Morgunblaðið - 31.01.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 B 19
Það er hægt að stunda kristniboð á
slæman hátt. Vafalaust er hægt að
finna dæmi um það nú á tímum. Það
er einnig hægt finna dæmi þess frá
nýlendutímanum. Til eru dæmi um
að kristindómnum hafí verið
þröngvað upp á fólk. En þannig á
ekki að stunda kristniboð. Kristin-
dómurinn þarf að verða hluti af
menningu viðtakendanna. Það þarf
að hjálpa þeim að leggja rækt við það
sem gott er í menningu sinni en
leggja af það sem er neikvætt, t.d.
ýmsar fómir og satansdýrkun. Það
er klárt að menningin breytist með
tilkomu kristindómsins. Það er hvetj-
andi að heyra fólk frá kristniboðs-
löndunum sem hefur heiðinn bak-
grunn segja frá því hvemig líf þess
hefur breyst með tilkomu trúarinnai-
á Jesú Krist.“
Til Kenýu
Hvað tekur nú við hjá þér?
„Ég er á leið til Kenýu á vegum
Sambands íslenskra kristniboðsfé-
laga og mun starfa í Pókothéraði í
norðvesturhluta landsins. Héraðið
dregur nafn sitt af þjóðflokknum sem
býr þar en hann er álíka fjölmennur
og íslendingar. Ég mun starfa innan
lúthersku kirkjunnar í Kenýu. End-
anleg staðsetning liggur ekki fyrir.
Miklar vakningar hafa átt sér stað á
meðal þessa fólks og margir söfnuðir
hafa verið stofnaðir. Ég mun taka
þátt í fræðslustarfí, uppbyggingu
safnaða og vonast einnig til að fá að
taka þátt í að stofna nýja söfnuði."
Ferðu út með einhverja drauma?
„Já, þann draum Guðs að breiða
riki hans út um heim. Lengi var
starfað á meðal Pókotmanna án þess
að miklir ávextir sæjust. Nú er starf-
ið hins vegar farið að bera ávöxt. Ég
sé að draumar og hugsjónir kristni-
boðanna sem hafa starfað á undan
mér eru að rætast. Það er draumur
Guðs. Minn draumur er að halda
starfinu áfram og taka þátt í að flytja
nágrannaþjóðflokkunum hinn kristna
boðskap með því að efla kristniboðs-
hugarfar kristinna Pókotmanna.
Það er bæn mín að augu kirkju Is-
lands og almennings á Islandi megi
uppljúkast fyrir því hvað kristniboð
er og mikilvægi þess. Oft er rætt um
mikilvægi hjálpai'starfs. Það er mik-
ilvægt og margii' vinna mjög gott
starf á því sviði, en kristniboð er ekki
alveg það sama. I kristniboði er lögð
áhersla á boðun trúar á Jesú Ki'ist,
en kristniboðar reka oft hjálpai’starf
líka. Þegai- kristniboð er rekið í Jap-
an þarf ekki að stunda hjálparstarf
þar vegna þess að þjóðin hefur allt til
alls. En fólkið þarfnast hins kristna
boðskapar ekkert síður en við.
Það er einnig bæn mín að fleira
ungt fólk vilji þjóna Guði sem kristni-
boðar. Margt af því hefur þegar
fengið menntun sem hægt er að nota,
t.d. kennaramenntun og læknis-
menntun. Það er mikill uppgangur í
Kína og yfírvöld sækjast eftir fag-
menntuðu fólki af ýmsu tagi., t.d.
enskukennurum, fólki í heilbrigðis-
stéttum, tölvumenntuðu fólki o.s.fi’v.
Ég hef heyrt að yfirvöld sækist sér-
staklega eftir kristnu fólki því að þau
vita að því er hægt að treysta. Hægt
er aðjijóna Guði þar í slíkum störf-
um. Ymsar aðferðir eru notaðar í
kristniboði. Svo kallað tjaldgjörðar-
kiistniboð, þai' sem kristniboðinn
vinnur fyrh’ lifibrauði sínu í almenn-
um störfum í kristniboðslandinu, á án
efa efth’ að aukast til muna á næstu
árum. Hægt er að stunda kristniboð
á þann hátt í Kína og löndum mú-
hameðstrúarmanna."
Leifur hefur í mörgu að snúast er
aðeins nokkrir dagar eru þangað til
hann fer til Kenýu. Hann þarf að
verða sér úti um ýmislegt sem hyggi-
legt er að hafa með sér til fjögurra
ára dvalar í Kenýu, pakka farangrin-
um sem fer á undan honum í flug-
frakt og heimsækja og kveðja ætt-
ingja og vini. Hann ósköp venjulegur
ungur maður, rólegur og yfirvegað-
ur. En hann vill vera trúr köllun sinni
sem hefur það í för með sér að hann
verður að yfirgefa fósturjörðina í
nokkur ár. Hann þarfnast fyrirbæn-
ai’. Hin alþjóðlega kirkja Krists er
margbreytileg og það er auðgandi
fyrir kristna kirkju á Islandi að vera í
samfélagi við hana. í ki-istniboðs-
starfinu gerist það á sérstakan hátt
og bræðrabönd eru knýtt á milli ís-
lensku kh’kjunnai’ og dótturkirkn-
anna. Lehur Sigurðsson er verðugur
fulltrúi íslenskrar kirkju í Kenýu.
Upplýsingakerfi
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfislhroun
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
• •
Ondvegisdagar
dagana 30. janúar til 6. febrúar
10-70%
afsláttur
Síðininila20.sími 5688799 • I lalnar.siræti22Akiire\ri, míiií461IIIS
® Oþnunartími ®
Sunnudag
kl. 13.00 - 17.00
I
Á morgun kl. í 1:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu
sinni verður boðið upp á 2lhmánaða ríkisvíxil, RV99-0416 en að öðru leyti eru skihnálar
útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum.
í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum:
Flokkur
RV99-0416
* Milljónir króna.
Gjalddagi
16. apríl 1999
Lánstimi
2Vlmánuðir
Núverandi
staða*
1,335
ÁjpflaA hámark
tekhma tilboða*
1.500
MiUjónir kr.
7.000 t
Uppbygging markflokka ríkisvíxla
Staða ríkisvíxla 18. janúar 12.804 milljónir.
Áætluð hámarksstærð og sala 1. og 9. og 16. febrúar 1999.
6 mán
12 mán
Gjalddagar
IH Áætluð áíyOing síðar
Áætluð sala 9. febrúar 1999
; Áæduðsala l.febrúar 1999
■ Staða 18. janúar 1999
9H Áætluð sala 16. febrúar 1999
Sölufyrirkomulag:
Ríkisvíxlamir verða sddir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum
er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að
lágmarksfjárhæð dlboðsins sé ekki lægri en 20 miUjónir.
Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalána-
sjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyris-
sjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í
meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarlá 500.000 krónur.
Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafá borist Lánasýslu ríldsms
fyrir kl. 11:00 á morgun, mánudaginn 1. febrúar 1999.
Útboðsskjlmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánarí upplýsingar
em veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068
Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: mbod@lanasysla.ts
Höfundur er kristniboði.