Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 6
'6 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR' 1999 MORGUN BLAÐIÐ ÞEGAR komið var í náttstað fóru sumir að höggva og saga við í eld- inn en aðrir að sækja vatn. Sofið KURT Sara, Knut Malin og Ola Anders Eira röðuðu far- angri leiðangursmanna á sleða. í Samatialdi Myrkríð grúfði yfir Finnmörku, rétt grámaði fyrír degí um hádegið og svo varð aftur dimmt, enda miður desember og dagínn enn að stytta. Guðni Einarsson var í hópi nor- rænna blaðamanna sem fór norður í myrkríð að kynna sér lífshætti á norðurslóðum. LIFSHÆTTIR á norð- urslóðum hafa mikið breyst á skömmum tíma. Þjóðimar sem byggja norðurhjarann eiga margt sameigin- legt og einnig sameiginlegra hags- muna að gæta. Það var því ekki illa til fallið að fara á slóðir Sama og kynnast því hvernig fólkið sem að öllum líkindum hefur búið lengst á Norðurlöndum hagaði lífí sínu. Ferð- ina skipulögðu dr. Sigrún Stefáns- dóttir, rektor Norrænu blaðamanna- miðstöðvarinnar í Árósum, og Magne Kveseth hjá Norrænu upp- lýsingamiðstöðinni í Alta. Þátttak- endur voru frá Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Færeyj- um, íslandi og Grænlandi. Kaffi og meira kaffi Hópurinn hittist á flugvellinum í Alta í Norður-Noregi. í fyrsta áfanga skyldi haldið á heiðar og gist í „lawo“, eða tjaldi af þeirri gerð sem Samar hafa notað frá ómunatíð og nota sumir enn. Fararstjóri I þessum leiðangri var Knut Malin, foringi í heimavamarliði Finnmerk- ur. Malin er þjálfari sérsveitar her- manna sem kennt er að komast af við erfiðar aðstæður úti í náttúranni og stjórnar deild sérþjálfaðra vélsleðahermanna. Hann byrjaði á að leggja okkur lífsreglumar á Samaslóðum: „Fyrst fær maður sér kaffi og svo er gengið til verka, en gjaman drakkinn annar bolli og einn til - jafnvel fleiri.“ Eftir að búið var að hella uppá fræddi foringinn okkur um klæðnað og annan búnað sem nauðsynlegur er til vélsleðaferða- laga. Sjálfur var hann girtur skraut- legu leðurbelti að hætti Sama og á því hengu tveir hnífar. Annar lítill dálkur í skrautlegu slíðri og hitt stór sveðja eða Samahnífur. Knut sagði þessa tvo hnífa lífs- nauðsynlega hverjum Sama. Litli hnífurinn er eins konar sparihnífur, notaður til fínni verka eins og að skera mat og marka hreindýr. Hreinkálfamir era eymamarkaðir á vorin og mörkin svipuð þeim og not- uð hafa verið á íslenskt sauðfé um aldir. Hver hreindýraeigandi á sitt mark og eignast það um leið og hann eignast fyrsta hreindýrið, venjulega er hann þá barn að aldri. Hver fjöl- skylda eða ætt hreindýrabænda er með ákveðin mörk sem raðað er saman á ýmsan hátt. Þannig eiga ókunnugir auðvelt með að þekkja hvaðan villuráfandi hreindýr er kom- ið. Stóri Samahnífurinn er ekki upp á punt heldur notaður í grófari verk og ekki hlíft. Þetta verkfæri er notað til að höggva við, hreinsa greinar, grafa snjó og höggva ís, höggva bein og negla nagla svo nokkuð sé nefnt. Ekið út í myrkrið Við fóram frá Alta með hópferða- bíl og var ekið um 45 km leið að fjallaskála í Suolovuopmi, sem er við þjóðveginn frá Alta til Kautokeino. í móttökunefndinni voru tveir Samar, þeir Ola Anders Eira og Kurt Sara, klæddir hefðbundnum búningi Sama og í skinnskóm og pelsum ystum fata. Þeir Eira og Sara tóku við far- angri og bjuggu um hann á tveimur sleðum. Okkur var hins vegar boðið til veitingastofunnar í ketilkaffi og brauðsneið með saltaðri hreindýra- tungu, en það mun vera sérréttur staðarins. Þegar menn höfðu satt sárasta hungrið og klæðst skjólfótum var farið út á hlað þar sem Knut Malin hélt stuttan fyrirlestur um vélsleða- akstur. Sleðarnir voru gangsettir og síðan ekið af stað í halarófu út á myrka heiðina. Leiðin lá um kjarrivaxið land, það var ekki mjög kalt, 5-10 stiga frost, en samt fór að rigna. Vætan fraus