Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 1
37. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Ómar __________VETRARSTILLUR VIÐ GULLFOSS Léttir yfír lyktum mála- ferlanna gegn Clinton Washington. Reuters. Öfgafullir gyðingar í ham Ótti við blóðug átök Jerúsalem. Reuters. LEIÐTOGAR bókstafstrúaðra gyðinga í Israel ætla að stefna hundruðum þúsunda manna saman í Jenísalem í dag til að mót- mæia nýuppkveðnum dómi hæstaréttar landsins. Er óttast, að til uppþota geti komið en vaxandi ágreiningur er meðal Israela um hve mikill þáttur trúariegra kennisetninga eigi að vera í daglegu lífi. Allt frá stofnun Israels hefur verið tekist á um það hvort ríkið eigi að lúta aimennum lýðræðisreglum eða kennisetningum gyð- ingdómsins en nýlegur dómur hæstaréttar fyilti loks mælinn að dómi liinna bók- stafstrúuðu. Þar voru almenn mannrétt- indi tekin fram yfir trúarlögmálið og með- ai annars efast um lögmæti þess að undan- skiija tugi þúsunda bókstafstrúarmanna herþjónustu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, reyndi án árangurs að fá rabbíana til að hætta við fundinn í dag en Ezer Weizman, forseti Israeis, segist óttast, að hann geti endað með blóðsúthellingum. Hóta borgarastyrjöld Bókstafstrúarmenn eru ekki nema 10% Israela en stjórnmálaflokkar þeirra ráða miklu um stjórnarmyndun í landinu. Einn helsti leiðtogi þeirra, Ovadia Yosef, sagði í siðustu viku, að hæstaréttardómararnir væru útsendarar hins illa og hafa ýmsir lagt til, að hann verði kærður fyrir þau ummæli. Stuðningsmenn hans hóta hins vegar borgarastyrjöId verði hann dæmdur. Bin Laden „horfinn“ Islamabad. Reuters. SAUDI-Arabinn Osama bin Laden, sem sak- aður hefur verið um að standa að baki ýms- um hryðjuverkum, er „týndur“ og ekki vit- að hvort hann er innan landamæra Afganistans. Skýrði talsmaður Talebana- stjórnarinnar í Kabúl frá þessu í Pakistan í gær. Talsmaðurinn, Maulvi Mohammad Haqqani, sagði, að bin Laden, sem var tal- inn dveljast í borginni Kandahar í suður- hluta Afganistans, hefði ekki fundist þar á föstudag og væri nú ekkert vitað uni dval- arstað hans. „Gestur okkar er horfinn," sagði hann við fréttamann Reuters-frétta- stofunnar. Bin Laden er talinn hafa skipulagt hryðjuverkin við bandarisk sendiráð í Aust- ur-Afríku á síðasta ári en talsmaður Tale- bana sagði, að Kabúlstjórnin hefði ekki beð- ið hann að yfirgefa landið. ALMENNINGUR í Bandaríkjunum og raun- ar fólk víða um heim fagnaði því í gær, að málaferlunum gegn Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, skyldi vera lokið. Ymsir repúblikanar og einkum saksóknarar fulltrúa- deildarinnar átöldu hins vegar öldungadeild- ina fyrir að hafa sýknað forsetann af tveimur ákærum, sem vörðuðu embættismissi. Sögðu þeir, að deildin hefði grafið undan málatilbún- aði þeirra, aðallega með því að hafna beinum vitnaleiðslum, en lögðu samt áherslu á, að þeir væru ekki í neinum hefndarhug. „Við lögðum staðreyndirnar á borðið, vísuð- um til viðeigandi laga og fyrri málsmeðferðar í öldungadeildinni og þá urðu sumir þingmenn hræddir,“ sagði Steve Buyer, fulltrúadeildar- þingmaður repúblikana fyrir Indiana. „Ég harma, að þeir skyldu ekki hafa farið eftir sannfæringu sinni og samvisku." Niðurstaðan í öldungadeildinni er mikið áfall fyrir repúblikana og sérstaklega fyrir það, að íyrir hvorugri ákærunni fékkst ein- faldur meirihluti, hvað þá aukinn meirihluti eða tveir þriðju atkvæða, sem til þurfti. Saksóknarar segja öldungadeildina hafa eyðilagt málið Sögðu saksóknararnii-, að málið hefði verið eyðilagt er öldungadeildin hafnaði beinum vitnaleiðslum en lét sér nægja myndbands- upptökur af viðtölum við þrjú vitnanna, þau Monicu Lewinsky, Vernon Jordan, náinn vin Clintons, og Sidney Blumenthal, ráðgjafa for- setans. Þrátt fyrir ósigurinn kváðust saksóknar- amir ekki sjá eftir neinu og vildu nú taka aft- ur til við venjuleg þingstörf. Hyde segir nóg komið Að lokinni atkvæðagreiðslunni skoraði Henry Hyde, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeOdarinnar og oddviti sak- sóknarannna, á Kenneth StaiT, sem rannsak- aði málið gegn Clinton, að höfða ekki sjálf- stætt mál á hendur forsetanum eins og hann hefur látið liggja að. „Það yrði engum til góðs eftir allt það, sem við höfum gengið í gegn- um,“ sagði Hyde. Bandarískur almenningur hefur almennt látið í ljós feginleik með, að þessum málum skuli nú lokið og sömu sögu er að segja af fólki í öðrum löndum. Fyrrverandi sendiherra Itala í Bandaríkjunum sagði, að öll heims- byggðin varpaði öndinni léttara en evrópskir leiðtogar vildu ekki láta neitt eftir sér hafa annað en það, að um þetta mál hefði öldunga- deildin fjallað og nú væri því lokið. Clinton sterkari eftir? Fréttaskýrendur efast um, að réttarhöldin gegn Clinton hafi veikt stöðu hans á alþjóða- vettvangi og sumir telja raunar, að þau hafi beinlínis styrkt hann. Frammámenn víða um heim, sem fæstum hafi fundist mikið til um yfirsjónir hans, muni nú meta hann sem af- burðastjórnmálamann. ■ Repúblikanar/6 Viðskiptin færast á suðvesturhornið Stefnan felst í fólkinu FIÍ 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.