Morgunblaðið - 14.01.1999, Side 14

Morgunblaðið - 14.01.1999, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís JÓN Steinar Gunnlaugsson hrl. flytur erindi sitt. FJÖLMARGIR lögfræðingar sóttu fundinn á þriðjudagskvöld. Jón Steinar Gunnlaugsson um kenningar um fleiri en eina tæka niðurstöðu í lögfræði Kenningar sem veikja starf dómstóla JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttai-lögmaður sagði á opn- um fundi Lögfræðingafélags Is- lands sl. þriðjudagskvöld, að hann velti því fyrir sér hvort nokkuð væri fremur til þess fallið að veikja starf dómstóla en kenningar Sig- urðar Líndals lagaprófessors og fleiri um margar jafnréttar niður- stöður í lögfræði og um lagasetn- ingarvald dómstóla. „Hætt er við að svona kenningar frá mönnum, sem allir halda að eigi að taka alvarlega, séu til þess fallnar að draga úr þeim nauðsyn- lega aga, sem dómarar verða að temja sér í störfum sínum, og auka líkurnar á að niðurstöður þeirra verði byggðar á sjónarmiðum, sem ekki leyfast í lögfræði,“ sagði Jón Steinar og sagði að með kenning- um sínum hefði Sigurður Líndal vísast gi’aflð undan dómstólum og veikt þá. Jón Steinar lýsti í framsöguræðu sinni á fundinum þeim sjónannið- um sínum, sem hann hefur áður sett fram opinberlega, að hann væri ósamþykkur þeirri kenningu að oft ætti dómari val um réttar- heimildir, sem beita mætti til að komast að niðurstöðu um álitaefni, en samkvæmt kenningunni sé hlut- verk dómstóla ekki einungis að fínna gildandi réttarreglur, heldjar einnig að setja nýjar reglur. „Ég tel reyndar kenninguna beinlínis hættulega, þar sem hún er til þess fallin að greiða leið lögfræðinga, þ.m.t. dómara, að niðurstöðum, sem ráðast af vildarsjónarmiðum þeirra, fremur en hlutlausri beit- ingu réttarreglna,“ sagði Jón Steinar. Hugsunin háð takmörkunum en meginviðhorfið verður að vera klárt „Starf dómara við úrlausn á rétt- arágreiningi hlýtur að beinast að því að leita uppi réttarheimildina sem við á og beita henni, en ekki að búa nýja til. Dómstólar setja ekki lög. Menn verða við þetta starf að ganga út frá því að einungis ein niðurstaða sé rétt. Málið snúist um að fínna hana. Þetta þýðir auðvitað ekki að hin rétta niðurstaða sé alltaf augljós eða blasi við mönn- um,“ sagði Jón Steinar. „Hún kann að vera torfundin og menn kann meira að segja að greina á um hver hún sé, þó að allir séu eftir bestu vitund að reyna að fínna hana. All- ar mannlegar hugsanir eru háðar alls konar takmörkunum. En meg- inviðhorfið verður að vera klárt. Málið snýst um leit að þeirri rétt- arheimild sem beita beri og þar með að hinni einu réttu niðurstöðu. Ég tel að grundvallarhugmyndin um réttarríkið krefjist þess, að menn nálgist úrlausnir sínar á þennan hátt. Þar er meginkrafa um að réttarstaða manna skuli ráð- ast af almennum lagareglum, sem fari ekki í manngreinarálit og gildi jafnt fyrir alla. Þessi krafa birtist berum orðum í 61. gr. stjórnar- skrárinnar, þar sem segir að dóm- endur skuli í embættisverkum sín- um fara einungis eftir lögunum. Fallist menn á, að til séu fleiri en ein mismunandi en jafnréttar nið- urstöður í einu og sama álitaefninu, hafa þeir sagt skilið við þessa meg- inkröfu réttarríkisins, því þeir hafa þá samþykkt að ekkert sé athuga- vert við að dæma tvö sambærileg mál á tvo mismunandi vegu. Réttur- inn er þá ekki lengur einn. Það er líka forsenda fyrir starfsemi