Morgunblaðið - 31.01.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 31.01.1999, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Á leið út í óvissuna Alllangt er síðan kristniboðar voru síðast vígðir hér á landi. Því þótti það tíðindum -------------*------------ sæta í byrjun árs þegar biskup Islands vígði Leif Sigurðsson til kristniboðsstarfa í Kenýu. Kjartan Jónsson ræddi við Leif af þessu tilefni. KIRKJA sem ekki sinnir kristniboði verður ekki langlíf og kristniboð sem ekki á sér athvarf og sækir sér ekki næringu í samfélagi kristins safnaðar um orð Guðs og borð dagar uppi,“ sagði biskup Islands, herra Karl Sigur- björnsson í prédikun sinni er hann vígði Leif Sigurðsson, í Dómkirkj- unni, til kristniboðsstarfa í Kenýu 3. janúar síðast liðinn. Hann sagðist enn fremur vona að þessi vígsla boð- aði nýja tíma þar sem kristniboðs- hreyfíngin og kirkjan á Islandi vökn- uðu til aukinnar vitundar um að standa saman um þessa grundvallar- köllun kristinnar kirkju, að stunda kristniboð. Það eru allmörg ár síðan kristniboðai' voru síðast vígðir og því þótti þessi vígsla tíðindum sæta. Leifur lauk fjögurra ára guðfræði- námi við Fjellhaug kristniboðsskól- ann í Osló vorið 1997, stundaði síðan nám í djáknafræðum við guðfræði- deild Háskóla íslands veturinn 1997- 98 og enskunám í Englandi í þrjá og hálfan mánuð síðast liðið haust sem undirbúning undir störf sín sem kristniboði. Hann hélt til Kenýu um miðjan janúar. Leifur er fæddur í Reykjavík 8. ágúst 1970, en ólst upp á Patreksfirði fram yfir fermingu en síðan fluttist hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Hann lítur á sig sem Vestfirðing. „Það var gott að alast upp á Patreksfirði sem bam,“ segir hann. „Umferðin var miklu minni en í Reykjavík og maður gat leikið sér úti allan daginn. Stundum dorgaði maður á bryggjunni og veiddi marhnút." Foreldrar Leifs eru Fjóla Guð- leifsdóttir, hjúkrunarfræðingm- og Sigurður Jónsson, apótekari. Áhrifavaldar Var mikið fjallað um kristniboð á þínu heimili? „Nei, ekki á meðan við bjuggum fyrir vestan. Móðir mín var trúuð kona og starfaði á yngri árum bæði í Kristilegum skólasamtökum og þekkti til starfs Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, SÍK, þannig að fyrstu trúaráhrifin sem ég varð fyrir eru frá henni. Hún kenndi mér bæn- ir og bað trúfastlega íyrir mér, syst- ur minni og föður. Það eru áhrif sem ég bý alltaf að. Ég sótti sunnudaga- skóla á Patreksfirði hjá sr. Þórarni Þór, en hann skírði mig og fermdi, en lítið var fjallað um kristniboð í umhverfi mínu. Ég kynntist kiústniboðinu ekki fyrr en eftir að við vorum flutt til Reykjavíkur er ég hóf að sækja sam- komur SIK. Ástæðan var sú að móð- ir mín sótti þær. Ég var í rauninni mjög tregur til að fara, en hún keyrði lítið í borginni og það varð hlutskipti mitt að aka henni. Kristin- dómurinn hafði ekki mikið gildi fyrir mér á menntaskólaárum mínum og ég sótti lítið fundi í kristilegum fé- lögum. Þó fór ég stundum á fundi í KFUM og var tekinn inn í það félag. Satt best að segja þótti mér hálfleið- inlegt að sitja á þessum samkomum en varð að bíða eftir móður minni til að aka henni heim!