Morgunblaðið - 31.01.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.01.1999, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ grunm S A gömlum Verslunarrekstur hefur átt erfitt uppdrátt- ar í Hafnarstræti, en þar var á árum áður ein aðalverslunargata Reykjavíkur. Jakob F. Asgeirsson segir frá nýrri verslun í vesturhluta Hafnarstrætis - tilraun til að andæfa gegn þróun undanfarinna ára. HAFNARSTRÆTI11 nokkru eftir að húsið reis 1929. Fyrir miðju er Elísabet Kristjánsdóttir Foss með börn- um sínum Áslaugu (t.v.) og Hilmari (t.h.) og með á myndinni eru tvær starfsstúlkur frú Foss í Lífstykkjabúð- inni, Inger Blöndhal og Ilalldóra Sumarliðadóttir (í dyrunum). Morgunblaðið/Golli HJÓNIN Margrét Rósa Pétursdóttir og Hilmar Friðrik Foss í verslun sinni. við höfnina þar hafi verið eins og sumarleyfisbúðir skáta í samanburði við það sem má sjá hjá venjulegu fólki nær hverja nótt í miðborg Reykjavíkur. „Er þetta sú ásýnd menningar sem borgai-ayfirvöld vilja sýna útlendingum sem koma hingað með skemmtiferðaskipum á sumrin eða dvelja á Hótel Borg?“ spyr Hilmar. Pau Rósa gera sér ljósa grein fyrir erfiðleikunum við að reka verslun á þessum stað. Það virðist vera að Hafnarstræti sé nú stimpluð búllu- gata. Hilmai- finnst að yfirvöld hefðu átt að hvetja fyrirtæki og styðja þau til að halda úti verslunarrekstri á jarðhæð húsanna við Hafnarstræti. Honum finnst það misráðið að hafa synjað KEA-Nettó um leyfi til að reka verslun á hafnarbakkanum. „Ýmsum fannst kúnstugt að ekki liðu margir dagar frá synjun KEA- Nettó þar til tilkynnt var um stað- setningu tónlistarhúss á hafnar- svæðinu," segir hann: „Pví var hald- ið fram að KEA-Nettó væri ekki „hafnsækið“ fyrirtæki, en að hvaða leyti er tónlistarhús „hafnsækið" fyrirtæki? KEA-Nettó flytur þó inn gríðarmikið af vörum með skipum. Og hvað er „hafnsækið" við að gera Hafnarhúsið að geymslu undir mál- verk Errós? Það sem hefði hins veg- ar hjálpað miðbænum gi-íðarlega hefði verið að veita KEA-Nettó leyfið. Par hefði verið gert mikið bílastæðapláss og margir hefðu áreiðanlega notað tækifærið og rölt um miðbæinn eftir að hafa keypt inn. Pað hefði t.d. verið hægt að skipuleggja skemmtilega verslunar- samstæðu með litlum foi-vitnilegum búðum í portinu á Hafnarhúsinu. Slíkt hefði verið mikil lyftistöng fyr- ir miðbæinn og erlendh- ferðamenn sem eru hér geysimargir á sumrin hefðu kunnað að meta slíkan versl- unarrekstur.“ Nýja búðin heitir „sterling" og sel- ur einkum breskai' vörur af ýmsu tagi til heimilishalds og gjafa. Félagi þeirra Hilmai's og Rósu í þessum verslunarrekstri er Bretinn Peter Hugo sem sér um innkaup í Bret- landi. Peter Hugo vekur athygli hvar sem hann fer vegna þess hve líkur hann þykir Karli Bretaprins. Hefur hann að nokkru leyti atvinnu af því að leika Karl og kemur fram á sam- komum víða um heim. „Fólk sem komið hefur hingað í verslunina vekur gjarnan máls á því hversu fegið það sé að það hafi kom- ið hér búð en ekki ein búllan enn,“ segii' Rósa. HÉR í EINA tíð var Hafn- arstræti ein helsta versl- unargata bæjarins. Þar var t.d. Geysir, Edinborg, matardeild Sláturfélagsins, Líf- stykkjabúðin, Hvannbergsbræður, Liverpool og Ellingsen, svo aðeins fáeinar séu nefndar. Auk slíkra mektarverslana höfðu margir kunn- ustu heildsalar landsins aðsetur í Hafnarstræti, t.d. 0. Johnson & Kaaber, Magnús Kjai'an, Eggert Kristjánsson og Brynjólfsson & Kvaran. Miðbærinn í þá daga var raunverulegur miðbær, Austur- stræti aðal verslunai'gata borgarinn- ar en Hafnarstræti og Lækjargata stóðu henni ekki langt að baki. Nú er af sem áður var og aðeins ein stór verslun í vesturhluta Hafnarstrætis, Veiðimaðurinn. Bankarnir hafa lagt