Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 6

Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breytingar samþykktar á Alþingi á lögum um stjórn fískveiða „Hyldýpi milli stjórnar og stjórnarandstöðu“ . BÁTAR í höfn á Hornafirði í vikubyrjun. Morgunblaðið/RAX ALÞINGI samþykkti í gær breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem lagðar voru fram í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannessonar gegn íslenska ríkinu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, sagði undir lok umræðunnar í gær að með breytingunum á fiskveiðistjórnun- arlöggjöfinni væri verið að bregðast við dómi Hæstaréttar en jafnframt væri við það miðað að þær breyting- ar hefðu sem minnst áhrif á skipan mála í sjávarútvegi að öðru leyti. Stjómarandstæðingar héldu því hins vegar fram, allt fram á síðustu stundu, að ríkisstjómin og stjórnar- meirihlutinn á Alþingi hefðu vikist undan dómi Hæstaréttar í stað þess að bregðast við honum. Verið væri að skjóta vandanum á frest um ótil- tekinn tíma og að fljótlega myndi ganga annar dómur í Hæstarétti sem sannaði það. Þá gagnrýndu stjómarandstæðingar vinnubrögð sjávarútvegsnefndar harkalega og að breytingar skyldu gerðar á nefndaráliti meirihlutans eftir að það hefði verið afgreitt úr nefndinni í fyrrakvöld. Kristinn og aðrir stjómarþing- menn höfnuðu því hins vegar að um óvönduð vinnubrögð hefði verið að ræða. Að lokinni atkvæðagreiðslu um breytingartillögur stjómar- meirihlutans, síðdegis í gær, voru greidd atkvæði um frumvarpið i heild með áorðnum breytingum. Var það samþykkt með 29 sam- hljóða atkvæðum en 13 þingmenn, allt þingmenn stjómarandstöðu, sátu hjá. Að því búnu var þingi frestað til 2. febrúar nk., en þing var kallað saman 6. janúar sl., fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir, einungis til að ræða umrætt þing- mál. Við upphaf þriðju umræðu í gær um kvótafrumvarpið svokallaða skýrði Kristinn H. Gunnarsson m.a. frá breytingartillögum meirihlutans eftir aðra umræðu. Sagði hann m.a. að þær tillögur hefðu miðað að því að mæta þeim sjónarmiðum sem fram hefðu komið við aðra umræðu. Kristinn tók einnig fram að ef litið væri á málið í heild þá hefði frum- varpið, eins og það fyrst leit út, í raun og vem tekið mjög litlum breytingum í meðförum þingsins. Þær breytingar sem gerðar hefðu verið miðuðu m.a. annars að því að styrkja stöðu minni útgerða sem og stöðu sjávarplássanna. Einnig hefðu breytingamar m.a. miðað að því að auka öryggi sjómanna á smábátum og vísaði hann þar m.a. til þess ákvæðis sem bannar veiðar smá- báta í svartasta skammdeginu eða frá október og til marsloka. Ekki heildarendurskoðun á löggjöfinni Sjávaiútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, tók einnig þátt í umræðun- um í gær og minnti m.a. á að kvóta- frumvarpið væri ekki afrakstur heildarendurskoðunar á löggjöfinni um stjórn fiskveiða heldur fæli það í sér „afmörkuð viðbrögð við dómi Hæstaréttar“. Löggjöf á borð við lögin um stjóm fiskveiða yrði aldrei fullkomin og því þyrfti stöðugt að laga hana að nýjum og breyttum að- stæðum. Því verki yrði aldrei lokið í eitt skipti fyrir öll. Ráðherra greindi einnig frá því að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar, hefðu verið að leggja fram frumvarp sem breytti fimmtu grein fiskveiðistjórnunar- laganna, á þann veg að allir gætu fengið veiðileyfi og hefðu réttindi til þess að kaupa aflahlutdeild frá öðrum og veiða tegundir sem væru ekki bundnar kvóta. „Það lá hins vegar Ijóst fyrir að málið var flókn- ara varðandi smábátana," sagði hann og hélt áfram. „Ef ekkert frekar hefði verið að gert í þeim efnum hefðu nýir aðilar getað lagt í rúst þann veiðirétt sem þar hefur verið fyrir.