Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 10

Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR1999 MORGUNBLAÐIÐ AUGLÝSINGAR ÍSLENSKU FLUGFÉLAGANNA Á UPPHAFSÁRUM MILLILANDAFLUGS FyrIfsvortrnerfSar'fiölskyIda. flrðiClr vcnjufé^t. forojcld, oCrir fJölíStyldullSor hólft.' þcgar hjöo eöo' fjöltkyldur ferðott *omon. Nú þórl clginkenan «kki oð sllja hclmo — Hún Isor 50% ofilólt of,farQÍaldimj, ■ ; .r- FjölskyWuforgjSld mllll londo yfir v«frormón- uöino glldo nú b*5/ til SkondínóvEu og Brol- kmds. FjölsVyldufcrgjðld Innonlondí/ollon órilns hrlng glldo ó öllurrf flufllolflum. L»«!!i5 ndnorl upplýslnco hjó FJugféíoglnu og IATA fcrCoskrifilofurr.. . - FORYSTA I ISUNZKUM, FLUGMALuM Á árunum 1947 til 1977 áttu sér stað gífurlegar framfarir í millilandaflugi til -------7------------------------------- og frá Islandi. Þessara breytinga má sjá stað í auglýsingum flugfélaganna Flugfélags Islands og Loftleiða í dag- blöðum þessi ár. Hugi Hreiðarsson fletti gömlum Morgunblöðum. UPPHAF reglubundinna áætlunarferða í millilanda- flugi frá íslandi má rekja til ársins 1946, en þá keyptu Loftleiðir Douglas DC-4 Skymast- er-flugvél frá Bandaríkjunum. Vél- inni þurfti að breyta úr herflugvél pg dróst því fyrsta ferð hennar frá íslandi til 17. júní árið 1947. Hófst þá fyrir alvöru samkeppni í milli- landaflugi á Islandi, en fyrir voru Flugfélag íslands og erlend félög sem millilentu hér á landi. Flugfé- lag íslands gerði þá út Katalínu- flugbáta sem bæði voru notaðir í innanlands- og millilandaflugi en einnig voru þeir með leiguvél í slík- um verkefnum. Frá árinu 1947 til 1952 reyndu Loftleiðir síðan að hasla sér völl á alþjóðamarkaði og héldu þeir bæði uppi leiguferðum og óreglubundnu áætlunarflugi. Mest var flogið til Prestvíkur, Kaupmannahafnar og Stokkhólms. Fyrstu auglýsingarnar Fyrstu skrefin í áætlunarflugi til meginlands Ewópu voru stutt. Auglýsingar flugfélaganna voru smáar og einfaldar með fábreyttum textum þar sem fram komu aðeins upplýsingar um áfangastaði. Ekki var reynt að höfða til sérstaks hóps einstaklinga né lýst kostum eða hagkvæmni flugferða. Pá voru þess- ar auglýsingar fátíðar og suma mánuði var ekkert auglýst. Nokkuð fjölbreytt samkeppni var um farþegaflutninga til og frá land- inu. Var ekki einungis samkeppni á milli íslensku félaganna heldur og við farþegaskip og togara. Til dæm- is auglýssti Fjelag íslenskra botn- vörpuskipaeigenda laus pláss í tog- urum sem voru á leið utan og var frá og með 26. júní 1947 innheimt fargjald að upphæð 350 krónur. Þá var fyrstu þrjá áratugi hins reglubundna millilandaflugs sam- keppni við erlend flugfélög. Sjá má í Morgunblaðinu frá þeim árum auglýsingar frá Air France, Japan Air, British Airways og Det Norske Luftfartselskap, sem síðar varð hluti af SAS. Líkt og þær íslensku eru auglýsingar þeirra fábrotnar. Athygli vekur að flest erlendu flug- félögin ráku skrifstofur eða héldu úti umboðsmönnum í Reykjavík og má þannig ætla að íslendingar hafi töluvert notfært sér þennan val- kost. Til að skilja betur eðli auglýsing- anna á þessum tíma er vert að skoða þjóðfélagsástandið. Gjaldeyr- ishöft voru ströng og ferðalög al- mennings til útlanda því ekki efst á óskalista stjórnvalda. Til dæmis má fínna þessa fyrirsögn í Morgun- blaðinu 25. ágúst 1948: „1600 ís- lendingar hafa farið til útlanda í sumar án gjaldeyrisleyfa." Síðan er rakið hversu hættulegt það sé fyrir íslenskan þjóðarbúskap að missa óþarfa gjaldeyri úr landi og undir- strikað að við því þurfí að spoma. Mbl. 25.5 1962. þér sparlö 1688 krönur Mbl 24.5 1962. FLUGFÉLAG íslands notaði óspart í auglýsingum si'num hin vályndu íslensku veður. Athyglisverðar eru hins vegar þær endurbætur sem þeir gera á þeim árið 1963. Vegna þessa sá Við- skiptanefnd sig til- neydda til að gefa út aðvörun með vísan í lög sem skylduðu farþega til að gera grein fyrir þeim gjaldeyri sem þeir höfðu undir höndum og því hvernig hon- um myndi verða var- ið. Þessi lög hafa vafalaust takmarkað ferðagleði lands- manna og hamlað gegn aukningu utan- landsferða. Flugfélag