Morgunblaðið - 31.01.1999, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR1999
MORGUNBLAÐIÐ
Indverski kvikmyndaleikstjórinn Shekhar Kapur vakti fyrir
nokkrum árum deilur í heimalandi sínu, Indlandi, fyrir
Spánarkonungi, til þess að
tryggja konungsríkið í sessi.
Elísabet féllst á að hitta
sendimenn þeirra en hún var
ástfangin af æskuvini sínum,
Robert Duley. Frakkar söfn-
uðu saman herafla við skosku
landamærin og Englendingar
hlutu slæma útreið. Elísabet
hafnaði bónorðum Frakka og
Spánverja. Spánverjar svör-
uðu með því að senda leigu-
morðingja til Lundúna og svo
framvegis og svo framvegis.
Kapur var hvergi banginn
að takast á við sögulega stór-
mynd. „Eina aðferðin sem ég
þekki til þess að takast á við
óvissuna og ringulreiðina í
lífinu er að sökkva mér í
hana,“ segir leikstjórinn.
„Svo ég tókst með glöðu geði
á við hið óþekkta þegar ég
gerði Elísabetu. Þegar mér
bauðst að leikstýra myndinni
var ég staddur í Hollywood
að reyna að komast að því
hvað var raunveruleiki og
hvað var tálmynd. Það tók
mig ekki nema tvær mínútur
að þiggja boðið.“
Spielberg í uppáhaldi
Það tók nokkuð lengri tíma
að hafa uppi á hinni einu,
réttu Elísabetu. Þegar Kapur
kom að myndinni hafði ástr-
alska leikkonan Nicole Kidm-
an þegar hafnað hlutverkinu.
Sjálfur vildi Kapur að breska
leikkonan Emily Watson léki
drottninguna; hafði hann ef-
laust hrifist af leik hennar í
Brimbroti Lars von Triers
eins og fjöldamargir aðrir.
En í ljós kom að Watson hafði
öðrum hnöppum að hneppa
þegar taka skyldi myndina
upp. Kapur sá um það leyti
myndina Oskar og Lúsindu
þar sem ástralska leikkonan
Cate Blanchett fór með ann-
að aðalhlutverkið og örlög
hennar voru ráðin.
„Ég er frægur fyrir að vera
erfíður í samstarfi við leik-
ara,“ er haft eftir Kapur svo
kannski hefur Bianchett ekki
átt sjö dagana sæla. Hins
vegar virðist aðferð leikstjór-
ans mjög einföld þegar hann
vinnur með leikurum. Hann
byrjar á grundvallaratriðun-
um og vinnur sig upp þaðan.
„Ég sagði við Cate: Byrjum á
því að skoða stærstu lygina í
þessu öllu saman. Þú ert ekki
Elísabet, þú ert Cate
Blanehett."
Leikur hennar hefur verið
rómaður og einnig þykir
myndatakan vera áhugaverð
en Kapur segist alls ekki
stjórnast af hinni myndrænu
útkomu. „Myndatakan er að-
eins einn liðurinn í því að
segja sögu. Það er sagan sem
skiptir öllu máli. Minn uppá-
haldsleikstjóri bandarískur er
Steven Spielberg því hann
gleymir því aldrei að segja
frábæra sögu.“
Og nú stefnir Kapur að öll-
um líkindum á Hollywood en
hann er ekki viss um að hann
falli þar í kramið. „Stjörnum-
ar hugsa alltaf fyrst og síðast
um sjálfar sig og skilja ekki
að það sem þær gera á fyrst
og fremst að koma bíómynd-
inni til góða. Ég er ekki viss
um hvort ég get stjórnað
þeim í Hollywood,“ segir
Kapur.
Kannski er hann tengilið-
urinn á milli hinnar blómlegu
Bollywood og hinnar oft for-
múlukenndu og endurtekn-
ingarsömu Hollywood. Það
verður fróðlegt að sjá hvað
hann tekur sér fyrir hendur
nú að Elísabetu lokinni.
mynd um indverska útlagadrottningu, að sögn Arnald-
ar Indriðasonar. Kapur hefur nú gert mynd um
aðra og ekki ómerkari drottningu, Elísabetu I.
SHEKHAR Kapur
segir að sagan
skipti höfuðmáli.
CATE Blanchett
sem Elísabet I.
Englandsdrottning
í mynd Kapurs.
þvílíkan aðskilnað."
Saga Elísabetar
En það er eitt að segja frá
indverskri útlagadrottningu
og annað að segja frá ævi og
örlögum alvöru drottningar,
sérstaklega þegar í hlut á eitt
af stórmennum sögunnar.
Elísabet er stærsta myndin
sem Kapur hefur gert til
þessa. Hún fjallar um
stormasama ævi hinnar sögu-
frægu drottningar en með
aðalhlutverkin fara Cate
Blanchett, sem leikur drottn-
inguna, ástralski leikarinn
Geoffrey Rush úr „Shine“,
Christopher Eccleston,
Joseph Fiennes, bróðh-
Ralphs, og Richard
Attenborough svo
nokkrir séu nefndir.
