Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 64

Morgunblaðið - 14.01.1999, Page 64
34 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frá vísindum til verðbréfa VERSLUNARRÁÐ íslands, Rannsóknarráð Islands, Aflvaki hf., Verðbréfaþing íslands, Eignarhalds- félagið Alþýðubankinn hf., Kaupþing hf., Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið efna til ráðstefnu um fjármögnun nýsköpunar á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 15. janúar milli kl. 13.30 og 16.10. Dagskráin verður svohljóðandi: Kl. 14: Opinbert umhverfi áhættu- fjármögnunar, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kl. 14.10: Hlutabréfamarkaður fyi'ir áhættufé í Bandaríkjunum, á alþjóðavettvangi og NASDAQ hluta- bréfamarkaðurinn, Alfred R. Berkel- ey, forstjóri NASDAQ, kl. 15.10: Samspil rannsókna og þróunar og tækifæra áhættufjárfesta, Vilhjálm- ur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands, kl. 15.20: Stofnun nýsköpunarfyrirtækja og fjármögnun á fyrri stigum, Páll Kf'. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýskögunarsjóðs atvinnulífsins, kl. 15.30: Áhættufjárfestingar á Islandi, Gylfi Ambjörnsson, framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélagins Alþýðu- bankans hf., ki. 15.40: Ráðgjöf við undirbúning skráningar á verðbréfa- markað, Jóhann Viðar Ivarsson, deildarstjóri Kaupþings hf., kl. 15.50: Islenskur verðbréfamarkaður, Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaþings íslands, og kl. 16: Niðurstöður umræðu í ljósi stöðu og þróunar á Islandi, Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Verslunai'- ráðs Islands og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ráðstefnan hefst kl. 13.30. Þátt- tökugjald er 3.000 kr. Mótmæla hækkun á gjaldskrá EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á fundi stjómar og fulltrúaráðs Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar: „Fundur stjórnar og fulltrúaráðs Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, haldinn 11. janúar 1999 á Grettisgötu 89, mótmælir þeim gjaidskrárhækkunum sem orðið hafa undanfarið hjá Reykjavíkur- borg og öðrum sveitarfélögum í landinu. Gjaldskrárhækkanir þess- ar bitna á öllum fjölskyldum og hafa þegar étið upp þær launa- hækkanir sem almennt launafólk fékk um áramótin. Þá er Ijóst að þær hækkanir sem orðið hafa að undanfórnu bitna einkum á þeim sem síst skyldi, bamafjölskyldum og öldraðum. Lækkun fasteigna- skatts á móti nýju sorphirðugjaldi kemur stóreignafólki vel, því sorp- hirðugjaldið leggst jafnt á alla en fasteignaskatturinn eftir stærð eigna. Rök sveitarstjómarmanna fyrir þessum hækkunum hafa m.a. verið þau að launahækkanir kalli á aukin og ný þjónustugjöld og hærri gjaldskrár. Þessu mótmælir Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar og telur að með þessari rökfærslu sé verið að hafa í hótun- um við launafólk svo það haldi sig á mottunni þegar kemur að mótun kröfugerða vegna kjarasamninga á næsta ári.“ Námskeið Biblíuskólans TVÖ námskeið hefjast á næstunni á vegum Biblíuskólans við Holta- veg. Svokallað Alfa-námskeið og námskeið um kristna siðfræði í ljósi boðorðanna. Alfa-námskeið verður haldið í Loftstofunni í Austurstræti 20 og byrjar 19. janúar og verður til 16. mars á þriðjudögum einu sinni í viku. Fjallað verður um lykilatriði kristinnar trúar, reynt að svara spurningum þátttakenda og einnig hópumræður. Sameiginlegar máltíðir og umræðuhópar efla kynni og samskipti. Leiðbeinandi er sr. Kjartan Jónsson. Nám- skeiðsgjald er 3.900 kr., sem er kostnaður fyrir mat og námshefti. Á námskeiðum um Kristna siðfræði í ljósi boðorðanna verður lögð áhersla á umfjöllun um frelsi, synd, sannleikann og virðingu fyrir lífinu, einkum í ljósi 1. og 6. boðorðsins. Leiðbeinandi er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðs- prestur í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Kennt verður á miðvikudögum kl. 20-22 frá 20. janúar til 10. febrúar, samtals 4 skipti. Námskeiðsgjald