Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 56

Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR segja fyrirgefðu hvað við vorum stundum erfiðar við þig og þakka þér fyrir þolinmæðina við okkur. Við elskum þig og munum aldrei gleyma þér. Fimleikastelpurnar þínar: Hafdís Guðna, Silja Ýr, Berglind, Annika, Erna Sif, Tanja Björk, Hafdís Ástþórs, Ása Guðrún, Kristín, Anna Kristín, Þórsteina, Arna Björg, Erla, Ásta Sigríður, Lilja Dröfn, Alma, Margrét Rut og Stefanía. Elsku Kristbjörg. Ég hef aldrei upplifað annan eins sársauka og sorg og þegar ég frétti að þú værir dáin, ég sem ætlaði að heimsækja þig á spítalann og sjá litlu nýfæddu prinsessuna ykkar að- eins sjö klukkustundum síðar. Ég man svo vel er ég kom fyrst til Eyja og byrjaði í skólanum þar sem við kynntumst. Ég fann strax svo vel hve góð vinkona þú varst og sannur vinur. Þú varst með þeim fyrstu sem komu til mín á spítalann þegar ég átti Vigdísi og það var yndislegt. Þó við værum ekki í sam- bandi á hverjum degi þá varst þú mín eina sanna vinkona og við átt- um margt sameiginlegt. T.d. vorum við báðar fórnarlömb handboltaá- huga kærasta okkar, það að eiga báðar von á okkur 1999 með aðeins fjögurra mánaða millibili og mikið hlakkaði ég til sumarsins að labba með þér í bæinn með litlu börnin okkar. Það var svo margt sem þið Arnar ætluðuð að gera saman og var yndislegt að hugsa til þess. Elsku Kristbjörg, það er svo margt sem okkur hefði langað til að segja við þig og gera með þér og Arnari. Nú þegar þú ert farin vant- ar svo stóran part í hjarta okkar, við eigum eftir að sakna þín svo sárt og munum minnast þín svo lengi sem við lifum. Elsku Arnar, guð styrki þig og Berthu Maríu, litlu prinsessuna, foreldra Kristbjargar, systkini og alla aðra ættingja sem eiga um svo sárt að binda. Ester og Svavar. Ég fékk þær fréttir mánudaginn 4. janúar að Kristbjörg væri dáin. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Hvern- ig gat það gerst að hún sem hafði daginn áður eignast sína aðra dótt- ur væri farin? Við vorum hér áður saman í saumaklúbb sem að vísu entist bara í einn vetur en kynni okkar endur- nýjuðust þegar menn okkar hófu að vinna saman. Mig skortir orð til að segja það sem mér býr í brjósti en langar að fá að kveðja með þessum línum. Elsku Arnar og dætur, megi Guð gefa ykkur styrk nú á þessum erf- iða tíma. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A gi-ænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. í>ú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm.23.) Soffía, Guðmundur og börn. Það er erfitt að trúa því að hún Kristbjörg skuli vera dáin. Við sem höfðum orð á því nokkrum dögum áður hversu lánsöm við vorum að enginn skyldi vera látinn úr árgangn- um. Kristbjörg var ein af þeim sem hófu undirbúningsvinnuna fyrir fyrsta árgangsmótið sem halda á nú í sumar. En það var lýsandi fyrir hana að vera alltaf boðin og búin að leggja sitt af mörkum og taka þátt í öllu af alhug. Kristbjöi’g var ein af þeim sem gaf af sér sama hver átti í hlut og glaðværðin skein af henni hvar sem hún kom. Öllum sem hún mætti, hvort sem var á göngum skólans eða á fómum vegi gaf hún vingjamlegt bros. Hennar verður sárt saknað. Þrátt fyrir að leiðir skildi fylgdist hún vel með okkur öllum og hafði virkilegan áhuga á því hvað hver og einn tók sér fyrir hendur. Enda átti það vel við hana að leita okkur öll uppi fyiir árgangsmótið og sjá til þess að við mættum öll. Það hvarflaði ekki að neinum að hún kæmist ekki. Við eram þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Kristbjöi'gu en jafn erfitt er að þurfa að kveðja hana, við eram svo ung. Eins og hún gei'ði ætíð og gerir enn með minningu sinni hvetur hún okkur öll til þess að reyna að verða betri manneskjur en við er- um. Það er öllum missir að henni. Hún sem svo sannarlega bætti sam- félag sitt með nærvera sinni. Við vottum aðstandendum Kxdst- bjargar okkar dýpstu samúð. Kæri Arnar, Bertha María, litla barn, for- eldrar, systkini og tengdaforeldrar, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Fyrir hönd árgangs 1975. Berglind, Gyða og Páley. Elsku Kristbjöi'g Oddný mín. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Þið Arnar nýbúin að eign- ast ykkar aðra dóttur, svo heil- brigða, myndarlega og stóra. Lífið blasti við ykkur, en svo skyndilega ei'tu tekin frá fjölskyldu þinni og okkur öllum hinum. Okkar fyrstu kynni vora fyrir um 11 áram þegar ég byrjaði að æfa fimleika hjá Fimleikafélaginu Rán þá voram við báðar að æfa. I íþrótta- salnum áttum við margar góðar stundir. Síðasta ár þjálfuðum við saman hóp en vegna veikinda þinna á meðgöngunni kom það meira í minn hlut, en aldrei slepptir þú af okkur hendinni, þér fannst svo ei'fitt að sitja heima og geta ekki verið með okkur á æfingum. Mikið dáðist ég að dugnaðinum í þér í haust þegar við héldum náttfatapartý fyrir stelpum- ar. Þá bauðst þú þeim öllum 14 heim til þín í gistingu það var allt svo lítið mál hjá þér. Þetta kvöld var alveg yndislegt, við borðuðum pitsu, snakk og nammi eins og við gátum í okkur látið, horfðum á myndbönd og rifjuð- um upp gamlar fimleikasýningar. Og skemmti- og æfingaferðin sem við fórum með stelpumar í síðastliðið sumar, það var nú meira ævintýrið. í þeirri ferð stendur strætóferðin í upphafi ferðar mér efst í minni og það sem við hlógum að þeirri ferð. Þetta var nú bara ein af okkar fjöl- mörgu ferðum saman vegna fim- leikastarfsins. En elsku Kristbjörg ég gæti endalaust skrifað og um leið rifjað upp, en ég verð að fá að geyma og varðveita minningarnar um þig í huga og hjarta mínu. Þín verður sárt saknað. Elsku Ai'nar, dætur og aðrir ætt- ingjar, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Þín starfssystir, Kolbrún Stella Karlsdóttir (Kolla). Við fæðumst inn í líf sem er fullt af ráðgátum. Sumar gátur lífsins ráðum við, eða okkur finnst a.m.k. að við ráðum þær. En þá lífsgátu sem er gáta dauðans getum við ekki sniðgengið og ekki hliðrað okkur hjá henni. Við systkinin nutum þess að fá tækifæri til þess að endurnýja kynni okkar af henni Kristbjörgu þegar við fórum í heimsókn til Eyja til Bjössa bróður síðastliðið vor. Þó að oft liði langur tími milli þess að við hittumst, þá mætti hún okkur ávallt glaðleg í fasi, vingjamleg og hlýleg. Minningin um hana mun lifa í hjörtum okkar. Þegar haustar þegar blómin falla þegar skuggar hylja ljóssins brá nístingsstormar naprir taka að gjalla náköld kylja þekur foldu alla daprast vonir þyngist hugarþrá. Þegar vorar vaknar blómafjöldinn vötn og haga skreyta perlur smá blá og gullin blika uppheimstj öldin blíða sumars heimtar aftur völdin lifna vonir léttir hugans þrá. (Björg Pétursdóttir frá Húsavík.) Við sendum ástvinum Kristbjarg- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Sigtryggur, Silja Huld, Selma og Þórdís. Á lífsleiðinni kynnumst við mörg- um. Sumir hafa lítil áhrif á okkur og við höldum áfram ósnortin. Aðrir skilja eitthvað eftir, gefa okkur eitt- hvað sérstakt sem við varðveitum í hugum okkar. Þannig var Krist- björg. Hún hafði einstaklega vand- aða framkomu og yfirvegun hennar og hlýja gerði það að verkun að öll- um leið vel í návist hennar. Oft fannst manni Kristbjörg eldri en hún var því skoðanir hennar og viðmót báru vott um mikinn per- sónuþroska, og þegar hún talaði þá hlustuðu allir. Nú þegar hátíð ljósanna er liðin, pökkum við skrautinu og dýrðinni niður í kassa og hverdagsleikinn grár og kaldur tekur við. I hjörtum okkar sem þekktum Ki'istbjörgu ríkir sorg. En þar er einnig að finna minningar um góða stúlku, sem stafa frá sér ljósi og hlýju. Við þökkum fyrir þær, þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast einstakri manneskju. Elsku Arnar og dætur, Steina, Þórður og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Bernharð og Soffía. Því er erfitt að trúa að Kristbjörg sé látin og skilja tilganginn með því. Okkur langar að minnast hennar með Ijóði eftir Kristján Jónsson: Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknai- sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt Ijós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín, - ég trúi og huggast læt. Guð gefi Arnari, Berthu Maríu, litla ljósinu, fjölskyldu og vinum styrk í þessari miklu sorg. Minning um góða stúlku mun lifa í hjörtum okkar. Helga Krisljánsdóttir, Ragnhildur Ólafsdóttir. Kristbjörg og íjölskylda hennar hafa verið nágrannar okkar frá árinu 1980. Þegar við flytjum í næsta hús við hana þá er Kristbjörg fimm ára og Þórdís systir hennar þriggja ára, eða jafngömul elstu dóttui' okkar, en yngri dóttir okkar var þá nýfædd. Vora þær systur og dóttir okkar miklar vinkonur. Mjög gaman var þegar þær voru hjá okkur og voru í mömmuleik, en þær voru svo eðlileg- ai'. Þær þurftu að gera allt eins og ég gerði við nýfædda dóttur