samstundis á skíðagleraugum og hjálmum og myndaði perlur sem glitraðu í ljósunum frá sleðunum. Eftir um 30 km akstur var numið staðar þar sem kjarrið þéttist til að setja upp rjúpnasnörur. Að leggja snöru Það er aldalöng hefð fyrir snöra- veiðum í Finnmörku og þær notaðar til að góma margs konar bráð, allt frá rjúpum og upp í villt hreindýr. Knut Malin sýndi okkur hvernig maður ber sig að og nú kom Sama- hnífurinn í góðar þarfir. Fyrst er að fínna heppilega birki- hríslu. Síðan era höggnar greinai- með sem mestu brumi, en í það er rjúpan sólgin. Greinunum er stungið í snjóinn út frá stofninum þannig að myndist lítið gerði. Því næst er að fínna passlega grein og höggva hana þar sem hún greinist í tvennt. Grein- arbútunum, sem eiga að vera eins og V á hvolfí, er stungið í snjóinn næst hríslustofninum og snara úr mess- ingþræði fest við hrísluna með snúra. Hugmyndin er sú að fuglinn sæki í ætið og éti sig eftir gerðinu. Það kemur að því að hann vill éta hinum megin og stingur sér þá í gegnum opið og lendir í snörunni. Venjulega era snörurnar lagðar þar sem mikið er um traðk eftir rjúpur. Þjálfaðir veiðimenn vita hvar fuglinn heldur sig og hvemig hann hagar sér eftir veðri og vindi og leggja snörurnar eftir því. Venjulega hnýta menn messingþráðinn heima hjá sér og þykir gott að geyma til- búnar snörar í húfunni. Þannig hald- ast þær opnar og messingþráðurinn krumpast ekki. Fuglinn er helst á ferðinni í ljósa- skiptunum. Það er nauðsynlegt að vitja oft um snöramar og fara marg- ir daglega. Knut sagði að veiðimenn sem stunda snöraveiðar legðu gjam- an 100-120 snörur og þættust góðir ef þeir fengju 4-5 fugla á dag. Meðan við vorum að leggja snör- umar bættist einn sleði í hópinn. Þai- var kominn samískur fréttamaður með grænlenskan félaga okkar, Lynge að nafni, sem misst hafði af flugvél í Osló og skilaði sér því ekki með réttri vél til Alta. Nú var forinni haldið áfram og ekin um 5 km leið að vatninu Biggejávri en þar skyldi gist um nóttina. Gististaðurinn var lawo eða Samatjald sem reist hafði verið í kjarrivaxinni hlíð ofan við ísilagt vatnið. Menn skiptu strax með sér verkum. Sumir fóra út á ísinn, bratu þar vök og sóttu vatn. Aðrir fóra að höggva við og enn aðrir að bera dótið inn í tjaldið. Samatjaldið Lawo er ekki ólíkt indíánatjaldi. Greinarnar eða tjaldsúlumar mynda keilu sem í þessu tilviki var klædd með þykkum segldúk. Stundum var einnig notaður ullardúkur eða skinn. Efst er reykop og þar standa tjald- stoðirnar upp úr dúknum. Á tjaldinu eru einar inngöngudyr. Þar fyrir innan er reitur afmarkaður með trjálurkum og nær hann að eldstæði í miðju tjaldsins. Að öðra leyti er kringlótt gólfið þakið hreindýra- skinnum og undir þeim þykkt lag af hrís og fíngerðum birkigreinum. Ola Anders Eira kom inn með við, kveikti ljós á olíulampa og fór að bjástra við að kveikja bál í eldstæð- inu. Viðurinn var votur og hrár, hann reif niður börk og fíngert hrís til að kveikja upp með. Eftir svolítið bjást- ur fór að loga i hrísinu. Hann bætti á eldinn og innan stundar var farið að skíðloga. Nú var tekinn sótugur pottur, hann nær fylltur af hrein- dýrakjöti og hellt á vatni. Potturinn var síðan hengdur upp í keðju sem lafði ofan úr rjáfri og hagrætt yfir eldinum. Það brakaði og gnast í bál- inu og neistarnir flugu upp í eimyrj- una sem fyllti efri hluta tjaldsins. Stundum sló reyknum niður og þá súrnaði heldur betur i augum. Best vai- að liggja niðri við gólf til að forð- ast reykinn. Þetta tjald var 6-7 metrar í þvermál og rúmaði þokka- lega hópinn sem taldi yfír tuttugu manns. Það var undarleg tilfínning að liggja þama og horfa á neistaflugið og kynjamyndimar í reyknum. Þetta umhverfi leiddi hugann að því orði sem fór af fjölkynngi og galdra- mennsku Sama á öldum áður. Dulúð- inni sem