er 2.000 kr. Ættfræðinám- skeið að hefjast ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN er að byrja með ný ættfræðinámskeið og er kennt að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, en þangað fluttist fyr- irtækið sl. haust með aðstöðu til rannsókna og kennslu og sérhæfða bóksölu í ættfræði. Boðið er upp á grannnámskeið fyrir byrjendur og framhaldsnám- skeið fyrir lengra komna. Á nám- skeiðunum læra menn til verka við ættarrannsóknir, fræðast um ætt- fræðiheimildir, leitaraðferðir og úrvinnslu í ættarskrám af ýmsu tagi. Auk þjálfunar í vinnubrögðum fá þátttakendur gott svigrúm til að rekja eigin ættir með notkun fram- heimilda og prentaðra bóka, segir í fréttatilkynningu. Leiðbeinandi er sem fyrr Jón Valur Jensson, guðfræðingur. Inn- ritun stendur yfir. BRIDSSKÓLINN Námskeið á vorönn hefjast í nœstu viku Framhald: Hefst þriðjudaginn 19. janúar og stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld frá kl. 19.30-23.00. Byrjendur: Hefst nk. fimmtudag, 21. janúar og stendur yfir í 10 fimmtudagskvöld, frá kl. 20.00-23.00. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 daglega. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Myndir eftir Sölva Helgason TIL eru myndir eftir Sölva Helgason hjá mörgum ein- staklingum víða um land. Af skiljanlegum ástæðum er ekki jafn auðvelt að vita hvar þær era niðurkomnar og ef um opinbera aðila væri að ræða (t.d. Þjóðminjasafn íslands). Á þessu ári er fyrirhuguð út- gáfa á bók um myndlist Sölva Helgasonar. Væri æskilegt að allir einkaaðil- ar, sem eiga myndverk eft- ii- Sölva, snéra sér til væntanlegs útgefanda: Ólafur Jónsson, pósthólf 7077, 127 Reykjavík, eða hafa samband við hann í síma 895 9852. Beðið er um nafn, heimilisfang og síma viðkomandi og lýsingu á myndverki (helst ljósrit). Góðar greinar í Morgunblaðinu MIG langar til að benda fólki á að lesa Viðhorfs- greinarnar sem birtast í Moi’gunblaðinu, t.d. grein Ásgeirs Sverrissonar 8. janúar. Kristján G. Am- grímsson færir rök fyrir því sem hann er að fjalla um, hvort sem það era skólamál eða heflbrigðis- mál, það mætti heyrast víðar svoleiðis. Þetta era almennt athyglisverðar og vel skrifaðar greinar. Svo er greinaflokkur sem Súsanna Svavarsdóttir er að byrja með, Foreldrar og börn, mér líst mjög vel á hann. Svo er ég almennt mjög ánægð með blaðið, skemmtfleg viðtöl, fjöl- breytt og skemmtilegt blað. Ánægður lesandi. Um mína sólóplötu, Insol FLESTIR tónlistargagn- íýnendur eru á því að mik- fl lægð sé yfir íslenskum hljómplötumarkaði og tón- listarlífinu yfirleitt, það er langt frá því að einhvers konar bylting hafi orðið í íslensku tónlistarlífí á und- anförnum árum, í líkingu við t.d. rokkbyltinguna, hippabyltinguna eða pönk- byltinguna. En sum verk geta brotið upp tímann, þótt þau séu hunsuð. Ég tel að góð tónlist sé ekki endflega byltingartónlist, eitthvað sem er efst á baugi eða frumlegt, heldur eitthvað sem stenst tímans tönn og hefur um leið eitt- hvað að segja samtiman- um, og öllum tímum. Þegar ég gaf út fyrstu plötuna mína fyrir síðustu jól var takmark mitt að skapa eyrnakonfekt, tón- list sem lifir af eigin rammleik. Hún er tflvalin í útvarpsþætti, rómantíska sem og kröftuga. Hún er tilvalin fyrir fólk sem vill skynja töfra tónlistarinnar í öllum sínum styrk, heima eða annars staðar. Þetta er sameiningarplata, hún er jafnvel hentug fyrir al- heimsmarkað, enda er hún á ensku. Hvaða hagsmunum þjóna fjölmiðlamenn sem auglýsa sömu listamennina ár eftir ár á kostnað hinna litt þekktari? Eru þeir ekki að viðhalda stöðnun- inni sjálfir? Ingólfur Sigurðsson, Digranesheiði 8. Frá Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur ÞÖKKUM af alhug allar styrkveitingar til Mæðra- styrksnefndar. Með ykkar hjálp gerðuð þið okkur kleift að veita um 1100 ein- staklingum og fjölskyldum aðstoð fyidr síðustu jól. