Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hurð í Ólafsfjarðargöngum féll á fólksbfl „Hefði getað skaf- ið yfirbygging- una af bílnum“ Morgunblaðið/Guðmundur Þór JÓN Arnar Árnason og kona hans Kristín Þorvaldsdóttir með soninn Orra Fannar við bílinn sem hurðin í Ólafsfjarðargöngum féll á. Bíllinn skemmdist töluvert en Jón Arnar sagðist hafa kýlt toppinn upp aftur, svo hann gæti setið í bflnum. JÓN Arnar Árnason frá Ólafs- fírði, kona hans og ungnr sonur urðu fyrir þeirri lífsreynslu um helgina að hurð í Ólafsfjarðar- göngum féll á bíl þeirra, er þau voru á leið inn í göngin. Hurðin lenti efst á framrúðu bflsins, sem var á lítilli ferð. Engin slys urðu á fólki en töluverðar skemmdir á toppi bflsins og dyrastöfum sem framrúðan liggur á. „Okkur brá heldur betur í brún og þarna mátti litlu muna að illa færi. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hurðin hefði lent á vélarhlífinni. Hurðin er mikið stykki og hefði allt eins getað skafið yfirbygginguna af bfln- um,“ sagði Jón Arnar í samtali við Morgunblaðið. Skaust eins og korktappi Fjölskyldan var á leið frá Ólafsfirði til Dalvíkur og varð óhappið Ólafsfjai'ðarmegin í göngunum. Jón Arnar sagðist hafa verið á um 40 km hraða er hann nálgaðist hurðina. „Hurð- in var uppi en konan tekur eft- ir því að hún titrar og ég hægi því enn ferðina en um leið og ég ek undir dettur hún niður. Ég gaf þá aftur í en fékk hurð- ina ofan á bflinn. Þegar bfllinn losnaði undan hurðinni skaust hann eins og korktappi inn í göngin." Jón Arnar sagðist hafa skoð- að verksummerki og hafi vír í hurðinni verið slitinn. Hann til- kynnti atvikið til lögreglu og fljótlega kom vinnuflokkur frá Vegagerðinni á Akureyri á staðinn. Óhappið varð skömmu fyrir hádegi á laugardag og lokuðust göngin í nokkurn tíma. Jón Arnar sagðist lítið hafa skoðað tryggingamál vegna atviksins en fannst þó af- skaplega ólíklegt að hann yrði sjálfur fyrir fjárhagslegu tjóni. Málið í rannsókn Sigurður Oddsson, deildar- stjóri framkvæmda hjá Vega- gerðinni á Akureyri, vildi lítið segja um málið. Hann sagði þó að þetta atvik væri í rannsókn, svo koma mætti í veg fyrir að eitthvað slíkt gerðist aftur. Nokkrar skemmdir urðu á neðsta fiekanum í hurðinni og á vírnum. Sigurður sagði að beð- ið væri eftir varahlutum og stefnt að viðgerð á allra næstu dögum. Rúmlega 108.000 búa í Reykjavík Vextir á viðbótarlánum hafa ekki verið ákveðnir ÁKVÖRÐUN um vexti á viðbótar- lánum í félagslega húsnæðiskerfmu, sem tók gildi um áramót þegar íbúðalánasjóður tók til starfa, hefur ekki verið tekin, en að sögn Gunnars S. Björnssonar, formanns stjórnar íbúðalánasjóðs, er þess vænst að sú ákvörðun verði tekin á næsta fundi stjórnar Ibúðalánasjóðs sem ráð- gerður er um miðja næstu viku. Viðbótarlánin eru til 40 ára og verða fjármögnuð með sölu húsnæð- isbréfa. í síðasta útboði húsnæðis- bréfa vegna fyrsta ársfjórðungs í ár voru seldir 2,5 milljarðar króna og var helmingur bréfanna til 25 ára og helmingur til 40 ára. Meðalávöxtun í útboðinu var 4,18%, en ávöxtun á 40 ára bréfunum var 3,99% og um 4,5% á styttri bréfunum. Þrjú útboð hús- næðisbréfa eru eftir á þessu ári, en gert er ráð fyrir að selja húsnæðis- bréf fyrir um átta milljarða