Morgunblaðið - 14.02.1999, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Níðst á
nasistum
Þrír leikþættir eftir Bertolt Brecht verða
frumsýndir í Skemmtihúsinu við Laufás-
veg á þriðjudaginn kemur. Dregur skáldið
þar dár að nasistum og öðrum þegnum
Þriðja ríkisins. Orri Páll Ormarsson leit
inn í Skemmtihúsið og hafði tal af leik-
stjóranum, Erlingi Gíslasyni.
BLAÐAMAÐUR vindur sér upp
tröppurnar á gömlu timburhúsi í
miðbænum, hringir bjöllu. Til dyra
kemur þjónka sem býður honum til
stofu um leið og hún tilkynnir hátt
og snjallt að kominn sé „piltur frá
Morgunblaðinu“. Þegar komið er inn
fyrir blasir við blaðamanni nasískur
dáti, í fullum herklæðum. „Heil
Hitler,“ gellur í honum. Samvisku
sinnar vegna getur blaðamaður ekki
tekið undir þá kveðju en fikrar sig
þess í stað áfram, framhjá fleira ein-
kennisklæddu fólki, matráðskonu og
manni sem gæti verið bílstjóri. Þau
kinka til hans kolli. Þarna er líka
staddur maður í borgai'alegum klæð-
um, alvarlegur í bragði. Seinna kem-
ur í ljós að hann er atvinnulaus og
lítið um nasistá gefið.
Halda nú vísast sumir að blaða-
maður sé hrokkinn hálfan sjöunda
áratug aftur í tímann, kominn inn á
hvert annað heimili í Þriðja ríkinu.
Svo er þó ekki. Hann er heldur ekki
genginn af göflunum - að minnsta
kosti ekki svo vitað sé til. Þess í stað
er hann staddur í Skemmtihúsinu við
Laufásveg í Reykjavík, þar sem ver-
ið er að æfa leikþáttinn Krítarkross-
inn eftir þýska leikskáldið Bertolt
Breeht, sem frumsýndur verður
ásamt tveimur öðrum leikþáttum
eftir sama höfund, Gyðingakonunni
og Njósnaranum, næstkomandi
þriðjudag. Áður en sýningin hefst
mun Þorvarður Helgason flytja
stuttan fyrirlestur um stjórnmál í
Evrópu um daga Brechts. Dagskráin
hefst kl. 20.
Blaðamennskuleikritun
„Þessir þættir eru úr stóru safni
leikþátta sem Brecht skrifaði á
fjórða áratugnum og lýsa lífi fólks í
Þriðja ríkinu," segir Erlingur Gísla-
son, húsbóndi í Skemmtihúsinu og
leikstjóri sýningarinnar. „Sjálfur yf-
irgaf Brecht Þýskaland eftir bruna
þinghússins 1933, þannig að segja
má að þetta sé eins konar blaða-
mennskuleikritun - einu heimildir
höfundar eru blöð og sjónarvottar,
flóttamenn sem týnst hafa einn af
öðrum frá Þriðja ríkinu. Þetta fólk
hitti Brecht þar sem hann var í út-
legð víða um heim, meðal annars á
Norðurlöndum, í Tékkóslóvakíu,
Sovétríkjunum og Bandaríkjunum.“
Hér eru til umfjöllunar háalvar-
legir, hádramatískir atburðir. Eigi
að síður segir Erlingur stíl höfundar
háðskan. „Brecht sýnir persónurnar
í spaugilegu ljósi enda er hann öðr-
um þræði að dæma þær. Það hvarfl-
ar ekki að honum að afsaka gjörðir
þessa fólks og skoðanir. Að hans
mati kallaði „litli Þjóðverjinn" þessi
Morgunblaðið/Kristinn
NASISTINN (Þórir Steingrímsson) glímir við kjaftforan atvinnuleys-
ingjann (Hjalta Rögnvaldsson) í Krítarkrossinum.
ósköp, nasismann, yfh- sig. Auðvitað
má deila um það hvort íslenskir leik-
arar eigi árið 1999 að taka þátt í að
dæma fólk við þessar aðstæður, þeg-
ar við höfum ekki hugmynd um
hvernig kúkalabbar við hefðum orðið
sjálfir við sömu aðstæður. En svona
gerir maður nú stundum."
