Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 26

Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 26
 26 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kreppa yfírvofandi í brazilísku efnahagslífí Getur haft alvar- legar afleiðingar fyrir Bandaríkin og alla heims- byggðina MIKLIR erfíðleikar hafa verið í brazilísku efnahagslífi að undan- fömu en vonast var til, að það slyppi við þær hremmingar, sem mörg ríkjanna í Suðaustur-Asíu hafa gengið í gegnum sl. hálft annað ár. í því skyni beittu Bandaríkja- stjórn og IMF, Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, sér fyrir ríflegri fjár- hagsaðstoð við Brazilíu í nóvember sl. en í fyrradag breyttist ótti fjár- festa í landinu í skelfingu og gífur- legan fjármagnsflótta. í kjölfarið sagði Gustavo Franco, seðlabanka- stjóri landsins, af sér og ríkisstjórn- in felldi gengi gjaldmiðilsins, reals- ins, um 7-8% Það, sem kom skriðunni af stað að þessu sinni, var sú ákvörðun Itamar Francos, ríkisstjóra í Minas Gerais, að fresta afborgun- um af rúmlega 1.000 milljarða ísl. kr. skuld við alríkið í þrjá mánuði. Þegar alríkisstjórnin brást við með því að draga úr greiðslum frá henni til Minas Gerais líkti Franco stjórn Fernando Henrique Cardosos for- seta við okurlánara, sem sygi hvern blóðdropa úr skuldunautum sínum. Mikill og stöðugur Qárlagahalli Þessi uppákoma, sem snýst í sjálfu sér ekki um miklar upphæðir, var meira en fjárfestar í Brazilíu þoldu og á þriðjudag streymdu rúmlega 70 milljarðar ísl. kr. í er- lendum gjaldeyri út úr landinu. Áætlað er, að gjaldeyrisforðinn sé Reuters MIKIL örtröð var í öllum bönkum í Brazilíu í gær en þá var gengi gjaldmiðilsins, realsins, lækkað um nærri 9% gagnvart dollara. nú um 2.450 milljarðar kr. en hann var 4.900 milijarðar áður en síðasta kreppukastið kom yfir Rússa í ágúst sl. Það hafði mikil áhrif á hið alþjóðlega íjármálakerfi og dró um leið úr trú manna á efnahagsþróun- ina í Brazilíu. Þar hefur verið mikill fjárlagahalli árum saman og svarar hann nú til nærri 8% af þjóðarfram- leiðslu. Þegar IMF samþykkti fjár- hagsaðstoðina við Brazilíu, næm 2.900 milljarða kr., var það jafn- framt sett sem skilyrði, að Brazilíu- stjóm skæri niður opinber útgjöld og hækkaði skatta til að ná tökum á ríkisfjármálunum. Fyrir utan að hækka vexti upp úr öllu valdi hefur ekkert orðið af þessum ráðstöfun- um enn sem komið er og margt bendir til, að Cardoso forseti hafi ekki styrk til að koma þeim í gegn- um þingið. Þar við bætist síðan, að nokkur önnur ríki hafa hótað að fara að dæmi Minas Gerais og hætta að greiða af skuldum sínum við alríkið. Umdeild efnahagsstefna Þrátt fyrir fjárlagahallann hefur verið góður hagvöxtur í Brazilíu mörg undanfarin ár en hann hefur fyrst og fremst byggst á miklu að- streymi erlends gjaldeyris. í skjóli hans hefur gengi gjaldmiðilsins ver- ið haldið háu og stöðugu. Hefur þessi efnahagsstefna verið mjög umdeild enda augljóslega áhættu- söm eins og komið hefur á daginn. Sem dæmi má nefna, að í Chile ákváðu stjórnvöld að fara alveg öfugt að og setja skorður við að- streymi erlends fjármagns. Rökstuddu þau það með því, að mikið gjaldeyrisaðstreymi ylli óeðli- legri