Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Risarnir Real Madrid og Barcelona mætast í spænsku knattspyrnunni í dag 15 ár frá síðasta sigri Madrid á Camp Nou Viðureignir „risanna“ í spænskri knattspymu, Real Madrid og Barcelona, eru ekki venjulegú’ kappleikir. Segja má, með nokkrum ýkjum þó, að þjóðfélagið allt á Spáni fylgist með leikjum þessum og und- irbúningnum fyrir þá. Innlifunin er lyginni líkust, algengt er að menn þjóti út £ glugga eða út á svalir og öskri „gooooooool“ (mark) þegar átrúnaðargoðunum tekst að koma boltanum í net andstæðinganna og eftir leikinn er það venja að aðdá- endur sigurliðsins aki um götur stærstu borga Spánar æpandi, flautandi og öskrandi í hamslausum fógnuði. Skemmtilegri kvöldstundir bjóðast ekki á hverfískránni. Liðin mætast á Camp Nou, heima- velli Barcelona, kl. 16 að íslenskum tíma í dag, sunnudag (Sýn kl. 15.55). Þessi tímasetning er óvenjuleg því venjan hefur verið sú að leikir þessir fari fram á laugardagskvöldum og að þeir séu sýndir beint í opinni dag- skrá. Vegna flókinna deilna um út- sendingarrétt varð niðurstaðan hins vegar sú að leikurinn verður sýndur í áskriftai'sjónvarpi. Mun það mál allt trúlega hafa einhver eftirmál enda eru það talin mannréttindi á Spáni að almenningi gefist tækifæri til að fylgjast með knattspymuleikj- um í opinni útsendingu. Hatur Hatrinu sem ríkir á milli öfga- fyllstu stuðningsmanna þessara liða fá menn aðeins trúað kynnist þeir því af eigin raun. Sögulegar ástæð- ur eru m.a. fyrir þessu en í tíð Franeisco Franco, einræðisherra á Spáni, var heimavöllur Barcelona eini staðurinn í landinu þar sem menn gátu óhræddir talað kata- lónsku. Þjóðemishyggjan er enn æði djúpstæð í Katalóníu og þar bendla menn Madrid-liðið við mið- stjórnina í höfuðborginni og kúgun- ina í tið Francos. Liðin eiga þó ýmislegt sameigin- legt. Þannig eru þau hin einu ásamt Athletic de Bilbao sem ekki hafa fallið úr spænsku fyrstu deildinni í knattspymu. Harla óvenjulegt er að leikmenn fari á milli þessara liða. Af þeim leikmönnum sem verða á vellinum er framherjinn Luis Enrique hjá Barcelona sá eini er leikið hefur í treyju beggja liða. Ýmsir frægir kappar hafa hins vegar afrekað það og má þar nefna Danann Michael Laudmp og þýska herkilinn Bernd Schuster. Óvildin er þó ekki bundin við áhangendur liðanna. Forráðamenn þeirra hafa oftlega deilt hart á opin- berum vettvangi og ekki sparað stóryrðin. Greinilegt er hins vegar að menn hafa reynt að slá á spenn- una fyrir leikinn í dag og hefur und- irbúningurinn einkennst af óvenju- legri hófsemi. Óánægja í herbúðum Real Madrid Hætt er því við að spennan verði ekki jafn yfirþyrmandi og venjulega þegar þessi lið berjast á knatt- spymuvellinum. Leikurinn er hins vegar venju fremur mikilvægur, sigur myndi tryggja Barcelona vænlega stöðu á toppi spænsku fyrstu deildarinnar. Og tölfræðin er Barcelona hliðholl, Real Madrid hefur ekki farið með sigur af hólmi í 15 ár á Camp Nou. Þótt Real Madrid sé aðeins þrem- ur stigum á eftir meistumnum fyrir þennan mikilvæga leik er staða lið- anna ólík mjög um þessar mundir. Erfiðleikar hafa hrjáð Real Madrid, óeining hefur komið upp í leik- Stórliðin í spænsku knattspyrnunni, Real Madrid og Barcelona, leiða saman hesta sína í Katalóníu 1 dag. Ásgeir Sverrisson fjallar um viðureignina og þá sérstöðu sem leikir þessara liða njóta í spænsku knattspyrnunni. Reuters FRÁ fyrri leik liðanna í september. Fernando Hierro, fyrirliði Real Madrid, skilur Brasilíumanninn Rivaldo eftir í grasinu. mannahópnum og á síðasta heima- leik gegn Real Valladolid gerðist það að áhorfendur bauluðu á leik- menn og létu óánægju sína með frammistöðu liðsins í ljós með því að veifa vasaklútum svó sem hefð er fyrir á Spáni. Barcelona hefur aftur á móti gengið allt í haginn að und- anfómu. Liðið hefur unnið sjö síð- ustu leiki sína þó svo að frammi- staðan í síðasta leik gegn botnliði Extremadura á útivelli (1-2) hafi ekki verið yfírtak sannfærandi. Raúl gegn Rivaldo Sérstaka athygli vekur að tveir markaháestu rhennimir í spænsku knattspymunni munu leika listir sínar í viðureigninni í dag. Þar ræð- ir um Brasilíumanninn Rivaldo sem hefur 12 sinnum sent knöttinn í mark andstæðinga Barcelona á þessari leiktíð og snillinginn unga Raúl