Morgunblaðið - 14.01.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 14.01.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 51 GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR + Guðbjörg Sveinsdóttir (Sveinsína Guð- björg) fæddist í Leirvogstungu í Mosfellssveit 19. júní 1899. Hún and- aðist í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Magnúsdóttir, f. í Móum á Kjalarnesi en alin upp upp í Þerney á Kollafirði 2. ágúst 1870, d. 1964, og Sveinn Gíslason, bóndi, f. í Leirvogs- tungu 6. ágúst 1865, d. 1948. Bræður Guðbjargar: Gísli, f. 1897; Magnús, f. 1900; Þorkell, f. 1904; Sigurður, f. 1907; Guðmundur, f. 1908; Héðinn, f. 1912. Af þeim lifir nú Þorkell einn. Eiginmaður Guð- bjargar var Einar Gunnarsson, vél- gæslumaður, ættað- ur af Héraði, f. 4. desember 1911, d. 1978. Þeim varð ekki barna auðið. Guðbjörg verður jarðsungin frá Mos- fellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. Nærri lá að Guðbjörg fóðursystir mín lifði tvenn aldahvörf skv. alman- akinu. Hún fæddist í lok nítjándu aldar og kveður þennan heim undir byrjun þeirrar tuttugustu og fyrstu. En hún lifði önnur aldahvörf sem eru merkilegri en þau sem eru ein- kennd með tölum: Hún ólst upp í gamla sveitasamfélaginu íslenska við daglega lífshætti sem eru skyld- ari þjóðveldisöldinni en ofanverðri tuttugustu öld. Hún ólst upp löngu áður en orðið tækni varð til. Þá var ekki rafurmagn, ekki sími, engir bíl- ar. Enda þótt undirritaður sé nokk- uð tekinn að grána, þá man hann föðursystur sína ekki fyrr en hún var komin yfir fimmtugt. Þá bjó hún í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og hélt honum heimili. Einar Gunnarsson var vélgæslumaður í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi frá upphafi hennar í byrjun sjötta áratugarins og þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests um miðjan áttunda áratuginn. Þau bjuggu að Skarphéðinsgötu 20 í Reykjavík frá 1962 og þar var Guð- björg uns hún fluttist á Elliheimilið Grund fyrir nokkrum árum. Þórunn amma mín og móðir Guð- bjargar varð nær hálftíræð og dvaldist allmörg síðustu árin á Hrafnistu. Guðbjörg vitjaði móður sinnar nær daglega og jafnan fót- gangandi, einnig síðustu árin eftir að hún settist að í Norðurmýrinni. Þaðan er drjúgur spölur upp í Laugarás og heim aftur fyrir hálf- sjötuga konu. Ég bjó á heimili Guðbjargar og Einars á unglingsárum. Þau reynd- ust mér ævinlega sem besta móðir og besti faðir og þarf ekki að orð- lengja það neitt. Fremur er tregt tungu að hræra. Guðbjörg verður jarðsett í gamla kirkjugarðinum á Mosfelli, þar sem við í Leirvogstungu erum gi-afin hjá honum Agli Skallagn'mssyni. Hlynur Þór Magnússon, ísafirði. Við andlát Guðbjargar Sveins- dóttur eða Guðbjargar frænku, eins og fjölskylda okkar kallaði hana, koma í hugann margar gamlar og góðar minningar tengdar henni. Hún hefði orðið 100 ára 19. júní næstkomandi, en náin kynni og vin- átta tókst með okkur er hún var ná- lægt fimmtugu og bjó ásamt manni sínum að Hálogalandi, hjá hjónun- um Lárusi og Elínrós. Að áeggjan Guðbjargar fengum við leigt á MINNINGAR sama stað, á meðan við unnum við byggingu húss okkar í Smáíbúða- hverfinu, sem er skammt frá. Þetta var á fyrstu hjúskaparárum okkar um 1952. Margrét dóttir okkar, sem þá var tveggja ára, náði fljótlega trúnaði Guðbjargar og nutu þær oft ánægjulegra stunda í návist hvorr- ar annarrar. Guðbjörg, sem var líf- leg í fasi, glaðvær, elskuleg og vel af Guði gerð, hafði ávalt frá mörgu að segja. Oft gætti hún Möggu okk- ar þegar við vorum vant við látin. Og Einar