Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 B 21^
BYGGING nýs skólahúss var styrkt af ABC-hjálparstarfi.
VERKAMENN í Kitetika.
upp þorp þar sem þeir sögðu að
uppreisnarmenn sem væru á móti
súdönsku stjórninni væru með
bækistöðvar.
Hættum við
að hætta við
Þrátt fyrir þessa hræðilegu upp-
lifun komumst við klakklaust aftur
til „menningarinnar" í höfuðborg-
inni Kampala. Því er ekki að neita
að á þessu stigi vorum við að því
komin að hætta við allt saman og
fara heim. En sem betur fer þá gáf-
umst við ekki upp. Við vorum send
til þorpsins Kitetika þar sem við
áttum eftir að eyða þremur dásam-
legum mánuðum með yndislegu
fólki. Kitetika er lítið þorp rétt utan
við Kampala. Ekki er auðvelt að
kasta tölu á íbúafjölda Kitetika en
gróflega má áætla að þar búi um
1.000 manns. Þar sem við bjuggum
er lítill kjarni byggðar sem risið
hefur upp í kringum skólann sem
ABC hefur byggt. Kallast þessi
kjarni Lighthouse Community
Center og þar búa eyðnismitaðar
ekkjur með börn sín studdar af
AB C-hj álparstarfi.
tíganda, Luganda,
Muganda og Buganda
Oft var erfitt að skilja Úganda-
búana í byrjun því framburður á
enskunni þeirra er ansi frábrugð-
inn því sem við eigum að venjast.
Þó var mun erfiðara að skilja þeirra
eigið tungumál, sem kallast Lug-
anda. Við vorum góða stund að átta
okkur á muninum á Luganda, Mug-
anda og Buganda. Eftir miklar
vangaveltur skildist okkur að Lug-
anda er tungumálið, Muganda er
persóna sem er úr ættflokknum og
Buganda er bæði ættflokkurinn og
svæðið þar sem ættflokkurinn ræð-
ur i-íkjum en í Úganda búa fjöl-
margir ættflokkar. Við kynntumst
einkum fólki úr fjórum helstu ætt-
flokkunum sem byggja landið en
þeir eru Buganda í suðri, Lwo, sem
búa við landamæri Súdans og Úg-
anda, Karamojong í austri og Arua,
en úr þeim ættbálki er Idi Amin
einna þekktastur.
Furðulegar
hjónabandsvenjur
Eftir nokkra dvöl í Kitetika vor-
um við farin að kynnast fólkinu bet-
ur og læra meðal annars um ansi
marga skn'tna og skemmtilega
hluti, s.s. hjónabönd innfæddra, en
venjur og siðir þeim tengdir eru
næstum því jafnmargir og ætt-
flokkarnir. Hjá Karamojong-ætt-
KENNSLA í ABC-skóla íslands
í Úganda. Skólabúningarnir eru
saumaðir af mæðrum barnanna
sem m.a. vinna þannig fyrir
skólagjöldum.
flokknum, sem heldur til við landa-
mæri Úganda og Kenýa, er sú að-
ferð notuð við val á kvonfangi að
þegar karlmaðurinn er búinn að
finna sér brúði sem hann vill giftast
þá fer faðirinn með hana í rúmið til
þess að „prófa“ hana. í austurhluta
Úganda er hjónabandið einnig
byggt á öðruvísi gildum en við eig-
um að venjast. Ef eiginmaðurinn
kemur heim, kannski úr vinnunni,
og sér að bróðir hans er í heimsókn,
þá verður eiginmaðurinn að gjöra
svo vel að bíða þar til „heimsókn-
inni“ er lokið!
