Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 20

Morgunblaðið - 14.02.1999, Page 20
20 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Stefnan felst í fólkinu Stefán Baldursson hefur verið Þjóðleik- hússtjóri í átta ár. í viðtali við Hávar Sig- urjónsson ræðir Stefán hugsunina að baki listrænni stefnu sinni og hlutverk Þjóðleik- hússins í íslenskri leiklist. AÐUR en ég kom til Þjóðleikhússins í árs- byrjun 1991 hafði ég verið leikstjóri við ým- is leikhús erlendis í fjögur ár. Þetta var mjög skemmtilegur tími, ég var að vinna hér heima en mest starfaði ég á Norðurlöndunum og einnig í Los Angeles og Conneeticut í Bandaríkj- unum. Þetta voru góð verkefni og ég vann með frábæru fólki í góðum leik- húsum. Ég naut þess að víkka sjón- deildarhringinn og starfsvettvang- inn. Svo var Þjóðleikhússtjórastarfið auglýst og ég ákvað að sækja um því mér fannst þetta ögrandi starf að takast á við.“ Þannig lýsir Stefán Baldursson í stuttu máli hver staða hans var áður en hann hóf störf sem Þjóðleikhús- stjóri í janúar 1991. Hann hafði verið leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykja- víkur í Iðnó frá 1980-1987, þar áður leikstjóri og leikhúsritari við Þjóð- leikhúsið 1974-80, og jafnframt einn af okkar afkastamestu og sterkustu leikstjórum. Stefán hefur ekki lagt leikstjórn alveg til hliðar sem Þjóð- leikhússtjóri og er skemmst að minn- ast sýningar hans á Brúðuheimili Ib- sens sem frumsýnd var um jólin og hefur vakið mikla athygli fyrir vand- aða leikstjórn og afburðaleik. Umdeildar uppsagnir Fyrstu mánuðir Stefáns í starfi Þjóðleikhússtjóra gengu ekki átaka- laust fyrir sig. Fljótlega eftir að hann byrjaði sagði hann upp sex fastráðn- um leikurum við húsið, einnig tveim- ur fastráðnum leikstjónim og tónlist- arstjóra hússins. Marga rekur ef- laust minni til þess hversu mikil átök urðu vegna þessara uppsagna og ekki bætti úr skák að tveir Þjóðleik- hússtjórar voru í raun að störfum á þessum tíma; fráfarandi Þjóðleikhús- stjóri, Gísli Alfreðsson, lauk starfs- tíma sínum 31. ágúst 1991 en Stefán hóf störf 1. janúar sama ár. „Mér bar lögum samkvæmt að annast allt skipulag fyrir komandi leikár, þar á meðal mannaráðningar og breyting- ar. Gísli dró hinsvegar uppsagnh-nar til baka og ég kaus að láta ekki reyna á lögmæti þeirrar aðgerðar þar eð ég hafði fengið samþykki menntamála- ráðuneytisins til að ráða strax inn nýtt fólk í stað þess sem sagt hafði verið upp. En ég vil enn og aftur leið- rétta þann misskilning að uppsagnir mínar hafi verið ólöglegar. Þjóðleik- húslögin kveða svo á að nýi þjóðleik- hússtjórinn beri alfarið ábyrgð á öll- um mannaráðningum frá og með nýju leikári.“ Komu hin hatrömmu viðbrögð í kjölfar uppsagnanna Stefáni á óvart eða var hann búinn undir átökin? „Ég bjóst engan veginn við að upp myndi þyrlast það moldviðri sem raun varð á. Á svona vinnustað þar sem er verið að fást við listræna sköpun er mjög eðlilegt að sé hreyf- ing og gerjun. Eg var heldur ekki að vísa þessu listafólki alfarið frá leik- húsinu heldur aðeins að breyta ráðn- ingarforminu, enda hafa sum þeirra komið hér aftur til starfa. Þetta voru fáir einstaklingar sem sagt var upp af þeim mikla fjölda sem hér var að störfum. Ég réð sex unga leikara í stað þeirra sex sem sagt var