rétt- ai-ríkisins, að réttarreglan sem við á sé þegar til, þegai' þau atvik verða sem skera þarf úr um. Það getur aldrei gengið að leiðin til að skera úr ágreiningsmálum felist í að vísa þeim til aðila, sem í tilefni ágrein- ingsins fær heimild til að setja nýja reglu. Henni verði svo beitt með aft- urvirkum hætti til að leysa úr hon- um,“ sagði lögmaðurinn. Prófkjör haldið hjá Sjálfstæðisflokknum 1 Austurlandskjördæmi á laugardag Tekist á um forystusætið Þrír bjóða sig fram í forystusæti Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi í prófkjöri sem fram fer á laugardag, þingmaður og tveir reyndir sveitarstjórnarmenn. Helgi Bjarnason spáir í spilin. Albert Arnbjörg Ólafur Eymundsson Sveinsdóttir Ragnarsson SJÖ bjóða sig fram í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Austurlandskjör- dæmi vegna undh'búnings komandi alþingiskosninga. Prófkjörið fer fram næstkomandi laugardag. Egill Jónsson, alþingismaður frá Seljavöllum í Homafírði, sem skipað hefur fvrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í undanfórnum kosningum, hefur ákveðið að draga sig í hlé og snýst baráttan í próf- kjörinu því mest um forystusæti listans. Þótt flokkurinn hafí nú tvo þingmenn í kjördæminu er efsta sæti listans eina „örugga" þingsæt- ið. Þríi' sjálfstæðismenn bjóða sig fram í fyrsta sætið, Albert Ey- mundsson skólastjóri, Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður og Ólaf- ur Ragnarsson sveitarstjóri. Þrír sækjast eftir 1. sætinu Arnbjörg Sveinsdóttir er frá Seyðisfirði og var þar í bæjarstjóm. í prófkjöri fyrir síðustu alþingis- kosningar var hún valin til að skipa annað sæti listans og náði kosningu á þing. „Ég hef verið alþingismaður í fjögur ár og kynnst vel starfínu og kjördæminu. Aður var ég í efsta sæti lista til sveitarstjórnar. Mér finnst það liggja beint við að sækj- ast eftir forystusætinu,“ segir Arn- björg. Nái hún efsta sætinu verður hún að öllum líkindum eina konan sem veitir frámboðslista á vegum Sjálfstæðisflokksins forystu við næstu alþingiskosningar. Fyrirfram verður að telja að Arn- björg ætti að hafa forskot á keppi- nauta sína vegna stöðu sinnar sem sitjandi alþingismaður. En Albert Eymundsson og Ólafur Ragnarsson keppa ótrauðir að sama marki enda segja þeir að forystusætið sé laust eftir að Egill Jónsson ákvað að hætta á þingi. Albert Eymundsson er skóla- stjóri Hafnarskóla í Hornafírði. Hann var tíu ár í hreppsnefnd Hafnar og bæjarstjórn Hornafjarð- ar, meðal annars sem formaður bæjarstjórnar og bæjarráðs og for- maður Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Þá hefur hann unnið mikið að félagsmálum á öðrum vettvangi, ekki síst í íþrótta- hreyfingunni. Albert segist sækjast eftir fyrsta sætinu á grundvelli þeirrar vinnu sem hann hefur unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og al- mennt að félagsmálum og hugsjóna um að bæta samfélagið. „Þegar ég fann hvatningu fólks til að fara í framboð gat ég ekki hafnað því að gefa kost á mér og tel að það ætti ekki að koma þeim á óvart sem fylgst hafa með störfum mínum til þessa,“ segir Albert. Ólafur Ragnarsson hefui' verið sveitarstjóri á Djúpavogi í tólf ár og gegnt fjölda trúnaðarstarfa á vett- vangi sveitarstjómarmála í héraði og á landsvísu. „Ég tel mig hafa öðlast mikla reynslu af störfum mínum og hef mikinn áhuga á málefnum lands- byggðarinnar og þjóðmálum al- mennt,“ segir Ólafur þegar hann er spurður um ástæður þess að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins. Fyrir fjórum árum varð Ólafui’ í 5. sæti í prófkjöri og skipaði það sæti við kosningamar. Gætu komið á óvart Fjórir sjálfstæðismenn bjóða sig fram í önnur sæti listans. Aðal- steinn Jónsson bóndi á Klausturseli í Jökuldal, formaður Landssam- bands sauðfjárbænda, sækist eftir 2. sætinu. Hilmar Gunnlaugsson lögmaður á Egilsstöðum biður um stuðning í 2.