Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 1
10. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gengisfelling í Brasilíu veldur uppnámi á fjármálamörkuðum heims Bandarísk og evrópsk hlutabréf lækka í verði Brasiliu, New York, London. Reuters. MIKIÐ uppnám varð á fjármálamörkuðum heimsins í gær þegar gengi realsins, gjaldmiðils Brasilíu, féll um 7,5% að meðaltali, og olli það ótta við að fjármálakreppa í þróunarlöndunum gæti dregið úr hagvexti í heiminum. Bandaríska verðbréfavísitalan Dow Jones lækkaði um 1,3% og gengi hlutabréfa lækkaði um allt að 5% í kauphöllum í Evrópu. Gengi dollarans gagnvart evrunni lækkaði um rúmt 1% þar sem óttast er að fjár- málakreppa í Brasilíu, áttunda stærsta hag- kerfi heims, geti haft alvarlegar afleiðingar fyr- ir efnahag Bandaríkjanna, sem selja um 20% af útflutningi sínum til Rómönsku Ameríku, og út um allan heim. Gengi realsins gagnvart dollarnum lækkaði um 8,6% eftir að brasilíski seðlabankinn felldi í raun gengið með því að aflétta þröngum fráviks- mörkum í gengissveiflum. Gustavo Franco, Óttast hrinu gengis- fellinga í Rómönsku Ameríku seðlabankastjóri Brasilíu, sem hafði lagt ríka áherslu á að verja realinn, sagði einnig af sér. Francisco Lopes, sem var skipaður seðla- bankastjóri til bráðabirgða, sagði að realinn kynni að falla um alls 12% á árinu en seðlabank- inn hefði næga varasjóði til að koma í veg fyrír meira gengishnm. Óttast fjármálaumrót víða um heim Fjármálasérfræðingar höfðu lengi talið að gengi realsins hefði verið of hátt en óttast að gengisfelling gæti valdið fjármagnsflótta líkt og í Rússlandi og mörgum ríkjum Asíu á liðnu ári. Þeir óttast að gjaldeyriskreppan í Brasilíu geti leitt til hrinu gengisfellinga og fjármálaumróts í Rómönsku Ameríku, t.a.m. Argentínu, og víðar í heiminum. Gustavo Franco hafði varið þá stefnu brasil- íska seðlabankans að halda háu gengi realsins og háum vöxtum en hann viðurkenndi í gær að nauðsynlegt væri að breyta henni. „Eg hef í nokkurn tíma talið þörf á sveigjanleika í vaxta- og gengismálum," sagði Franco á blaðamanna- fundi þegar hann tilkynnti afsögn sína. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst fylgjast grannt með fjármálaþróuninni í Brasilíu og sagði að stjórn sín myndi vinna með ráðamönnum í Brasilíu og sjö helstu iðnríkjum heims að því að leysa vandann. ■ Kreppa yfirvofandi/26 ■ Gæti breiðst út/Dl Reuters JÚGÓSLAVNESKUR hermað- ur heilsar fjölskyldu sinni eftir að skæruliðar í Kosovo leystu hann úr haldi í gær. Kosovo-hérað Hermenn- irnir leyst- ir úr haldi Líkur á að stjórn ESB haldi velli Strassborg. Reuters. ÚTLIT var í gær fyrir að tekizt hefði að afstýra al- varlegri kreppu í stjórn- kerfí Evrópusambandsins (ESB) þegar hópur full- trúa á Evrópuþinginu ákvað að draga til baka stuðning við vantrauststil- lögu á framkvæmdastjórn sambandsins, sem atkvæði verða greidd um í dag. Fyrr um daginn hafði deilan milli Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar um spillingarásakanir á hendur með- limum hennar tekið nýja stefnu, þegar Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar, hótaði að segja tafarlaust af sér ef þingið héldi til streitu þeirri ætlan sinni að ganga til atkvæða um van- traust. Nefnd fari í saumana á starfsaðferðum Spennuþrungnar samningavið- ræður fóru fram að tjaldabaki og á göngum Evrópuþingsins í Strass- borg í gær, sem lyktaði með því að rúmlega 100 fulltrúar hófsamra hægriflokka, sem tilheyra næst- stærsta þingflokknum, lýstu því yf- ir að þeir myndu falla frá stuðningi við vantraust. Þegar línur málamiðlunar tóku að skýrast sögðu þing- mennirnir að þeir vildu að Santer yrði að sjá til þess að virtar yrðu skuldbind- ingar um að komið yrði á fót nefnd sérfræðinga sem hefði það hlutverk að fara ofan í saumana á því hvernig framkvæmda- stjórnin tæki á fjármála- misferli og einkavinavæð- ingu. Þingmenn sögðu líklegt að í dag yrði samþykkt ályktun þar sem hvatt yrði til þess að sérfræðinga- nefndin gæfí þinginu skýrslu fyrir marzlok um það hvernig bæta mætti þá tilhögun sem fram- kvæmdastjórnin viðhefui- er hún veitú utanaðkomandi aðilum verk- efnasamninga. Þeir