upp, en varðandi leikstjórana tvo hafði um árabil verið gagnrýnt að í landinu væru einungis til tvær stöður leik- stjóra og á þeim væri engin hreyfing. Ég held að nánast allir hafi búist við að þessu yrði breytt og það átti í sjálfu ser ekki að koma neinum á óvart. Ég hef síðan haft þessa leik- stjórasamninga hreyfanlega og skipt um á tveggja til þriggja ára fresti." Ákveðnar breytingar Stefán segist hafa komið að Þjóð- leikhúsinu með ákveðnar hugmyndir um breytingar. „Ég taldi nauðsyn- legt að gera vissar breytingar á sam- setningu leikhópsins. Það vantaði al- veg yngstu kynslóðina; auðvitað var hún kölluð inn ef á þurfti að halda, en í fasta leikhópnum var yngsti leikar- inn 36-36 ára gamall. Állt var þetta hluti af þeirri ætlun minni að breyta ímynd leikhússins, gefa |>ví ferskara andlit ef svo má segja. Ég setti þetta unga fólk i framlínuna fyrstu misser- in. Verkefnavalið tók mið af þessu og unga fólkið varð áberandi í sýningum eins og Kæru Jelenu og Rómeó og Júlíu strax fyrsta árið. Ég held að þetta hafi skilað sér og að ýmsir af þeim sem voru hugsi yfir manna- breytingunum hafi áttað sig á því að þetta gerði leikhúsinu gagn. Þetta unga fólk er síðan orðið að burðar- leikurum sinnar kynslóðar í dag. Ég lagði líka strax í upphafi áherslu á að hafa sem flesta í þeim stóra hópi lausráðinna leikara sem hér starfa á hverju ári. Þetta hafa verið allt að 20-25 leikarar á ári fyrir utan fasta kjarnann sem í eru 35 manns.“ Til að gefa ákveðnari hugmynd um þá breytingu sem orðið hefur á föst- um leikarahópi Þjóðleikhússins í tíð Stefáns sem Þjóðleikhússtjóra má nefna hverjir af yngri kynslóð leikara hafa fengið fastan samning frá því 1991. Strax í upphafi voru ráðin þau Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Bjömsdóttir, Baltasar Kormákur, Þór H. Túlíníus, Edda Heiðrún Backman og Ólafía Hrönn Jónsdótt- fr. Síðai- bættust við Hilmar Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Stef- án Jónsson, Edda Arnljótsdóttir, Hjalti Rögnvaldssson, Vigdís Gunn- arsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Magnús Ragnarsson, Steinunn Óh'na Þorsteinsdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson, Baldur Trausti Hreinsson, Valdimar Örn Flygenring, Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Fastráðnir leikstjórar hafa verið 1991-93 Guðjón Pedersen og Þór- hildur Þorleifsdóttir, 1993-95 Andrés Sigurvinsson og Hávar Sigurjónsson, 1995-98 Kolbrún Halldórsdóttir og Hallmar Sigurðsson og frá 1998 Kjartan Ragnarsson og Þórhallur Sigurðsson, sem reyndar hefur starf- að sem leikstjóri öll stjórnarár Stef- áns. Tónhstarstjóra réð Stefán strax í upphafi Jóhann G. Jóhannsson og hefur hann gegnt því starfi síðan. Stefán bætir því við að hann hafi einnig reynt að fylgja þeirri reglu að á hverju leikári bættist einn nýr laus- ráðinn leikstjóri í hópinn. „Þetta hef- ur ekki alltaf verið leikstjóri úr hópi þeirra yngstu heldur hef ég líka horft til þess að hann hafi ekki starfað við Þjóðleikhúsið áður. Aht er þetta hluti af þein-i endurnýjun sem ég hef lagt áherslu á að væri stöðugt í gangi hér við leikhúsið. Samsetning hins list- rænt skapandi hóps sem hér starfar á hverjum tíma er í mínum huga und- irstaða hinnar listrænu stefnu sem ég hef fylgt í leikhússtjóratíð