Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 25 ERLENT Sharon spáir stofn- un Palestínuríkis París, Jerúsalem. Reuters. HAFT var eftir Ariel Sharon, utan- ríkisráðherra Israels, í gær að hann teldi að Palestínumenn myndu stofna sjálfstætt ríki. „Sjálfstjórn leiðir til Palestínurík- is,“ hafði franska dagblaðið Le Monde eftir Sharon, sem er fyrr- verandi hershöfðingi. Hann bætti þó við að Palestínumenn gætu ekki lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis nema samið yrði um það í friðar- viðræðunum við ísraela. Utanríkisráðherrann varaði Pal- estínumenn við því að öll hemumdu svæðin, sem eru enn á valdi Israela, yrðu innlimuð í Israel ef þeir lýstu yfir sjálfstæði án samkomulags við Israela. „Þetta er ekki spurning um að við reynum að endurheimta Gaza, Nablus eða Jenín en öll svæðin, sem eru undir yfirráðum okkar, verða það áfram.“ „Watergate-hneyksli" í Israel Mikil harka hefur færst í kosn- ingabaráttuna í ísrael og skýrt var frá því í gær að brotist hefði verið inn í skrifstofu Stanleys Green- bergs, ráðgjafa Ehuds Baraks, for- sætisráðherraefnis Verkamanna- flokksins í kosningunum 17. maí, í Washington. ísraelskir fjölmiðlar lýstu inn- brotinu sem „Watergate-hneyksli ísraels“ og skírskotuðu til innbrots- ins í höfuðstöðvar Demókrata- flokksins í Washington sem varð til þess að Richard Nixon sagði af sér forsetaembættinu 1974. „Þjófarnir vissu hvað þeir vildu því þeir tóku aðeijis gögn um kosn- ingabaráttuna í ísrael,“ sagði Tal Silberstein, kosningastjóri Baraks. Ekki er vitað hverjir stálu gögnun- um en nokkrir þingmenn Verka- mannaflokksins sökuðu Likud-flokk Benjamins Netanyahus um að hafa staðið fyrir innbrotinu. Réttarhöldin í Malasíu virðast vera að snúast sakbomingimm í hag Mahathir fyrir rétt í máli Anwars Kuala Lumpur, Reuters. LÖGMENN Anwars Ibrahims, fyrrverandi fjármálaráðherra Mala- síu, hafa ákveðið að kalla Mahathir Mohamad forsætisráðherra í vitnastúku. Anwar segist vera fórn- arlamb samsæris aðstoðarmanna Mahathirs, sem hann telur vilja eyðileggja starfsframa sinn í stjórn- málum. Réttarhöldin virðast ætla að snúast Anwar í hag, en hæstiréttur féllst í gær á að breyta orðalagi ákæranna gegn honum þar sem engar sannanir hafa fundist um meinta kynferðisglæpi ráðherrans. I september síðastliðnum var Anwar vikið úr embætti fjármál- aráðherra en Mahathir sagði sið- ferðismat hans ekki hæfa ráðherra. Réttarhöldin sem hófust í nóvem- ber hafa vakið heimsathygli vegna sérstöðu sinnar. Spillingarákærurn- ar á hendur Anwar eru alls tíu tals- ins en í fjórum þeirra er fullyrt að hann hafi misnotað stöðu sína með því að beita lögregluvaldi til að knýja andstæðinga sína til að falla frá ásökunum um kynferðisglæpi. Nú telst hins vegar sannað að ákær- urnar um kynferðisglæpi ráðherr- ans eru úr lausu lofti gripnar og rétturinn samþykkti í gær beiðni saksóknara um að breyta orðalagi ákæranna. í breytingunni er dregið Anwar Mahathir Ibrahiin Mohaniad úr ásökunum um kynferðisglæpi en ekki er fallið að fullu frá ákærunum. Anwar sem hefur allan tímann borið við sakleysi sínu segir saksóknara sennilega vilja minnka sönnunar- byrði sína og þess vegna hafi hann breytt orðalagi ákæranna. Mahathir útilokar ekki endurkonm Anwars Mahathir sagðist í blaðaviðtali ekki útiloka endurkomu Anwars í pólitík að réttarhöldunum loknum. „Ef dómsvöld ákveða að Anwar sé saklaus er framtíð hans óráðin. Eg mun ekki hindra þátttöku hans í stjórnmálum," sagði Mahathir. Asakanir Anwars um samsæri forsætisráðherrans og aðstoðar- manna hans gegn sér verða teknar fyrir á næstu dögum. „Kamadýrið“ Rama BREZKI dýralæknirinn Lulu Skidmore gælir hér við „kama- dýrið“ Raina, kynblending lama- og kameldýrs, sem fædd- ist á kameldýrarannsóknastöð Múhammeðs sheiks í Dubai fyr- ir ári. Raina er við beztu heilsu á afmælisdaginn, sem er í dag. „Kamadýrið“ er afurð tilrauna- verkefnis, sem hófst fyrir þrem- ur árum og hafði að markmiði að kalla fram á sjónarsviðið á ný það dýr sem lamadýrið í Suður-Ameríku og kameldýrið í Norður-Afríku hafa þróazt út frá eftir að heimsálfurnar tvær hóf að reka hvor frá annarri fyrir 30 milljónum ára. Simirm GSM lækkar verð Þú ert hér Dæmi ui SIMINN GSM www.gsm.is eftir veróbreytingar sem tóku gildi 1. janúar 1999 MilLiLandasímtöL dagtaxti FLokkur 1 Bretland og Norðurlönd Flokkur 2 ýmis V-Evrópuríki FLokkur 3 Bandaríkin, Kanada o.fl. FLokkur 4 ýmis S- og A- Evrópuríki GSM áður 47,94 52,94 61,94 69,94 GSM nú* 40,47 45,47 47,47 62,47

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.