Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 61 FRÉTTIR GEIR Sverrisson og' Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, íþróttamenn ársins í Kópavogi 1998. fþróttafólk heiðrað í Kópavogi Stuðningur ríkis- stjórnar við hand- verk samþykktur RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt tillögur forsætisráðherra um aðgerðir til að styðja við þá ein- staklinga og félagssamtök, sem leggja stund á handverksgreinar. Þar er gert ráð fyrir að verkefni, sem rekið hefur verið undir nafn- inu Handverk og hönnun undan- farin ár, verði haldið áfram og veittar til þess 13 m.kr. á ári frá forsætisráðuneyti, félagsmálaráðu- neyti og Framleiðnisjóði landbún- aðarins. Þeir aðilar tilnefni jafn- framt fulltrúa í stjóm verkefnisins en 15 manna fagráð tryggi fagleg sjónarmið í stefnumótun. Markmið starfsemi Handverks og hönnunar verði að stuðla að vexti handverks, bættri menntun og þekkingu handverksfólks og efl- ingu gæðavitundar í gi-eininni. Til að ná markmiðunum mun verkefn- ið veita þjónustu um land allt þar sem lögð verður stund á ráðgjöf, söfnun og dreifingu þekkingar, auk þess sem þarna verður vettvangur þróunar í íslensku handverki. I stefnumörkun ríkisstjórnarinn- ar fyi'ii' handverk er einnig stefnt að því að fjögurra ára áætlun verði gerð um fjárhagslegan stuðning stjómvalda við verkefnið. Jafn- framt verði komið á skipulögðu námi fyrir starfandi handverksfólk. Einnig þurfí að draga úr mismun á álagningu virðisaukaskatts milli listamanna og handverksfólks ann- ars vegar og milli bændafólks og þéttbýlisbúa sem stunda handverk hins vegar. Þá er stefnt að auknum stuðningi við starfsemi Heimilis- iðnaðarfélags Islands og verði fé- laginu falið að standa fyrir átaki í ráðgjöf um þjóðbúninga í þeim til- gangi að fleiri skarti þjóðbúningi árið 2000 en annars. Athugasemd frá Verkamanna- félaginu Hlíf VEGNA athugasemdar frá ÍSAL í Morgunblaðinu 13. janúar sl. vill Verkamannafélagið Hlíf taka eftir- farandi fram: „í athugasemd ÍSAL segir: „Skautleifar frá ISAL era endur- nýttar. Meginhlutinn er sendur til endurvinnslu, þ.e. til gerðar nýiTa skauta hjá skautaverksmiðju Aluchemie í Rotterdam og ákveðin kornastærð, sem hentar Sements- verksmiðjunni á Akranesi er end- urnýtt þar.“ Fomáðamenn ÍSAL gleymdu að minnast á að bróðurparturinn af því efni sem þeir segja að sé endur- nýttur í Sementsverksmiðjunni er nýttur til framleiðslu u.þ.b. 3000 tonna af kragasalla sem notaður er til þess að verja tinda skautgafla sem skautin hanga á í keranum. Um 30% af sallanum er tjara. Þessi salli, framleiðsla hans og ryk frá skautleifum hefur verið umkvört- unarefni starfsmanna í skautsmiðju ISAL í áraraðir, þó ekki hafi verið kvartað yfír því í fjölmiðlum. Sementsverksmiðjan fær aðeins brot af þessum kola- salla. I áratugi hafa Hlíf og tránaðar- menn félagsins ítrekað óskað eftir að aðbúnaðar- og mengunarmál í skautsmiðju verði leyst. Ryk- hreinsikerfíð í skautsmiðju sér ekki um að halda skautsmiðjunni hreinni eins og að er látið liggja í athugasemd ISAL. Mengunarmæl- ingar hafa sýnt að það era staðir í skautsmiðju þar sem mengun er við og yfír hættumörkum. Um leið og Hlíf krefst þess að mengunarmálum í skautsmiðju verði komið í eðlilegt og mann- sæmandi horf þá varar félagið for- ráðamenn ISAL við að vera með blekkingarleiki í aðbúnaðarmálum verkafólks." Athugasemd frá Þórólfi Gíslasyni Fyrirlestur um kvóta- kerfið HANNES Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor í stjómmálafræði, heldur