Morgunblaðið - 31.01.1999, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 B 5
_______FRÉTTIR____
Góður vinnu- og
samstarfsandi
mikilvægur
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá stjórn Sam-
foks vegna umræðu um aga- og upp-
eldismál:
„Til þess að starfið í grunnskólum
borgarinnar verði farsælt þurfa að
koma til margir þættir. Einn af mik-
ilvægari þáttunum er að í skólanum
ríki góður vinnu- og samstarfsandi
og að þeir sem þar starfa, nemendur
og aðrir starfsmenn, beri virðingu og
taki tillit hver til annars.
Það er á ábyrgð okkar foreldra að
ala upp börnin, m.a. að kenna og
leiðbeina þeim að fara eftir reglum
samfélagsins hvort sem þær eru
skriflegar eða óskrifaðar og kenna
þeim að meta og flokka þau margvís-
legu skilaboð og áreiti sem á þeim
dynja í nútíma samfélagi. Okkur til
aðstoðar eru síðan m.a. starfsmenn
skólanna.
Þær raddir heyrast að agavanda-
mál fari vaxandi í skólum landsins.
Um það skal ekkert fullyrt hér eða
hvað veldur, ef svo er, en það er
greinilegt að mikill meirihluti nem-
enda er til sóma og fer eftir því sem
fyrir þá er lagt. Ef það er þannig að
lítill minnihluti trufli eða ógni öryggi
annarra nemenda og starfsfólks þarf
að sjálfsögðu að koma í veg fyrir slíkt.
Til þess að góður vinnuandi sé í
skólunum þurfa að vera til staðar
skýrar og sanngjarnar reglur og
ljóst þarf að vera hvaða agaviðurlög
gilda við brotum á þeim í hverju til-
felli. Kynna þarf þetta vel fyrir for-
eldrum, nemendum og starfsfólki
skólanna þannig að öllum sé ljóst
hvaða skyldur hvíli á þeim. Skóla-
stjórar þurfa að hafa skýrar heimild-
ir til að beita agaviðurlögum til að
tryggja öryggi nemenda og starfs-
manna skólanna, enda er skólastjóri
æðsti stjórnandi hvers skóla og ber
ábyrgð á skólastarfinu.
Rétt er benda á að slíku valdi fylg-
ir mikil ábyrgð. Því hefur verið sett
reglugerð um aga og agaviðurlög
sem kveður á um framkvæmd aga-
mála. í ljós hefur komið að margir
skólastjómendur telja að þessi
reglugerð gefi þeim ekki nægilegt
umboð til að halda uppi aga í skólum
landsins. Því er nauðsynlegt að
hraða vinnu sem í gangi er á vegum
menntamálaráðuneytis og einnig
Reykjvíkurborgar við endurskoðun
þessara reglna, skólareglna og aga-
viðurlaga þannig að til verði sann-
gjarnar, skýrar og samræmdar regl-
ur og samræmd viðurlög við brot á
þeim og lýst verði í ferilskrá hvernig
beri að framfylgja þeim. Að sjálf-
sögðu þarf að taka tillit til annarra
laga og reglugerða sem snerta þessi
mál.
Hér þarf einnig að skoða vel hvaða
agaviðurlög eru vænlegust til árang-
urs. Bent hefur verið á að brott-
rekstur úr skóla, sem virðist vera al-
gengasta agaviðurlagið, geti verið
tvíeggjaður og leysi sjaldnast raun-
verulega vandamálið. Brottrekstur
um stundarsakh- getur þó verið
nauðsynlegur til að tryggja öryggi
og til þess að gefa ráðrúm til að leita
varanlegra lausna. Hér þarf að koma
til gott samstarf foreldra og starfs-
fólks skólanna og trúnaður og sam-
staða þarf að vera milli þessara aðila
og fyrirfram þarf að vera ljóst
hvernig þessu samstarfi á að vera
háttað. Til að tryggja velferð barns-
ins sem best og fjölskyldunnar allrar
er mikilvægt að strax fain fram fag-
legt, heildrænt mat á aðstæðum
bamsins og í kjölfai-ið verði boðið
upp á viðeigandi aðstoð, sé talin þörf
á henni.
Við leggjum áherslu á að hinar
raunverulegu ástæður vandamálsins
verði greindar en þær geta verið fjöl-
margar; m.a. einstaklingsbundnai- en
einnig atriði eins og uppeldisþáttur-
inn, blöndun í bekki samfara undir-
mönnun við kennslu, undirmönnun við
gæslu á göngum og í frímínútum,
vöntun á námstilboði við hæfi hvers
og eins, skortm- á samstarfi heimilis
og skóla og svo mætti lengi telja.
Mikilvægt er fyrir alla aðila að sú
umræða sem nú er um uppeldi og
aga verði til þess að menn dragi af
henni lærdóm og nýti hann til að
bæta skólastarfið, til að bæta upp-
eldið, til að efla samstarf foreldra og
skólafólks, nemendum og samfélag-
inu til heilla.“
Taktu fyrsta skrefið
á Internetinu
Ef þú ert að hugsa um að koma þaki yfir
höfuðið geturðu gert þitt eigið
bráðabirgðagreiðslumat á Internetinu.
Meó því að fara inn á slóðina
www.ibudalanasjodur.is,
geturðu á einfaldan og skilvirkan
hátt reiknað út hversu dýra
fasteign þú ræður við að kaupa.
Ibúðalánasjóður
Opnar dyr að eigin húsnæði
Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími: 569 6900 [ Fax: 569 6800 [ www.ibudalanasjodur.is
Fé án hirðis
Fimmtudaginn 4. febrúar boðar Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga til morgunverðarfundar frá kl. 8:00-10:00
á Hótel Sögu, Sunnusal, 1. hæð.
Framsögumaður á fundinum verður
Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Hann mun m.a fjalla um:
• Hvaða fyrirtækjum og stofnunum er stjórnað án afskipta eigenda þeirra?
• Er hægt að finna eigendur þeirra?
• Er hægt að einkavæða þau?
• Áhrif eignaskatta á myndun fjár án hirðis.
Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður með eftirtöldum aðilum:
Pétur H. Ingibjörg Sólrún Guðmundur Þorgeir Óli Björn
Blöndal Gísladóttir Hauksson Eyjólfsson Kárason
alþingismaður borgarstjóri sparisjóðstjóri forstj. Lífeyrissj. ritstjóri DV.
SPRON verslunarm
Fundarstjóri er Elvar Guðjónsson formaður fræðslunefndar FVH.
Verð kr. 1.000, fyrir félagsmenn og kr. 1.500 fyrir gesti.
FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Opinn fundur - gestir velkomnir