Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 22
-^22 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
DÆGURTÓNLIST
Frumstæð
framúr-
stefna
BANDARÍSKA rokkbylgjan sem gjarnan er kennd við lítil hljóm-
gæði; kölluð Lo-Fi, er upp full með listamönnum sem njóta meiri
virðingar en vinsælda, eins og svo oft vill verða með merkilega tón-
list. Tónlistarstefnunni er erfitt að lýsa; hún dregur dám af frum-
stæðu rokki og gítarglamri, skotnu eins konar frumgerð sveitatón-
listar og borin uppi af drjúgum pönkanda þar sem allt snýst um að
gera hlutina sjálfur sjálfs sín vegna. Bylgjan reis á níunda áratugn-
um og þó fæstir frumkvöðlanna hafí notið eldanna, eru fjölmargar
sveitir og listamenn eftir, þeirra á meðal Will Oldham, en svo vel ber
í veiði að hann heldur tónleika hér á landi næstkomandi fimmtudag.
Ekki er gott að greina Lo-Fi í
stuttu máli, enda má segja að
merkimiðinn geti eins átt við bíl-
skúrsrokkara sjöunda og áttunda
áratugarins og þær sveitir sem
helst eru nefndar
í dag. Poppliðið í
R.E.M. taldist
meðal Lo-Fi
sveita á sínum
tíma og einnig
má nefna Pussy
Galore, Beat
Happening og
Royal Trux, sem
voru upp á sitt besta á níunda
áratugnum, og á seinni tímum
Sebadoh, Pavement og Liz
Phair. Will Oldham skipar sér
þar í flokk og hefur unnið með
ýmsum goðsagnakenndum sveit-
um samhliða því sem hann hefur
þrætt sína leið markvisst og
skipulega.
Will Oldham ólst upp í Louis-
ehir Árna
Motthíasson
Í1
gengur aftur
Þeir eru fjölmargir vestan
hafs og austan sem hyggj-
ast halda upp á aldamótin
um næstu áramót. Þeirra á
meðal er listamaðurinn
Prinee Rogers Nelson, sem
kallar sig Listamanninn, en
allir þekkja sem Prince.
Undanfarið hefur hljómað í
útvarpi og sjónvarpi og á
eftir að glyrnja mikið á
þessu án lagið fræga 1999
af samnefndri breiðskífu
Prince sem koip út fyrir
sautján árum. I laginu
syngur Prince um það
hversu hann muni
skemmta sér um áramótin
næstu. Til að tryggja að
aðrir skemmti sér eins
hyggst hann gefa lagið út í
ville í Kentueky-fylki og fékkst
við leiklist á unga aldri, lék
meðal annars í kvik-
myndum sem ungling
ur og þótti góður.
Meðal annars lék
hann í kvikmynd
Johns Sayles
Matewan
1987, en
sneri sér
síðar að
leik í sjón-
varpsþátt-
um. Um
líkt leyti
var Old-
ham far-
inn að
fást við
tónlist í
miðri ný-
bylgju-
gróskunni í
heimabæ
sjö mismunandi útgáfum á
stuttskífu á næstu dögum.
Meðal gesta eru Larry Gra-
ham, Rosie Gaines og Doug
E. Fresh, en lögin eru öll
með hraðanum 121 taktur
á mínútu utan ein útgáfa
sem verður 97 takta. Þeir
sem kaupa plötuna beint
frá Prince á vefsíðu hans
eða í simasölu fá eitthvað
aukreitis, en engum sögum
fer af því hvað það sé.
Á vefsíðu Price,
www.love4oneanother.com
, kemur fram að hann gefí
skífuna út ekki síst til að
koma í veg fyrir að Warn-
er-útgáfan græði á laginu
gamla, enda á það útgáfu-
réttinn.
Llstamaðurlnn Ætli hann hafi haldið upp
á fertugsafmælið 39. afmælisdaginn sinn?
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Afturgðngur Happy Mondays á sviði í Menntaskólanum
við Hamrahlíð sælla minninga.
Mondavs
EIN HESLTA hljómsveit breskr-
ar rokksögu síðari ára er æringja-
flokkurinn Happy Mondays. Sú
lagði upp laupana fyrir nokkrum
árum, meðal annars vegna lífemis
fyrirliðans. Þeir sem syrgt hafa
sveitina geta þó tekið gleði sína
aftur, því nýjustu fregnir herma
að liðsmenn hafi slíðrað sverðin og
hefji tónleikahald innan skamms.