“ Eins og fyrr segir gagnrýndu stjórnarandstæðingar það harðlega í umræðunum að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis hefði ekki brugðist við dómi Hæstaréttar. Af og til mátti þó heyra raddir frá stjórnarþingmönnum sem kvört- uðu yfir þvi að stjórnarandstæð- ingar hefðu sjálfir ekki komið fram með raunhæfar tillögur um það hvernig bregðast skyldi við dómn- um. Þessu vísuðu stjórnarandstæð- ingar á bug og sumir þeirra sögðu m.a. að það mætti bregðast við honum með því að koma á veiði- leyfagjaldi. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokksformaður jafnaðarmanna, ít- rekaði það skömmu áður en at- kvæðagreiðsla fór fram um breyt- ingartillögur meirihlutans að hyl- dýpi væri á milli stjórnar og stjórn- arandstöðu í þessu máli. „Lögin sem Alþingi er hér að setja festa betur í sessi yfirráð fárra yfir auð- lindinni og auka möguleika þeirra sem fengið hafa ókeypis úthlutun veiðiheimilda til að selja aðgang að fiskimiðunum, nú með heimild til að selja sóknardaga. Þetta er alfar- ið mál stjórnarmeirihlutans eins og það hefur verið unnið. Þess vegna mun þingflokkur jafnaðarmanna sitja hjá við afgreiðslu þessa máls,“ sagði hún. Vandanum skotið á frest um ótiltekinn tíma Svavar Gestsson, þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins, kvaðst sömuleiðis vera þeirra skoðunar að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar væru ófullnægj- andi. „Ég tel reyndar að það sé verið að skjóta vandanum á frest um ótiltekinn tíma og þannig megi segja eins og hæstvirtur sjávarút- vegsráðherra hefur orðað í öðru samhengi að stjórnarmeirihlutinn vilji gefa Hæstarétti langt nef, með þeirri afgreiðslu sem hér er uppi,“ sagði hann og taldi eðlilegast að ríkisstjórnin bæri ein ábyrgð á þessu máli öllu og því sætu alþýðu- bandalagsmenn hjá við atkvæða- greiðsluna. Steingrímur J. Sigfússon, þing- flokki óháðra, gagnrýndi einnig viðbrögð stjórnarmeirihlutans, og sagði í atkvæðagreiðslunni um frumvarpið í heild að hann hlyti að lýsa yfir vonbrigðum með og mikl- um efasemdum um viðbrögð ríkis- stjórnar og meirihlutans í málinu. „Túlkunin á dómi Hæstaréttar sem lögð er til grundvallar er hæpin. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar orka mjög tvímælis og vinnubrögðin í þessu máli hafa verið óvönduð, ruglingsleg og einkennst af óvenju- legum hringlandahætti. Það mun eiga eftir að koma mönnum í koll,“ sagði hann meðal annars. Hæstaréttarddmar birtir á heimasíðu Laun æðstu embættismanna hækkuðu um 3,65% um áramót Hæstu heildar- launin 535 þús. Laun æðstu embættismanna frá 1. jan 1999 skv. Yfirv.t. úrskurði Kjaradóms Mánaðarlaun á mán. Laun samt. Forseti íslands kr. 468.050 0 468.050 Forsætisráðherra 450.479 0 450.479 Ráðherrar 409.517 0 409.517 Forseti Hæstaréttar 372.651 42 535.190 