Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR1999
MORGUNBLAÐIÐ
Og nú er ekkert stríð til að
hræðast eða til að flýja í
Hveragerði. Nema þá þau
stríð sem háð eru innan heimilis-
ins og enginn talar um. Stríðið
milli hjónanna, misbeiting hús-
bóndavaldsins, stríðið við uppeldi
bamanna, stríðið stærsta, um
tímann sem annaðhvort fer í það
að verða ríkur eða vanrækja börn
og buru. Oftast hvort tveggja. Þú
gerir ekki allt í einu. Það dugar
enginn miðlægur gagnagrunnur
til að útrýma því andlega eða lík-
amlega ofbeldi sem hvarvetna á
sér stað út um borg og bý, þeim
heimilisbölum, sem nú gerast æ
tíðari og kollvarpa í rauninni öll-
um þeim draumum, sem einu
sinni voru bundnir við hin verald-
legu gæði. Ailur fjársjóður, allur
hinn samansafnaði auður hins
sextuga manns, verður að fánýtu
gjalli, ef hann hefur ekki borið
gæfu til að rækta þann garð, sem
næst honum stendur, í velferð
barna sinna og ástvina. Og hverj-
ir eru ástvinir ef ástin hefur tap-
ast í velferðarkapphlaupinu?
Ævistarfið eina er hvorki fólgið í
því að verða ríkur eða verða eitt-
hvað. Lífsstarfið er að vera. Vera
maður sjálfur, vera til gagns,
vera til. Enda fer enginn með
peningana sína í gröfina eða met-
orðin, heldur þann orðstír sem
hlýst af arfinum í afkomendun-
um.
Þetta voru skilaboðin úr
dönsku veislunni í bíóinu.
Sýndarmennskan, skin-
helgin og yfirborðsmennskan
verður eins og Maginot-víglínan
forðum í heimsstyrjöldinni síðari;
gagnslaus og vonlaus, þegar á
hana reynir. Hvers virði er það
sextuga afmælisbarn á hátindi
frægðar sinnar og velmegunar,
sem hefur brugðist þeim skyldum
sínum, að lifa heiðarlega og hegða
sér siðsamlega?
Já, þetta var það sem ég hafði
upp úr því að fara í bíó. Svo lengi
lærir sem lifir. Og eins gott að
taka sig á. Afmælisdagurinn dyn-
ur yfir áður en varir. Og svo er
um fleiri, sem eiga um syndir að
kvitta og sárt að binda. Heims-
styrjöldinni er lokið fyrir löngu,
en öll hin stríðin standa enn yfir.
í skjóli nætur og þagnar og
Pótemkintjalda.
Hvað ætlar þú að verða, þegar þú verð-
ur stór? var spurt og allir ætluðu að
verða eitthvað og sumir urðu eitthvað
og aðrir ekki og svo verða menn
fímmtugir og sextugir og líta yfír farinn
veg og ættingjarnir mæta í afmælin og
það er skálað fyrir okkur og menn §ru
stoltir af því að hafa orðið eitthvað.
Ellert B. Schram er heimspekilega
þenkjandi eftir að hafa séð dönsku
kvikmyndina Festen.
ÞAÐ markverð-
asta sem ég
gerði í liðinni
yiku var að fara í bíó. __________
Ég sá dönsku bíó-
myndina Festen, veisluna, sem
haldin var í tilefni sextugsafmælis
föðurins í stórfjölskyldunni. Hélt
fyrst að ég gæti kannske eitthvað
lært um það hvemig maður held-
ur upp á það að verða sextugur.
Já, svona líður tíminn hratt og
það var eins og það hefði gerst í
gær, þegar ég varð fimmtugur, en
nú erum við litlu bömin frá því í
stríðinu orðin svona gömul, enda
man enginn lengur eftir þessari
heimsstyrjöld, sem er horfin inn í
mannkynssöguna eins og Rósa-
stríðið og önnur stríð í fymdinni.