fyrirlestur í boði Hollvina- samtaka Háskóla íslands laugar- daginn 16. janúar nk. í Gyllta saln- um á Hótel Borg og hefst hann kl. 15. Fyrirlesturinn nefnist „Fiskur, eignir og réttlæti". „Þar mun Hannes Hólmsteinn fyrst ræða um og svara gagnrýni Þorsteins Gylfasonar heimspeki- prófessors á kenningar lagapró- fessoranna Sigurðar Líndals og Þorgeirs Orlygssonar um eðli veiðiheimilda og túlkun þjóðar- eignarákvæðis laga um stjórn fisk- veiða. Kenningarnar hefur Þor- steinn sett fram í bókinni Réttlæti og ranglæti. Sérstaklega verður rætt um þá spurningu, hvort upp- hafleg úthlutun veiðiheimilda hafí verið ranglát, eins og Þorsteinn heldur fram. Síðan mun Hannes Hólmsteinn ræða nýgenginn dóm Hæstaréttar um að úthlutun veiðileyfa stríði gegn jafnræðisreglu og atvinnu- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Að fyrirlestrinum loknum verða fyrirspurnir og umræður," segir í fréttatilkynningu. Skólaakstur í samræmi við úrskurð SKÓLAAKSTUR með nemendur frá Hvolsvelli og Hellu til Selfoss hófst að nýju eftir áramót í sam- ræmi við úrskurð Samkeppnisráðs. Ráðið úrskurðaði á þá leið að fyrir- tækinu Austurleið væri óheimilt að misnota markaðsráðandi stöðu sína með þeim hætti að breyta áætlun sinni. Þá fengu nemendur kost á afsláttarfargjöldum á þessari leið. Austurleið hafði annast þennan akstur um fjórtán ára skeið en varð undir í útboði um þennan akstur til þriggja ára. Bergur Sveinbjöms- son, sem varð hlutskarpastur í út- boðinu, kærði háttsemi Austurleiða til Samkeppnisráðs seinasta haust, og kveðst hafa verið mjög sáttur við úrskurð ráðsins. „Austurleið hefur fylgt úrskurð- inum eins og eðlilegt er og í stað þess að aka með skólabömin ekur fyrirtækið samkvæmt fyi'ri áætlun klukkan níu á morgnana. Það er gott að yfirvöld samkeppnismála halda hlutunum í réttu horfi,“ segir Bergur. Um 74 nemendur fara frá Hvols- velli og Hellu til Selfoss á morgn- ana og aftur til baka síðdegis. Norðurland vestra Prófkjör Samfylkingar SAMFYLKINGIN á Norðurlandi vestra hefur ákveðið að efna til prófkjörs vegna framboðs til al- þingiskosninga 8. maí nk. Prófkjörið er opið öllum og fer fram 6. febrúar. Framboðsfrestur rennur út 20. janúar. Alþýðubandalag og Alþýðuflokk- ur á Norðurlandi vestra. Steindór Haraldsson JÓHANNA Rósa Ágústsdóttir, Gerplu, og Geir Sverrisson, Breiða- bliki, voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs 1998. Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, Gerplu, er þolfimikona. Hún hefur stundað fímleika hátt í tvo áratugi. Fyi'st í áhaldaleikfimi og síðar í trompfímleikum þar sem hún varð margfaldur Islandsmeistari. Hún hefur í þrígang orðið íslandsmeist- ari í þolfimihóp Gerplu en á árinu varð hún íslands- og bikarmeistari í þolfimi einstaklinga. Á heims- meistaramótinu í þolfimi náði hún ágætisárangri. Geir Sverrisson er frjálsíþrótta- maður úr Breiðabliki. Geir er einn Prdfkjör Samfylkingar á Reykjanesi Framboðs- frestur rennur út á morgun FRESTUR til að tilkynna þátttöku í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi rennur út á morgun. Þríi' stefna á fyrsta sæti listans, en það eru al- þingismennirnir Ágúst Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Þeir sem hafa tilkynnt þátttöku í prófkjörinu fyrir hönd Alþýðubanda- lagsins eru Lúðvík Geirsson, blaða- maður og bæjarfulltrái, Sigiíður Jó- hannesdóttir alþingismaður og Val- þór Hlöðversson, blaðamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi. Sigríðui' og Valþór