Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sýningum lýkur
Listasafn Islands
80/90 - Speglar samtímans, sýning á
verkum frá Museet for Samtidskunst
í Ósló lýkur sunnudaginn 17. janúai’.
Safn þetta var stofnað 1988, og nær
úrvalið til verka úr eigu safnsins frá
síðustu tveim áratugum. Sýningin er
hingað komin með styrk Norsk-ís-
lenska menningarsjóðsins og voru
verkin á sýninguna valin í samráði
Listasafns Islands og Museet for
Samtidskunst með það fýrir augum
að gefa sem breiðast yfírlit yfir
strauma og stefnur í myndlist sam-
tímans.
A sýningunni eru verk eftir marga
heimsþekkta listamenn s.s. Jannis
Kounnelis, Michelangelo Pistoletto,
Pier-Paolo Calzolari, Christian Bolt-
anski, Mh’oslaw Balka, Andres Serra-
no, Nan Goldin, Cindy Sherman,
Bemard og Anna Blume, Esko
Mánnikkö, Marie-Jo Lafontaine, Paul
McCai’thy, Richard Serra, Marianna
Uutinen, Nan Goldin. Rýmisverk og
innsetningar, ljósmyndh’ og mynd-
bönd í bland við málverk bjóða til við-
ræðu og spyija ögrandi nærgöngulla
spuminga um hvað felst í því að vera
maður í nútíma tæknisamfélagi við
aldarlok, segir í fréttatilkynningu.
I tilefni sýningarinnar hefur verið
gefm út myndskreytt sýningarskrá
með greinum eftir Audun Eckhoff,
sýningarstjóra við Museet for
samtidskunst og Gianni Vattimo, pró-
fessor í heimspeki við háskólann í
Torino á Ítalíu.
Leikaraskipti í
Svartklæddu
konunni
ÞAR sem Arnar Jónsson, annar að-
alleikari í Svai’tklæddu konunni,
verður að taka sér frí vegna anna í
Þjóðleikhúsinu hefur Sjónleikur ráð-
ið Viðar Eggertsson til að taka við
hlutverki hans. Svartklædda konan
er sýnt í Tjarnarbíói og verður
fyrsta sýning með Viðari laugardag-
inn 16. janúar kl. 21 og er þessi sýn-
ing til styrktar Alnæmissamtökin á
Islandi.
Vinnuhópur vegna staðsetningar tónlistarhúss
Mun kynna þrjár til
fimm ólíkar tillögur
VINNUHÓPUR á vegum Reykja-
víkurborgar vinnur nú að tillögum
um hvar tónlistarhús og ráðstefnu-
miðstöð skuli rísa á hafnarsvæðinu.
Stefnt er að því að kynna borgaryf-
irvöldum þrjár til fímm ólíkar til-
lögur innan fárra vikna en að sögn
Stefáns Hermannssonar borgar-
verkfræðings, sem stýrir vinnu-
hópnum ásamt forstöðumanni
borgarskipulags, Þorvaldi S. Þor-
valdssyni, er endanlegt markmið
hópsins að kynna tvo til þrjá kosti
fyrir nefnd sem borgin, mennta-
mála-, samgöngu- og fjármálaráðu-
neyti munu skipa vegna byggingar
mannvirkisins.
Stefán segir hópinn hafa þann
fyrirvara á vinnu sinni að fjárfestir
í hóteli, sem fyrirhugað er að reisa
í tengsíum við tónlistarhús og ráð-
stefnumiðstöð, er ekki enn kominn
upp á yfírborðið. „Eðli málsins
samkvæmt munum við ekki loka
málinu fyrr en hans sjónarmið eru
komin fram.“
Góð aðkoma
og nóg af bflastæðum
Borgarverkfræðingur segir að
mörgu að huga í þessu efni, ekki
síst umferðarskipulagi Kvosarinn-
ar. Segir hann mikilvægt að tón-
listarhús og ráðstefnumiðstöð verði
þannig staðsett að aðkoma sé sjá-
anleg og góð, helst glæsileg, bæði
Vinnan með fyrir-
vara þar sem fjár-
festir í hóteli er
ekki kominn fram
fyrir gangandi og akandi gesti.
Segir Stefán brýnt að ekki verði
skortur á bílastæðum við mann-
virkið, auk þess sem ágætt aðgengi
að og frá þeim verði að vera tryggt.
Æskilegt þykir að bflastæðin nýtist
tónleikagestum á kvöldin en gest-
um í miðborginni á daginn.
Stefán segir að miðað sé við
óbreytt gatnakerfí á svæðinu en
ekki sé útilokað að hnikað verði lít-
illega til ef nauðsyn krefur.
Hugsanlegt er að skiptistöð
Strætisvagna Reykjavíkur við
Hafnarstræti verði færð í tengslum
við framkvæmdimar en Stefán
fullyrðir að eftir sem áður verði
kappkostað að strætisvagnafarþeg-
ar fái jafn góða þjónustu og áður,
bæði í miðborginni og ekki síður
við hið nýja mannvirki.