González sem hefur gert 13 mörk og er nú óðum að ná fyrri styrk eftir heldur dapurlega frammistöðu á síðasta keppnistíma- bili. Raúl, sem er aðeins 21 árs gam- all, barg Real Madrid í viðureign- inni við Valladolid (3-2), skoraði þá öll mörkin og það þriðja á síðustu mínútu leiksins. Er hann enda hald- inn í guðatölu af áhangendum liðs- ins sem aftur á móti kvarta undan því að stjömurnar leggi sig ekki fram og sýni félagi sínu ekki til- hlýðilega virðingu. Skelfileg vamarmistök Femando Sanz, sonar Lorenzo Sanz, forseta Real Madrid, í þeim leik urðu einnig til að auka á spennuna í herbúðum liðsins og haft er fyrir satt að Fern- ando hinn ungi vilji fyrir alla muni losna frá félaginu. Hann telji bæði aðdáendur liðsins og félaga sína á knattspymuvellinum leggja á sig fæð ef ekki hatur. Er þjálfarinn, Hollendingurinn Guus Hiddink, vændur um að hafa enga stjóm á leikmönnum, enda ljóst að liðið er ekki að leika þá knattspyrnu sem það á að vera fært um. Luis van Gaal, landi Hiddinks, hefur aftúr á móti tekið gleði sína á ný eftir erfitt tímabil fyrir áramót. Barcelona hefur að vísu tapað fimm leikjum en liðið skorar grimmt, hefur gert 45 mörk auk þess sem hollensku leikmennirnir virðast loks ætla að standa undir væntingum. Þá hafa þeir Rivaldo og Portúgalinn Luis Figo leikið sérlega vel að undanförnu. Þessir tveir menn bera öðrum fremur uppi leik Barcelona-liðsins. Figo leggur jafnan upp mökk af mörk- um á hverri leiktíð enda sérlega skapandi leikmaður. Rivaldo hefur sýnt og sannað að þar fer einstaklega hæfileikamikill leikmaður og fjölhæfur er hann. Þannig hefur hann gert sex mörk með vinstri fæti, tvö með þeim hægri og fjögur með skalla á þess- ari leiktíð. I fyrra gerði Rivaldo, sem er 26 ára og vakti fyrst veru- lega athygli er hann lék með Deportivo La Corunya 1996-1997, alls 19 mörk þannig að hann á góða möguleika á að gera enn betur í ár Reuters LEIKMENN Barcelona fagna marki Patricks Kluivert (f. miðju) i leiknum á Santiago Beranbéu í þriðju umferð spænsku deildarkeppninnar. enda var hann keyptur til félagsins í stað landa síns Ronaldos. Jafntefli í síðasta leik Liðin mættust í þriðju umferð 29. september síðastliðinn á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Um 80.000 áhorfendur sáu liðin þá gera 2-2-jafntefli í skemmtilegum leik. Mörk Barcelona skoruðu þeir Patrick Kluivert og Sonny Ander- son. Bæði mörk Real gerði Raúl og víst er að þessi dýrlingur áhang- enda liðsins getur vel hugsað sér að bæta í sarpinn á heimavelli erkifj- endanna. Og biðin eftir sigri á Camp Nou er orðin löng; Real Ma- drid lagði Katalóníumennina síðast að velli þar 26. febrúar 1984 (1-2). Sigur í dag myndi því reynast vítamínsprauta fyrir liðið sem sætir nú dagvaxandi þrýstingi. Jafntefli telst vel viðunandi en stóru tapi verður eingöngu líkt við náttúru- hamfarir. Bjartsýnin í herbúðum Real Ma: drid hlýtur þó að vera hófleg. í leikjum þessara liða á seinni árum hefur Barcelona sigrað 41 sinni, 11 leikjum hefur lokið með jafntefli en þeir hvítklæddu hafa unnið 16 leiki. Sex síðustu leikina á Nou Camp hafa heimamenn unnið. Vonir Real Madrid felast í því að lykilmenn á borð við Predrag Mi- jatovic og Roberto Carlos taki loks að sýna sitt rétta andlit auk þess sem liðið má ekki við því að Raúl bili. Mijatovic fór vel af stað á þess- ari leiktíð en hefur átt við meiðsli að stríða. Enginn vafi leikur hins vegar á að hann er einn hættuleg- asti framherji í heimi þegar hann mætir heill til leiks. Ætla verður að landsliðsmaðurinn Fernando Mori- entes verði í framlínunni en hann hefur verið iðinn við kolann að und- anförnu og sallað inn mörkum þeg- ar honum hefur verið hleypt af varamannabekknum. Þá binda áhangendur Real vonir við að Fern- ando Hierro, einn besti leikmaður Spánverja, geti leikið á ný eftir meiðsli. Leikir þessara liða eru að öllu jöfnu þeir mikilvægustu í spænsku deildarkeppninni. Viðureignin í dag verður hins vegar sérlega spenn- andi, þótt jafnan sé mikið í húfi. Tímasetningin verður að vísu að teljast afar óhagstæð en víst má heita að menn setji hana ekki fyrir sig og þyrpist á krána til að samein- ast fyrir framan sjónvarpið í tak- markalausri ást sinni á knattspyrn- unni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.