-4. sætið. Jens Garðar Helgason frá Eskifirði, nemi við Háskóla íslands, býður sig fram í 4. sætið. Sömuleiðis Kári Ólason verk- taki á Árbakka á Norður-Héraði. Erfítt er að meta stöðuna í baráttunni um 1. sæti listans. Um- ræðan fyrir austan hefur að undan- förnu þróast þannig að menn telja að keppnin sé fyrst og fremst á milli Arnbjargar og Alberts og að Ólafur eigi minni möguleika. Ekki er unnt að fullyrða neitt um það. Sjálfur kannast Ólafur ekki við þetta og tel- ur framboð sitt hafa styrkst undan- farna daga. Bæði Ambjörg og Albert virðast eiga fylgi um allt kjördæmið, þótt bakland Arnbjargar sé vitanlega Seyðisfjörður og Fljótsdalshérað og Albert eigi sitt bakland í Homafírði. Hvorugt virðist þó eiga eindreginn stuðning í sínum heimahéraðum. Þannig eiga báðir mótframbjóðend- ur Alberts nokkurt fylgi í Hornafirði, til marks um það nefna heimildarmenn að Egill Jónsson alþingismaður lýsi í einkasamtölum yfir stuðningi við Ambjörgu í 1. sætið. Þá á Arnbjörg ekki sama stuðning á Seyðisfirði og áður. For- ystumenn flokksins í kjördæminu skiptast á milli þeirra en þó virðist meirihluti formanna sjálfstæðis- félaganna hallast að stuðningi við Albert Eymundsson. Ekki er endilega víst að þeir frambjóðendur í forystusætið sem ekki ná markmiðum sínum nái næstu sætum þar á eftir. Hugsan- legt er að sú barátta sem er á milli frambjóðendanna leiði til þess að aðrir frambjóðendur komist upp á milli þeirra. Einna líklegastir til að ná árangri í því efni og koma þannig á óvart era Aðalsteinn Jónsson og Jens Garðar Helgason. Sá síðar- nefndi er talinn hafa staðið sig sér- staklega vel á kynningarfundum frambjóðenda. Gott upphaf kosningabaráttu Kynning frambjóðenda fer fram með hefðbundnum hætti nema hvað kjördæmisráð stóð fýrir sameigin- legri fundaferð frambjóðendanna um allt kjördæmið. Að sögn Jónas- ar Þórs Jóhannssonar, formanns kjördæmisráðs, komu frambjóðend- urnir saman fram á þrettán fundum dagana 4. til 11. janúar og kom á fjórða hundrað Austfirðinga á fund- ina. Ekki kom fram málefnalegur ágreiningur milli frambjóðenda en þeir notuðu tækifærið til að kynna sig og störf sín. Ólafur Ragnarsson segir að fundaferðin hafí verið vel heppnuð og skemmtileg. Hún hafí þjappað frambjóðendum vel saman og íbúar fjórðungsins fengið glögga mynd af væntanlegum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er styrkur fyrir flokkinn og vekur at- hygli á listanum í heild, gott upphaf á kosningabaráttunni fyrir komandi kosningar,“ segir Ai'nbjörg. Prófkjörið er opið. Rétt til þátt- töku eiga allir flokksbundnir sjálf- stæðismenn, 16 ára og eldri, og þeir stuðningsmenn á kosningaaldri sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Kjörstaðir verða almennt opnir frá klukkan 10 til 20 á laugardag og ef kjörnefnd tekst að ná saman kjörkössum verða atkvæði talin á Egilsstöðum aðfaranótt sunnudags.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.