Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dragtír-buxur blussur-ptls Míkíð úrval í lítlum stœrðum. Nýkomíð míkíð úrval afstökum buxum. Verð frá kr. 1.690. tybýlavegí u, kóp, sími 554 4433 MANNLÍFSSTRAUMAR VÍSINDI/Er brotin vídd raunveruleg? Brotar og rúm- frœði náttúrunnar Fermingamyndatökur Svipmyndir Hverfisgötu 18, sími 552 2690 Náms- og athafnastyrkir MÖRG algeng náttúruform verða ekki skýrð með hefðbundinni rúmfræði. MARGAR greinar stærðfræði og eðlisfræði byggjast á hugtökum sem rekja rætur til aflfræði og ein- faldrar rúmfræði. Bein lína, sam- felld hreyfmg, hringar og ellipsur, þríhyrningar og pýramídar eru ein- ungis nokkur dæmi um slík hugtök. Jafnvel þó þau hafi gegnt mikil- vægu hlutverki í þróun raunvísinda allt fram til þessa dags má segja að hugtök þessi séu nær því að vera hugmyndir fremur en sannar myndir raunveruleikans. Þau duga vel til lýsingar á einfóldum fyrir- bærum, svo sem hreyfingu reiki- stjamanna umhverfis sóhna. Tak- markanir þessara hugtaka eru aug- ijósar þegar við reynum að nota þau til lýsingar á lögun blómkáls- hauss, brotnun glers, útbreiðslu eldingar eða yfirborðs ígulkers, svo að nokkur dæmi séu nefnd. A und- anfömum áram hefur þróast ný vís- indagrein sem hefur sigrast á ýms- um takmörkunum rúmfræðinnar um leið og hún hefur kastað nýju ljósi á mikinn fjölda náttúralegra og tilbúinna ferla. Vísindagrein þessi gengur undir nafninu brota- rúmfræði og viðfangsefni hennar nefnast brotar. Viðfangsefni brotarúmfræði era form og ferlar sem virðast óreglu- leg og handahófskennd en búa þó yfir reglubundnu innra mynstri sem nefnist „sjálfslíking“. Sagt er að hlutur sé sjálfslíkur ef upp- bygging hans virð- ist óháð þeirri lengdareiningu sem notuð er til at- hugunar á stærð- ar- og lögunarhlut- föllum hans. Hlutur eða ferill er því sjálfslíkur ef sama mynstur endur- tekur sig, óháð því hvort við notum fína eða grófa mælistiku. Mikill fjöldi náttúrulegra mynstra býr yfir þessum eiginleika og dugar að nefna kræklótta strandlengju eða fínlegt mynstur fuglsfjaðrar. Langtum þekktari dæmi um sjálfslík gervimynstur era mörg hundruð tölvuteiknaðar myndir ein- faldra varpa. ídd er grundvallarhugtak í hefðbundinni rúmfræði. Bein lína hefur eina vídd, flatur flötur tvær og rúmið sjálft þrjár. Brota- rúmfræði notar einnig vídd til að lýsa eiginleikum brota. Það sem er sérstakt við brota er að vídd þeirra er venjulega ekki heil tala. Krækl- ótt sjálfslík lína, títt viðfangsefni brotarúmíræði, hefur til að mynda vídd sem er á bilinu einn til tveir. Meðalbrotavídd bresku strand- lengjunnar er nálægt því að vera 1,2. Því hærri sem víddin er því grófari og kræklóttari er strandlín- an. Þetta virðist eðlilegt og í sam- ræmi við rúmskyn okkar, því óregluleg og stórskorin lína er nær því að fylla út tvívíddarflöt en fín- gerðari línur. Hún er nær því að hafa tvær víddir en lína sem er minna kræklótt. Svipaða sögu er að segja um brotafleti, sem geta verið óreglulegar en sjálfslíkar landslags- myndir, tölvugerðar eða raunvera- legar. Brotavidd slíkra fyrirbæra er á bilinu tveir til þrír. Hún er nær því að vera þrír því grófari sem flöt- urinn er. Tölvuteiknaðir brotar geta tekið á sig afar flókin