undh' sig hálfa götuna öðrumegin en hinumegin ríkir nú knæpumenningin og nýjust í þeim flóru nektarsjoppa með austur-evrópskum fatafellum. En við hliðina á þeirri starfsemi var nýverið opnuð lítil verslun upp á gamla móðinn - einskonar vin í eyðimörkinni, segja sumir, og til- raun til að andæfa gegn þróun undanfar- inna ára. Hin nýja verslun er í Hafnarstrséti 11. Pað hús hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því það reis af grunni vorið 1929, eða í nær sjö áratugi. Húsið byggði Elísabet Krist- jánsdóttir Foss og rak hún á götuhæðinni kunna saumastofu og verslun, Lífstykkjabúðina. Frú Foss hætti að versla þegar kviknaði í húsinu 1941, en Lífstykkjabúðin var þó áfram rekin þar. Fáum árum síð- ar flutti sonur hennar, Hilmar Foss, skjalaþýðandi, skrifstofu sína á þriðju hæðina og hefur hún nú verið þar til húsa í rúma hálfa öld. Það er sonur Hilmars, Hilmar Friðrik, sem á og rekur nýju verslunina ásamt eiginkonu sinni, Margréti Rósu Pét- ursdóttur. Hilmai' yngri segir það einkar ánægjulegt að geta með þess- um hætti fetað í fótspor ömmu sinn- ar, en þau Rósa búa jafnframt á efstu hæðinni þar sem amma hans bjó og faðir hans ólst upp. Upphaflega var það þó alls ekki ætlan þeirra hjóna að hefja þarna verslunarrekstur. Að sögn Hilmars Friðriks tók miðbærinn miklum stakkaskiptum á seinni hluta níunda áratugarins þegar borgaryfu-völd ákváðu að auka þar skemmtanahald. Hann segir að vínveitingaleyfum hafi verið úthlutað mjög frjálslega og knæpurnar hafi flæmt burt grónar verslanir, þótt innanum séu vissulega fyrirmyndar veitingastaðjr og kaffi- hús, svo sem Café Paris. Á sama tíma hafi verðgildi húseigna í miðbænum minnkað og leigutekjur lækkað stór- lega, þótt fasteignagjöld hafi hækkað ár frá ári og séu nú svimandi há. Kom þá jafnvel til tals að selja götu- hæðina í Hafnarstræti 11. Eftir að síðasti leigjandi fór stóð húsnæðið autt um tíma. „Það fylgir því núorðið mikil ábyrgð að leigja út húsnæði," segja Hilmar og Rósa: „Réttur leigutaka er orðinn svo mik- ill að vanda þarf mjög valið á þeim. Við þurfum náttúrlega að vera sér- staklega varkár, því við búum í hús- inu. Sá sem leigir nektarbúllunni hér við hliðina býr annars staðar og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hann fái ekki svefnfrið fyrir leigendum sínum. Það er ekki aðeins örðugleik- um bundið að finna leigjanda, heldur verður maður að vera nokkuð viss um að það sé góður leigjandi sem sé líklegur til að standa í skilum. Ef hann stendur ekki í skilum notar hann húsnæðið frítt jafnvel mánuð- um saman og það er geysimikið um- stang og tímafrekt að koma slíkum leigjanda út. Og við hver leigjenda- skipti þai'f að leggja í umtalsverðan kostnað við viðhald og lagfæringar. Það má því segja að verslunarrekst- ur okkar sé öðrum þræði til sjálfnýt- ingar á húsnæðinu, þótt það vaki jafnframt fyrh' okkur að komast að því hvort yfirleitt sé orðið grundvöll- ur fyrir því að reka sérverslun hér á þessu svæði.“ Fólk gleðst yfir að hér kom búð en ekki enn ein búllan. Borgar- yfirvöld eiga að styðja verslunar- rekstur í miðbænum. Þau hjón kvarta mjög undan há- vaða og látum á næturna, það sé nánast linnulaus hávaði frá því upp- úr eitt á nóttum og fram til klukkan fimm þegar hreinsunarbflar borgar- innar koma að hreinsa göturnar svo allt líti hálfsæmilega út þegar fólk vaknar. Þau mælast til þess að ekki sé hreinsað nokkra daga svo fólk geri sér ljóst hvað hér fer fram í hvem viku! Hilmar vann um tveggja ára skeið í hafnarbænum Grimsby á Englandi, en hann segir að búllurnar iæpur og *■ er bó enn a. í Hafnarstræti U ei' P lum stað - nú verslumn „ster

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.