króna í ár. Það er mikil aukning frá síðasta ári, en þá voru seld húsnæðisbréf fyrir rétt um þrjá milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Gunnars. Hann sagði að þá hefði eingöngu verið um það að ræða að fjármagna Byggingarsjóð verkamanna, en nú væri gert ráð fyrir að mæta fjárþörf stofnunarinnar að stærri hluta með útgáfu þessara bréfa. Um væri að ræða lán til leiguíbúða og félagsí- búða og einnig til endurfjármögnun- ar innan sjóðsins. Á síðasta ári hafí það ekki verið gert og þá hafí ríkis- sjóður lagt fé beint til stofnunarinn- ar. Gunnar sagði aðspurður að vext- irnir í útboðinu nú hefðu verið lægri en í útboðum á síðasta ári en þá hefðu þeir verið um 4,4% í saman- burði við 4,18% í síðasta útboði. Skuldbundið í tvö ár til að kaupa innlausnaríbúðir Gunnar sagði að á fundi stjórnar íbúðalánasjóðs í næstu viku yrði ákveðið hvað sveitarfélögin fengju miklar heimildir til lánveitinga bæði hvað varðaði félagsíbúðalánin og leiguíbúðirnar og þá þyrfti ákvörðun um vexti á viðbótarlánunum einnig að liggja fyrir. Lán í félagslega kerfinu hafa bor- ið 2,4% vexti og lánshlutfall hefur verið allt að 90%. Staða þeirra sem komnir eru inn í félagslega kerfíð breytist ekki hvað þetta snertir, en þeir sem koma nýir inn í kerfíð fá hér eftir húsbréfalán með 5,1% vöxt- um úr almenna kei'fínu sem nemur allt að 65% af kaupverði, en síðan að ákveðnum skilyrðum um greiðslu- getu uppfylltum getur umsækjandi fengið 25% viðbótarlán. Skilyrði þess er einnig að viðkomandi sveit- arfélag leggi 5% af lánsupphæð í ábyrgðarsjóð. Gert er ráð fyrir að fólk geti þegar fram líða stundir fundið sér íbúð hvar sem er í við- komandi sveitarfélagi og sé ekki bundið af því að kaupa íbúðir í fé- lagslega kerfinu. Fyrstu tvö árin, þ.e.a.s. í ái- og á árinu 2000 er fólk þó skuldbundið til að kaupa þær íbúðir sem koma inn í félagslega kerfinu, nema húsnæðisnefnd viðkomandi sveitarfélags leysi það undan þeirri kvöð. 600-700 íbúðir til innlausnar Gunnar sagði að á öllu landinu kæmu 6-700 íbúðir til innlausnar á hverju ári og þar af væru innlausn- aríbúðir í Reykjavík 3-400 talsins. Hann sagði að þeir sem ættu félags- lega íbúð nú væru bundnir af því að koma með hana til innlausnar til við- komandi húsnæðisnefndar, en gætu ekki selt hana á almennum markaði. Eini möguleiki þeÚTa til að selja íbúð sína á frjálsum markaði væri að viðkomandi húsnæðisnefnd hefði hafnað innlausn. ÍBÚUM í Reykjavík fjölgaði um 1.745 árið 1998 og bjuggu 108.362 í Reykjavík 1. desember sl. sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstof- unnar. Um 598 manns eða 34% af þessari fjölgun má rekja til þess að Kjalarneshreppur og Reykjavík sameinuðust í eitt sveitarfélag. Árið 1988 voru íbúar í Reykjavík 95.799 og hefur íbúum fjölgað um 12.563 manns eða 13,1% á síðastlið- inn áratug. Breiðholt er enn stærsta hverfið með um fímmtung borgarbúa en árið 1988 bjuggu þar um 25% íbúanna. í Grafarvogs- hverfi og Borgarholti eru íbúar samtals 14.980. Hraunbær fjöl- mennasta gatan í Reykjavík er nú búið við 692 götur en við 683 árið 1997 og 629 árið 1988. Hraunbær er fjölmenn- asta gata borgarinnar eins og mörg undanfarin ár. Þar búa 2.354 manns, um 100 færri en árið 1988. Norræn