Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 68
68 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Eurovision hefst í Jerúsalem 29. maí Selma keppir fyrir Islands hönd SELMA Björnsdóttir hefur ver- ið fengin til þess að syngja fyrir Islands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Selma söng sem kunnugt er aðalhlutverkið í söngleiknum Grease í Borgar- leikhúsinu í fyrra. Hún vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem lagið hefur enn ekki verið samið og ekki hefur verið ákveðið hver verða henni til fulltingis í keppninni. Þorvaldur B. Þorvaldsson mun semja lagið ásamt Selmu. Þau gerðu sem kunnugt er tónlistina við síðustu kvikmynd Hilmars Oddssonar, Sporlaust, og hafa haldið samstarfinu áfram eftir það. „Við höfum verið að semja fleiri lög en það er ekki komið á neitt stig,“ segh- hún. Eurovision fer fram í Jerúsal- em í Israel 29. í maí en þaðan - var söngkonan Dana International sem vann keppn- ina í fyrra. „Við hefjumst handa strax á morgun enda verður lagið að vera tilbúið 15. mars. Þá verður það sent, út,“ segir Selma. En er hún með fleiri járn í eldinum? „Það er mest lítið,“ svarar hún. „Ég er danshöfund- ur fyrir Nemendamótið í Versl- unarskólanum en annars fer ég bara á fullt í þetta verkefni. Ætli það verði ekki ærin vinna.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg SELMA Björnsdöttir keppir fyrir Islands hönd í Eurovision. ' * ' ■ DANA syngur sigurlagið í Eurovision 1998, IHVIMliITS hefst í *í; Allt að 70% Bolirfrákr. 990 Buxur frá kr. 3.500 Skór á allt að 50% afslœtti Herrapeysur frá kr. 1.900 Dömupeysur, skyrtur og buxur frá kr. 1.900 Úlpur frá kr. 3.900 NYTT KORTATIMABIL Kringlunni, sími 533 1718 WHOOPI með tveimur öðrum gamanleikurum, Billy Crystal og Robin Williams. Whoopi kynnir Oskarsverðlaunin OG VINNINGSHAFINN er... Whoopi Goldberg. Nú þegar ekki er enn búið að birta tilnefningar til Oskai’sverðlaunanna er gamanleik- konan Whoopi Goldberg þó komin með sinn vinning, en síðasta þriðju- dag var hún valin sem kynnir há- tíðarinnar 1999. Þetta er í þriðja skipti sem Whoopi Goldberg kynnir hátíðina og sagði hún í samtali við fjölmiðla vestanhafs að hún væri himinlifandi yfir starfanum. „Hver hefði trúað að ég myndi styðja Oskarsverð- launahátíðina inn í nýja öld,“ sagði leikkonan brosmilda, en ekki er víst að allir séu henni sammála um ald- arlokin, en það er önnur saga. Whoopi, sem vann Oskarsverð- laun sem besta leikkona í aukahlut- verki árið 1991 fyrir hlutverk sitt í „Ghost“, stjórnaði verðlaunaaf- hendingunni í fyrsta skipti árið 1994 og síðan aftur árið 1996, og fyrir frammistöðuna fékk hún til- nefningar til Emmy-sjónvarps- verðlaunanna. Oskarsverðlaunahátíðin verður haldin 21 mars í Dorothy Chandler Pavilion í Los Angeles og verður henni sjónvarpað beint á ABC sjónvarpsstöðinni. Gil Gates, framleiðandi verð- launahátíðarinnar, sagðist mjög ánægður með valið á Whoopi. „Hún er ótrúleg. Þegar ég bað hana um að kynna Oskarsverðlaun- in í fyi-sta skipti heillaði hún áhorf- endur upp úr skónum með skemmtilegri framkomu og góðum bröndurum... Frábærir gamanleik- arahæfileikar hennar gera hana að fullkomnum kynni hátíðarinnar,“ bætti hann við. Billy Crystal, sem hefur kynnt Oskarsverðlaunin sex sinnum alls, og var kynnirinn í fyrra, þáði ekki boð um að endurtaka leikinn. Björk tilnefnd til Grammy -verðlauna ► TÓNLISTARMYNDBAND við lag Bjarkar, Bachelorette, er tilnefnt til Grammy-verðlaun- anna í fiokki stuttra tónlistarmyndbanda, en 41. Grammy-verðlaunahátíðin fer fram í Shrine Auditorium í Los Angeles 24. febrúar næstkomandi. Leiksljóri myndbandsins er Michael Gondry en Georges Bermann og Julie Fong eru framleiðendurnir. Þau myndbönd sem keppa til úrslita í þess- um flokki eru auk „Bacheloret1e“ „Pink“ með Aerosmith, „Ray of Light“ með Madonnu, „All Around the World“ með Oasis og „Do the Evolution" með Pearl Jam. Myndböndin verða að hafa verið gefin út á timabilinu 1. október 1997 til 30. septcmber 1998. LEIKLIST OG TÓNMENNT BARNA OG UNGLINGA Þórey Ásta Nanna Leiklist 4-6 ára 10-12 ára 13-15 ára Leiklist 7-9 ára Tónmennt. 4 5ára ffáRJWÝ ■Húste s. 551 5103

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.