Morgunblaðið - 14.01.1999, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NEI, nei, mig munar ekkert um að lóðsa ykkur yfír götuna, hróin mín, þetta er í leiðinni heim.
á/ ^xiáAxxxlxxxjAj - oxj/ ^xxÁXx^xx/tÁxxx^i^tjðui^Áxxvn/ jsuís \ 5. ^xxnnxx/v tiX 2, 7 . jxiÁ/UXXXAs.
Perlan er afbragös veitingastaöur þar sem allt snýst um fólk. Kvöldstund í Perlunni er öðruvlsi.
Veitingar eru fyrsta flokks og þjónustan snýst um þig meðan þú snýst um borgina. Til að
fullkomna rómantíska stund er svo tilvalið að fá sér snúning á dansgólfinu við Ijúfan söng
og undirleik Þóris Baldurssonar, Eddu Borg og Birgis Baldurssonar.
vv o.xj s pxínnandv
Sturla Birgisson matreibslumeistari Perlunnar er fulltrúi
fyrir (slands hönd í Bocuse d’or ‘99.
Samkvæmt skilgreiningu Steingríms Sigurgeirssonar
blaöamanns Mbl. er Bocuse d’or óopinber heims-
meistarakeppni einstaklinga í matreiöslu.
C^jóáÍicTIT/i/ mexA.{xxAxx/v C cfdíí á/>xxuv
iPeafu x fui|'At.nó
Fjórir sérvaldir sjávarréttir, hver öörum betri.
0nd woif a/L h
"ö QSi Óiá 6 fPe/i£ unni
- KAZAYIMA/ U/ Ó O. U.x t,
Þar sem allt snýst um fólk
Kvikmyndaskóli íslands
Stefnan að
bjóða lengra
nám í haust
Inga Björk Sólnes
Námskeið í kvik-
myndagerð hafa
verið haldin á
vegum Kvikmyndaskóla
íslands frá árinu 1992.
Um þessar mundir eru
að hefjast tveggja mán-
aða námskeið í kvik-
myndagerð.
Inga Björk Sólnes er
framkvæmdastjóri Kvik-
myndaskóla íslands.
„Upphaflega var það
Böðvar Bjarki Pétursson
kvikmyndagerðarmaður
og forstöðumaður Kvik-
myndasafns Islands sem
hóf að bjóða þessi nám-
skeið og þá í nafni Kvik-
myndaskóla íslands sem
þá var hluti af öðru fyrir-
tæki. I fyrra var síðan
stofnað sérstakt fyrir-
tæki um Kvikmyndaskóla Is-
lands og núna rekum við Böðvar
Bjarki skólann í samstarfi, hann
er skólastjóri en ég sé um dag-
legan rekstur. Skóhnn er nú
fluttur í nýtt og betra húsnæði
að Viðarhöfða og þar er einnig
til húsa kvikmyndafyrirtækið
Norðnorðvestur sem er vel búið
tækjum og þar er aðstaða hin
besta. Við stefnum á víðtækt
samstarf við fyrirtækið í fram-
tíðinni."
- Hvað er tekið fyrir á þess-
um námskeiðum?
„Þetta er tveggja mánaða
námskeið ætlað byrjendum í
greininni. Fyrri hluta þess er
áhersla lögð á bóklega kennslu
og farið í undh’stöðugreinar eins
og t.d. leikstjóm, kvikmynda-
töku, hljóðvinnslu og kUppingu
og nemendur skrifa handrit að
15 mínútna stuttmynd.
Þegar námskeiðið er um það
bil hálfnað eru valin tvö handrit
til framleiðslu. A námskeiðinu
eru tveir hópar, annar er á dag-
inn og hinn á kvöldin. Þegar bú-
ið er að velja handrit úr báðum
hópum er farið að framleiða
myndirnar og þá tekur við verk-
leg kennsla."
Inga Björk segir að fagfólk sé
fengið til kennslunnar. „Við
leggjum áherslu á að fá til okkar
starfandi kvikmyndagerðamenn
til að kenna. Tækniframfarir
eru mjög örar og því skiptir
miklu að leiðbeinendur séu
starfandi á þessu sviði og fylgist
með því sem er að gerast.
Núna erum við til dæmis með
leiðbeinendur eins og Ágúst
Guðmundsson leikstjóra, Kjart-
an Kjartansson hljóðmeistara,
Ægi J. Guðmundsson kvik-
myndatökumann,
Sigurð Snæberg
Jónsson sem kennir
kMppingar og Svein-
bjöm I. Baldvinsson
sem kennir handrita-
gerð. Það má eigin-
lega segja að bróður-
parturinn af íslensku
kvikmyndagerðarfólki hafi með
einum eða öðrum hætti komið
að skólanum."
- Hefur verið mikill áhugi
fyrirþessum námskeiðum?
„Já það er óhætt að segja
það. Það er greinilegt að nám í
kvikmyndagerð hefur verið van-
rækt í skólakerfinu. Langflestir
sem sækja námskeiðin hjá okk-
ur eru krakkar á framhalds-
skólaaldri eða fólk sem hefur
nýlokið stúdentsprófi og er
►Inga Björk Sólnes er fædd í
Kaupmannahöfn árið 1962.
Hún lauk BA prófi í stjórn-
málafræði frá Háskóla Islands
árið 1988 og var framkvæmda-
stjóri Kvikmyndahátíðar í
Reykjavík árið 1989 og Lista-
hátíðar í Reykjavík árið 1990.
Inga Björk starfaði hjá Film
Kontakt Nord í Kaupmanna-
höfn frá 1991-1993 og var
starfsmaður Islensku kvik-
myndasamsteypunnar frá
1993-1998. Inga Björk starfar
nú sem framkvæmdastjóri
Kvikmyndaskóla Islands og
Norðnorðvestur.
Hún á eina tveggja ára dótt-
ur, Sigríði Maríu.
óráðið með hvað það vill taka
sér fyrir hendur.“
Inga Björk segir að í framtíð-
inni vonist hún til að hægt verði
að hafa samstarf við framhalds-
skólana á þessu sviði og er verið
að leggja grunninn að því.
- Petta nám veitir fólki engin
réttindi?
„Kvikmyndagerð er ekki
lögverndað starfsheiti og við
höfum alltaf tekið sérstaklega
fram að námið veitir enga
tryggingu fyrir starfi. Kvik-
myndagerð er í eðli sínu mjög
flókin og erfið grein og þetta
námskeið auðveldar þeim sem
hafa áhuga á að kynnast faginu
og veitir þeim innsýn inn í
þennan heim án mikils til-
kostnaðar. I einstaka tilfellum
hafa svo framleiðendur mynda
leitað til okkar eftir aðstoðar-
fólki.“
- Hafíð þið boðið upp á önnur
námskeið?
„í fyrra fórum við af stað með
styttri námskeið und-
ir heitinu Kvik-
myndavinnustofa. Þar
lögðum við áherslu á
að draga fram sköp-
unargleði fólks og
hvöttum það til að
búa til stuttmyndir.
Þau gáfust mjög vel
og verða endurtekin í sumar. „
Inga Björk segir að nú stefni
aðstandendur skólans að því að
bjóða upp á lengra nám í kvik-
myndagerð og verið er að leggja
grunn að eins árs námi.
„Við gerum ráð fyrir að taka
inn nemendur í ársnám frá og
með haustinu 1999.“
Ársnám sem þetta mun kosta
töluvert en Inga Björk segir að
kvikmyndagerðamám sé eitt
dýrasta nám sem til er.
Nám í kvik-
myndagerð
hefur verið
vanrækt í
skólakerfinu