okkar. Það kom fyrir að þegar ég var að baða nýfædda dóttur okkar og Kristbjörg og Þórdís vora í heimsókn að þær vildu gera eins við dúkkurnar sínar, og fengu þær að baða þær á bað- borðinu. Síðan vildu þær sjálfar fara í bað, og fóru þær þá þrjár, Krist- björg, Þórdís og Dagbjört, allar saman í bað. Það sem þær spjölluðu saman á meðan þær vora í baði var bæði margt og spaugilegt. Á unglingsáranum minnkaði sambandið hjá þeim vinkonum, eins og gengur hjá unglingum, en alltaf hefur verið gott samband á milli þeirra. Árið 1997 byrjaði Kristbjörg að þjálfa yngstu dóttur okkar í fim- leikum, en Ki-istbjörg byrjaði ung að læra fimleika. Það var mjög erfitt þegar ég sagði henni að Ki'ist- björg væri dáin, en hún sagði: „Það getur ekki verið; af hverju?“ Það er ótrúlegt að við eigum ekki eftir að sjá Ki-istbjörgu meir, en vegir guðs eru ói-annsakanlegir, en henni hefur verið ætlað annað en að vera hér á meðal vor. Elsku Steina og Þórður, þið hafið ekki aðeins misst yndislega dóttur, heldur einn ykkar besta vin. Kæra Steina, Þórður, Þórdís, Eyþói', Arn- ar og dætur, við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Fjölskyldan Búhamri 9. Kristbjörg mín, ég trúði því ekki þegar ég heyrði að þú værir farin. Þú fórst svo skyndilega. Það er svo margt sem mig langaði að segja þér en ég kem því ekki frá mér. Ég veit þú átt ekki afturkvæmt en vona að þú fáir kveðjuna frá mér. Ég vil þakka þér allar okkar sam- verustundir, t.d. man ég svo vel eft- ir öllum keppnisferðalögunum sem við fórum í vegna fimleikanna. Þar var alltaf svo mikið fjör og í hverri ferð gerðist eitthvað hlægilegt sem við hlógum svo að lengi á eftir. Það sem ég tók þátt í með þér varð af sjálfu sér skemmtilegt. Þú varst alltaf svo jákvæð og fannst allt svo auðvelt. Þegar mig vantaði aðstoð við þjálfunina var ekkert mál að tala við þig. Takk fyrir alla hjálpina. Ég mun sakna þín. Þú verður alltaf í huga mér. Þegar ég kveð þig nú vil ég votta fjölskyldu þinni og vinum samúð mína. Þú varst öllum svo kær. Heiðrún Björk. Með söknuði og sáram trega kveðjum við kæi'a vinkonu og bekkjarsystur, Kristbjörgu Odd- nýju Þórðardóttur. f minningunni geymum við ’góðu stundirnar sem við áttum saman í Hamarsskóla ár- in 1982-1991. Þar kynntumst við góðri stúlku sem ávallt var sam- viskusöm, einlæg og trygg. Skólinn naut góðs af þessum eiginleikum hennar er hún kom þangað til starfa fyrir fáum áram, samstarfsfólki og gömlum kennuram sínum til mikill- ar ánægju. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um fóla kinn þín minning björt. (Ingibj. Haraldsd.) Við sendum Arnari, litlu dætrun- um, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum innilegustu samúð- arkveðjur. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og sökn- uði og blessa allar fallegu minning- arnar um góða stúlku. Þóra Guðniundsdóttir og bekkjarsystkini Hamarsskóla. Eg veit um lind sem ljóðar svo ljúft að raunir sofna, um lyf sem læknar sárin og lætur sviðann dofna. Um lítið blóm sem brosir svo blítt að allir gleðjast. Um rödd sem vekur vonir, þá vinir daprir kveðjast. Það allt sem hef ég talið, er eitt og sama: bamið, sú guðsmynd björt er gæfan og græðir jafnvel hjarnið. Á meðan lífið lifir það ljós mun aldrei deyja. Og mannsins björg og blessun er barnsins stjörnu að eygja. (Hulda.) Elsku Ai-nar, dætur og aðrir ást- vinir, ég sendi ykkur hugheilar samúðarkveðjur og bið Guð að gefa ykkur styrk á þessari sorgar- stundu. Ágústa Dröfn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, SIGÞÓR BJARNASON frá Tunghaga, Völlum, sem lést föstudaginn 8. janúar si., verður jarðsunginn frá Vallaneskirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.00. Þuríður Jónsdóttir, Sigurður Sígþórsson, barnabörn og barnabarnabörn + Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ARNFRÍÐAR VÍGLUNDSDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Blómsturvölum. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeiidar Kristnesspítala fyrir góða umönnun og hlýju. Stefán Þorsteinsson, Víglundur Þorsteinsson, Haukur Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Páll Þorsteinsson, Ásta Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Grétar Óli Sveinbjörnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Anna Björnsdóttir, Kristjana Skarphéðinsdóttir, Aðalheiður Gísladóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.