Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 14

Morgunblaðið - 31.01.1999, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ — um nefndarmeðlimi, og hver og einn þarf að æfa sína vísu við und- irspil píanós. Einnig þarf að semja leikþætti upp úr annál ársins þar sem gert er létt grín að skoplegum atburðum á árinu sem leið. Krist- jana Björnsdóttir og Andrés Björnsson semja vísurnar um nefndarmeðlimi, en þau eru frændsystkin og segir Kristjana að þau hugsi eins. Einu sinni hafi þau fengið fyrripart, botnað hann í sitt- hvoru lagi, og úr varð að vísan var nákvæmlega eins, hjá þeim báðum. Þorrablótið er stærsta skemmt- un Borgfirðinga. Brottfluttir Borg- firðingar og íbúar úr nærliggjandi sveitum koma á blótið og eru hátt í 200 manns á þessum skemmtun- um. Aðrar skemmtanir svona rétt yfir bláveturinn eru ekki svo marg- ar, tjáir Jón okkur. Félagsvist er gjaman spiluð en samkomuhald er öflugra yfir sumartímann. Þá er til dæmis haldin fjölskylduhátíð yfir verslunarmannahelgina sem kölluð er „Álfaborgarsjéns" og ,And- vökunætur“ eru haldnar um Jóns- messuna. Að sögn nefndarmanna er mikið á sig lagt til þess að gera Þorra- blótið eins vel úr garði gert og unnt er. Fyrir utan frumsamda skemmtidagskrá þarf að laga mat- inn, redda hljómsveit og standa vaktina á Þorrablótinu sjálfu. Nefndirnar eru fjórar svo hver nefnd sér um þorrablótið á fjög- urra ára fresti. Þær haldast að mestu í gegnum árin, en nýir með- limir bætast við og aðrir detta út. Utvarpsfréttir á húsgaflinum Eftir að hafa fræðst um gang hins árlega Þorrablóts hittum við aldursforseta Borgarfjarðar en hann er að finna í Brautarholti, sem stendur við sjóinn í miðju þorpinu. Þar er enginn aukvisi á ferð, framkvæmdamaður og frum- kvöðull mikill, en hann starfaði lengi hjá kaupfélaginu við verkstjórn og fleira og var formað- ur Ungmennafélags Borgarfjarðar til 19 ára svo eitthvað sé nefnt. Bubbi í Brautarholti, öðru nafni Björn Óiafsson, verður 93ja ára í ár. Hann viðurkennir ekki að hann sé mikill frumkvöðull, en segir af hógværð: „Ja, ég var nú aldrei iðju- laus.“ Borgfirðingar segja að tíu ár séu í næsta mann, svo titilinn ald- ursforseti, ber hann með rentu. Eiginkona hans Valborg Þorsteins- dóttir frá Húsavík, kemur líklega næst á eftir honum, 83ja ára að aldri. Kunnugir segja að eitt af fyrstu útvarpstækjunum sem komu til Borgarfjarðar hafi verið í eigu Bubba. Hann fékk það frá Reykja- vík og þar sem slík tæki vora í fárra manna eigu veitti hann bæj- arbúum smávegis þjónustu. Hann hlustaði á veðurfréttirnar, skráði þær niður og setti í kassa út á hús- gaflinn. Þangað komu bæjarbúar sem forvitnir vora um veðurspána og fengu nýjustu fréttirnar. Fyrsta vindrafstöðin á Borgar- firði var einnig í eigu Bubba. Hann segir að hann hafi notað hana einna helst í þeim tilgangi að hlaða raf- geymana í útvarpstækin, þegar fleiri vora komnir með slík tæki. Fyrst í stað, þegar fyrsta útvarps- tækið kom á Borgarfjörð, þurfti að ganga með það alla leiðina til Seyð- isfjarðar til að hlaða það. Síðar tóku strandferðaskipin að sér hleðslu geymanna í fjölda ára, endurgjalds- laust. Og þegar skipin hættu því var notast við rafstöð Bjöms. Foreldrar Bubba fluttu til Borg- arfjarðar þegar hann var sex ára, svo hann er alinn upp á Borgarfirði og ann sinni heimabyggð. Honum er hlýtt til bæjarbúa og segir þá alltaf hafa verið tilbúna að hlaupa undir bagga ef þörf var á. „Pegar sumarsólin heið signir gróður jarðar flýgur hugur heim á leið, heim til Borgarfjarðar“ kveður Bubbi skyndilega, og ég spyr hann hver hafi samið vísuna. „Þú getur kallað hann Bubba,“ segir hann brosandi og segir mér að hann hafi verið stadd- ur á sjúkrahúsi í Reykjavík með allmikla heimþrá þegar honum flaug hún í hug. „Heima er best, og það er fyrir alla hefði ég haldið," segir hann. A meðan við sitjum inni í eld- húsi hjá Bubba og Boggu stendur Birna við eldavélina og eldar kjötsúpu, en hún hjálpar þeim við húsverkin. ; Laufey nágrannakona þeirra rekur einnig inn höf- uðið og fær smá kaffísopa. Við þökkum fyrir okkur og kveðjum bæði Bubba, Boggu, Bimu, Bakkagerði og Borg- arfjörðinn allan. Við trúum því eftir stutta viðdvöl að heima sé best, heima í Borg- arfírði. 