Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 B 11 Í > ♦ H Þjer sem fcrðist ti! útlanda j ! E Athuglfl, að vjer bjóðum yóttr far rwð bhnt.ki i ílugvjet 2 1 • af bestu gerfi og flytjum yður mílli Js.la»ul.s oj; Noiður- f ;; lanrta á 7 klukkustuntium fyrir svipað gjalt! ug sú íerð <; ;; kostar með skipi. Notið-flugvjelina, íarartæki ftanuið- lE aritmar, Með því vinst timi, gúft itftan og tkomtilrg fvrft. i! J'oflUir Lf. E! llafnar.strifti 23. .Stuii (»í*71. % .« # i > ‘Y EIN AF fyrstu auglýsingum Loftleiða. Mbl 4.10 1947. höggvið næst flugfélögunum, en Ferðaskrifstofa ríkisins var áber- andi í kynningum á skipaferðum og var m.a. í samstarfí við Skipaút- gerð ríkisins. Upphaf sólarlandaferða Frá og með árinu 1960 verða miklar breytingar í millilandaflugi. Fargjöld fara hríðlækkandi og verða samkeppnishæf við fargjöld á farþegaskipum. Blómaskeið einka- rekinna ferðaskrifstofa hefst. A þessum tíma fór teiknuðum auglýs- ingum fækkandi um leið og ljós- myndir urðu æ vinsælli. Textinn í auglýsingum ber vott um að land- inn sé orðinn veraldarvanari og óbeinar auglýsingar fara að sjást. Þó er ekki enn farið að höfða til ákveðinna markhópa né farið að bjóða sérfargjöld. Markaðsleg að- greining á milli flugíélagana tveggja er ekki áberandi líkt og síð- ar varð. Fyrsti markhópurinn Næstum árlega frá árinu 1962 til 1970 má sjá breytingar á auglýs- ingum Flugfélags íslands. Félagið fer að höfða til hinna ýmsu mark- hópa. Fyrst í stað er það hinn al- menni Islendingur, óháð kynferði og án tillits til stéttar eða stöðu. Ekki er farið að höfða til verðskyns viðkomandi og er t.d. aðeins aug- lýst að það sé stutt til Kaupmanna- hafnar þar sem alltaf sé eitthvað að gerast. í auglýsingum félagsins vorið 1962 er hins vegar reynt að höfða til ákveðins markhóps á skemmtilegan hátt. A sama tíma verða áherslubreytingar á ímynd- arsköpun Flugfélags Islands. Fram koma upplýsingar um verð og hversu mikið sé hægt að spara. Viscount-vél félagsins er í bak- grunni, en hún prýddi auglýsingar frá árunum 1960 til ársins 1966. Blómaskeið ferðaskrifstofa Með aukinni tíðni ferða til megin- landsins skapaðist um leið gi-und: völlur til rekstrar ferðaskiifstofa. í þeirra hópi voru m.a. Ferðaskrif- stofan Sunna, Ferðaskrifstofan Ut- sýn og Ferðaskrifstofan Lönd og leiðir. Auglýsingar þessara fyrir- tækja virðast vera aðeins á eftir auglýsingum Flugfélags Islands i myndanotkun, en þess í stað er oft um langan texta að ræða. Þotuöldin Árið 1967 hófst þotuöldin á ís- landi. Flugfélag íslands varð fyn-i til að kaupa þotu og var hún af gerðinni Boeing 727. Samkeppni við erlend flugfélög, sem hér milli- lentu, var enn í nokkrum mæli, einna mest auglýsti Pan American, en G. Helgason og Melsted hf. voru umboðsaðilar. Jafnframt voru á þessum tíma síðustu ár Gullfoss- ferðanna. Með tilkomu þotuflugsins jókst jafnframt markaðsleg að- greining íslensku flugfélaganna og fyrstu heilsíðu auglýsingarnar fóru að birtast. Auglýsingar Loftleiða byggðust frekar á hagstæðu verði og greiðslukjörum á meðan Flugfé- lag Islands minnti á aukinn ferða- hraða. Þá er einnig athyglisvert að Loft- leiðir nota nafn Rolls Royce í aug- lýsingum sínum sem þó framleiddi aðeins hreyfla Canadair-flugvéla þeirra. I bókinni I sviptivindum segir Sigurður Helgason þáverandi forstjóri Loftleiða að það hafi flug- félagið gert í auglýsingaskyni. ÞAR SEM Loftleiðir höfðu ekki yfir þotu að ráða var lögð meiri áhersla á sætarými og veit- ingar. Mbl 23.5 1968. .. Þeir voru fáir sem þekktu flugvélategundina Canadair. Rolls- Royce var hins vegar heimsþekkt gæðamerki vegna bflaframleiðslu sinnar. Þetta var brella sem við notuðum óspart í auglýsingum okk- ar og hafði tvímælalaust jákvæð áhrif og jók traust fólks á flugvél- unum.“ Eiginkonan fer með I byrjun árs 1970 kveður við nýj- an tón í auglýsingum Flugfélags Is- lands. Arin á undan var höfðað nokkuð jafnt til kynjanna. Nú hafa þotuferðir hins vegar staðið yfir í þrjú ár og stjórnendur félagsins farnir að sjá ákveðið mynstur í far- þegahópum. Þeir taka eftir því að karlmenn eru í miklum meirihluta. Því býður flugfélagið upp á þá at- hyglisverðu nýjung að bjóða 50% afslátt af fargjaldinu fyi-ir annan aðilann svo að viðkomandi (eigin- konan) þurfí ekki að sitja heima. Félögin sameinast Á aðalfundi Loftleiða hinn 28. júní 1973 urðu þáttaskil í sögu fé- lagsins. Akyeðið var að sameinast Flugfélagi Islands og skildi samein- ingin verða frá og með 1. ágúst 1973. Frá árinu 1974 fóru félögin að auglýsa undir sama nafni. Á sama tíma fór eftirspurn eftir utanferð- um með skipum minnkandi og lögð- ust farþegaflutningar með Gullfossi af árið eftir. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í upprifjun á þeim auglýsing- um sem tengjast frumkvöðlum í ís- lensku millilandaflugi. Hún er ekki tæmandi, enda aðeins sóttar upp- lýsingar í einn miðil. Ljóst má hins vegar vera að endurspeglun flug- sögu landsins má sjá á ýmsan máta og þar er þáttur auglýsinga síst minnstur. Þá má ætla að fínna megi hliðstæður hjá öðrum atvinnugrein- um og má í því sambandi nefna bíla-,trygginga- og drykkjarvöru- geirann. Hins vegar mun þróun auglýsinga halda áfram og hver veit nema auglýsingastofur nútím- ans fari einn daginn að líta aftur til upphafsára fjölmiðla í leit sinni að nýjungum. Höfundur er markaðsfræðingur. MILU iSLANDS 1 flUOÍAH SIIIAX- FftH CRIITT SlDAR lVlenalind Vernd fyrir viðkvæma húð KYNNING á nýju húðverndarlínunni frá HARTMANN í Borgar Apóteki, Álftamýri 1, mánudag og þriðjudag, 1,- 2. febrúar kl.13.00-17.00. Ráðgjafi verður á staðnum. 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.