111 meðferð
á innfæddum
Það sem okkur kom einna mest
á óvart meðan á dvöl okkar stóð í
Úganda var ill meðferð margra
hvítra manna á innfæddum. Og
það sem okkur fannst einna sárast
var að íslendingar eru þar alls
ekki undanskildir. Þessu kynnt-
umst við í seinni hluta dvalar okk-
ar í Úganda en þá unnum við í
frystihúsi sem var rekið af Islend-
ingi. Þar þurftum við að horfa upp
á landa okkar berja starfsfólk sitt
og oft kom það fyrir að fólkið
þurfti að vinna 12-16 tíma á dag og
fékk enga yfirvinnu greidda frekar
en mánaðarlaun fímm mánuði aft-
ur í tímann. Margt af þessu fólki
var að missa leiguhúsnæði, börnin
voru send heim úr skóla vegna
vangoldinna skólagjalda og starfs-
fólkið tók með sér matarskammt-
inn sinn sem verksmiðjan skammt-
aði þeim með sér heim til að gefa
börnunum að borða. Sem betur fer
þá hætti hann þessari framkomu
sinni stuttu eftir að við komum til
starfa hjá honum. En launin var
hann ekki búinn að borga þegar
við fórum heim aftur.
Jákvætt og
skemmtilegt fólk
Úgandabúar eni þrátt fyi'ir allar
hörmungarnar sem dunið hafa á
þeim síðustu árin afskaplega opið
og skemmtilegt fólk. Það er merki-
legt að sjá hvernig fólkið stendur
ætíð saman þó svo að hart sé í ári.
Ef svo illa vill til að einhver hefur
ekki ráð á að kaupa mat handa fjöl-
skyldu sinni þá reyna nágrannarnir
alltaf að bjóða þeim í mat. Það
sama á við ef fólk hefur ekki þak yf-
ir höfuðið. Það er oft þröng á þingi í
þeim smáu kytrum sem fólk kallar
hús.
Það er einnig óskráð regla í
samskiptavenjum Úgandamanna
að ef þú hittir sömu manneskjuna
á förnum vegi oftar en þrisvar
sinnum þá er dónaskapur að
spyi-ja ekki viðkomandi hvernig
fjölskyldunni líði, hvort hundurinn
sé ekki heilbrigður og þar fram
eftir götunum. Svona er hægt að
spjalla í 10-15 mínútur á leið í eða
úr vinnu á hverjum einasta degi.
Það tók okkur drjúga stund að
venjast þessu.
Jól í tíganda
Eftir að hafa verið í Úganda í 7
mánuði fórum við aftur heim og
skildum þá við marga góða vini
sem við viljum ekki gleyma né að
þeir gleymi okkur. Aður en við fór-
um lofuðum við að senda þeim eitt-
hvað heiman frá íslandi. Þegar jól-
in nálguðust fórum við á stúfana í
leit að munum sem við gætum sent
út. Við höfðum samband við vini og
kunningja og báðum þá um að
geyma allt sem kæmi fram við
jólahreingerningar og láta okkur
hafa það svo við gætum sent út.
Einnig höfðum við samband við
nokkur fyrirtæki og báðum um
styrki til þess að senda þetta út,
þar sem við sáum fram á að send-
ingarkostnaður gæti orðið ansi
hár. Þau fyrirtæki sem aðstoðuðu
okkur voru Flugleiðir, sem gáfu
okkur sendingarkostnaðinn til
London, Morgunblaðið, Fiskiðju-
samlag Húsavíkur, Islandsbanki á
Húsavík, Tannlæknastofan Bakt-
us, Húsavík, Sparta, Kaupfélag
Þingeyinga, Sjávarútvegsnefnd,
Siglufjarðar Apótek, Rafbær,
Siglufirði, og Verslunarfélagið As-
geir. Þessum fyrirtækjum kunnum
við bestu þakkir fyrir ómetanlega
aðstoð. Einnig viljum við þakka
fjölskyldunum í Hæðarbyggð,
Brattholti 5, Sigrúnu Guðmunds-
dóttur og öllum þeim öðrum sem
studdu við bakið á okkur við þessa
sendingu. Við höfum fengið fjöl-
mörg þakkarbréf frá því fólki sem
fékk gjafirnar og á það ekki orð til
að lýsa ánægju sinni og gleði yfir
þessum gjöfum. Enda er þetta fólk
alls ekki vant því að fá gjafir á jól-
unum. Hvað þá eina gjöf á hvern
fjölskyldumeðlim!
