Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 B 15
SKEMMTIDAGSKRÁIN fyrir hið árlega þorrablót var æfð
af miklum móð í félagsheimilinu Fjarðarborg, eins og sjá
má á myndinni lengst til vinstri.
JÓN á Sólbakka og aðrir starfsmenn Fiskverkunar Karls
Sveinssonar verka þorsk.
BÆRINN Brautarholt stendur í miðju þorpinu
Bakkagerði. Þar býr Björn Ólafsson, öðru nafni Bubbi,
aldursforseti bæjarins með meiru.
BUBBI í ganginum á Brautarholti, húsinu sem hann
byggði sjálfur, á myndinni lengst til hægri.
BUBBI og eiginkona hans Bogga, Valborg
Þorsteinsdóttir inni í eldhúsi á Brautarholti á stóru
myndinni hér að neðan.
koma nálægt þeim,“ segir Guð-
mundur.
Hermir eftir hestunum
Lækur gerir mannamun og kom
til dæmis flaðrandi upp um Susanne
þegar hún kom heim frá tveggja
mánaða dvöl á heimaslóðum sínum í
Þýskalandi. En hann gerir einnig
upp á milli hesta og að sögn Guð-
arbúum brá í brún þegar hún kom
gangandi með hreindýr á eftir sér.
Að sögn Guðmundar eru sumrin
stundum erfið fyrir Læk. Feldur-
inn er þykkur og gerður til að
standast mikla vetrarkulda. Þegar
sólin skín og heitt er í veðri leitar
Lækur skjóls inni í hlöðu, þar sem
hann liggur í forsælu. En skemmti-
legast finnst honum að leika sér.
„Hann hefur gaman af að vera með
folöldunum og hefur mikla þörf
fyrir að hreyfa sig. Honum kemur
vel saman við trippi og folöld og
það merkilega er að hann má skoða
þau nýfædd. Merarnar leyfa hon-
um það en hestarnir mega aldrei
Ljósmynd/Susanne Neumann
o LÆKUR þriggja daga gamall og nýkom-
inn til Borgarfjarðar.
Q ÞAÐ er mikill leikur í hreindýrinu. Það
hefur sérstaklega gaman af því að rífa
þvottinn niður af snúrunni og ganga
svo í burtu með hann á hornunum.
0 SAMSKIPTI Læks við hestana hafa ver-
ið um margt forvitnileg. Stundum reynir
hann að gera alveg eins og þeir.
mundar og Susanne hefur hann tek-
ið ástfóstri við vindskjóttan fola í
þeiira eigu. „Hann er svo hrifinn af
honum að hann eltir hann bókstaf-
lega hvert sem hann fer og gerir
allt eins og hann. En hann er ekkert
hrifinn af hreindýrum og einu sinni
komu nokkur niður að girðingu, en
hann leit ekki við þeim,“ segii' Sus-
anne.
Lækur er vin-
sæll meðal
ferðamanna sem
koma til Borgar-
fjarðai' eystra.
Þeir vilja ólmir
sjá hann og gefa
honum brauð að
éta. Hann er
gæfur en ýtir
stundum frá sér
með hornunum.
Stundum verður
hann þreyttur á
sviðsljósinu og
þá drcgur hann
sig í hlé og fer
upp í fjall.
Guðmundur á
Jörfa á fleiri húsdýr en hreindýr-
starfinn Læk. Hann á líka íslensk-
skoskblandaða hundinn Alf og
hreinu landamærakollýtíkina Bólu.
Þeirri síðarnefndu hefur Guðmund-
ur kennt að hlýða eftir flautuhljóð-
um. Guðmundi áskotnaðist hunda-
flautan og prófaði sig áfram með
tíkina. Núna leggst hún eins og
dauð sé, sest eða stekkur eftir lengd
flautuhljóðsins sem Guðmundur
gefur. En hundurinn Álfur lætur
flautuhljóðin sem vind um eyru
þjóta, enda of seint að kenna göml-
um hundi að sitja, en Álfur var orð-
inn tveggja ára þegar Guðmundur
fékk flautuna.
t