hjálpaði okkur gjarnan við hús okkar utan reglulegs vinnu- tíma, en hann var þúsund þjala smiður, laginn og vandvirkur. Vinátta okkar hélt áfram eftir að við fluttumst í nýja húsið og þau niður í Njörvasund þar sem annað vinafólk okkar bjó einnig. Við minnumst margi-a ánægjulegra heimsókna þangað til Guðbjargar og Einars með börnum okkar og einnig síðar á Skarphéðinsgötu á meðan þau bjuggu þar. Þau komu einnig oft heim til okkar og fylgd- ust þannig reglulega með vexti og viðgangi fjölskyldunnar. Heimsóknum fækkaði á síðari ár- um en vináttan hélst óbreytt með okkur. Og nú er Guðbjörg hverfur af þessum vettvangi minnumst við hjónin og börn okkar hennar með söknuði og virðingu. Guð blessi minningu Guðbjargar frænku. María og Haraldur. Guðbjörg ólst upp í Leirvogs- tungu í hópi sex bræðra sem allir urðu fulltíða menn, Gísli, Héðinn, Sigurður og Þorkell ráku um árabil vélsmiðjuna Steðja hf. í Reykjavík, Magnús var bóndi og oddviti í Leir- vogstungu og Guðmundur hús- gagnasmiður, lést úr lungnabólgu 9. júní 1932, 24 ára gamall. Þorkell einn lifir af systkinahópnum á tí- ræðisaldri við nokkuð góða heilsu nema sjón er farinn að daprast. Áð- ur en Þorkell gekk til liðs við bræð- ur sína í Steðja vann hann hjá Slát- urfélagi Suðurlands um ellefu ára skeið, lengst af sem bókari. Guðbjörg vann að bústörfum hjá foreldrum sínum eins og títt var á þessum tíma, allt slegið með orfi og rakað með hrífum, heyið bundið og reitt heim á klakk. Ekki var um annað eldsneyti að ræða en mó til eldunar og hita, sem var oft drýgð- ur með sprekum úr fjörunni. Var hún hamhleypa til verka og vílaði ekki fyrir sér að taka upp mó ef svo bar undir. Hún var næstelst í sjö systkinahópi á fyrstu árum ald- arinnar á sveitabæ þar sem faðir hennar var oft af bæ við smíðar, þar sem moka þurfti upp brunn á vetrum til að geta borið vatn í kýrnar og gefa ánum sem voru þá í fjárhúsum á miðju austurtúninu og sauðunum sem voru oft um 30 í kofa fyrir ofan fossinn í Köldu- kvísl. Tóft af þessu sauðahúsi má sjá enn þann í dag að öðru leyti en því að hún varð að víkja fyrir reiðvegi að hluta. Framan af ævinni stundaði hún prjónaskap með öðrum verkum, hún keypti sér prjónavél til þess arna til að drýgja tekjurnar sem ekki voru miklar fyrir. Það þóttu mikil tíðindi þegar Guðbjörg í Leirvogstungu fór að taka prjón, og það á vél. Esjan - Mosfell - Helgafell og Leirvogurinn í vestri, í þessu um- hverfi mótaðist Guðbjörg Sveins- dóttir, æskuvinkonurnar, dætur séra Magnúsar á Mosfelli og Andrésar á Hrísbrú voru heimsótt- ar og farið í reiðtúra á Molda eða Krapa upp að Tröllafossi og víðar. Eða, fór ein í göngutúra norður fyrir fjall eða upp í urð að tína ber á haustin. Guðbjörg var mjög barn- góð og nutu bræðrabörn og þeirra börn þess í ríkum mæli sem lengi verður í minnum haft. Á fimmta áratug aldarinnar kynntist hún lífsförunaut sínum upp frá því, Einari Gunnarssyni. Hann starfaði um árabil í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Áður og með vinnunni stundaði hann smíð- ar. Hann var ágætlega hagur. Þau bjuggu á nokkrum stöðum í Reykjavík, en lengst af í eigin hús- næði á Skarphéðinsgötu 20. Einar var fæddur hinn 4. desember 1911, og lést hinn 28. september 1978. Þeim varð ekki barna auðið. Síðustu æviárin átti Guðbjörg heimili á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund og naut þar nærgætni og umhyggju og lést þar 7. janúar sl. Öllu starfsfólki þar eru hér færð- ar hugheilar þakkir fyrir hennar hönd. Frændfólkið í Leii'vogstungu biður henni guðsblessunar. Selma og Guðmundur, Leirvogstungu. Okkur