Morgunblaðið - 14.01.1999, Side 62

Morgunblaðið - 14.01.1999, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • • Varaformaður Or- yrkj abandalagsins beðmn um Frá Krístjáni Benediktssyni: í JÓLAHROTUNNI á Alþingi varð að lögum fi-umvarp um breyt- ingar á lögum um almannatrygg- ingar m.a. að því er varðar elli- og örorkulífeyri. Skömmu áður hafði heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, efnt til blaðamanna- fundar þar sem hún gerði grein fyrir efni frumvarpsins. Kom þar m.a. fram í máli hennar að draga ætti verulega úr skerðingarákvæð- um vegna tekna maka. I þessum stutta pistli verður ekki fjallað um inntak þessara breytinga, þar er vissulega margt til bóta þótt meira hefði sjálfsagt mátt gera. Hins vegar vil ég víkja að viðtali sem Sjónvarpið átti við varafor- mann Óryrkjabandalagsins, Garð- ar Sverrisson, efth- umræddan blaðamannafund og valdið hefur mér nokkurri umhugsun síðustu daga. Þar fullyrti hann með nokkrum þjósti að ráðherrann hefði svikið loforð um að afnema skerðinguna með öllu nú þegar. Þessi yfirlýsing kom mér vissulega á óvart þar sem ég hafði oftar en einu sinni heyrt ráðherrann greina frá því í fjölmiðlum fyiT í vetur að ætlunin væri að stíga verulegt skref til að draga úr skerðing- arákvæðum þeim sem væru í nú- gildandi lögum og hefðu verið þar lengi. Nú held ég að engum blandist hugur um að með nýju lögunum var stigið verulegt skref til að af- skýnngar nema hjá öryrkjum skerðingu vegna tekna maka. Að því leyti er afgreiðsla þessa máls í samræmi við það sem ráðherrann hefur sagt opinberlega áður. Hvað varaformaðurinn hefur fyrir sér um svik veit ég að sjálfsögðu ekki en vildi gjarnan vita. Það hefur til þessa þótt dálítið svæsið að kalla einhvern svikara ekki síst þegar slíku er varpað út á öldur ljósvakans til landsmanna. Það er því ekkert óeðlilegt þótt þess sé farið á leit að sá sem viðhefur slíkt orðbragð finni orðum sínum stað eða dragi orð sín til baka ella. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, hefur að mínum dómi verið fremur spör á yfirlýsingar og loforð á opinþerum vettvangi en kappkostað að standa við það sem hún hefur sagt. Eg held líka að hún sé þeirrar gerðar að standa við það sem hún lofar. Mér yrðu það því mikil vonbrigði ef annað kæmi í ljós. Til þeirra sem taka að sér for- ystu fyrir almannasamtök og tjá sig í nafni þeirra verður að gera þá kröfu að þeir gæti hófs í málflutn- ingi og finni orðum sínum stað. Því væri mér þökk í því ef varaformað- ur Öyrkjabandalagsins greindi frá því opinberlega hvar og hvenær heilbrigðisráðherra gaf það loforð sem hann segir að nú hafí verið svikið. KRISTJÁN BENEDIKTSSON, Eikjuvogi 4, Reykjavík. Kenningar R. Dworkins og íslenskir dómstólar Frá Halldóri Bjarnasyni: ÉG VIL þakka Hreini Loftssyni lögmanni fyrir greinar hans þrjár um lögfræðileg málefni sem hann reifar í Morgunblaðinu 22.-24. des- ember. Hann minnist þai- á margt fróðlegt og þar á meðal á sumar af kenningum Ronalds Dworkins á sviði lögfræði og eru þær áhuga- verðar því þær koma koma mjög við mál sem hafa verið umdeild meðal lögfræðinga og fleiri á Is- landi. Samkvæmt því sem Hreinn segir álítur Dworkin að þegar gild- ar lagareglur þrjóti þá verði dómarar að byggja dóma sína á því sem Hreinn nefnir í þýðingu sinni stefnumið og meginreglur. Það sem er athyglisvert er að sam- kvæmt Dworkin ber að gefa meg- inreglum, eins og t.d. einstaklings- frelsi, meira vægi en stefnumiðum, eins og t.d. hagstjómarmarkmið- um ríkisstjómar. Éins og alkunn- ugt er hefur framkvæmdavaldið á Islandi og jafnvel dómsvaldið hneigst til að veita stefnumiðum forgang á kostnað meginreglna, enda virtir lögfræðingar fært vörn fyrir því. Standist rök Dworkins hnekkja þau þessari áherslu á stefnumið og nýlegur hæstaréttar- dómur í kvótamáli Valdimars Jóhannessonar er reyndar í sam- ræmi við skoðun Dworkins. Það er því í hæsta máta mikilvægt að for- dómalaus og upplýst umræða fari fram um þessa skoðun sem Dwork- in heldur fram, ekki aðeins meðal lögfræðinga heldur einnig ann- arra, því hér er ekki um lagakróka að ræða sem lögfræðingar séu ein- ir bærir um að fjalla heldur gmnd- vallaratriði lýðræðisskipunar sem kemur öllum hugsandi mönnum við. Skoðun Dworkins er einmitt að meginreglur hvíli m.a. á siðferð- is- og réttlætisviðhorfum og þar sem þau eru að sjálfsögðu ekkert einkamál lögfræðinga þá verða hugmyndir um þessi efni ekki skýrðar eða ræddar til hlítar nema með rækilegri umræðu almenn- ings og fræðimanna líka. I þessu efni er um mikla pólitíska og efna- hagslega hagsmuni að tefla á ís- landi og brýnt að loka ekki um- ræðuna inni í dægurþrasi og hags- munapoti stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. HALLDÓR BJARNASON, Fannafold 189, Rvk. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.