Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 31

Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 31 LISTIR ASKUR, sefgras og tágar. „Ljós, ljós, ljós“ LIST OG HÖJVJVUJV Stöólakot KÖRFULJÓS MARGRÉT GUÐNADÓTTIR Opið alla daga frá 14-18. Til 24. jan- úar. Aðgangur ókeypis. ÍSLENZKUR listiðnaður og iðn- hönnun eru í stöðugri gerjun, ásamt því að viljinn til átaka á sviðunum virðist ótakmarkaður. Þetta gerist þótt markaðssetningin sé stórum minni en hún ætti að vera, eða nán- ast engin, og kraftarnir dreifðir. A stundum vinna iðkendurnir í smá- hópum, en þó er mest um einstak- lingsframtak að ræða, að viðbættu einhverju hliðarstarfí til að ná end- um saman. Öll starfsemi á listavett- vangi krefst þó ekki aðeins að við- komandi helgi sig alfarið iðju sinni, heldur er oftar en ekki þörf á aðstoð, jafnvel í málaralist en þar veit ég dæmi um allt að 25 aðstoðarmenn nafnkenndra málara ytra. Hug- myndirnar skipta þar öllu, en út- færslan kann að vera það mikið mál að þörf sé á sérmenntuðu fagfólki, en þetta er heimur sem ráðamenn hafa afar takmarkaða þekkingu á hér á útskerinu. Reglulega sjáum við ný og ný dæmi þess að fólk er vakandi fyrir gildi skapandi handíða, en þessi mál komast ekki á hreint fyrr en við fáum okkar upplýsandi listiðnaðar- safn. Ekki frekar en að myndlistar- mál komist á hreint fyrr en menn geta gengið að miðstöð íslenzkrar sjónmenntasögu frá upphafí, en öll söfnin okkar eru orðin að sýningar- sölum. Þetta kom upp í hugann á sýningu Margrétar Guðnadóttur í Stöðlakoti, því þótt þetta sé frumraun hennar, minnir hún á sitthvað sem listiðnaðar- söfnin ytra telja sér skylt að rækta eftir þvi sem efni standa til. Margrét dvaldi rúman hálfan síðasta áratug í Bandaríkjunum, þar sem hún hlaut menntun sína í listum, aðallega í rík- islistaháskólanum í Connecticut, vefnaði og körfugerð í öðrum skóla, auk þess að sækja fjölda námskeiða í körfuvefnaði hjá listafólki víðs vegar um Bandaríkin, og, eftir nokkurt hlé, í Ærö í Danmörku og Maine í Banda- ríkjunum. Námskeið vega þannig þungt í námsferli Margrétar, sem segir okkur fyrst og fremst að hún hafí aflað sér margs konar reynslu á vettvanginum, en námskeið eru þó takmörkunum háð eins og margur veit, þótt naumast hafi þau minna vægi en annakerfið í listaskólum, með nýjum kennai'a í hverri lotu. Verkin í Stöðlakoti bera þó ekki svip af því að Margrét hafí lært víða, því þótt þau séu hin fjölbreytilegustu í efni og formgerð, eru þau í grunni sínum samstæð. Formrænn einfald- leiki og traust vinnubrögð eru höfuð- kostir þeirra og um leið sterkasta hlið Margrétar, sér einkum stað í lömpum úr rafmagnssnúrum, sem eins og spretta fyrú'hafnarlaust upp úr engu að segja má, sem einmitt er eðli gildrar sköpunar. Vel er staðið að sýningunni, skráin einstaklega notaleg og smekkleg hönnun, til eft- irbreytni fyrir hinar minni sýningar. Undirstrikar þá fágun og einlægni sem er aðal þessarar frumraunar... Bragi Asgeirsson GroupTekaAG IQKQ Eldunart 3 stk.í l (verö mic pakka kr. 36.900 stgr. miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambærilegt). Innifalið í tilboði: Innbyggingarofn, af fullkomnustu gerð með grilli og grillteini, HT490 eða HT490ME. Helluborð 4ra heilna, með eða án stjómborðs. Vifta TUB60, sog 370 m3 á klst.. VERSLUN FYRIR ALLA I ifLDSÖI IRSLUNJ - tryggi Við Fellsmúla Sími 588 7332 verÖi! □ FNUNAR- SJDÐUR LÍFEYRIS RÉTTI N DA Traustur sjdður - Trygg framtíð Lögum samkvæmt Ler öllum launjjegfum og sjálfstætt starfandi mönnum að greiáa til lífeyrissjóðs. Margir ^reiða til starfs- greinasjóða í samræmi við kjarasamninga. Aðrir, einkum einyrkjar, kafa val um ]pað kvert ]peir skila lögfkundnum lífeyrisiðgjölclum. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er kjörinn lífeyrissjóður fyrir ])á. • Lífeyrisréttindi félagfa Söfnunarsjóðs lífcyrisréttinda eru með kví kesta sem lífeyrissjóðir veita. • Ei^nastaða kans er góð og eru eignir 20% umfram sku ldk indingar. • Sjóðurinn er sjötti stærsti lífeyrissjóður landsins með um 6 ])úsund gfreiðandi féla^a. •Yfir 90 Jaúsund manns kafa greitt til sjóðsins frá stofnun kans. •Lán til sjóðfélaga nema allt að 2 milljónum króna. Séreignardeild sjóðsins tók til starfa um áramótin og tekur við viákótarspamaði sjóáfélaga og annarra sem svo kjósa. Samkvæmt lögfum er ])aá skylda Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda aá taka viá iðgfjöldum Jjeirra sem ekki eiga sjálfsagfða aáild að öðmm sjóáum. Traustur lífeyrissjóður tryggir góðan lífeyri. Frá áramótum gefst öllum starfandi mönnum tækifæri að gfreiáa til lífeyrissjóða 2% til viðkótar ])ví sem lögfkundið er ogf er sú fjárkæðfrádráttar- kær frá skatti. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins að Laugavcgi 13 • Sími 552 Q5Ó1 Netfang upp1@sofnunarsjoAur.is SÖFNUNARSJOÐUR LÍFEYRISRÉTTINDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.