langaði bræðurna að minnast með nokkrum orðum hennar Guddu frænku sem náði 99 ára aldri. Það má segja að við minn- umst Guddu báðir tveir frá því að við fórum að muna eftir okkur fyrir gleðina og nægjusemina sem var henni í blóð borin. Það var sama hvenær drepið var dyra á Skarp- héðinsgötunni, alltaf tók hún Gudda á móti okkur með bros á vör og það var gott að gæða sér á bakkelsinu, en hún var sérstaklega lagin við að laga íslenskar hnallþórur sem hún bar á borð fyrir gesti og gangandi að ekki sé nú talað um vöfflur, pönnukökur og heitt súkkulaði með rjóma. í heimsóknum okkar til Guðbjargar varð henni tíðrætt um árin sín í Leirvogstungu og það færðist einhver glampi yfir andlit hennar þegar hún lýsti atvikum úr daglega lífinu sem hún mundi eins og hafi gerst í gær og oftar en ekki fór hún með glaðværar vísur sem lýstu því sem gerst hafði á lifandi og skemmtilegan hátt. Maður Guðbjargar var Einar Gunnarsson sem lést 28. september^' 1978 þá 67 ára að aldri. Guðbjörg og Einar áttu sameiginlegt áhuga- mál þ.e. þau voru bókelsk, fróð- leiksfús og ljóð voru þeim mjög hugleikin. Einar átti það til að setja saman stökur og ljóð og við teljum það bæði viðeigandi og vel til fallið að tileinka Guðbjörgu fyrsta erindi ljóðs sem Einar orti til minningar um Magnús Sveinsson afa okkar og bróður Guðbjargar sem lést um aldur fram árið 1958: Eg veit þú hefðir ekki ætlast til að angur fyllti hugi vina þinna á kveðjustund við þessi þáttaskil, því þetta er gjald, sem allir verða að inna af hendi, fyrir líf sem lánað er um litla stund í heimi jarðarbarna. En hugþekk minning birtu með sér ber og blikar eins og fógur leiðarstjarna. Bjarni Sveinbjörn Guðmunds- son, Magnús Guðmundsson. VIKTORIA GUÐLAUG JAFETSDÓTTIR + Viktoría Guð- laug Jafetsdótt- ir fæddist á Lundi í Ytri-Njarðvík hinn 21. mars 1932. Hún lést á Landspítalan- um 28. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jafet Egill Sigurðs- son og Sigríður Guðmundsdóttir. Systkini hennar eru Halldóra búsett í Hafnarfirði, Guð- mundur Bragi sem einnig býr í Hafnar- firði og Baldur sem lést árið 1959. Hálfsystkini Viktoríu samfeðra eru Rósa og Hörð- ur. Eiginmaður Viktoríu er Jón Ágústsson frá Há- koti Ynnri-Njarð- vík. Börn þeirra eru Anna og Smári. Barnabörn hennar eru Jón V. Gunnars- son og Hugrún Fanney sem ólst upp á þeirra heim- ili. _ títför Viktoríu fór fram hinn 8. jan- úar sl. í Fossvogskirkju. Amma var mér sem besta móðir og góður vinur. Jólin voi'u hennar uppáhaldshátíð. Hún var sannkall- að jólabam. Hún var ráðagóð og hjálpaði mér mikið þegar ég kom heim úr skólanum, þá var alltaf heitur matur á borðinu. Hún tók alltaf fram íyrir þá sem minna máttu sín, og mátti ekkert aumt sjá. Við áttum góðar stundir í veiði- túram og í Kleinukoti sem við kom- um oft í. Hún var kistin kona. Henni þótti afar vænt um Smára son sinn og studdi hann vel í veik- indum hans. Við hittumst seinna meir. Áhendurfelþúhonum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu í vonum, ogallterveldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu og vemdar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Bjöm Halldórsson.) Þín Hugrún Fanney. Við feðgarnir minnumst Viktoríu eða Viggu eins og hún var kölluð sem skapmikillar, duglegi-ar, gjaf- mildrar konu. Líf hennar var oft mjög erfitt og það reyndi mjög á hana heilsuleysi sonar hennar Smára sem henni þótti afar vænt um. Það sem er minnisstæðast í fari hennar var þessi mikli áhugi á silungsveiði. Hún og maður henn- ar, Jón Ágústsson, notuðu nærri allar frístundir til