Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 46
>46 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HSM pappírstætarar
Leiðandi merki - Margar stærðir
Þýzk gæði - Örugg framleiðsla
J. ÓSTVfllDSSON HF.
Skipholti 33. 105 Revkjovík, sími 533 3535
FRÉTTIR
Dagur umhverfísins 25. apríl
RÍKISSTJÓRNIN ákvað í
fyrradag, að tillögu Guðmundar
Bjamasonar umhverfisráðherra,
að lýsa 25. apríl sérstakan dag
umhverfisins. Dagurinn er hugs-
aður sem hvatning til skólafólks
og almenning að kynna sér betur
samskipti manns og náttúra og
sem tækifæri fyrir stjómvöld,
félagasamtök og fjölmiðla til að
efla opinbera umræðu um um-
hverfismál.
„Umhverfisráðherra ákvað
eftir samráð við fulltrúa áhuga-
samtaka og atvinnulífs að ástæða
væri til þess að halda upp á sér-
stakan dag helgaðan umhverfis-
málum á íslandi, eins og gert er í
mörgum löndum. Alþjóðlegur
dagur umhverfisins, skv. yfirlýs-
ingu Sameinuðu þjóðanna, er 5.
júní en sú dagsetning þótti ekki
henta íslenskum aðstæðum þar
sem mikilvægt þótti að hvetja
skólafólk til að vinna að verkefn-
um tengdum umhverfismálum.
Því þótti 25. apríl henta vel, þar
sem sá dagur ætti að henta
skólafólki, hann er í sumarbyrjun
þegar flestir fara að huga að úti-
vist og hann er fæðingardagur
Sveins Pálssonar, eins fyrsta
náttúrufræðings Islendinga.
Sveinn var sá maður íslenskur
sem e.t.v. fyrstur vakti máls á
þeirri hugsun sem nú gengur
undir heitinu „sjálfbær þróun“,
en hann skrifaði um eyðingu ís-
lenskra skóga og sagði illa með-
ferð þeirra skaða hag komandi
kynslóða.
Umhverfisráðherra hyggst
halda upp á dag umhverfisins á
þessu ári m.a. með veitingu við-
urkenninga fyrir starf að um-
hverfismálum. Það er von ráðu-
neytisins að sem flestir noti
tækifærið og haldi upp á daginn
á þann hátt sem hæfir tilefni
hans,“ segir í fréttatilkynningu
frá umhverfisráðuneytinu.
'V
>
www.everest.is
Eyjaslóð 7 Reykjavík sími 511 2200
www.seglagerdin.is
BRIPS
Umsjón Arnór (I.
Ragnarsson
Bridsfélag Hreyfils
Farið er að síga á seinni hlutann í
barómetemum hjá bílstjórunuin og
hafa Heimir Tryggvason og Arni
Már Björnsson þægilega forystu í
mótinu. Þeir eru með 167 yfir
meðalskor en næstu pör eru þessi:
Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson 120
Flosi Ólafsson - Sigurður Olafsson 113
Jón Sigtryggss. - Skafti Bjömsson 109
Ragnar Bjömsson - Danjel Halldórss. 90
Sigurður Steingrímss. - Óskar Sigurðsson 90
Spilað er á mánudagskvöldum í
Hreyfilshúsinu.
Bridsfélag Hafnarljarðar
Fyrstu þrjár umferðirnar í Mon-
rad-sveitakeppni BH og SIF voru
spilaðar mánudaginn 11. janúar. 14
sveitir taka þátt í mótinu. Eftir fyrsta
kvöldið eru þessar sveitir efstar:
Guðmundar Magnússonar 63
Drafnar Guðmundsdóttur 58
Njáls Sigurðssonar 55
TNT 54
Högna Friðþjófssonar 52
Einnig er reiknað út árangur para
með svokölluðum fjölsveitaútreikn-
ingi og eru þessi pör efst:
Jóhann Magnússon - Kristinn Karlsson 18,78
Guðmundur Magnússon - Gílsi Hafliðason 18,50
Einar Sigurðsson - Ómar Olgeirsson 18,17
Njáll G. Sigurðss. - Þorsteinn Kristmundss. 17,97
Guðbrandur Sigurbergss. - Friðþj. Einarss. 17,53
Mótið heldur áfram mánudaginn
18. janúar.