þenslu í hagkerfinu auk þess sem oft væri um að ræða svokallaða „heita peninga“, fjármagn, sem flutt væri úr landi strax og bliku drægi á loft og þá með mjög alvarlegum af- leiðingum fyrir hagkerfið. Gustavo Franco, seðlabankastjóri Brazilíu, studdi hina umdeildu efna- hagsstefnu með ráðum og dáð en þegar hann sagði af sér í gær kvaðst hann verða að viðurkenna, að kominn hefði verið tími til að breyta þessari blöndu af ofmetnum gjaldeyri og himinháum vöxtum. Afsögn hans er samt verulegt áfall fyrir stjórnina og tiltrú fjárfesta en það þykir þó nokkur bót í máli, að eftirmaður hans verður Francisco Lopes, einn af yfirmönnum seðla- bankans. Nýtur hann almenns trausts. Spá miklum samdrætti Mikið er í húfi í Brazilíu. Það er áttunda stærsta hagkerfí í heimi og það langstærsta í Rómönsku Ameríku. Fjármálakreppa þar myndi því hafa gífurleg áhrif í öllum nálægum ríkjum og þar með alvar- legar afleiðingar í Bandaríkjunum og um allan heim. Brazilía er ekki aðeins mikilvægur markaður íyrir bandaríska framleiðsluvöru, heldur hafa Bandaríkjamenn fjárfest þar óhemjumikið. Bandaríkjastjórn og IMF fylgjast grannt með þróuninni í Brazilíu en ýmsir efnahagssérfræðingar eru ekki bjartsýnir á framhaldið. Desmond Lachman, einn af yfir- mönnum hjá Salomon Smith Barn- ey í New York, sagði til dæmis strax fyrir síðustu helgi, að mikill samdráttur blasti við í brazilísku efnahagslífi og um leið myndi and- staða landsmanna við aðhaldsgerðir IMF aukast um allan helming. Und- ir þetta ástand yrði hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður að búa sig. * Herþotur bandamanna og loftvarnir Iraka takast ítrekað á Sáttatónn í Irökum? Reuters SADDAM Hussein Iraksforseti á fundi með ráðgjöfum sinum f gær. Bagdad, Washington. Reuters. ÞRIÐJA daginn í röð skarst í odda yfir norðurhluta íraks í gær þegar Irakar skutu loftvarnaflaugum að bandarískum og breskum herþotum. Sagði talsmaður íraska hersins að loftvarnasveitir hefðu hafið skothríð eftir að fjöldi óvinaflugsveita höfðu farið inn í lofthelgi landsins í gær- morgun. Gátu landamæraverðir greint að ein flugvélanna hafði orðið fyrir skoti, að sögn talsmannsins. Neitaði Steve Campbell, talsmað- ur bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins í Washington, staðhæfingum Irakanna og sagði að allar herþotur Breta og Bandaríkjamanna hefðu snúið heilu og höldnu til bækistöðva sinna í Incirlik í Tyrklandi. Sagði Campbell að skotið hefði verið á flugskeytastöðvar í norðurhluta Iraks eftir að írakar hófu skothríð á þoturnar af jörðu niðri. í yfirlýsingu Iraka var því hins vegar haldið fram að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu varpað fjórum sprengjum á húsa- kynni óbreyttra borgara. Fyrr um daginn virtist sem sátta- tónn væri kominn í íraka en þá lét talsmaður stjórnvalda í Bagdad hafa eftir sér að Irakai- kysu gjarnan viðræður um lausn íraksdeilunnar, sem ágerðist mjög í síðasta mánuði þegar Bretar og Bandaríkjamenn hófu árásir á Irak. Féllu þessi um- mæli að loknum fundi sem Saddam Hussein Iraksforseti átti með sínum helstu ráðgjöfum, t.a.m. þeim Taha Yassin Ramadan varaforseta og Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Iraks. Jafnframt