“ Kristniboð var þó ekki alveg óþekkt fyrir Leifi í uppvextinum því að kristniboðar eru í fjölskyldu hans. Móðursystir hans, Kristín Guðleifs- dóttir (d. 1996), og maður hennar sr. Felix Ólafsson, sem búið hafa um áratugaskeið í Danmörku, voru fyrstu íslensku kristniboðarnir sem fóru til Eþíópíu árið 1953. Þau hófu kristniboðsstarf í Konsó í suðurhluta landsins. Frændi Leifs, sr. Ólafur Felixson, prestur í Hirtshals í Dan- mörku, var um skeið kristniboði á eyjunni Bahrain á Persaflóa. Þetta fólk bjó þó það langt í burtu að það varð ekki mikill áhrifavaldur í upp- vextinum. Áhrifa þess gætti síðar er hann stundaði nám í Noregi og gat heþmsótt það. Á sama tíma og Leifur heldur til Kenýu fer sr. Felix til starfa í Konsó um þriggja mánaða skeið rúmum 40 árum eftir að hann sneri þaðan heim. „Ég fór á Biblíuskóla í Osló,“ segir Leifur, „að afloknu stúdentsprófi að áeggjan móður minnar, en hún dvaldist í Noregi í nokkur ár á sínum yngri árum og þekkti landið mjög vel. Þar var ég í einn vetur. Sá tími varð mjög afdrifaríkur fyrir mig. Ég öðlaðist meiii skilning á kristin- dómnum og stóð frammi fyrir því að þurfa að taka afstöðu til hans og ákveða hvað ég ætlaði að gera við hann. Á þessum tíma vaknaði trú mín og varð lifandi. Fram að því hafði kristindómurinn bara verið þurr kenning sem hafði lítið gildi fyrir mig þrátt fyrir að ég hafði sótt sunnudagaskóla og verið fermdur þó að án efa hafi fræjum verið sáð þar sem báru nú ávöxt. Það hefur gífur- leg áhrif á mann að mæta hinum lif- andi, upprisna frelsara, Jesú Kristi. Þetta var mjög gott ár og ég eignað- ist marga af mínum bestu vinum.“ Kristnibo ðsköllun Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara á kristniboðsskóla í Noregi? „Skóli fyrir kristniboðanema er á sama stað og Biblíuskólinn sem ég sótti. Kenaramir eru flestir fyrrver- andi kristniboðar og töluðu óhjá- kvæmilega um kristniboð er þeir miðluðu af lífsreynslu sinni í kennsl- unni. Kristniboð var samofið þeim kristindómi sem kenndur var á skól- anum. Það hafði þó mest áhrif á mig að sjá og hitta stráka á mínum aldri sem voru á kristniboðaskólanum. Þeir voru ekkert ólíkir mér og hugs- uðu ekkert öðru vísi en ég, en höfðu fengið köllun til að gerast kristniboð- ar. Ég talaði oft við marga þeirra. Þetta varð til þess að ég fór að líta á kristniboð sem meira en litskyggnu- sýningu á kristniboðssamkomu. Ég fann fyrir innra kalli Guðs til kristni- boðs.“ Hvernig lýsti það sér? „Ég velti því fyrir mér þennan vetur hvað ég ætti taka mér fyrir hendur í lífinu og að hverju ég ætti að stefna. Ég varð að taka einhverja ákvörðun í því sambandi. Ég tókst á við spurninguna um það hvers vegna við lifum á þessari jörð og hvernig við eigum að nota líf okkar. Þegar ég mat það með augum Biblíunnar fannst mér krisniboð vera æðst alls. Hvað getur maður gert betur með líf sitt en að þjóna Guði sem kristni- boði? Það er erfitt að útskýra þetta en fyrir mér var enginn annar mögu- leiki tU.“ Hafðirðu átt þér aðra drauma áð- ur? Langaði þig ekki að verða „eitt- hvað“? „Jú. Þó var ég nokkuð óráðinn. Það hefði getað orðið eitthvað á sviði Ljósmyndari/Anna Sigurðardóttir LEIFUR Sigurðsson ásamt biskupi íslands og vígsluvottum við kristniboðavígsluna 3. janúar. F.v. Leifur, Jónas Þórisson, formaður SÍK, Lilja Sigurðardóttir, Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, Kjartan Jónsson, framkvslj. SIK og Árni Sigurjónsson. 1[r - WKBm jg*. / •ffijaH r ^ jhb| 11 Ljósmyndari/Fjóla Guðleifsdóttir UNDIRBÚNINGNUM undir kristniboðsstarííð er lokið. Leifur stundaði m.a. ijögurra ára guðfræðinám við Fjellhaug kristniboðsskólann í Osló og enskunám í Englandi. Hér er hann (til hægri) ásamt hjónunum sem opnuðu heimili sitt fyrir honuni meðan á enskunáminu stóð. Hann hélt til Kenýu um miðjan janúar. Þar beið hans sex mánaða nám í swahílí. Ljósmyndari/Fjóla Guðleifsdóttir LEIFUR ólst upp á Patreksfirði fram yfir fermingu. Þar átti hann góða æsku. Hér er hann ásamt Onnu systur sinni uppi í hlíðinni fyrir ofan bæinn. heilbrigðismála, þai- sem faðir minn er lyfjafræðingur og móðir mín hjúkrunarfræðingur. En í rauninni reyndi ekkert á það því að ég hafði ekki tekið neina ákvörðun um aðra menntun. Kristniboðsköllunin varð svo sterk að ég komst ekki undan henni og tók þá ákvörðun að verða kristniboði.