefja sinn feril sem beinlínis má þakka þeirri vakningu sem fór af stað þarna í lok áttunda áratugar- ins.“ Hvenær byrjaðir þú fyrst að spila í hljómsveit? „Ég spilaði inn á plötu í Kaup- mannahöfn með Diabolus in Musica 1980 og var þá búinn að eiga bass- ann í nokkra mánuði. Eftir að ég kom heim stofnuðum við Sveinbjörn I. Baldvinsson hljómsveit sem við kölluðum Nýja kompaníið og hljóm- sveitin spilaði mikið í tvö ár. Við spiluðum inn á plötu sem Fálkinn gaf út, Þegar kvölda tekur. Eftir það spilaði ég með Guð- mundi Ingólfssyni í Stúdentakjall- aranum og Naustinu og víðar og fór með honum til Lúxemborgar 1983 og í þeii-ri hljómsveit voru einnig Guðmundur Steingiímsson og Viðar Alfreðsson. Eftir árs dvöl í Kaup- mannahöfn kom ég svo heim og þá gerði ég plötu sem heitir Þessi ófét- is jazz“. Var það á þessum árum að þú byrjaðir að semja tónlist? „Já og Jazzvakning gaf þessa plötu út. Ég var búinn að setja sam- an nokkur lög og fékk Mezzoforte- strákana, Eyþór, Gunnlaug og Frið- rik, til að spila inn á svona sýnis- horn og Rúnar Georgsson spilaði með okkur í nokkrum lögum og Jazzvakning vildi gefa þetta út. Lögin eru eftir mig, Eyþór og Frið- rik.“ Og þú hélst áfram að fást við tón- smíðar? JAZZKVARTETT Reykjavík, f.v. Tómas R., Einar Valur Scheving, Sigurður Flosason og Eyþór Gunn- arsson. MEÐ Tríói Ólafs Stephensens á elsta jazzklúbbn- um í S-Ameríku, í Santiago de Chile. „Já, við hljóðrituðum aðra djass- plötu 1987, Hinsegin blús, og á þeirri plötu eru flest lögin eftir mig nema tvö sem eru eftir Eyþór Gunnarsson. Almenna bókafélagið gaf þá plötu út. Sú plata fékk mjög góðar viðtökur og seldist fljótlega upp. Tveimur árum síðar var tekin upp átta laga plata, Nýr tónn, og á þeirri plötu eru öll lögin eftir mig. Jens Winther, danski trompetleik- arinn sem hafði verið gestur á nokkrum lögum á Hinsegin blús, kom til landsins og spilaði með mér, Pétri Östlund, Eyþóri Gunn- arssyni og Sigurði Flosasyni. Það gildir það sama um Nýjan tón og Hinsegin blús, geisladiskurinn og plöturnar eru löngu uppseldar. Ár- ið 1991 var svo tekinn upp nýr disk- ur með tónlist eftir mig, Islandsför, og þar eru einnig með mér Eyþór, Pétur og Sigurður og svo fékk ég til liðs við okkur bandariskan básúnuleikara og söngvara, Frank Lacy, sem ég hafði séð með Art Blakey í Los Angeles 1989 og orðið hrifínn af og ég fékk hann hingað upp og hann setti að sjálfsögu svip á plötuna og í dag er hann einn af þeim stærstu í djassheiminum á básúnu. Hann spilaði einnig með mér í þremur lögum á diskinum Landsýn, sem kom út árið 1994, og Jazzís gaf út. Á þeim diski fékk ég marga söngvara til liðs við mig og gerði ég tilraun til að sætta íslensk ljóð á tuttugustu öld við djassmús- ík og bræða það tvennt saman í eitt. Ári síðar eða 1995 vann ég síð- an að diski sem fékk nafnið, Koss, með Þóri Baldurssyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og þar eru lög og textar eftir okkur Ólafíu Hrönn.“ Þú ert einn meðlima Jazzkvar- tetts Reykjavíkur. Hvenær var sú hljómsveit stofnuð? „Við Sigui-ður Flosason stofnuð- um hljómsveitina árið 1992 og auk okkar skipa hana þeir Eyþór Gunn- arsson og Einar Valur Scheving.“ Og Jazzkvartett Reykjavíkur spilaði fyrir örfáum árum í Ronnie Scott’s djassklúbbnum í London? „Já. Jazzkvartettinn spilaði þar heila viku árið 1994 og forstöðu- menn klúbbsins tóku upp nokkur kvöld og gáfu síðan út geisladiskinn Hot house - RJQ live at Ronnie Scott’s. Það var mjög ánægjuleg reynsla. Það má heita hrein undan- tekning ef evrópsk hljómsveit, sem ekki er bresk, komist inn á þennan klúbb. Líkleg hefui' þar ráðið miklu um vaskleg frammistaða Jakobs Frímanns Magnússonar og þá von- andi einnig verðleikar hljómsveitar- innar. Við spiluðum líka á ýmsum djasshátíðum í Bretlandi á þessum árum, 1992-94, t.d. á djasshátíðinni í Glasgow 1992 sem er stór og virt hátíð. Jazzkvartett Reykjavíkur hefur spilað víða í Evrópu á síðari árum.