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Njálsgötu 3, Reykjavík. Tapað/fundið Glötuð föt á Skuggabarnum SKUGGABARINN, Póst- hússtræti 11, hefur síðast- liðið ár fatað sig vel upp af viðskiptavinum sínum. I dag, fimmtudag, milli kl 14-18 gefst viðskiptavin- um kostur á að koma á Skuggabarinn og athuga hvort glötuð flík sé þar. Þær flíkur sem ekki kom- ast til skfla verða sendar tfl Rauða krossins. Hagkaupspoki týndist HAGKAUPSPOKI með nýjum fótum týndist annaðhvort á leið á stræt- isvagnastöðina á Miklu- brautinni eða í leið 111 á leið inn í Mjódd. Skflvís finnandi hafi samband í sima 557 3331. Dýrahald Stórt kanínubúr fæst gefins STÓRT kanínubúr fæst gefins. Upplýsingar í síma 554 1060. Tveir kettlingar fást gefins TVEIR 5 vikna kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 568 2049. SKAK Ilmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á hinu árlega nýjársskákmóti í Hastings í Englandi. Ivan Sokolov (2.620), Bosníu, hafði hvitt og átti leik gegn Englend- ingnum Jim Plaskett (2.455). 25. Dg5! - Bxel (Eða 25. - Rc4 26. Dh6 - gxhó 27. Rg5 og vinn- ur) 26. De5+ - Hf6 27. Rexf6 - Rc4 28. Dxel - gxh5 29. Bd7 og Plaskett gafst upp. Úrslitin í Hastings að þessu sinni urðu: 1. Ivan Sokolov 7 v. af 9 möguleg- um, 2.-6. Speelman, Emms og Sadler, Englandi, Ponomaiev, Úkraínu og Shipov, Rússlandi 5 v., 7.-9. Mfles og Plaskett, Englandi og Fressinet, Frakklandi S'Æ v., 10. Saltajev, Ús- bekistan 214 v. HVÍTUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI Br hann nú oJéur kotninn mtb éa/báiancLi Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja brá sér á skíði í upphafi skíðatíðar í Bláfjöllum. Fólk hafði tekið vel við sér og var greinilega orðið óþreyjufullt að komast á skíði og fá svalt og frískt fjallaloftið í lung- un eða svo hélt kunninginn. Skólafólk var í jólafríi þessa daga og leyndi sér ekki að fréttir af óvæntri opnun skíðasvæðisins féllu í góðan jarðveg hjá börnum og unglingum, sem voru í áberandi meirihluta með skíði sín og snjóbretti. Það sem vakti hins vegar óhug kunningjans voru reykingar ung- linganna við lyftuhús, framan við veitingaskálann og jafnvel í lyftun- um. Piltar, rjóðir í kinnum og ekki sprottin grön, og stúlkur á svipuðu reki vora sífellt að kveikja sér í vindlingum svo stöðug reykinga- lykt var í loftinu þá þrjá tíma sem maðurinn var á skíðum. Síðan var stubbunum hent í snjóinn og ekki hugsað um það meir. Kunninginn hugsaði með sér að mikið hlyti krökkunum að þykja það gott að geta verið í friði frá umvöndunum hinna eldri og reykt áhyggjulaust við þessa fínu íþróttaiðkun sem skíða- og snjóbrettamennskan er. Næði hann augnsambandi við reykinga- fólkið leit það flóttalega undan eins og það skammaðist sín fyrir að blanda saman íþróttum og reykingum. Margir voru örugglega nýbyrj- aðir að reykja og ákvað kunning- inn, að næst þegar hann sæi ung- lingana í Bláfjöllum reykja, ætlaði hann að athuga hvernig þeir brygðust við ef hann spyrði einhvern þeirra nokkurra spurn- inga um reykingarnar í biðröðinni eftir stólalyftunni. Sumir kalla slíkt nöldur en eigi að síður ætlar maðurinn að ræða við nokkra ósjálfráða reykingamenn næst þegar hann fer á skíði og muna svörin. EKKI er skrifari þeirrar skoðunar að óspektirnar í Hagaskóla séu einangrað fyrir- bæri og aðeins að finna í þeim skóla. Ostýrilátan hóp nemenda er ábyggilega að finna í öllum skólum þar sem nokkrir baldnir strákar fara fremstir í flokki. Oft áður hefur skrifari hejrrt talað um kínverja og flugelda í öðrum skól- um þó ekki hafi verið um jafn al- varlega atburði að ræða og í Hagaskóla. Þar hafa atburðir hins vegar farið úr böndum að undan- förnu og það er beinlínis skylda foreldra, kennara og nemenda að taka höndum saman til að koma í veg fyrir frekara tjón á starfi og orðstír þessa merka skóla. Það er þó ekki nóg að einblína á Haga- skólann. Skólafólk og foreldrar al- mennt þurfa að líta á atburði síð- ustu vikna sem víti til varnaðar og kannski að líta sér nær en gert hefur verið. Agaleysi er alltof víða í skólakerfinu og annars staðar í samfélaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.