Morgunblaðið - 31.01.1999, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 B 13
+-
Heima er best
Eftir snarbratta hlíðina niður
úr Vatnsskarði taka Njarðvíkur-
skriðumar við. A árum áður var
vegurinn ansi glæfralegur, en í
dag er hann breiður og traust-
vekjandi, jafnvel þótt útsýnið sé
snarbrött hlíð ef litið er upp og
ólgandi brim ef litið er niður. I
miðjum skriðunum er kross,
kenndur við óvættinn Nadda sem
bóndinn Jón Bjamason lagði að
velli fyn' á öldum.
Naddi var dýr í annan endann
en maður í hinn, og bjó í Nadda-
helli í Naddagili. Hann sat fýrir
ferðamönnum sem áttu leið um
Skriðurnar, eftir að fór að
skyggja og drap þá, allt þar til
Jón kom honum í sjóinn, eftir að
hafa átt við hann í drjúga stund.
Jón hét því að reisa kross til
verndar þeim sem fóru um skrið-
urnar og hefur hann staðið þar
síðan, en ekkert hefur spurst til
Nadda. Sögum ber ekki saman
um hvenær þessi atburður átti sér
stað, þar eð Jón var uppi um 1550
en ártalið á krossinum er 1306.
Álfadrottning í Álfaborg og
konungur í Dyrfjöllum
Að loknum Skriðunum blasir
Borgarfjörðurinn við, umkringdur
vígalegum fjallgarði. Borgarfjörð-
ur eystra dregur nafn sitt af borg
álfanna sem stendur í miðju þprp-
inu Bakkagerði og nefnist Alfa-
borg. Sagt er að álfadrottning fs-
lands og fleiri álfar búi í henni og
hefur sést til fríðra flokka huldu-
fólks í nágrenni hennar. Alfar
hafa löngum sett svip á gang bæj-
arlífsins, en gott dæmi um slíkt
var þegar íýrirhugað vai' að flytja
kh-kjuna frá Desjarmýri og reisa
hana uppi á Alfaborginni.
Sagan segir að álfkona sem bjó
í Alfaborginni hafi birst einum
sóknamefndai-manni í draumi og
beðið hann að koma í veg fyrir að
hróflað yrði við bústað hennar.
Vitjun álfkonunnar bar árangur
og var kirkjan reist á mel rétt
norðan bústaðar hennar, þar sem
hún stendur enn.
íbúar Borgarfjarðar varðveita
álfa- og aðrar þjóðsögur byggðar-
innar vel og vandlega, segja þær
börnum sínum svo hefðin helst í
munnlegri geymd. En sögumar
er einnig að finna í þjóðsögunum
og eru þær ansi margar sem ger-
ast á þessu svæði. Má þar nefna
söguna „Móðir mín í kví, kví“ sem
gerist í Loðmundarfirði, sunnan
við Borgarfjörð. Sögur fara einnig
IÐ keyram löt-
urhægt á ísi
lögðum veginum
+ . yfir Vatnsskarðið,
í|p V áleiðis til Borgar-
. fjarðar eystra.
Hlíðin er brött, veg-
urinn hlykkjóttur og
snjór allt í kring.
Neðst í brekkunni sjáum við veg-
hefil koma á móti okkur. Hann
ryður veginn þrisvar í viku, en
þess á milli fýkur snjórinn til eins
og honum sýnist.
Þótt það taki einungis um
klukkutíma í góðri færð að kom-
ast frá Egilsstöðum á Borgar-
fjörð, getur tekið mun lengri tíma
að komast þarna á milli, eins og
gengur og gerist með fjallvegi. Þó
era sumir sem nýta sér snjóraðn-
ingstækin og hefur héraðslæknir-
inn stundum fengið að fljóta með
snjóblásaranum þegar ekki er
fært, og hann þarf inn á Borgar-
fjörð. Einhvern tíma á hann líka
að hafa rennt sér á skíðum niður
fjallið þegar engin önnur ráð vora
fýrir hendi.
af ábúendum bæja í Borgarfirði,
eins og Hvannstóði, Desjarmýri og
Hvoli og kynnum þeirra af álfum.