silungsveiða. Um kl. 2 að nóttu til í byrjun júní sl. sumar hringdi síminn og var ég mjög hissa á því hver væri að hringja í okkur á þessum tíma. Það var þá Vigga sem sagði með stolti í röddinni komdu strax og sjáðu hvað ég veiddi. Ég fór með stírarn- ar í augunum og við mér blasti þessi fallegi 10 punda urriði úr Þingvallavatni. Það var mikið stolt og gleði sem skein úr andliti henn- ar. Hennar uppáhaldsstaður var Þingvallavatn. Við feðgarnir viljum minnast hennar eins og þegar við fórum með hana í veiðitúra, þá var hún svo hamingjusöm. Hjá þeim hjónum ólst upp barnabam þeirra, Hugrún Fanney, sem henni þótti mjög vænt um. Hinn 22. nóvember sl. var hún send á Landspítalannn vegna hjartasjúkdóms og hinn 8. desem- ber fór hún í hjartauppskurð en því miður fóra hlutirnir öðruvísi en áætlað var. Hinn 28. des. sl. lést hún. Við biðjum Guð um að styrkja Jón, Smára og Hugrúnu á þessum erfiðu tímum og vonum að við munum hittast öll aftur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Gunnar og Jón Viktor. MAGNÚS GUÐLA UGSSON + Magnús Guðlaugsson var fæddur á Búðum í Hlöðuvík á Hornströndum 29. janúar 1924. Hann lést á heimili sínu 22. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 30. desember. Látið hans Magga fór fram hjá mér en mig langar að hripa honum kveðju. Við fluttum þrjú að Búðum 1938, ung hjón með eitt barn, allslaus og beygð afy barnsmissi að byrja sitt ævibasl. Á Búðum var góð baðstofa nýuppgerð og þar vora fyrir mann- eskjur, glaðar í skapi og stórar í sinni. Móðir mín, hún Rósa Samúels- dóttir, minntist oft fólksins á Búðum, Guðlaugs og Ingibjargar og bam- anna, og ætíð með djúpri væntum- þykju. Við bræður urðum í raun fóst- urbörn fjölskyldunnar, enda yngri en uppkomnu bömin hinum megin við þilið. Ég kynntist best Magga og Óla, þeir voru yngstir og þó fulloi'ðnir í mínum augum, Maggi einum tólf ár- um eldri en ég. Það er mikið, þegar maður er 2-7 ára. Ég skoppaði með þeim bræðrum hvert sem var, sat hjá þeim úti á brekku að vetri og fugla- hóparnir þjöppuðust utan við brimið. Færið var langt fyrir lítinn riffil en brátt lá þó í valnum feitur fíður- kroppur. Hann rak skjótt upp í gegn- um brimgarðinn, soðinn síðan í góm- sæta súpu. Sú suða tók tímann sinn, eins og allt gott. Mér þykir einsýnt, að fólki okkar fyrir norðan hafi ræktað það besta úr hverri lífstrú, sem misheimskir menn kenndu, og náð þvi samræmi hugar og heims, sem gerði þá svo göldrótta, að þeir gátu lifað því glaða lífi, semi'** lifað varð við þessa erfiðu en heil- steyptu náttúra. Sá hugarheimur er mér jafnheill og sterkur, hvort sem er í minningunni um hann Magga minn á Búðum, sögunum hans Adda á Homi, móður minnar og Kára frænda, ritum Þórleifs og Bínu og Fríðu, eða kvæðum Sigmundar og fóður míns. Ég þakka þér, Magnús fóstri, alla hlýjuna við umkomulitla aðkomupísl, gleðistundirnar, sem alltaf lýsa í barnshuganum. Mig langar að kveðja þig með erindi úr ljóði eftir góðkunn- ingja þinn, hann Eirík A. Guðjóns- son. Þið eigið máske eftir að hittast aftur og slá í kviðlinga á meðan þið bíðið eftir því að kóparnir komi í færi»'* úti í Kirfi ellegar undir honum Langakambi. Máske fyrir handan hafið þér hugljúfi birtist draumasýn, þar litrófsgeisla-ljóma vafin litla víkin bíði þín. Máske einhver æðri kraftur - þá úti eru kuldaélin hörð - loks það færi okkur aftur, sem elskað höfum mest á jörð. Eyvindur P. Eiríksson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk—-— lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200J^ slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.