Það má meira að segja kallast
gott ef einhver man eftir okkur,
enda man enginn neitt stundinni
lengur og það er varla að maður
muni það sjálfur hvað tímanum
líður. Svo hratt flýgur stund.
Það eina sem ég man frá því í
stríðinu var að við krakkamir vor-
um sendir í Hveragerði, þegar
mest gekk á, vegna þess að engum
datt í hug að skotið yrði á Hvera-
gerði. Og hermönnunum datt það
ekki í hug heldur. Raunar sluppu
íslendingar að mestu við stríðið af
því að Islendingar vom ekki taldir
gera neinum mein, eða þá að hér
bjó svo heiðarlegt og grandvart
fólk, að engin ástæða þótti til að
hrekkja það með stríðsátökum. í
hverju húsi sáum við þá, eins og
við sjáum nú, yfirmáta venjulegar
fjölskyldur, prúðbúin böm og
virðulega feður og mæðumar með
kerrumar á undan sér og enginn
gerði neinum mein. Ekki var í það
minnsta svo að sjá.
Hvað ætlar þú að verða, þegar
þú verður stór? var spurt og allir
ætluðu að verða eitthvað og
sumir urðu eitthvað og aðrir
ekki og svo verða menn fimm-
tugir og sextugir og líta yfir
farinn veg og ættingjarnir
mæta í afmælin og það er skálað
fyrir okkur og menn eru stoltir af
því að hafa orðið eitthvað.
Heildsalar, embættismenn, al-
þingismenn, snyrtivörusérfræð-
ingar, slökkviliðsmenn, jafnvel
vaktstjórar eða verkstjórar. For-
menn í Kiwanis eða hreppstjórar í
heimabyggðinni og svo eru þeir
sem hafa getið sér gott orð og em
hvers manns hugljúfi, ráðsettir,
farsælir og húsbóndahollir. Sta-
bflir í hjónabandinu og konurnar
sem hafa staðið þétt við hlið eigin-
mannsins í fjörutíu ár. Það er
ekkert lát á þeirri upptalningu að
verða eitthvað og afmælisbarnið
hneigir sig í auðmýkt og gengur í
félag eldri borgara til að berjast
fyrir kjömm sínum á eftirlauna-
aldrinum, af því að það gleymdist
í framapotinu.
Og þarna sat sextugt afmælis-
barnið í dönsku veislunni í bíóinu
HUGSAÐ
UPPHÁTT
og bauð til sín vinum
og ættingjum og átti
ekki von á því að nokk-
________ ur færi að vera svo
ósvífinn að minnast á
neitt annað en það sem hann hafði
orðið. En í myndinni miðri fór að
draga til þeirra tíðinda að sonur-
inn fór allt í einu að tala um það
sem pabbinn var, en ekki það sem
hann hafði orðið, sem sagt harm-
leikinn innan veggja þessarar
dagfarsprúðu fjölskyldu, hræsn-
ina, yfirdrepsskapinn, blekking-
una, svívirðuna, sem framin var í
skjóli fallegrar ásjónu og þeimar
sléttu og felldu myndar, sem gef-
in hafði verið út. Pótemkintjöldin
vora dregin frá.
nn er spurt: hvað ætlar þú
að verða þegar þú verður
' stór? og svörin era oftast
þau að viðkomandi ætlar að verða
ríkur. Enda gengur allt kapp-
hlaupið í þjóðfélaginu út á að
verða ríkur. Ríkur í peningum,
fasteignum, hlutabréfum. Ríkur
af dauðum hlutum, berast á, girn-
ast, kaupa, græða. Vinna myrkr-
anna á milli, vinna sig upp, vinna
fyrir því að komast út, eignast bíl,
komast í slúðurdálka fína fólks-
ins, til að vera maður með mönn-
um.
Áferðarfalleg fjölskylda þetta,
segir fólkið og horfir á ytra prjál-
ið, vellystingamar og hækkandi
gengi hins ötula manns í mann-
virðingastiganum. Skál fyrir af-
mælisbarninu.
v yjx u ui
Ei
Hvað ætlar
þú að verða?