Erlingi þykir beittur tónn Brechts
ekki skjóta skökku við - von sé að
hann svari fyrir sig. „Nasistar brutu
ítrekað á honum mannréttindi,
kærðu hann fyrir óþýska framkomu,
óþýskan skáldskap. Hann var í raun
lagður í einelti.“
Tilefni sýningarinnar er öðru
fremur að á síðasta ári voru liðin eitt
hundrað ár frá fæðingu Bertolts
Brechts. „Eg sakna þess að ekkert
leiksviðsverk skuli hafa komið fram
hér í Reykjavík af þessu tilefni," seg-
ir Erlingur. „Vissulega ber að hæla
Ríkisútvarpinu fyrir að minnast af-
mælisins með myndarlegum hætti
en því miður hafa stofnanaleikhúsin
brugðist í þessu efni.“
Um eigin frumkvæði segir Erling-
ur: „Það er kannski ekki fráleitt að
ég skuli standa að þessari uppfærslu,
því árið 1956 hélt ég til leiklistar-
náms í Berlín og átti stefnumót við
höfundinn í september. Af því varð
þó ekki því hann andaðist 14. ágúst
úr hjartaslagi."
Erlingur segir leikþættina, í það
minnsta suma þeirra, hafa verið
sýnda víða á árunum fyrir seinna
stríð, meðal annars í Bandaríkjunum
undii' yfirskriftinni The Private Life
of the Master Race. Árið 1938 mun
Brecht hafa verið búinn að undirbúa
útgáfu þáttanna í Prag en ekkert
vai'ð af því vegna innrásar Þjóðverja
í Tékkóslóvakíu.
Sýndir af Grímu
Þættirnir þrír sem sýndir verða í
Skemmtihúsinu hafa einu sinni áðui'
komist á fjalirnar hér á landi en árið
1967 fór leikfélagið Gríma með þá í
leikferð um landið undir leikstjórn
Erlings Ebenesers Halldórssonar.
Meðal leikenda í þeirri sýningu voru
Erlingur Gíslason og Bríet Héðins-
dóttir.
Erlingur segir tíu til fimmtán sýn-
ingar fyrirhugaðar í Skemmtihúsinu
að þessu sinni en verði ástæða til að
halda áfram að þeim loknum verði
tekin afstaða til þess þegar þar að
kemur.
Hjalti Rögnvaldsson leikur í öllum
þáttunum þremur, Steinunn Ólafs-
dóttir leikur í Gyðingakonunni og
Krítarkrossinum. Ingibjörg Þóris-
dóttir, Eiríkur Guðmundsson og
Þórir Steingrímsson fara með hlut-
verk í síðarnefnda verkinu og ungur
leikari, Grímur Helgi Gíslason, leik-
ur í Njósnaranum.
Leikmynd hannar Sigurjón Jó-
hannsson, búningar eru eftir Andreu
Oddsteinsdóttur og ljósameistari er
Jóhann Bjarni Pálmason.
HAFSTEINN Austmann listmál-
ari hlýtur Winsor og Newton-
verðlaun Norrænu akvarellsam-
takanna 1998. Verðlaunin eru
veitt árlega.
I umsögn dómnefndar segir að
valið grundvallist á sannfærandi
og persónulegum afstrakt tján-
ingarmáta Hafsteins, þar sem
hann tengi með góðum árangri í
myndum sínum kraftmikla bygg-
ingu annars vegar og leikandi
teikningu hins vegar og reyni á
þanþol og mikilvægi litarins og
akvarellaðferðarinnar til hins
ýtrasta. „Með aðferð sinni tekst
honum að skapa sérstætt rými,
þar sem oft má skynja leyndar-
dómsfullan, næstum dulrænan
boðskap um veröld undir yfír-
borðinu. Nefndin er sammála um
að svipsterkar myndir Hafsteins
búi yfir óvenjulegum listrænum
krafti. Það var okkur ánægja að
eiga aðild að því að benda á
þennan sérstæða listamann í nor-
rænu samhengi."
Hafsteinn kveðst ánægður með
viðurkenninguna, í henni felist
„fín auglýsing". Og verðlaunin
eru þegar farin að vinda upp á
sig, því búið er að bjóða lista-
Hafsteinn Austmann
manninum að sýna í Gautaborg í
mars. „Hugsanlega á fleira eftir
að koma í kjölfarið, það er kost-
urinn við svona verðlaun. Svo fæ
ég auðvitað peningaverðlaun, er
það ekki aðalmálið?" spyr Haf-
steinn sposkur á svip. „Ætli pen-
ingarnir fari ekki allir í húsholn-
inguna eins og hjá Laxness þegar
hann fékk Nóbelsverðlaunin.“
Norrænu akvarellsamtökin
AKVARELLMYND eftir Hafstein frá árinu 1994.
voru stofnuð árið 1989 og eru
meðlimir um 1.700 talsins. Mark-
mið samtakanna er að kynna
akvarelllistina og vekja áhuga
fólks á henni. Samtökin hafa
staðið að nokkrum stórum nor-
rænum akvarellsýningum.
