Morgunblaðið - 31.01.1999, Síða 9

Morgunblaðið - 31.01.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 B 9 A INTERNETINU NTJ DEILA helstu sölumenn veiðileyfa á íslandi um skattamái. Á mynd- inni veiðir Andrés Eyjólfsson frá Síðumúla í Rönnustreng í Kjarrá. Formaður SVFR ósáttur við álit Sam- keppnisstofnunar SAMKEPPNISSTOFNUN hefur nú úrskurðað Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fremur í óhag eftir að lögmaður Stangaveiðifélagsins Lax- á kvartaði fyrir hönd umbjóðanda síns um ójafna samkeppnisstöðu gagnvart SVFR. Samkeppnisráðið hefur beint þvl áliti til skattstjórans í Reykjavík að hann hafí álit stofn- unarinnar til hliðsjónar næst er talið er fram til skatts, en samkvæmt undanþáguákvæði 4. greinar laga um tekju- og eignaskatt, hefur SVFR verið undanþegið þeim álög- um. Athyglisvert er, að í athuga- semdum frá skattstjóra kemur fram að SVFR hafi verið undanþegið þessum sköttum, en þó hafi embætt- ið aldrei kveðið upp neinn úrskurð í þeim efnum. Gangur þessa máls var rakinn ítarlega í Morgunblaðinu á miðvikudaginn. Kristján Guðjónsson formaður SVFR sagði í tilefni af þessu áliti Samkeppnisstofnunar að SVFR hefði ýmislegt við það að athuga og brýnt væri að fá úr því skorið með afger- andi hætti hvort félagið megi búast við því að lagður verði á það tekju- og eignaskattur í framtíðinni þar sem skattstjórinn í Reykjavík hefði ekki séð ástæðu til að gera það þau sextíu ár sem félagið hafi starfað. „Það er nauðsynlegt að átta sig á því að hér er eingöngu um álit Sam- keppnisstofnunar að ræða, en ekki úrskurð eða ákvörðun þar sem það er ekki í valdi stofnunarinnar að dæma um álagða skatta eða túlkun einstakra gi-eina skattalaganna. Það er staðreynd að önnur íþróttafélög en SVFR falla undir undanþágu 4. greinar skattalaganna vegna þess að þau verja hagnaði sínum til félags- manna sinna eins og SVFR en greiða hann ekki út t.d. í formi arðs. Greinilegt er, að samkeppnisstofnun telur félagsmenn SVFR ekki vera nægilega marga samanborið við íþróttafélögin og því geti ekki verið um almenning að ræða. Þar yfirsést stofnuninni 3. grein laga SVFR en þar eru eingöngu gerðar þær kröfur til félagsaðildar að félagsmaður sé íslenskur ríkisborgari og eigi lög- heimili hér á landi. Með því að ger- ast félagsmaður öðlast viðkomandi strax öll þau réttindi sem félagsaðild býður upp á, t.d. að veiða frítt í El- liðavatni og Þingvallavatni. Einnig fær hann send tímarit félagsins og svo framvegis. Með þessum hætti ver félagið hluta af afrakstri sínum til hagsbóta almenningi sem getur gengið til liðs við félagið ef honum þóknast," segir Kristján. Samkeppni og samkeppni Arni Baldursson, eigandi Stanga- veiðifélagsins Lax-ár, segir að hann hafi atvinnu af því að selja innlend- um sem erlendum stangaveiðimönn- um veiðileyfi og þjónustu sem teng- ist þeim og því sé óeðlilegt að hann þurfi að keppa á markaðinum við að- ila sem þurfi ekki að greiða alla þá skatta sem honum sjálfum ber. Arni segir markaðssetningu SVFR, m.a. með bæklingum á enskri tungu, segja það sem segja þarf um hvað félagið standi fyrir. SVFR selur vænan pakka af veiðileyfum til útlendinga, aðallega í Norðurá, en einnig í dálitlum mæli í Hítará og svo dag og dag í öðrum ám. Kristján formaður SVFR og formenn á undan honum hafa löng- um sagt að það sé gert félagsmönn- um SVFR til heilla, með þvi móti geti félagið haldið eftirsóttum ám á leigu og verðlagi á veiðileyfum til innlendra á boðlegu plani. „Samkeppnisstofnunin hefur áhyggjur af mismunandi samkeppn- isstöðu Lax-ár og SVFR, en það virðist ekki hafa áhyggjur af auglýs- ingasöfnun íþróttafélaganna í sam- keppni við fyrirtæki eins og Fróða ehf., Stöð 2 o.fl. Ekki hefur það heldur áhyggjur af flugeldasölu íþróttafélaganna í samkeppni t.d. við Ellingsen, að ég tali nú ekki um áhyggjuleysi stofnunarinnar þrátt fyrir mismunun á fyrirtækjum sem búa við mismunandi skattstig eftir félagsformi," eru lokaorð Kristjáns Guðjónssonar. Nú getur þú pantað sendingu heiUaskeyta á Internetinu. Þú ferð einfaldlega inn á heimasíðu Símans, á slóðina www.simi.is/ritsiminn, skrifar viðeigandi texta og velur mynd sem þú vilt hafa á heillaskeytinu. Síðan sér Síminn um að koma skeytinu til viðtakanda. SIMINN Heillaskeyti Símans eru skemmtileg leið til að gleðja vini eða skyldmenni á afmælisdögum eða öðrum merkisdögum. SIEMENS MITH& ORLAND NBBúni 4 lOöl^ieykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Nýr Buhnykkur er hafinn. Berið saman verð, gæði og þjonustu!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.