segjast stefna á 2. sæti listans, en Lúðvík segist tilbúinn til að taka hvaða sæti sem er á listan- um. Þá hafa Jón Gunnarsson, fyrrver- andi varaþingmaður Alþýðuflokks- ins, og Valdimar L. Friðriksson, fiskeldis- og stjórnmálafræðingur, lýst yfir þátttöku í prófkjörinu. Nýtt nafn sveitarfélags tilkynnt í dag TALNINGU atkvæða í atkvæða- greiðslu um nýtt nafn sveitarfélags- ins Húnaþings, sameinaðra sveitar- félaga Húnavatnssýslu, er lokið og besti spretthlaupari landsins. Hann varð bikarmeistari með Breiðabliki á 2. deildinni í frjálsum og Islands- meistari fatlaðra í 6 greinum á ár- inu. Stærsta afrek Geirs á þessu ári vann hann á heimsmeistaramóti fatlaðra í Birmingham í sumar. Þar sigraði hann í 100 og 200 m hlaupi og varð þriðji í 400 m. Iþróttakona og íþróttakarl Kópa- vogs fengu að launum veglega far- andbikara sem og eignarbikara. Þá afhenti Sigurður Geirdal bæjar- stjóri þeim ávísun frá bæjarstjórn Kópavogs í þakklætis- og viður- kenningarskyni fyrir framlag þeirra til íþróttanna í Kópavogi á árinu. verður nýja nafnið tilkynnt á fundi sveitarstjórnar í dag kl. 16. Kosning fór fram dagana 4.-12. janúai- og kusu alls 231 einstaklingur úr sýslunni, en kosningarétt höfðu allir 16 ára og eldri. Kosið var um þrjú nöfn, Vestur-Húnabyggð, Húna- þing vestra og Vestur-Húnaþing. Valt út í skurð BÍLVELTA varð rétt norðan við Borgarnes í gær við golfVöllinn Hamar klukkan 16. Ökumaðurinn missti vald á fjórhjóladrifinni fólks- bifreið sinni í hálku og velti henni út af veginum og hafnaði á þakinu ofan í skurði. Ökumann sakaði ekki en bifreiðin skemmdist töluvert. Mirabelle opinn íjanúar VEGNA fréttar í Morgunblað- inu í gær hafa eigendur veit- ingastaðarins Mirabelle, Anna María Pitt og Elvar Aðalsteins- son, óskað eftir því við Morgun- blaðið að því verði komið á ft'amfæri að tæki og búnaður veitingastaðarins Mirabelle, ásamt nafni staðarins, verði áfram í eigu þeirra. Eigendur Grand rokk eignist aðeins leigu- samning hússins sem veitinga- staðurinn hefur verið í frá því í mars í fyrra. Mirabelle verði op- inn áfram í janúar, en allt sé óráðið um framhaldið að því loknu. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra á Sauð- árkróki, vegna gi-einar sem birtist í blaðinu í gær um prófkjör fram- sóknarmanna á Norðurlandi vestra: „Ég undrast skrif Morgunblaðs- ins þar sem blaðið gerir mér upp skoðun varðandi prófkjör fram- sóknarmanna á Norðurlandi vestra, sérstaklega hvað varðar stuðning við ákveðinn frambjóð- anda í 2. sæti á listanum. Undirrit- aður hefur ekki skrifað upp á stuðning eða á nokkurn hátt gefið til kynna stuðning við nokkurn frambjóðanda í 2. sæti listans, hvorki Áma Gunnarsson, Elínu Líndal né Herdísi Sæmundardótt- ur. Hitt ætti öllum að vera ljóst, að Kaupfélag Skagfirðinga tekur á engan hátt þátt í þessu prófkjöri frekar en öðrum. Starfsmönnum þess er að sjálfsögðu frjálst að hafa pólitískar skoðanir, bæði hvað- varðar flokka og persónur. Mér þykir miður að Morgunblað- ið, sem vandaður fréttamiðill, skuli leyfa sér að birta frétt varðandi persónulegar skoðanir mínar án þess að gera minnstu tilraun til þess að hafa samband við mig, hvað þá annað.“ ÁHUGAFÖLK um skilvirkari heilbrigðisstefnu: Nlunið IAN0SÞINGIÐ 23. - 24. jan. að Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin). Viðboðum breytingar FRJALSt )I 0KKURINN Hlíðasmári 10, 200 Kópavogur. Sími 564-6050. Fax 564-2090. Netfang: frjalslyndiflokkurinn@centrum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.