Hjálparstarfið
skilar sér
Að lokum viljum við þakka ABC-
hjálparstarfi fyrir alla þá aðstoð
sem það veitti okkur við að láta
æskudraum okkar rætast. Það upp-
byggingar- og þróunarstarf sem
ABC hefur unnið í samstarfi við
Odida-hjónin í Kitetika og á fleiri
stöðum í Úganda er í raun alveg
ólýsanlegt. Þau hafa bjargað fjöl-
mörgum mannslífum og hafa gert
mörgum lífíð auðveldara með elju-
semi, dugnaði og óeigingirni. ABC-
hjálparstarf starfrækir einnig mun-
aðarleysingjahæli á Indlandi, sem
kallast Heimili litlu ljósanna og
Heimili vonarinnar. Gjöfum til
ABC-hjálparstarfs er veitt móttaka
á tékkareikningi nr. 151 í íslands-
banka (537). Við höfum séð með
okkar eigin augum að hver króna
sem gefin er til ABC-hjálparstarfs
fer óskert til hjálparstarfa erlendis.
Því miður sáum við að svo er ekki
alls staðar.
Vinstrihreyfingin -
grænt framboð
Kjördæm-
isfélag
stofnað
KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs í
Reykjaneskjördæmi var stofnað í
Gaflinum í Hafnarfirði sl. fimmtu-
dagskvöld. Stofnfélagar eru um 60
talsins. Ögmundur Jónasson kynnti
Vinstrihreyfinguna - grænt fram-
boð og Kristín Halldórsdóttir flutti
ávarp.
Á fundinum voru samþykkt lög
félagsins og kjörin sjö manna
stjórn. Formaður var kjörinn Jens
Andrésson, Seltjarnarnesi, og með-
stjómendur Gunnsteinn Gunnars-
son, Kópavogi, Jóhanna Harðar-
dóttir, Mosfellsbæ, Sigtryggur
Jónsson, Bessastaðahreppi, Berg-
þóra Andrésdóttir, Kópavogi,
Hólmar Magnússon, Keflavík, og
Ragnhildur Guðmunsdóttir, Sel-
tjarnarnesi. Til vara voru kjörin
Gréta Pálsdóttir, Hafnarfirði, og
Ólafur Arason, Bessastaðahreppi.
Fundurinn samþykkti að fela
stjórninni að koma saman tillögu að
framboðslista sem síðan verði bor-
inn undir félagsfund.
ori/lame
Náttúrulegar sænskar snyrtivörur
Viljum bæta viá okkur
leiðbeinendum.
Góðir tekjumöguleikar.
'| Sími 567 7838 - fax 557 3499
I|||&^ e-mail raha@islandia.is
•.www.xnet.is/oriflame
-/elinei
Fegurðin kemur innan frá
Laugavegi 4, sími 551 4473.
AKRÍLLITI R
ÞEKJULITIR
Franskir
hágæðalitir
eiturfríir
umhverfisvænir
frá
LE FRANCE &
BOURGEOIS *
*
Nýjir
akríllitir
í pastel
tilvaldir ág
COUNTRY^
trévörurnar
GOTT
VERÐ
OPIÐ í DAG
SUNNUDAG
12 til 17
PAPPÍR • LITIR
RITFÖNG
ÓLÍNA/myndlistavörur
Brautarholti 16,
105 Reykjavík
Sími/Fax: 561 3055
ÁjKJDÍOSSJifftljl/JÁilia'/l
Þessi nýi MX Z 670 H.O. býr til dæmis yfir heilum heimi af þróuðustu tækni:
m.a. frábærri fjöðrun, óviðjafnanlegum aksturseiginleikum og 125 hestöflum,
sem gera hann að öflugasta sleðanum í sínum flokki,- svo að þú getur notið
þess besta í heimi íslenska vetrarríkisins. Farðu alla leið - á Ski-doo.
GÍSU JÓNSSON ehf
Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644