umvafði þessa þjóð yst í norðri. Uti fyrir heyrðust enn axar- högg og sagarhljóð, enda þurfti mik- inn við til að elda matinn og hita tjaldið. Virðingarsess og óæðri Kurt Sara fræddi okkur um þær hefðir sem gilda um sætaskipan í lawo. Gegnt inngöngudyranum og hinum megin við eldstæðið hafði húsfreyjan aðsetur. Þar var matur- inn geymdur og öll matarílát. Þannig hafði húsfreyjan allt innan seilingar sem þurfti til matargerðarinnar. Til hægri við húsmóðurina sat bóndi hennar og yngri börn, en uppkomin börn og tengdaböm til vinstri. Utar til beggja handa sátu vinnufólk og gestir og því utar sem vegur þess þótti minni. Næst dyrunum sat hreindýrakúskurinn, enda þurfti hann oft að skjótast út og líta eftir hjörðinni. Nú fór Knut Malin að jojka eða söngla að hætti Sama. Textinn var einfaldur: Hei-jo-lu-li-la og stefið áleitið. Það leið ekki á löngu uns flestir vora famir að jojka með. Hreindýrarækt Ola Anders Eira bætti á eldinn og sá um að hagræða pottinum sem best. Hann er hreindýrabóndi að at- vinnu. Menning flökkusama og hefð- bundir lifnaðarhættir snúast að miklu leyti um hreindýraræktina. Samkvæmt skýrslu sem gefín var út á vegum norrænu ráðherranefndar- innar 1996 (Heimskautasvæði Norð- urlanda - ósnortið, ofnýtt, mengað. Nord 1996:25. Kaupmannahöfn) hafa nú innan við 3.000 af 40.000 Sömum í Noregi atvinnu af hreindýrahaldi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 B 7 SNÖRUVEIÐAR hafa verið stundaðar í Finnmörku um HÓPURINN áði um stund í Suolovuopmi í bakaleiðinni. POTTURINN kominn yfir eldstæðið, stundum lá við að aldir. Snaran er höfð næst stofni hríslunnar. Myndin var tekin um hádegisbil, það var mun bjartara eldurinn kulnaði, enda viðurinn votur. þarna á heiðinni en niður við ströndina. )LA Anders Eira kynnti bálið í tjaldiuu. Stemmningin var dulúðug, neistarnir flugu frá snarkandi bálinu upp í reykjarkófið sem fyllti efri hluta tjaldsins. Morgunblaðið/Guðni Kautokeino er ein stærsta hrein- dýraeldisbyggð í heimi og var okkur sagt að 82% íbúanna á þessu svæði hefðu beinar eða óbeinar tekjur af hreindýranum. Á hverju ári er slátr- að um 60 þúsund hreindýrum og af- urðirnar, bæði kjöt, skinn og horn, mikilvægar fyrir afkomu Samanna. Kautokeino er vetrarbeitiland, á vorin eru dýrin rekin niður að ströndinni og snúa hjarðirnar aftur í október-nóvember. Það eru ýmsar blikur á lofti Sama sem stunda hjarðmennsku. Menn hafa töluverð- ar áhyggjur af ofbeit. Samarnir sögðu það rétt að svæði í Finn- mörku, líkt og í Svíþjóð og Finn- landi, væru ofbeitt. Samkvæmt skýrslu norrænu ráðherranefndar- innai’ sem fyrr var vitnað til hefur hreindýrum í Noregi fjölgað fyrst og fremst í Finnmörku. Þar þrefaldað- ist fjöldi hreindýra á áranum 1950-1989 og munu um 70% af norska hreindýrastofninum vera á þessu svæði og víða sjást merki of- beitar. Ekki hefur þó náðst sátt um hvernig eigi að ráða bót á því vanda- máli, að sögn viðmælenda okkar. Kostnaður við hreindýrahaldið hefur einnig aukist. Hreindýrabænd- ur hafa vélvæðst og nú þykir enginn maður með mönnum nema eiga vélsleða, fjórhjól, torfæruhjól og bíl og helst fleira en eitt af hverju. Þetta krefst þvflíkra útgjalda að margir eru farnir að afla sér aukatekna utan hreindýrabúskaparins til að ná end- um saman. Að spyrja samískan hreindýra- bónda um fjölda hreindýra í hjörð hans er svipað og að spyrja íslensk- an hrossabónda um hvað margt sé í stóðinu. Svörin sem fást eru í besta falli loðin! Fornir lífshættir á undanhaldi Sem fyrr segir voru félagarnir Sara og Eira klæddir að hætti Sama. Þeir sögðu að úr búningunum mætti lesa ýmsan fróðleik. Þannig notar einungis gift fólk ferkantaða hnappa en það ógifta kringlótta. Á ermum og líningum era skrautlegir borðar. Af litum þeirra og útliti má ráða af hvaða fjölskyldu og ætt viðkomandi