myndu hins vegar ekki standa fast á kröfunni um afsagnir. Málamiðlunin ætti að gera Edith Cresson og Manuel Marin - þeim meðlimum framkvæmdastjórnar- innar sem spillingarásakanirnar hafa einkum beinzt gegn - kleift að halda stólum sínum, og reyndar öll- um 18 starfssystkinum þeirra líka, að Santer meðtöldum. „Ég brosi enn,“ sagði Santer er hann kom út af fundi framkvæmda- stjórnarinnar síðdegis í gær, en hann sagði þó of snemmt að spá um Jacques Santer Tankflugvel hrapar Bonn. Reuters. TANKFLUGVEL Bandaríkjahers hrapaði í vesturhluta Þýskalands í gærkvöldi og óttast var að öll áhöfnin, fjórir menn, hefði farist. Flugvélin, sem var af gerðinni KC-135 Boeing 707, var notuð til eldsneytisflutninga og í henni voru 18.000 lítrar af eldsneyti. Þýska lögreglan sagði að mikill eldur hefði blossað upp í vélinni þegar hún hrapaði í skóglendi skammt frá Geilenkirchen-herstöð- inni, um 100 km norðvestur af Bonn, eftir misheppnaða lendingar- tilraun. Slökkviliðsmenn fundu lík tveggja manna úr áhöfninni en ekki var vitað um afdrif hinna. Reuters Likovac. Reuters. SKÆRULIÐAR í Frelsisher Kosovo (KLA) slepptu í gær átta júgóslavneskum hermönnum, sem þeir höfðu haldið í gíslingu frá því á föstudaginn var. Hermennirnir vora leystir úr haldi samkvæmt samkomulagi KLA og stjórnvalda í Júgóslavíu fyrir milligöngu sendimanna Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÓSE). Vestrænn embættismaður í Kosovo sagði að júgóslavnesk stjórnvöld hefðu orðið við kröfu KLA um að sleppa níu skæruliðum, sem voru handteknir í liðnum mán- uði, gegn því að hermennirnir yrðu leystir úr haldi. Stjórnvöld í Júgóslavíu höfðu hót- að að beita hervaldi til að frelsa her- mennina og óttast var að það yrði til þess að allsherjarstríð blossaði upp. Jordan hættur Réttarhöldin í máli Bills Clintons „Treysti á rétta niðurstöðu“ keppni BANDARÍSKI körfuknattleiks- maðurinn Michael Jordan til- kynnti á blaðamannafundi í Chicago í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþrótt- inni. Batt Jordan þar með enda á afar glæstan feril en á meðan á honum stóð bætti Jordan nánast öll hugsanleg met í íþróttinni. Jordan lék þrettán leiktímabil í bandarísku NBA-körfubolta- deildinni og varð á þeim tíma sex sinnum meistari með liði sínu, Chicago Bulls, síðast í fyrra. Vel- gengni Chicago undanfarin ár er ekki síst þökkuð snilli Jordans á leikvellinum en núorðið er al- gengt að menn tali um hann sem besta körfuknattleiksmann sem uppi hefur verið. Sagðist Jordan ekki hafa önn- ur áform að svo stöddu en eyða meiri tíma með konu sinni, sem var með honum á blaðamanna- fundinum, og fjölskyldunni. ■ Sá besti fyrr og síðar/B3 Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær treysta því að öld- ungadeild þingsins kæmist að „réttri“ niðurstöðu í réttarhöldun- um vegna ásakana um að hann hefði framið meinsæri og lagt stein í götu réttvísinnar til að leyna sam- bandi sínu við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Saksóknarar fulltrúadeildarinn- ar hefja málflutning sinn fyrir öld- ungadeildinni í dag og lögfræðing- ar forsetans lögðu í gær fram 130 síðna greinargerð þar sem þeir sögðu að enginn lagalegur grund- völlur væri fyrir því að þingið svipti forsetann embættinu og virti vilja þeirra sem kusu hann að vettugi. Þingið hefði tekið á málinu með hlutdrægum og ósanngjörnum hætti og embættissvipting myndi raska því valdajafnvægi milli þingsins og forsetaembættisins sem gert væri ráð fyrir í stjórnar- skránni. Saksóknarar fulltrúadeildarinnar vísuðu á bug staðhæfíngum verj- enda forsetans um að vísa bæri ákærunum til embættismissis frá þar sem þær ættu sér enga stoð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Full- trúadeildin fullyrðir að bæði ákæruatriðin réttlæti sakfellingu og embættissviptingu Williams Jeffersons Clintons forseta.“ „Ég treysti á að þingið komist að réttri niðurstöðu og á meðan þarf ég að halda áfram að starfa í þágu þjóðarinnar," sagði Clinton eftir fund með leiðtogum verkalýðs- hreyfingarinnar þar sem rædd voru mál sem forsetinn hyggst fjalla um í stefnuræðu sinni á þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.