form. Engu að síður era þeir flestir til komnir við ítrek- un einfaldra varpa. Þetta er aðalá- stæða þess að brotar hafa notið jafn mikilla vinsælda og raun ber vitni. Þetta skýrir einnig þá staðreynd að brotaaðferðir era nú notaðar af vísindamönnum á flestum sviðum raunvís- inda. Jafnvel auglýsinga- teiknarar og grafískir lista- menn hafa nýtt sér þá möguleika sem ýmsar brotateikningar bjóða þeim. Brotaaðferðir til lýsingar á ferlum í rúmi hafa verið mjög árangursríkar. Notk- un þeirra til greiningar á tímaháð- um ferlum er engu síður áhugaverð. Hér hafa brotaaðferðir varpað nýju ljósi á margvíslegra ferla sem sam- eiginlega ganga undir nafninu suð eða kliður. Flóðhættir vatnsfalla eins og þeir hafa verið skráðir um aldaraðir, spennubreytingar á yfir- borði taugaframa eða kliðurtraflan- ir á símalínum eru dæmi um þrjá tímaháða ferla sem búa yfir eigin- leikum sem eru auðveldlega greind- ir með aðferðum brotarúmfræði. Það sem á undanfömum áram hef- ur vakið sérstakan áhuga fræði- manna og listamanna er að tónlist býr yfir tíðnimynstri sem er náskylt algengum kliðferlum náttúrannar. Flestir era sammála um að mál- arar, formlistamenn og rithöfundar skapi verk sem eru mismunandi ná- kvæmar myndir náttúra eða samfé- lags. Við gætum því alveg eins spurt: Hvaðan koma myndir eða fyrirmyndir tónlistarinnar? Ef til vill hafa brotarannsóknir fært okkir svarið við þessari spurningu. Tón- listin hefur að fyrirmynd þau hljóð- og tímamynstur sem era algengust í náttúrunni. Niður flóðs og fjöru, hviður vindanna, jarðskjálftar og eldingar era dæmi um suð sem hef- ur náinn skyldleika við tíðnidreif- ingu vinsællrar tónlistar frá öllum tímum. Ef til vill er þetta augljóst, en er ekki ánægjulegt að hafa vís- indalega staðfestingu á því? eftir Sverri Ólofsson ÞfÓÐLÍFSÞANKAR/E^ir - gott veganesti? Námsstyrkir - Árlega eru veittir sex námsstyrkir til námsmanna heima og erlendis í tengslum við Menntabraut íslandsbanka, hver að fjárhæð 150.000 kr. Allir námsmenn sem skráðir eru í Menntabraut íslandsbanka geta sótt um styrkina. Styrkirnir eru óháðir skólum og námsgreinum. Athafnastyrkir - Einnig efnir íslandsbanki til samkeppni meðal námsmanna sem skráðir eru í Menntabraut íslandsbanka um nýsköpunar- eða viðskiptahugmynd. Markmiðið er að örva nýsköpun og frumkvæði meðal námsmanna. Veittur verður 200.000 kr. styrkur fyrir hugmynd að nýrri vöru eða hugmynd að rekstri fyrirtækis á sviði vöruframleiðslu eða þjónustu. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi I öllum útibúum bankans. Allar frekari upplýsingar eru veittar á www.isbank.is og hjá Markaðsdeild (slandsbanka í s(ma 560 8000. Skilafrestur er til 15. mars 1999. www.isbank.is J Láttu nú Ijósið þitt loga FYRIR skömmu var ég að svæfa fjögurra ára gamla stúlku og að góðum og gömlum sið spurði ég hana hvort við ættum ekki að fara með bænirnar okkar. Jú, hún tók því ekki fjarri og hafði svo upp eftir mér lokaorðin í hverri setningu í þeim bænum sem hún kunni ekki en fór reiprennandi með það sem hún kunni. Eftir að við höfðum beð- ið vandlega fyrir heimilisfólki okkar og öðram sem okkur þykir vænt um þá sneri litla stúlkan sér að mér og sagði í spurnartón: „Englamir elska alla - er það ekki? Jú, ég taldi að svo væri en var ekki ginnkeypt fyrir að hleypa mér út í umfangs- miklar trúmálaumræður og sagði því ekki fleira. „Elska þeir líka krókódíla?" spurði litla stúlkan, eft- ir nokkra þögn. „Já, líklega hljóta þeir að gera það úr því þeir elska alla,“ svaraði ég með semingi. „Elska þeir ekki líka sjálfa sig?