minni. Verkefnavalið þarf að taka mið af þessu, bæði þörfum leikhópsins og væntingum áhorfenda. Mér fannst á sínum tíma að ís- lenskt leikhús hefði ekki lagt nægi- lega mikla rækt við að ná í ungt fólk á leiksýningar. Þá á ég ekki við böm og unglinga, sem einnig er mikilvægt að rækta samband við, heldur ungt fullorðið fólk á aldrinum 20-40 ára. Þetta er hópurinn sem hættir að fara í leikhús vegna háskólanáms, vinnuá- lags og fjölskyldustofnunar. Það byrjar síðan að skila sér aftur þegar komið er undir miðjan aldur. Við stíl- uðum gagngert upp á þennan aldurs- hóp með verkefnavalinu fyrstu árin eftir að ég koma hingað. Ég held að við höfum náð talsverðum árangri í að beina þessu fólki inn í leikhúsið. Um leið vil ég samt undirstrika að mér finnst rangt að hengja aldurs- flokkamerkingar á tilteknar leiksýn- ingar. Góð leiksýning er fyrir alla aldursflokka." Stjörnuleikarar Stefán segir að hann hafi aldrei haft áhuga á stjömuleikhúsi en getur þó ekki neitað því að nokkrir af yngri leikurum Þjóðleikhússins hafi náð þeirri athygli að teljast stjörnm-, a.m.k. á íslenskan mælikvarða. „Ég held að leikhúsið hafi ekki ýtt undfr þetta. Það era fjölmiðlarnir og breyttar áherslur þeirra á þessum sama tíma sem gert hafa svo mikið úr ákveðnum einstaklingum hér við leikhúsið. Auðvitað era þeir sem um ræðir framúrskarandi leikarar og hafa gert afskaplega góða hluti. Mér finnst þessi stjömudýrkun reyndar vera að þróast á dálítið ískyggilegan hátt og nú er svo komið að reynt er að seilast inn í Leiklistai-skólann og gera stjömur úr óútskrifuðum leik- araefnum. Hér mættu fjölmiðlamir aðeins hugsa sinn gang áður en þetta fer alveg úr böndum. Á hinn bóginn má velta því fyrir sér hvers vegna það era karlleikararnir sem notið hafa mestrar fjölmiðlaathyglinnai-. Okkar frábæra leikkonur hafa af ein- hverjum ástæðum ekki notið sömu fjölmiðlaathygli." Stefnan felst í fólkinu Ég bið Stefán að skýra betur hverju máli skipti fyrir stefnu leik- hússins að hópurinn sem starfar við leikhúsið sé rétt samsettur. „Auðvit> að skiptir verkefnavalið miklu máli og í því felst að miklu leyti stefnuyfir- lýsing sérhvers leikhúss útávið. En stefnan mótast enn frekar með val- inu á listafólkinu sem falið er að vinna verkefnin. Það er heilmikil kúnst að raða því rétt saman; hvaða leikstjóram er falið að vinna verkefn- in og síðan hvaða listafólk velst með þeim. Eitt af markmiðunum hjá mér í upphafí var að Þjóðleikhúsið gæti sýnt hvaða verkefni sem væri. Að leikhópurinn væri það sterkur og fjölhæfur og þannig samansettur í aldri og kynjahlutföllum að hann réði við allt sem fyrir hann væri lagt. Megnið af þessu fólki var náttúrlega þegar við leikhúsið, reynt og hæfi- leikamikið listafólk sem hér hafði starfað um árabil." Stefán hugsar sig um stundarkorn. „Verkefnavalið hefur kannski ekki verið mjög byltingarkennt í sjálfu sér. Þjóðleikhúsið hefur ákveðnum skyldum að gegna í því efni og það þýðir ekki í slíku leikhúsi að vera mjög einstrengingslegur í verkefna- vali. Skyldur leikhússins era að sinna íslenskri leikritun, sýna bamaleikrit, söngleiki og óperur eftir því sem við verður komið auk leikrita, nýrra og klassískra. Undan þessu verður ekld vikist. Hið listræna markmið er að tryggja að verkefnin séu þannig úr garði