Reykjanesmót um helgina
Reykjanesmótið í sveitakeppni
verður haldið helgina 16.-17. janúar í
félagsheimili brids- og hestamanna í
Reykjanesbæ og hefst spilamennska
kl. 10 á laugardaginn. Mótslok ráðast
nokkuð af þátttöku, en stefnt er að
því að ljúka spilamennsku í tæka tíð
til að flestir þeir sem búa innan svæð-
isins eigi þess kost að snæða kvöld-
verð heima hjá sér á eðlilegum tíma.
Sveit Sigfúsar vann Suður-
landsmótið í sveitakeppni
Suðurlandsmót í sveitakeppni í
brids var spilað í Hveragerði 8.-9.
janúar 1999 með þátttöku 10 sveita.
Eftir æsispennandi lokaumferð varð
sveit Sigfúsar Þórðarsonar hlut-
skörpust, en sveitum Helga Her-
mannssonar og Mjólkurbús Flóa-
manna tókst hvorugri að nýta sér tap
Sigfúsar í síðustu umferð til að skjót-
ast á toppinn. Sveitir Garðars Garð-
arssonar og Kristjáns Más Gunnars-
sonar háðu einnig harða baráttu um
fjópða sætið, sem gaf rétt til þátttöku
á Islandsmóti í sveitakeppni. Báðar
sveitirnar unnu sinn leik, Kristján
vann þó heldur stærri sigur, og
nægði það honum til að komast
áfram. Úrslit urðu annars þessi:
Sveit Sigfúsar Þórðarsonar 172
(Sigfús Þórðarson, Gunnar Þórðarson, Guð-
mundur Gunnarsson, Auðunn Hermannsson,
Brynjólfur Gestsson).
Sveit Helga Hermannssonar 168
(Helgi Hermannsson, Kjartan Jóhannsson,
Kristinn Þórisson, Ómar Olgeirsson).
Sveit Mjólkurbús Flóamanna 166
(Ólafur Steinason, Runólfur Jónsson, Þröstur
Ámason, Sigfinnur Snorrason, Ríkharður
Sverrisson).
Sveit Kristjáns Más Gunnarssonar 158
Sveit Garðars Garðarssonar 157
Einnig vai’ reiknaður fjölsveitaút-
reikningur og urðu efstu pör þessi:
Helgi Hermannss. - Kjartan Jóhannss. 18,74
Brynj. Gestsson - Auðunn Hermannss. 18,53
Ólafur Steinason - Þröstur Ámason 17,41
Daníel Lee Davis - Magnea Bergvinsd. 17,12
Bjöm Snorrason - Guðjón Einarsson 17,00
Keppnisstjóri var Stefán Jóhanns-
son og stóð hann sig eins og alltaf
með miklum sóma.
Bridsfélag Suðurnesja
Eftir 3 umferðir af 11 í sveitarokki,
hefur nýmyndað par forustu ásamt
gömlu refunum úr Sandgerði. Hér er
staðan:
Sigriður Eyjólfsd. - Sigfús Ingvason 63
Bjöm Dúason - Karl Einarsson 63
Hafsteinn Ögmundss. - Gísli Isleifss. 57
Amór Ragnarsson - Karl Hermannss. 51
Jóhannes Sigurðss. - Svavar Jenssen 50
Um næstu helgi verður Reykja-
nesmótið í sveitakeppni haldið að
Mánagrund og hefst kl. 10 laugar-
daginn 16. jan. Keppnisgjald er
10.000 kr. á sveit.
Skráning í síma 421 2287, Kjartan.