Auk borgarverkfræðings eiga
borgarskipulag, umferðardeild
Strætisvagna Reykjavíkur, hafnar-
stjóri og bílastæðasjóður fulltrúa í
vinnuhópnum.
A meðfylgjandi teikningum get-
ur að líta fjórar tillögur sem koma
til álita. Fyrstu þrjár eru frá
breskum aðila, B. Engle, en sú síð-
asta frá íslenskum, Studio Granda.
Allar eru þær unnar í samvinnu við
borgarskipulag og borgarverk-
fræðing.
í fyrstu tillögunni er gert ráð
fyrir að tónlistarhús, ráðstefnu-
miðstöð og hótel rísi austan við
Faxaskála. Samkvæmt þessari til-
lögu myndi mannvirkið teygja sig
út fyrir núverandi landsvæði en,
að sögn Stefáns, ættu engin vanda-
mál að fylgja stækkun lands til
austurs.
Önnur tillaga gengur út frá því
að mannvirkið rísi vestar og nái yf-
ir Faxaskála. Næði þessi tillaga
fram að ganga þyrfti að bæta lítil-
lega við land til austurs.
I þriðju tillögunni er mannvirkið
látið standa milli Austurstrætis og
Geirsgötu sem færð yrði til norð-
urs. Þetta myndi þýða að fjarlægja
yrði hluta af Faxaskála.
Fjórða tillagan gerir ráð fyrir
tveimur mannvirkjum. Tónleika-
húsi og ráðstefnumiðstöð milli
Tryggvagötu og Geirsgötu og hót-
eli suðaustur af Faxaskála. Efri
hótelhæðir yrðu þá byggðar yfir
skálanum. Byggingamar yrðu
tengdar með göngubrú yfír Geirs-
götu.
■ Hefði gríðarlega þýðingu/D3
Lífsspekileg
spilamynd
KVIKMYJVÐIR
Regnboginn
ROUNDERS
irk'k
Leikstj: John Dahl. Handrit: David
Levier og Brian Koppelman. Aðal-
hlutverk: Edward Norton, Matt
Damon, Famke Janssen, Gretchen
Mole, John Malkovich, John Turt-
urro og Martin Landau. Miramax
Films 1998.
ERFIÐ spil, auðveld spil, út-
hverfaspil, miðborgarspil, heið-
arleg spil, óheiðarleg spil... eru
heimur þeirra sem vinna fyrir
sér með því að spila póker. Lög-
fræðineminn Mike hættir að
spila eftir að hafa misst aleiguna,
en það er erfitt að standast
freistinguna þegar æskuvinurinn
Ormur losnar úr fangelsi.
Það eru ungleikararnir ólíku
Matt Damon og Ed Norton sem
fara með hlutverk Mikes og
Orms. Ed er einn allra besti leik-
ari sem hefur komið fram á sein-
ustu árum, og er eins og öll hans
hlutverk séu skrifuð fyrir hann.
Hins vegar finnst mer Matt
Damon hafa komist aðeins of
langt á fallega brosinu einu sam-
an. Því miður hafði ég ekki full-
komna trú á þeirri innilegu vin-
áttu sem á að ríkja þeirra á milli
og skiptir meginmáli í myndinni.
Til þess eru þeir of ólíkir á allan
hátt, og Matt Damon var ekki
nógu sannfærandi.
Rounders er kvikmynd sem
kemur víða við í heimi hins
mannlega breyskleika, og þyrfti í
raun ekki að fjalla um pókerspil.
En myndin gefur skemmtilega
sýn inn í þann sérstaka heim,
sem er okkur meðaljónunum
hulinn. Auk þess sem hann
myndar skemmtilega andstæðu
við lögfræðiheiminn sem vinur
okkar Mike hrærist einnig í.
Martin Landau er í hlutverki
gamla, góða og vitra lögræðings-
ins, sem gefur unga manninum
ráð i lífsvandræðum. John Turt-
urro (sem aldrei klikkar) er vin-
urinn klári, snillingurinn úr
spilaheiminum sem ræður unga
manninum heilt í spilaklípu. Af
vörum þessara gáfumanna hrýt-
ur hin dýpsta lífsspeki: „Reyndu
ekki að vera annað en þú ert“,
„Þú velur ekki örlög þín“,
„Reyndu alltaf að bæta spilin á
hendi“, svo eitthvað sé nefnt. Ég
man samt ekki hver sagði hvað.
Mér sýnist á öllu að þessi
mynd fjalli annars fyrst og
fremst um heiðarleika í hvívetna;
í vináttu, spilum og gagnvart
öðrum. Hvað sem hver les út úr
henni, þá er þessi býsna
skemmtileg og oft spennandi
töffaramynd með góðri tónlist,
skemmtilegum karakterum, spil-
um, rússneskum hreim og jafn-
vel smá blóði.
Hildur Loftsdóttir
t