ráð- herranefnd Morgunblaðið/N ordfoto NORRÆNIR samstarfsráðherrar áttu fund í Kaupmannahöfn í gær. Frá vinstri: Hallddr Ásgrímsson, Marianne Jelved frá Danmörku, Sören Christensen framkvæmdastjóri, Ragnhild Queseth Haarstad frá Noregi, Leif Pagrotsky frá Svíþjóð og Olle Norrback frá Finnlandi. Engar kröfur um starfsréttindi um upplýs- ingatækni Kaupmannahöfn. Morgunbladid. RÁÐHERRANEFND um upplýs- ingatækni verður stofnuð á vegum Norrænu ráðheiranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Þetta var ákveðið á fundi norrænu samstarfsráðherr- anna í gær, sem Halldór Ásgríms- son utam-íkisráðherra stýrði, en Is- lendingar fara nú með formennsk- una í Norðurlandasamstarfinu. Ætlunin er að í ráðherranefnd- inni sitji þeir ráðherrar sem fara með upplýsingatækni. Af þessu til- efni sagði Halldór að ákvörðun um stofnun nefndarinnar væri fram- sýn. Norðurlandabúar stæðu fram- arlega og væru áhugasamir not- endur upplýsingatækni og í þróun hugbúnaðar og ráðherrarnir ættu að taka þátt í að móta þróun upp- lýsingaþjóðfélagsins. Davíð Odds- son forsætisráðherra fer með upp- lýsingatækni í íslensku stjórninni og mun því eiga sæti í nefndinni. Ráðherranefndin mun væntan- lega hittast tvisvar eða þrisvar á ári eins og aðrar ráðherranefndir, en þess á milli starfa embættismenn að málum á sviði nefndarinnar. Halldór Ásgrímsson verður í op- inberri heimsókn í Danmörku í dag og á morgun. Síðdegis í dag heim- sækir Halldór danska þingið og í kvöld situr hann veislu danska ut- anríkisráðherrans. Á morgun hefst dagskráin með heimsókn hjá Dana- drottningu. ENGAR kröfur eru um að starfs- menn bílaverkstæða hafí starfs- réttindi sem bifvélavirkjar þegar þeir fá starfsleyfi frá heilbrigðis- eftirliti, að sögn Jónasar Þóris Steinarssonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hann segir að kröfur séu gerðar til starfs- manna á verkstæðum innan sam- bandsins um að þeir hafi fagleg réttindi og verkstæðin hafi ábyrgð- artryggingu t.d. fyrir hugsanlegri handvömm. í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að eigandi vélhjóla- verkstæðis hefði verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða eiganda vélhjólms rúmlega 350 þúsund króna bætur vegna tjóns sem varð vegna árekstrar sem rekja má til bilunar í vélhjól- inu. Taldi dómurinn að viðgerð á hjólinu hefði ekki staðist gæðakröf- ur. „Kröfurnar á verkstæðunum hjá okkur eni auðvitað þær að menn hafi fagleg réttindi og geti gert það sem þeir eiga að gera. Það verður hins vegar að segjast eins og er að hið opinbera er ekkert sérstaklega kröfuhart, þannig að menn geta í sjálfu sér komist upp með að vera með svona rekstur án þess að hafa til þess nokkur rétt- indi. Menn fá jafnvel starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti og í þeim er engin krafa um að menn þurfi að vera með sérþekkingu og vinnueft- irlitið á í raun að gefa út starfsleyfi í upphafi og það er nú lítið gert í því. Við höfum verið að merkja þessi verkstæði hjá Bílgreinasamband- inu og gera þær kröfur að þar séu menn með fagréttindi og einnig að menn séu með tryggingar, því það getur alltaf komið upp einhver handvömm," sagði Jónas Þór.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.