virtust Irakar ekki eins herskáir í garð sumra Arabaríkj- anna, sem veitt hafa Bandaríkja- mönnum og Bretum liðsinni, en fóru samt fram á það að Arabar hvar- vetna fordæmdu árásimar á Irak í síðasta mánuði. Ummæli íraka í garð Sádi-Araba og Kúveitbúa, sem léð hafa Bretum og Bandaríkja- mönnum aðstöðu fyrir hernaðarum- svif sín, að undanförnu höfðu vakið ótta ýmissa um vaxandi spennu milli ríkja við Persaflóann. Frakkar kynna tillögur sínar Frakkar höfðu í fyrrakvöld kynnt tillögu sína um breytta stefnu gagn- vart írökum fyrir öðrum fastafull- trúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Bretlandi, Bandaríkjun- um, Rússlandi og Kína. Vilja Frakk- ar að viðskiptabanni gegn írökum verði smám saman aflétt og að tekið verði upp eftirlit með vopnafram- leiðslu Iraka sem ekki er jafn um- fangsmikið og það sem hingað til hefur verið við lýði. Telja Frakkar að óraunhæft sé að vonast eftir því að vopnaeftirlit verði tekið upp í Irak með sama hætti og fyrr. Sögðu Frakkar að íraksdeilan ógnaði öryggi í Mið-Austurlöndum og væri Sameinuðu þjóðunum til skaða. Virtist hins vegar í gær sem írak- ar tækju dræmt í tillögur Frakka og einnig brugðust Bretar og Band- aríkjamenn við tillögum Frakka með fálæti. „Þetta kemur of snemma og er of metnaðarfullt fyrir Bandaríkja- menn og Breta,“ sagði ónefndur full- trúi í öryggisráðinu. Þýzka stjórnin með ný lög um ríkisborgararétt Bonn. Reuters. ÞÝZKA ríkisstjórnin lagði fyrir þing í gær frumvarp um breyt- ingar á lögum um rík- isborgararétt, þrátt fyrir harðvítuga and- stöðu hægrimanna í landinu gegn hinum fyrirhuguðu breyt- ingum. Með þeim verður milljónum er- lendra ríkisborgara, sem búa í Þýzkalandi, gert kleift að öðlast þýzkt ríkisfang. Samsteypustjórn jafnaðarmanna og Græningja, undir for- ystu Gerhards Schröders kanzlara, sagði undir- skriftasöfnun sem ki-istilegir demókratar ætla - að framkvæði CSU, ílokks kristilegra demókrata í Bæjaralandi - að efna til í öllu Þýzkalandi gegn lagabreytingunni, muni ekki hafa nein áhrif á ákvörðunina. „Þetta fjallar um aðlögun sam- borgara búsettum í Þýzkalandi að þýzku samfélagi og er öllum borg- urum landsins í hag,“ sagði innan- ríkisráðherrann Otto Schily, sem kynnti framvarpið fyrir Sam- bandsþinginu. Forystumenn beggja stjórnarflokka sögðu að framvarpið yrði orðið að lögum fyr- ir júnílok. Lagabreytingin „mun tryggja réttinn til tvöfalds ríkisfangs fyrir alla útlendinga sem dvelja langdvölum í Þýzkalandi," sagði Kerstin Muller, þing- flokksformaður Græn- ingja á Sambandsþing- inu í útvarpsviðtali. Talsmenn Jafnaðar- mannaflokksins (SPD) sögðu þetta þó ekki þýða að slakað yrði á innflytjendareglum. Um sjö milljónir útlendinga eru búsettir í Þýzkalandi. Andstæðingar vongóðir um árangur undirskriftasöfnunar Andstæðingar framvarpsins á hægri vængnum benda á að sam- kvæmt skoðanakönnunum sé yfir helmingur Þjóðverja á móti því að opnað sé fyrir möguleikann á tvöföldu ríkisfangi. Því vonast þeir sem að undirskriftasöfnuninni standa til að með því geti þeir kom- ið í veg fyrir að áform stjórnarinn- ar verði að lögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.