“ spurði sú litla enn. Ég gat með góðri samvisku sagt að ég teldi óyggjandi að þeir gerðu það. „I það minnsta þykir flestum sem ég þekki töluvert vænt um sjálfa sig,“ bætti ég við. „Einhvem tíma seinna verð ég engill," sagði litla stúlkan. Ég lét þessu ósvarað ef undan er skilið óljóst uml og fór litla stúlkan við svo búið að sofa, en ég lá vakandi hjá henni í rökkrinu og hugsaði um bænir, trú og hið innra líf mann- eskjunnar. egar ég var lítil voru mér kenndar bænir og þess vand- lega gætt af mínum nánustu að ég færi jafnan með þær áður en ég færi að sofa - ekki síst þar sem ég var í sveit á sumr- in frá smábarns- aldri. Síðar þegar ég stálpaðist baðst ég stundum fyrir ásamt bróður mín- um, einkum ef það eftir Guðrúnu var eitthvað sem Guðluugsdóttur okkur lék miki11 hugur á að kæmist í framkvæmd. Hápunkti þessa bænahalds var náð sumardag einn þegar bróðir minn og pabbi ætluðu að fara í réttir á bæ einum þar sem mjög sætur strákur var í sveit, en ég átti ekki að fá að fara með af því það var ekki pláss í bílnum. Mér er í minni hvernig hádegisheit sólin hellti geislum niður á hvíta kollana á mér og bróður mínum þegar við lutum fram í grænu túngrasi til að biðja Guð um að sjá til þess að ég kæmist með í þessar eftirsóknar- verðu réttir. Varla höfðum við staðið upp frá bænargjörðinni þeg- ar pabbi kom fyrir húshornið og tilkynnti okkur að hann væri hætt- ur við að fara með og ég gæti því farið ef ég vildi. Arangur þessa bænahalds var okkur systkinunum nokkuð drjúgt veganesti þegar við skömmu síðar héldum fyrir alvöru inn í efasemdatímabil unglings- og fullorðinsáranna. Það er skemmst frá að segja að svo hart var vegið að barnatrúnni minni í hugmynda- fræðilegum stórviðrum samtímans að ég mátti þakka fyrir að halda í nokkrar rytjur hennar þegar upp var staðið. Ég ætla að öðru leyti en þessu ekki að fjölyrða um trú mína eða trúleysi. Hins vegar langar mig til þess að taka undir þá skoð- un, sem ýmsir hafa sannarlega sett fram á undan mér, að það sé á margan hátt heppilegt að kenna börnum bænir, hvort sem aðstand- endur þeirra eru trúaðir eða ekki. Börn hafa oftar en ekki ríka trúar- og öryggisþörf og það að kunna fallegar bænir og geta gripið til þeirra þegar illa árar í mannlífinu, það er hollt veganesti út í lífið. Hvernig sem háttað er trúarlífi fólks getur það varla skaðað að hafa yfir fallegar og vel ortar fyr- irbænir og víst er að engan skaðar að hugsað sé fallega til hans. Það er eitthvað fjarskalega hrærandi við það að heyra mjóa barnsrödd biðja í einlægni fyrir sér og sínum í þessari umhleypingasömu veröld sem við hrærumst í. Hvort eitt- hvað tekur við að vistinni hér lok- inni og þá hvað er hins vegar „en anden sag“ - málefni sem mörgum veitist erfitt að taka afstöðu til, jafnvel þótt þeir lifi langa og stranga ævi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.