Islands kaupir Skymaster-vél Ári eftir að Loft- leiðir keyptu Sky- master-vél sína fengu helstu sam- keppnisaðilar þefrra, Flugfélag Islands, sér sams konar grip. NIJ ÞARF eiginkonan ekki að sitja heima. (Mbl 25.1 1970.) Stjórnendur Flugfélags íslands reyndu með þessari auglýsingu að rétta við kynjahlutfall farþega. ÞJER SEM FERÐIST III ÚTLANDA^H Flugvélin hlaut nafnið Gullfaxi og fór hún sína fyrstu ferð í millilanda- flugi 10. júlí 1948. Flugkostinum var vel tekið og má lesa í blaða- greinum að vélin þótti vel útbúin. Má nefna að í henni vom auk far- þegarýmis sex rúm, eða kojur, sex borð sem taka mátti upp til að spila við auk lítils eldhúss með suðuplötu og ísskáp. Almenningur kynnist fluginu Af blaðagreinum og auglýsingum að dæma er allt fram til ársins 1955 mest um viðskiptaferðir að ræða. Hvergi er minnst á helgar- eða sól- arlandaferðir. Hins vegar er at- hyglisvert að lesa upplifun blaða- manns Morgunblaðsins í einni af sinni fyrstu utanferð með flugvél. Tilefnið var að met var sett þegar félögin tvö fluttu 111 farþega frá landinu á sama klukkutímanum í júlí 1948.: „Hreyflarnir í Gullfaxa og Geysi, sem báðar áttu að leggja af stað kl. 8 vora komnir í gang og drunur þeirra bárust eins og þung- ur niður út í morgunkyrrðina. Þarna sátu þessir silfurlituðu stór- fluglar titrandi undan átaki 1400 hestafla. Manni kemur í hug ólmur góðhestur, sem ki'afsar í bæjar- hlaðið og bítur óþreyjufullur í mél- in. En knapar þefrra Geysis og Gullfaxa þurfa að reyna þúsund mæla og tæki áður en þeir sleppa taumnum lausum við þessa gamma, sem sjálfír eru sálarlausfr en líða ljúflega um loftin eins og hugur manns, vakrari á skeiði en nokkur góðhestur eftir hlemmigötum ... En nú hækka allt í einu dmnurnar yfír við Loftleiða flugskýlið. Nú halda engin bönd Geysi lengur. Hann skopar skeið frá flugskýlinu norður að Tjarnarendanum. Það er nærri því eins og hann ætli sjer að vaða alla leið út í Gunnarshólma. Nei, hann snýr við á enda rennibrautar- innar, hinki'ar dálitla stund við, en sækir svo í sig veðrið og geysist suður völlinn." (Mbl. 25.7. 1948.) Þessi lýsing gefur vafalaust ágæta mynd af þeim ljóma sem hvíldi yfir fluginu á þessum tíma. Missti enga vél á árinu Fyrstu kynni almennings af flugi vom gjarnan í gegnum dagblöð og má þar finna ýmsar lýsingar og umfjallanir. Einnig voru árlega birtar nokkuð ítarlegar upplýsingar af aðalfundum Flugfjelags Islands. Meðal annars má sjá skrifað: „... Auk þess festi fjelagið kaup á tveim Douglas flugvjelum í nóvember mánuði, en þær flugvjelar komu ekki hingað til lands fyrr en eftir síðustu áramót. - Fjelagið misti enga flugvjel á árinu.“ (Mbl. 28.6. 1947.) Þarna telur stjórn fyrirtæk- isins markvert að missa enga vél á heilu starfsári. Af því má ráða að enn hafi almenningur ekki treyst þessum ferðamáta, enda óhöpp nokkuð tíð á þessum áram. Áherslur breytast Eftir að Flugfélag íslands keypti Gullfaxa fóru auglýsingar félag- anna um millilandaflug að aukast. Fyrst í stað var merki félagsins notað auk venjubundins texta en árið 1955 fara að sjást nokkrar breytingar. I stað þess að segja eingöngu frá viðkomustöðum erlendis og tíma- setningum fóm félögin að nota teikningar. Flugfélag Islands reið á vaðið og sýndi Gullfaxa þar sem verið var að búa hann til brottfarar. Þessi auglýsing gefur að vísu ekki margt til kynna en er þó viss nálg- un fyrir fólk til að ímynda sér um- hverfi flugvéla. Bak við vélina má sjá skýjabólstra sem gefa til kynna að veðrið sé stillt og lítil von á ókyrrð. Einnig bíða ferðatöskur þess að verða settar um borð, kannski töskur viðkomandi lesanda sem fær á tilfinninguna að hann eigi ljúft flug fyrir höndum. Næstu árin á eftir verða litlar breytingar á auglýsingum flugfé- laganna. Enn er nokkur samkeppni við farþegaskip og má geta þess að árið 1957 fóra 1.646 farþegar með skipum og 7.517 með flugvélum. Árið eftir fjölgaði þeim enn sem fóru með skipum á kostnað þeirra sem fóra flugleiðis. (Mbl. 26.3. 1959.) Segja má að þar hafi ríkið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.