Það er því engin tilviljun að eitt
stærsta fyrirtækið á Borgarfirði
kallist Alfasteinn, en þar er einnig
starfandi upplýsingamiðstöð fyrir
ferðamenn. En vísanir í álfa og
huldufólk er að finna víðar. Til
dæmis era heimkynni álfabiskups-
ins í Blábjörgum, stuðlabergs-
hömram skammt suður af Herj-
ólfsvík, og álfakóngurinn býr í Dyr-
fjöllum. Þaðan hefur hann útsýni
yfir Borgarfjörðinn, úr þessum til-
komumiklu fjöllum, sem Kjarval
málaði svo oft. Dyrfjöllin gnæfa yf-
ir firðinum og dymar eru eins og
op út í umheiminn. Kjarval var
Borgarfjörður hugleikinn í verkum
sínum, og prýðir tO dæmis myndin
„Sjón er sögu ríkari“, sem er af
Staðarfjalli í Borgarfírði danska
þjóðþingið, auk þess sem Jesú,
Alfaborgin og Dyrfjöllin prýða alt-
aristöfluna í Borgarfjarðarkirkju.
Kjarval ólst upp í Geitavík í Borg-
arfirði frá fjögurra ára aldri og á
hundrað ára afmæli hans árið 1985
reistu Borgfirðingar honum minn-
isvarða við æskustöðvar hans.
Þorranum tekið opnum örmum
A Borgarfírði búa um 150
manns. Sumir eru með búskap, en
aðrir sækja sjó, vinna í fiski eða
stunda þjónustustörf. Þegar við
renndum í hlaðið á Bakkagerði vai'
afar rólegt yfirbragð yfir bænum
og Borgarfirðinum öllum. Lífið
gekk sinn vanagang, í hæfilegri
fjarlægð frá erli stórborga og
stærri bæja.
„Nei, hér er engin sjoppa,“ segir
Bryndís Snjólfsdóttir í Álfasteini
þegar ég spyr hvar sé hægt að
kaupa sér í svanginn. „Þið getið
farið í kaupfélagið en það er opið
frá hálf eitt til hálf sex,“ segir
Bryndís og ég lít á klukkuna og
hún er hálf tólf. Kaupfélagið er
lokað og Bryndís og Helgi Am-
grímsson eiginmaður hennar bjóða
okkur í hádegismat.
Að loknum hádegisverði sem et-
inn var undir ógrynni af skemmti-
legum sögum frá Borgarfirði
komumst við að því að stífar æfing-
ar standa yfir fýrir hið árlega
þorrablót sem haldið er í félags-
heimilinu Fjarðarborg.
Jón Sigurðsson, í daglegu tali
nefndur Jón á Sólbakka, er í þorra-
blótsnefndinni þetta árið og er að
fara á æfingu í kvöld. Hann er með
hrossabú á Sólbakka en starfar auk
þess í fiskverkuninni hjá Karli
Sveinssyni. Jón spilar á harmon-
ikku, „glamrar" á píanó að eigin
sögn, og er eins og flestir Borgfirð-
ingar, mjög hagmæltur, þó hann
viðurkenni það ekki sjálfur.
I fyiTa var hann á sjúkrahúsinu
á Neskaupsstað að láta „gera við“
kviðslit sem hann hafði lengi geng-
ið með. Þá komu þessi orð upp í
hugann:
„Legg ég nýtt á lífið mat
loksins heill að framan.
Þegar þetta gamla gat,
greri aftur saman.“
Sami botn frá
frændsystkinunum
Þorrablótsnefnd fylgir mikið
annríki. Það þarf að semja vísurÞ-
JÓN á Sólbakka með
einn af hestunum sín-
um, Straum frá Stokk-
hólma, á myndinni efst
í horninu til vinstri.
UPPALENDUR Læks í
eldhúsinu á Jörfa,
Guðmundur Sveinsson
og Susanne Neumann.
SÉÐ yfir Borgarfjörðinn
og þorpið Bakkagerði á
litlu myndinni fyrir
miðju.
GUÐMUNDUR Sveins-
son gefut hreindýrinu
Læk á hverjum degi.
HREINDÝRIÐ Lækur
gengur frjálst ferða
sinna. Hann fer þó ekki
langt, og kemur hlaup-
andi þegar kallað er í
hann.
VIÐ flæðarmálið. Séð
yfir þorpið Bakkagerði
og Dyrfjöllin á stóru
myndinni til vinstri.
Morgunblaðið/RAX