“ Með tríói Ólafs Stephensens Tríó Ólafs Stephensens hefur á síðari árum gert víðreist og komið fram víða austan hafs og vestan. Tómas R. Einarsson hefur verið kontrabassaleikari í tríóinu allt frá því að það kom fyrst fram um 199o. „Ég gekk til liðs við tríó Ólafs Stephensens í byrjun þessa áratug- ar og við höfum mikið leikið klassísk djasslög. Við höfum spilað víða er- lendis, t.d. á vegum Útflutningsráðs árið 1997 þegar þeir voru með kynningu í Nuuk í Grænlandi. Þeim í Útflutningsráði þótti framlag okk- ar svo vel heppnað að þeir tóku okk- ur með þegar þeir, ásamt utanríks- ráðherra og stórum hópi manna, fóru til Argentínu og Chile fyrir rúmu ári. Við vorum þá notaðir í fleira eins og sjálfsagt vap og ég þýddi t.d ræðu Halldórs Ásgríms- sonar þegar hann ávarpaði ekkju Jorge Luis Borges, rithöfundar, í Borges-safninu í Buenos Aires. Það var stórkostlega reynsla að fá að koma aftur til Argentínu og Chile eftir að hafa verið þar tveimur ára- tugum áður. Tríó Ólafs Stephensens spilaði líka á elsta djassklúbbi í Suð- ur-Ameríku, í Santiagó í Chile, fyrir troðfullum sal sem heimtaði enda- laus aukalög. Guðmundur R. Ein- arsson trommuleikari var tekinn að þreytast í höndunum og greip til þess ráðs að láta frekar mæða á fót- unum og steppaði fyrir gestina í að minnsta kosti kortér og þá loks fengum við að sleppa." Og tríóið hljóðritaði disk með djassmúsík? „Já. Diskurinn heitir Píanó, bassi og tromma og var gefmn út af Skíf- unni árið 1994. Japanir báðu Skíf- una um fimm hundruð eintök um daginn. Ég hafði nú á orði að það væri kannski í lagi að hljóðrita nýj- an disk handa Japönum og öðrum.“ Nýi diskurinn Ég spurði Tómas um nýja diskinn, Á góðum degi, sem hljóm- aði úr hljómflutningstækjunum í stofunni. Áheyrilegur diskur með vandaðri djassmúsík. „Tónlistin á diskinum er samin á síðustu þremur árum. Kontrabass- inn kemur meira fram á nýja diskin- um, en fyrri plötum mínum. Það tók mig langan tíma að undirbúa þenn- an disk af því ég er búinn að heyra svo mikið af leiðinlegum bassaleik- araplötum, þar sem menn eru að þenja sig út yfír allan þjófabálk með endalausum sólóum sem öll eru eins, að ég þurfti að taka mér góðan tíma og hugsa út einhverjar leiðir til að þetta yrði ekki allt eins, endalaus bassasóló, og búa til disk sem menn hefðu gaman af að hlusta á. Með mér á disknum eru margir frábærir hljóðfæraleikarar, íslenskt og erlent einvalalið. Frakkinn Olivi- er Manoury spilar á bandeoneón sem er tangóharmonikka. Hann hefur starfað sem undirleikari hjá argentískum tangósöngvurum í tuttugu ár og verið með eigin tangóhljómsveit, en hefur svona gripið í djassmúsík líka. Ég var svo ■ heppinn að hér var staddur á liðnu sumri gítarleikari Svens Assmund- sens, Jacob Ficher. Hann spilaði mér mér fyrir um það bil ári og hann kom svo með mér í stúdíósal þegar ég tók upp diskinn. Islend- ingamir eru allir víðkunnir, Eyþór Gunnarsson, Þórir Baldursson, Guðmundur R. Einarsson, Gunn- laugur Briem og Einar Valur Scheving eru þama í mörgum lög- um, Ami Scheving í einu lagi og ungur píanóleikari, Árni Heiðar Karlsson, einnig í einu lagi.“„ Heitið á plötunni; Á góðum degi? „Góður dagur á djassmáli er dagur þegar djassleikari hefur ver- ið heppinn með fleiri nótur en ' venjulega. Einnig ef einhver óvæntur kraftur hefur komið í hljómsveitina og þar sprottið fram einhverjir hlutir sem enginn átti von á og þá gerist eitthvað nýtt og spennandi og þá er góður dagur hjá djassmönnum. Það era mörg slík andartök á þessari plötu. Mál og menning gefur út diskinn. Þetta rótgróna bókaforlag hefur verið að fíkra sig áfram með útgáfu á klass- ískri tónlist á liðnum árum, en þetta er fyrsti djassdiskurinn sem j þar er gefinn út.“ wm I #4" UNDIR- FATALÍNA Ol<V Kringlunni S.553 7355 m i í 11111 húsgögnin Sófaborð - Borðstofuborð Stólar - Kommóður Faxafeni Húsgagnadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.