“ Var þetta erfið ákvörðun? „Já, en bæði nemendur og kennar- ar á Biblíuskólanum hjálpuðu mér mikið í glímunni við þessa ákvörðun. Hvaða gagn hafðir þú af fjögurra ára námi á kristniboðaskóla? „Þetta var mjög gott guðfræðinám sem tengdi saman boðskap Biblíunn- ar og trú mína. Þetta var samt að mörgu leyti erfiður tími og sérstak- ur. Námið var ekki bara fræðilega erfitt heldur var það einnig erfitt fyrir mig sem persónu. Allt sem við vorum að vinna með í skólanum varð persónulegt, maður varð að taka af- stöðu til margra mála. Auk þess vor- um við nemendur stundum sendir út til þess að halda samkomur og pré- dika. Þá hittum við trúað fólk sem lifði fyrir það að aðrir eignuðust trú á Jesú Krist. Það hafði áhrif á okkur. Við vorum 15 í bekknum. Nú eru bekkjarfélagarnir að dreifast út um allan heim sem kristniboðar. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim á næstu árum. Stundum sótti að mér efi og ég spurði sjálfan mig hvort ég hefði tek- ið rétta ákvörðun. Ymsar spurningar leituðu á mig: Er Guð raunverlega að kalla á mig? Er ég nógu góður til að fara í þetta starf? Hvað með allar hætturnar? Af hverju ekki að starfa heima og fara í betur launað starf? Það var gott að eiga hina bekkjar- félagana að. Við hjálpuðum hver öðr- um. Ég á margar góðai' minningar úr einkasamtölum við þá.“ Hvaða þýðingu hafði kristniboða- vígslan íyrir þig? „Mjög mikla. Vígsludagurinn hef- ur verið mér fjarlægur í fimm ár en nú er komið að því að halda af stað til Afríku. Vígslan var staðfesting á köllun minni, bæði fyi-fr sjálfan mig og þá sem senda mig. Athöfnin var mjög góð og innileg. Ég er mjög ánægður með að biskupinn okkar skyldi hafa vígt mig. Það var einnig gott að heyra hvernig hann talaði um kristniboðið. Stundin hafði mikil áhrif á mig. Það er mikilvægt að hafa fólk heima sem biður fyrh- manni og stendur að baki starfinu úti á kristni- boðsakrinum. Án þess er ekki hægt að reka kristniboð. Vonandi tekst mér að halda góðu sambandi við kristniboðsvini og vera duglegur að skrifa.“ Kirkjan er alþjóðleg Er ekki nóg að gera hér heima á íslandi? „Jú, auðvitað. Ég kom heim úr enskunámi í Englandi rétt fyrir jól- in. Margir nemendanna voru að búa sig undir að fara út sem kristniboð- ar. Það var gott að kynnast þessu fólki. Þá kynntist maður á nýjan hátt hinni alþjóðlegu kirkju Krists. Guð hefur kallað okkur til að fara og gera allar þjóðir að lærisveinum. Þeirri skipun er hlýtt um allan heim nú á tímum. Fólk fer frá ótal mörgum löndum til annarra þjóða með hinn kristna boðskap. Éf við glötum tengslunum við hina alþjóðlegu kirkju og kristniboð kirkjunnar, þá held ég að við týnumst í naflaskoðun. Það er mjög slæmt að missa tengslin við kristna bræður og systur í öðrum löndum. Ég hitti nýlega þrjá Asíubúa sem voru á leið út sem kristniboðar. Einn þeirra var frá Suður-Kóreu á leið til Suður-Afríku, annar Japani á leið til Indlands og sá þriðji Indónesi á leið til Kasakstans. Það eru margh- þátt- takendur í kristnibpði í hinni alþjóð- legu kirkju Krists. Ég hvet fólk, til að afla sér upplýsinga um þetta starf því að það er mjög áhugavert." Én ertu ekki bara að fara út til að eyðileggja menningu þessa fólks? Er ekki best að leyfa því að fá að vera í friði? „Nei. Kristniboð býður fólki val- kost. Við ei-um að hlýða boði Jesú Krists er við förum með hinn kristna boðskap til annarra þjóða. Jesús sagði okkur ekki að eyðileggja menn- ingu annarra þjóða eða þröngva trú okkar upp á þær. Við erum aðeins að vitna, segja frá trú okkar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.