Winsor og Newton er elsti iðn-
aðarframleiðandi akvarelllita í
heimi. Fyrirtækið var stofnað
1838 og eru höfuðstöðvar þess í
nágrenni Lundúna.
Barnabóka-
verðlaun
ekki veitt
DÓMNEFND verðlaunasjóðs
íslenski'a barnabóka 1999 hefur
lokið störfum og komist að
þeirri niðurstöðu að ekkert
þeirra handrita, sem bárust í
samkeppnina og voru á þriðja
tug, standist þær kröfur sem
dómnefndin gerir til verðlauna-
handrita. Stjóm sjóðsins hefur
af þessum sökum ákveðið að ís-
lensku bamabókaverðlaunin
verði ekki veitt í ár. Formaður
dómnefndar var Bjami Þor-
steinsson, aðalritstjóri hjá Vöku-
Helgafelli, en með honum í
nefndinni vom Jón Freyr Þórar-
insson skólastjóri, Ragnheiður
Jónsdóttir kennari og Ármann
Kr. Einarsson rithöfundur.
Frá árinu 1986 hefur sjóður-
inn árlega veitt verðlaun fyrir
áður óbirt handrit. Meðal höf-
unda sem hlotið hafa verðlaun-
in era Friðrik Erlingsson,
Kristín Steinsdóttir, Guðmund-
ur Ólafsson, Elías Snæland
Jónsson og Iðunn Steinsdóttir.
Málþing um íslenskar
barnabækur
1 frétt frá Vöku-Helgafelli
segir að þó svo að verðlaunin
falli niður í ár muni Verðlauna-
sjóður íslenskra barnabóka
engu að síður láta til sín taka í
umræðu um bamabókmenntir
og barnamenningu. Sjóðurinn
mun með hækkandi sól standa
fyrir opnu málþingi í samvinnu
við Vöku-Helgafell ^ um stöðu
bamabókmennta á Islandi með
þátttöku barnabókahöfunda og
þeirra aðila sem koma að út-
gáfu, lestri og gagnrýni á
barnabókum. Ennfremur er í
undirbúningi námskeið á veg-
um verðlaunasjóðsins og Vöku-
Helgafells þar sem höfundum
verður leiðbeint um ritun
bama- og unglingabóka.
Kóríólanus
lesið í
Borgar-
leikhúsinu
LEIKRIT Williams Shakespe-
are, Kóríólanus, verður leikles-
ið á Litla sviði Borgarleikhúss-
ins á miðvikudaginn kl. 20.
Þátttakendur í leiklestrinum
eru; Björn Ingi Hilmarsson,
Ari Matthíasson, Árni Pétur
Guðjónsson, Hjalti Rögnvalds-
son, Theodór Júlíusson, Þor-
steinn Bachmann, Jón Hjart-
arson, Halldór Gylfason, Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson,
Steindór Hjörleifsson, Þórhall-
ur Gunnarsson, Valgerður
Dan, Sóley Elíasdóttir og Mar-
grét Ólafsdóttir.
Ekkert leikritanna
áður flutt á íslensku
Þetta er fjórði leiklestur sí-
gildra ljóðaleika í Borgarleik-
húsinu. Harmleikur Evrípídes-
ar, Hippólítos, var leiklesinn
nú í byrjun febráar, en leik-
lestrasyrpa Leikfélags
Reykjavíkur hófst í desember
á lestri tveggja leikrita: Lífið
er draumur eftir Calderón de
la Barca, og Ofjarlinum eftir
Pierre Comeille. Var þetta í
fyrsta sinn sem leikrit þessi
voru flutt opinberlega á Is-
landi.
Öll eru leikritin í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar og hef-
ur ekkert þeirra verið flutt áð-
ur á íslensku.
Winsor og Newton-verðlaun Norrænu akvarellsamtakanna 1998
Hafsteinn
Austmann
hreppir hnossið