80 kílóa húsdýr með horn En svo náttúrlega fellir hann hornin á hverju ári og þá breytist ýmislegt. En hann gengur alltaf jafn fullur sjálfstrausts að hestastóðinu. An E G FANN hann þegar 1 hann var sólarhrings gamall. Hann lá við lækj- , arsprænu suður í I Breiðuvík og móðir hans hafði yfirgefið hann. Ég hefði ef- laust ekki náð honum ef hann hefði verið orðinn eldri því þeir eru svo snöggir að læra að hlaupa. Um nótt- ina var ég í slysavarnarskýli suður í Breiðuvík og fór út í flug að ná í fýlsegg handa honum. Ég þeytti þau með gaffli og lét hann sjúga. í morgunsárið lagði ég af stað heim, stakk honum ofan í bakpokann minn og rölti með hann heim á leið. Á leiðinni saug hann á mér eyrna- snepilinn, hann var orðinn svo svangur,“ segir Guðmundur Sveins- son, sem býr á bænum Jörfa í Bakkagerði ásamt sambýliskonu sinni Susanne Neumann og dóttur- inni Söru, um hreindýrstarfinn Læk. Já, tarfurinn Lækur er allsér- stakt húsdýr. „Hann verður fimm ára 20. maí,“ segir Susanne og minnist þess þegai' hann var lítill. „Við önnuðumst hann í þrjár vikur eins og hann væri ungbarn. Ég vaknaði þrisvar sinnum á nóttu og gaf honum pela með mjólk og rjóma, samkvæmt ráðleggingum dýralæknisins, en venjuleg kúa- mjólk inniheldur ekki nógu mikið B- vítamín íyrh’ hreindýr svo þau lifi af henni einni saman,“ segir Susanne. horna virða þeir hann hins vegar , ekki viðlits og víkja ekki fet. Og þetta skilur hann ekki.“ Kemur hlaupandi þegar kallað er P 'y*s Étur gróðurinn og stelur þvottinum Lækur stækkaði með tímanum og lagaði sig að aðstæðum. Honum fannst brauð gott og var farinn að vita af því hvar brauðkassinn var geymdur. Stundum gekk hann rak- leiðis að honum og heimtaði brauð. Hann lék sér úti í garði, en þegar hann var farinn að éta gróðurinn og leika sér að þvottinum sem Susanne hafði hengt út á snúru, var hann farinn að þyngjast allveralega í um- gengni. Þá vai' Lækur sendur upp í fjall, með hestunum. „Það gekk á ýmsu og hestarnir tóku honum ekkert of vel til að byrja með. Eitt sinn lærbrotnaði hann og í annað skipti var hann rot- aður. En hann náði sér af því og svo fóru að vaxa á hann horn og hann fór að geta svarað fyrir sig. Potaði til dæmis í þá með hornunum," seg- ir Guðmundur og Susanne bætir við: „Það var mjög fyndið að sjá hann. Hann kom kannski gangandi að hestunum, mjög öruggur með sig og þeir viku úr vegi fyrir honum. Lækur er enn uppi í fjalli með hestunum. Hann gengur alveg frjáls og getur farið upp á fjöll ef hann kærir sig um. En hann fer aldrei langt og kemur hlaupandi þegar kallað er á hann. Guðmundur gefm- honum stundum brauð en ir utan að bíta gras fær hann sér stundum sjálfur að éta. „Eðli hreindýra er að krafsa í gegnum snjó eða hélaða jörð. En Lækur krafsar í gegnum heyrúll- urnar mínar og fær sér að éta. Ég er þó ekkert alltof hress með það því hann eyðileggur rúllurnar fyrir mér með þessu móti,“ segir Guð- mundur. Og Lækui' er þekktur fyrir fleh'i strákapör. Stundum leggur hann leið sína niður í þorp og fer hann þá rakleiðis í garðana þar sem hann sér þvott hanga úti á snúru. Hann nuddar hornunum við þvottinn þannig að hann vefst upp á þau og svo gengur hann í burt með þvott- inn á hornunum. Einu sinni elti hann Susanne niður að kaupfélag- inu í Bakkagerði svo mörgum bæj-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.