Hæstaréttardómarar 338.803 37 468.986 Ríkissaksóknari 338.803 37 468.986 Ríkissáttasemjari 323.927 - 323.927 Ríkisendurskoðandi 323.927 55 508.946 Biskup íslands 282.857 40 400.344 Dómst. í Reykjavík 310.695 47 462.344 Dómst. utan Rvk 280.814 47 417.878 Héraðsdómarar 270.967 37 375.084 Umboðsmaður bama 269.594 30 353.586 Alþingismenn 228.204 - 228.204 FÖST mánaðarlaun æðstu embætt- ismanna sem heyra undir úrskurð- arvald Kjaradóms hækkuðu um 3,65% 1. janúar sl. samkvæmt ákvörðun Kjaradóms. Forseti Hæstaréttar nýtur hæstu heildar- launa þeirra sem heyra undir úr- skurðarvald dómsins, en mánaðar- laun hans, að viðbættum greiðslum fyrir fasta yfirvinnu, eru eftir hækkunina 535.190 kr. Næstur í röðinni er ríkisendurskoðandi en heildarlaun hans eru 508.946 kr. á mánuði. Föst mánaðarlaun forseta Islands, ráðherra og alþingismanna eru hins vegar lægri, en þessir aðil- ar fá ekki ákvarðaðar sérstakar greiðslur fyrir yfirvinnu líkt og dómarar og fleiri embættismenn. Mánaðarlaun forseta íslands eftir hækkunina um áramótin eru 468.050 kr., forsæt- isráðherra 450.479 kr. og annarra ráðherra 409.517, að viðbættu þingfararkaupi. Þing- fararkaup alþingis- manna er 228.204 kr. Þessar upplýsingar koma fram á fylgiskjali með svari Davíðs Odds- sonar forsætisráðhen-a við fyrirspum Sighvats Björgvinssonar alþing- ismanns á Alþingi í gær. Kjaradómur ákvarðaði dómurum og nokkrum embættismönnum fast- ar mánaðarlegar greiðslur fyrir yf- irvinnu alla mánuði ársins með úr- skurðum á árunum 1997 og 1998. Reiknast tímakaup fyrir eftirvinnu 1,0385% af grunnlaunum. Þessar greiðslur hækkuðu því einnig um síðustu áramót þar sem þær era reiknaðar sem hlutfall af mánaðar- launum þeirra sem í hlut eiga. HÆSTIRÉTTUR íslands hefur opnað heimasíðu og er tilgangur hennar að auka þjónustu við þá sem nýta vilja sér upplýsingar réttarins. Verða í dag eftir klukkan 16.30 birtir þar fyrstu dómamir sem kveðnii- verða upp. Símon Sigvaldason, skrifstofustjóri Hæstaréttar, segir að meðal nýjunga heimasíðunnar sé þessi birting dóma í áfrýjuðum málum. Verða þeir settir inn á síðuna hvem fimmtudag. Jafn- framt birtist með hveijum hæstarétt- ardómi stutt dómareifun viðkomandi máls í héraðsdómi og segir Símon það auðvelda mönnum að glöggva sig á málum. „Ég á von á því að margir muni hafa áhuga á að nýta sér þessa þjón- ustu Hæstaréttar, lögmenn, fjölmiðl- ar og almenningur," sagði Símon í viðtali við Morgunblaðið. Eftir há- degi hvem fímmtudag birtist á heimasíðunni listi yfir dóma sem kveðnir verða upp þann dag. Þá er að finna á síðunni ýmsar upplýsingar er varða starfsfólk og starf réttarins, um hús Hæstaréttar og fleira. Einnig verður að finna á heimasíð- unni leitarkerfi þannig að menn geta leitað að dómum vegna álitamála en aðeins verða birtir á heimasíðunni dómar Hæstaréttar frá byrjun þessa árs. Símon segir að farið verði með nafnbirtingar í dómum sem birtast á heimasíðunni eins og verið hafi í dómasafni, þ.e. í ákveðnum mála- flokkum eins og kynferðisafbrota- málum er nafnleynd og í einkamál- um er nafnleynd á málum er varða t.d. forsjármál. Slóð heimasíðu Hæstaréttar er: httpv7www.haestirettur.is. Skíma annaðist hönnun á heimasíðu Hæsta- réttar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.