Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 76
Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPINKERFIHF ¥tip% hewlett mHiím packaro MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Heitt og kalt STARFSMENN Hitaveitunnar voru í óða önn að gera við hitaveitu- þar leið um. Þeir voru að endurnýja hluta úr hitaveitulögninni sem lögn við Bústaðaveg í gær þegar ljósmyndarí Morgunblaðsins átti liggur frá Reykjum niður í Oskjuhlíð. Vilja viðræður um kaup á Aburðarverksmiðjunni TVEIR hópar fjárfesta, sem buðu hvor í sínu lagi í Aburðarverk- smiðjuna hf. í ágúst 1997, hafa nú sameinast og munu vera tilbúnir til viðræðna við nefnd um einka- væðingu ríkisfyrirtækja með ákveðin kaup í huga. Hóparnir hafa fengið fleiri fjárfesta til liðs við sig en það eru einkum forráða- menn Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri sem gengist hafa fyrir þessum viðræðum. Tvö tilboð bárust í Aburðarverk- smiðjuna hf. í ágúst 1997 og í októ- "'Tfcier sama ár hafnaði landbúnaðar- ráðherra báðum tilboðunum að fengnu áliti einkavæðingarnefnd- ar, en hún taldi þau of lág. Hljóð- aði annað upp á 725 milljónir króna og hitt 617 milljónir, en verðbréfafyrirtækið Handsal hafði talið verðmæti verksmiðjunnar kringum einn milljarð króna. Lægra tilboðið var frá nokkrum kaupfélögum og það hærra frá fyrirtæki sem nefnist Gufunes. Með KEA, KÁ og fleiri kaupfélög- um eru m.a. Sláturfélag Suður- lands og Sölufélag garðyrkju- manna. Þessir aðilar og Gufunes- hópurinn munu nú hafa náð saman og fengið nokkra fjárfesta, m.a. Kaupþing, til samstarfs um við- ræður við einkavæðingarnefnd með kaup í huga. Myndi eignarað- ild skiptast jafnt milli þessara þriggja hópa. Vilja framhaldsviðræður Hópurinn vill líta svo á að geng- ið verði til framhaldsviðræðna við einkavæðingarnefndina sem hafn- aði tilboðunum tveimur á sínum tíma og að verksmiðjan verði ekki auglýst á ný. Telja forráðamenn hópsins sig hafa viðræðugrundvöll um kaup á viðunandi verði. Hafa þeir rætt við einstaka fulltrúa í einkavæðingarnefnd en hún ekki sýnt viðbrögð ennþá og hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að óþolinmæði sé tekið að gæta í hópnum. Fáist ekki botn í málið fljótlega, hvort ríkið hafi raunverulegan áhuga á sölu fyrirtækisins, sé ljóst að þessir aðilar muni leita eftir áburðarkaupum frá Þýskalandi eða Noregi í samkeppni við Aburð- arverksmiðjuna. Jólahangikjöt olli matarsýkingu Varað við of hægri kælingu TALIÐ er að 14 manns hafi fengið matareitrun um síðustu jól eftir að hafa borðað hangikjöt sem hafði verið látið kólna of hægt í soðinu, en Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur telur að slík meðferð geti verið mjög varasöm. I sumum leiðbeiningum um suðu- meðferð hangikjöts er mælt með því að kjötið sé látið kólna í soðinu en Rögnvaldur Ingólfsson hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur varar fólk við of hægri kælingu soðinna kjötrétta, þar sem slíkt geti leitt til þess að dvalargró baktería vakni, sem verða að lifandi sýklum. ■ Of hæg kæling/20 483 leitað til Neyðar- móttöku FRÁ því að Neyðarmóttaka vegna nauðgunar á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur var opnuð í mars 1993 hafa 483 einstaklingar leitað til deildarinnar vegna kynferðislegrar misnotkunar. Þar af eru 27 karlmenn. Um er að ræða fólk á aldrinum 12 ára til 78 ára. Eyrún Jónsdóttir, forstöðumaður Neyðarmóttökunnar, segir að mun fleiri hafi leitað til deildai'innar í fyrra en á fyrstu árum hennar. Um helmingsaukningu sé að ræða. Hún segist telja að ástæðan sé fyrst og fremst að fólk viti í dag betur af þessari hjálp og leiti frekar eftir henni en áður. ■ Grunur um/10 ------------- Játuðu sprengingar í Hagaskóla ÞRÍR drengir hafa játað að hafa ver- ið valdir að sprengingum í Haga- skóla fyrstu daga ársins. Ollu þær nokkru tjóni og var nemendum og starfsmönnum skólans talin stafa hætta af þessu framferði. Lögreglan í Reykjavík hefur unnið að rannsókn málsins undanfarna daga og telst það nú upplýst. Játuðu piltarnir að hafa haft skotelda undir höndum og verið með þá við skólann og í honum. Aðsóknar- met á Titanic BANDARÍSKA stórmyndin Titanic gnæfði yfir aðrar í að- sókn á síðasta ári en hana sáu alls 124.008 manns. Það mun vera aðsóknarmet í kvikmynda- hús hér á landi. Næsta mynd á eftir Titanic er myndin Ragnarök eða „Arm- ageddon", en alls seldust á hana 47.660 miðar. ■ Titanic/39 Tíð hálkuslys á höfuðborg- arsvæðinu HANDLEGGS- og fótbrot, svo og ökkla- brot, hafa verið tíð á höfuðborgarsvæðinu -*íið undanförnu enda víða hálka á gang- stéttum. Hlynur Þorsteinsson, læknir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir slysahrinu af þessum toga árvissa í því hálkufæri sem nú ríkir. Auk brota á handleggjum og fótleggj- um segir Hlynur ökklabrot nokkuð tíð en þau verða einkum er menn hrasa og snúa Tpökklann undir sér. Þá segir hann talsvert hafa verið um mjaðmarbrot en aldraðir verða einkum fyrir þeim. Segir Hlynur jafnvel nokkuð meira um slík brot að und- anförnu. Aukinn íjöldi gæti eitthvað skýrst af því að aldraðir hafa verið meira á ferðinni, m.a. vegna jólanna. Hlynur kvaðst hafa á tilfinningunni að aldraðir notuðu mannbrodda eða aðrar varnir meira en áður og minnti hann á að slíkt væri sjálfsögð varúðarráðstöfun. Tveir hópar skera sig úr Tveir hópar skera sig nokkuð úr hvað fjölda varðar á handleggs- og fótbrotum að sögn Hlyns, en það eru annars vegar börn og hins vegar eldri konur. Börnin eru mikið á ferðinni og ærslast og konur geta verið viðkvæmari fyrir höggum á handleggi og fótleggi þegar aldurinn fær- ist yfír. Hlynur sagði brot hjá börnum oft- ast gróa vel og þau væru yfírleitt ekki erf- ið viðureignar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.