Happy Mondys þraut örendi
rétt þegar sveitin var komin
með tugmilljónasamning í hend-
urnar. Að sögn reið fíkniefna-
neysla söngvara sveitarinnar,
Shauns Ryders, baggamuninn, en
hann stofnaði síðar Black Grape
og gaf út tvær breiðskífur sem var
vel tekið. Fyrir einhverjar sakir
slitnaði uppúr samstarfi Black
Grape-manna og um tíma bar lítið
á Shaun Ryder. Hann hefur þó
ekki setið auðum höndum, því nýj-
ustu fregnir herma að hann hafi
verið að ræða við forðum félaga
sína í Happy Mondays með þeim
árangri að sveitin kemur saman
aftur.
Happy Mondays-menn hyggjast
taka upp störf að nýju í apríl, en
þá eru bókaðir með þeim fernir
tónleikar, og leika síðan á tónlist-
arhátíðum sumarsins. Ekki eru
allir forðum meðlimir Happy
Mondays með að þessu sinni, en
þó trymbillinn sem var og bassa-
leikarinn Paul, bróðir Shauns.
smáskífan undir heitinu Palace
Songs, sem var í raun Oldham að
mestu einn. Hann átti reyndar
eftir að nota Palace-nafnið lengi
og þá í ýmsum útgáfum; helst
Palace Brothers, þá Palace
Songs, Palace Music eða bara
Palace. Lítið skipulag virðist á
æðinu, því nöfnin eru notuð jöfn-
um höndum. Fyrir tveimur árum
kom svo út síðasta Palace-skífan
og í ár gaf Oldham út tónlist und-
ir eigin nafni. Fyrir ári tók hann
aftur á móti upp nýtt aukasjálf
og hefur upp frá því gefið út und-
ir nafninu Bonnie Prince Billy.
Undir því nafni hefur hann gefið
út nokkrar smáskífur og
tólftommur og fyrir skemmstu
kom fyrsta breiðskífan, I See A
Darkness.
Eins og getið er telst Will Old-
ham jafnan í hópi tónlistarmanna
vetsan hafs sem lagt hafa stund á
lágstemmda og frumstæða
sveitaskotna framúrstefnu;
draga dám af Byrds og Neil
Young, ekki síður en frumbýl-
ingspönki. Sumir vilja kalla tón-
listina and-þjóðlagatónlist og má
til sanns vegar færa því þeir sem
hana stunda hafna gjarnan þjóð-
legri væmni og tilgerð, en leggja
þess meiri áherslu á persónulega
og hreina túlkun. Það á vel við
Oldham, því hann hefur tileinkað
sér fornt málfar, syngur eins og
gamall maður og beitir mikilli
naumhyggju í lagasmíð, en text-
arnir eru gegnsýrðir tómhyggju.
Það er mikill fengur að fá Will
Oldham hingað tii lands, en hann
heldur tónleika á Gauknum
næstkomandi fimmtudag eins og
getið er. Til upphitunar á þeim
tónleikum verður öðlingssveitin
Sigur Rós, sem viðrar líkastil
eitthvað af tónlist af væntanlegri
skífu. Kristján „KK“ Kristjáns-
son kemur einnig fram á Gaukn-
um á finmmtudag, leikur einn en
einnig í einhverjum lögum með
Sigur Rós sem gæti orðið eftir-
minnileg uppákoma.
■ROKKARINN Marilyn
Manson hefur gaman af að
hrella fólk og hefur náð
langt á því. Sjálfskipaðir
siðgæðispostular hafa ham-
ast að Manson og reynt að
gera honum allt til miska,
en sjaldgæfara að hann
gangi fram af aðdáendum
sínum. Það gerðist þó í
Ástralíu á dögunum að
Manson þótti handleika
hljóðnema svo dónalega að
ungmenni í áheyrendaskar-
anum grýttu hann með
vatnsflöskum úr plasti.
Ekki kemur fram hvaða
korn fyllti mælinn, en þess
getið í fréttaskeytum að
Manson var klæddur rauðu
pungbindi, sokkabelti og
fjaðurskikkju.
■SIMON Fuller, maðurinn
sem bjó til Spice-stúlkna-
flokkinn, er aftur kominn á
kreik, að þessu sinni með
þrjú ungmenni sem hann
kallar Next of Kin. Að sögn
er tónlistin gítarpopp í ætt
við Hanson, en liðsmenn
eru víst allir bræður, Nath-
an, Mark og Kieran Bass,
átján ára, fimmtán og
þrettán. Ekki er rétt að
trúa um of því sem frá
Fuller kemur, muna líklega
flestir eftir lygisögunum
um tilurð Spice Girls, og
því ekki víst að skyldleiki
þeirra pilta sé eins mikill
og kemur fram í fréttatil-
kynningum. Fyrsta smá-
skífa Next of Kin kemur út
í febrúarbyrjun og heitir 24
Hours.