Ekki má gleyma fót-
boltastjörnunni frá-
bæru, Eric Cant-
ona, sem kemur
fram í mynd-
inni. Hann
hefur nú lagt
Frá
BOLLYWOOD
HOLLYWOOD
HVERGI eru fram-
leiddar fleiri leiknar
kvikmyndir en á
Indlandi. Kvik-
myndamiðstöð landsins er í
Bombay sem stundum hefur
verið kölluð Bollywood. Það-
an koma hundruð indverskra
mynda á ári sem langflestar
eru aðeins sýndar á Indlandi.
Ein og ein mynd vekur þó
eftirtekt utan heimalandsins
og svo var um mynd sem hét
og heitir Útlagadrottningin
eða „Bandit Queen“ upp á
indverskt útlagakvendi sem
heitir Phoolan Devi á þann
hátt að athygli vakti um allan
heim (myndin hefur ekki
komið hingað í bíóin fremur
en aðrar indverskar bíó-
myndir) og bandaríska viku-
ritið Time valdi hana eina af
tíu bestu myndum ársins
1994. Leikstjóri myndarinnar
heitir Shekhar Kapur og fékk
sinn skerf af skömmum bæði
frá útlagakvendinu Phoolan,
sem sagðist engan hlut eiga í
myndinni, og indverskum
stjórnvöldum, sem vildu
banna myndina.
Frægur á Indlandi
Þátt fyrir mótlætið fór
vegur Kapur vaxandi með
Útlagadrottningunni, einkum
á Vesturlöndum. Hann tók að
starfa í Bretlandi en fyrsta
myndin sem hann gerir þar í
landi er söguleg stórmynd
um Elísabetu I. Englands-
drottningu. Myndin, sem
heitir einfaldlega Elísabet,
hefin- fengið prýðilega dóma
og mjög verið orðuð við
Óskarinn upp á síðkastið. Og
nú er í ráði hjá Kapur að
flytja jafnvel enn vestar, alla
leið til Hollywood. „Ég er
ákaflega frægur á Indlandi,“
er haft eftir Kapur í kvik-
myndatímaritinu Movieline.
„Eg lék í tveimur sjónvarps-
þáttaröðum sem gerðu mig
frægan um allt land. Síðan
stýrði ég fjórum vinsælum
bíómyndum og loks varð ég
alræmdur eftir Útlagadrottn-
inguna þegar Phoolan Devi
sagðist ekkert vilja með
myndina hafa að gera og
stjórnvöld landsins vildu
banna sýningar á henni.“
Kapur er fæddur á Ind-
landi en fluttist til Bretlands
ungur maður til að starfa
sem endurskoðandi. Ekki átti
það við hann svo hann snéri
aftur til heimaborgar sinnar
Bollywood eða Bombay og
tók að leika í sjónvarpsþátt-
um og bíómyndum. Hann
snéri sér brátt að því að leik-
stýra bíómyndum en fyrsta
myndin hans var „Masoom“
eða Sakleysinginn frá árinu
1985. Myndin varð feikivin-
sæl og Kapur varð einn af
fremstu kvikmyndagerðar-
mönnum hins mjög svo af-
kastamikla indverska kvik-
myndaiðnaðar. Fjórum árum
síðar gerði hann myndina
Herra Indland, er naut
einnig mikilla vinsælda og
vann ásamt fyrri myndinni til
fjölda verðlauna heimafyrir.
Þekktasta mynd hans er
þó Útlagadrottningin. Hún
vakti mikla athygli þegar hún
var sýnd á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes og mikið var
fjallað um leikstjórann Kap-
ur; í kjölfarið var myndinni
dreift víða um heimsbyggð-
ina og mun víðar en flestar
indverskar bíómyndir nokk-
urntíma komast. Fyrir tveim-
ur árum kvæntist leikstjór-
inn svo fremstu poppstjörnu
Indverja, Suchitra Krishna-
moorthi, sem oft er kölluð hin
indverska Madonna, en þau
eiga aðeins fáar samveru-
stundir. „Það er mjög erfítt,“
segir Kapur. „Ég held að
maður þurfí að vera ákaflega
þroskaður til þess að þola
skóna á hilluna og getur vel
hugsað sér að leika í kvik-
myndum í framtíðinni og
Kapur lét hann hafa lítið
hlutverk í Elísabetu; Cant-
ona er franski sendiherrann
við hirð drottningar.
Ævi Elísabetar var átaka-
mikil og dramatísk frá upp-
hafí. Hún komst til valda eft-
ir lát systur sinnar, Maríu,
sem reyndi að fá hana tekna
af lífí fyrir landráð. Elísabet
tók við slæmu búi. England
var allt að því gjaldþrota,
herinn var máttlítill og óvinir
landsins margir. Hún átti sér
óvildarmenn innan hirðarinn-
ar og fór þar fremstur í flokki
hertoginn af Norfolk. Drottn-
ingunni ungu var ráðlagt að
giftast annað hvort frönskum
hertoga eða eiginmanni syst-
ur sinnar látinnar, Filippusi