er. Líf Sama hefur tekið miklum stakkaskiptum. Samar era fluttir úr lawo-tjöldum og gommu-jarðhýsum í nútímahíbýli. Bömin alast ekki lengur upp við tjaldlífið, þótt þau þekki vel til þess, enda tjöldin tölu- vert notuð. Samar hafa einnig öðlast meiri virðingu og viðurkenningu í norsku samfélagi og eiga sína opin- bera málsvara. Nú er mikið rætt um landnýtingu og yfírráð yfir víðerni Finnmerkur. Samískir hreindýra- bændur vilja fá að hafa hönd í bagga með stjórn þess. Töluverð samráð og samvinna er einnig með Sömum í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og í vax- andi mæli í Rússlandi. Nú mun unnið að stofnun sameiginlegs þings finnskra, sænskra og norskra Sama. Kurt Sara sagðist vera bjartsýnn á framtíðina. Börnin hans fá að njóta menntunar og hún veitir möguleika. Hann taldi þó ýmislegt mega betur fara. Til dæmis sá hann ekki hvernig fólk suður í Osló ætti að ráða því að ekki mætti hafa opinn eld í Finn- mörku eftir 15. apríl ár hvert. Þá væri enn snjór yfír öllu! Eins vildi þetta fólk banna akstur vélsleða þeg- ar væri komið fram í mai, og samt væri enn snjór í Finnmörku. Hann sagðist frekar vilja að slíkar ákvarð- anir væru teknar af fólki sem þekkti til aðstæðna. Hreindýr er hversdagsniatur Meðan á þessari fræðslustund stóð var farið að krauma í pottinum. Eira dró upp þurrkaðan hreindýrs- bóg og kuta sem var látinn ganga. Menn skáru sér flísar af kjötinu og var bógurinn fljótlega skinin beinin. Eira bætti leggjum og kartöflum í pottinn. Fyrst á matseðlinum vora merg- bein, eða soðnir hreindýraleggir. Eira dró hvern legginn af öðrum upp úr pottinum og klauf beinið með Samahnífnum. Síðan sötruðu menn merginn úr beinunum og kroppuðu það sem náðist til með tálgaðri bh-ki- grein. Því næst var boðið upp á brennheitt kjötsoð sem sopið var úr bollum. Þá var komið að kjötinu og kartöflunum. Matnum voru gerð góð skil, enda fólk orðið töluvert hungrað eftir ferðalagið og kuldann. Grænlenski fréttamaðurinn Lynge, sem kom seinna en við hin, hafði ekki séð ferðafélaga sína nema í flöktandi skini eldsins og sótugs ol- íulampans. Hann sneri sér að þeim sem var næstur og kynnti sig. Sessu- nauturinn var Svíi á sextugsaldri og svaraði hann því að til þessa hefði hann aðeins kynnst einum Græn- lendingi um ævina. Það hafi verið á blaðamannanámskeiði í Árósum í Danmörku árið 1974. - En ég var í Árósum 1974, hváði Lynge undrandi. Sem vænta má urðu fagnaðar- fundir með þessum gömlu félögum sem ekki höfðu talast við í aldar- fjórðung og hittust nú óvænt á eyði- hjarni Finnmerkur. Enn var bætt á eldinn og værð færðist yfír hópinn. Sótsvartir blaðamenn Maður vaknaði við basl Eira við bálið. Eitthvað vai- olíulampinn óþæg- ur og lyktaði bjástrinu með smávegis eldsvoða. Við tókum dótið saman og ferðbjuggumst eftir að hafa snætt samlokur og drakkið með ketilkaffi. Þegar komið var út í hreina loftið fann maður stæka reykjarlyktina úr fótunum og allt var kolkrímað af sóti eftir aðeins eina nótt í Samatjaldi. Nú var ekið til baka um 70 km leið til fjallaskálans í Gargia. Að þessu sinni nutum við dagskímunnar og birtunnar sem var meiri til íjalla en niðri við ströndina. Höfð var viðkoma við staðinn þar sem snörarnar vora lagðar, en engin rjúpa hafði látið glepjast. Vora snörarnar því teknar upp. Víða flugu þó upp rjúpur á leið- inni og eins sást héri. I áfangastað beið okkar rútan sem flutti okkur aft- ur til Alta. Til foma var Sömum gjarnan lýst sem svo að þeir hafi verið dökkir á brún og brá. Eftir dvölina í tjaldinu var erfítt að verjast þeirri hugsun hvort þeir hafi e.t.v. bara verið svona sótugir. Að minnsta kosti var vatnið heldur krímugt þegar maður komst loks í steypibað eftir þessa ógleyman- legu nótt í lawo-tjaldinu í Finn- mörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.