gerð að burtséð frá efni þeirra sé ávallt staðið að þeim á vandaðan og listrænan hátt. Þrátt fyrir þetta er mikil kúnst að raða verkefnaskrá leikhússins saman og fá alla þætti hennar til að ganga upp. Það skiptir t.d. veralega miklu máli að geta alltaf á hverju ári boðið upp á ný íslensk leikrit. Framsköpunin í íslensku leik- húsi er ein af meginskyldum okkar. Erlenda klassík er nauðsynlegt að sýna reglulega fyi-ir nýjar kynslóðir og einnig til að sýna að verkin era klassísk vegna þess að þau era góð, þess vegna lifa þau áfram og þau má sífellt meðhöndla á nýjan hátt. Síðan reynum við að vekja athygli á því sem forvitnilegast þykii- í nútímaleik- ritun úti í heimi. Það verður því hálf klisjukennt, en er satt eigi að síður, að segja að við samsetningu verk- efnaskrái- reynir maður að vera sem metnaðarfyllstur en hafa fjölbreytn- ina í fyrirrúmi." íslensk leikritun Talið berst að íslenskri leikritun og hvar hún standi í samanburði við þau erlend leikrit sem hingað rata upp á leiksvið. „Það era í rauninni alveg ótrúlega jnargir að skrifa leikrit hér á landi. Á hveiju ári berast nokkrir tugir leikrita hingað til okkar í Þjóð- leikhúsið. Þetta segir þó ekki alla söguna því megnið af þessum leikrit- irni er ekki sýningarhæft, en við reynum að bjóða höfundum upp á einhvers konar aðstoð, bæði með leiðsögn leiklistarráðunautar og með því að standa að leiksmiðjum með leikstjóra og leikurum, þar sem unn- ið er með leikritið í nánu samstarfi við höfundinn í dálítinn tíma. Þannig getur leikhúsið aðstoðað og hugsan- lega kennt höfundinum því hann lær- fr mest af því að vinna með leikhús- fólkinu ásamt því að horfa á leiksýn- ingar og lesa leikrit. Einstaka leikrit ná því að komast á svið og í rauninni er það alveg þokkalega gott hlutfall. Að meðaltali era sett upp 3-4 ný ís- lensk leikrit á ári hér hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Við eigum nokkra, en því miður of fáa, ágæta leikritahöf- unda sem hafa verið að skrifa um hríð. Þegar best lætur hafa komið fram á sjónarsviðið alveg fimagóð leikrit eins og t.d eftir Guðmund Steinsson, Ólaf Hauk og Birgi Sig- urðsson. Verk þehTa hafa vakið verð- skuldaða athygli bæði hér heima og erlendis, en þó hefur Árni Ibsen lík- lega verið mest leikinn á erlendri grand að undanfórnu. Fram að því höfðu verk Guðmundar Steinssonar verið leikin ótrúlega víða, bæði á sviði og í sjónvarpi, án þess að það færi alltaf hátt hér heima.“ Stefán leggur áherslu á skyldu ís- lensks leikhúss í að sinna íslenskum leikritum. „Eitt af því sem leikhúsið verður að gera er að sýna íslensku leikritin þó þau séu ekki alltaf stór- kostleg meistaraverk. Það þýðir ekki að bíða endalaust eftir þeim, heldur verður höfundurinn að fá tækifæri til að læra af því að við tökumst á við verk hans ef okkur finnst eitthvað spunnið í það og vonandi verður það tU þess að í framtíðinni geri höfund- urinn ennþá betur. Þannig ræktar leikhúsið efnilega höfunda." Óvægin gagnrýni Stefán segir það umhugsunarefni í þessu samhengi hvað ný íslensk leik- rit fái stundum óvægna gagnrýni. „Mér fínnst gagnrýnendur stundum hafa verið alveg ískyggilega grimmir við þessa framsköpun og oft miklu miskunnarlausari heldur en gagn- rýnendur í öðrum listgreinum era við t.d. tónskáld, skáldsagnahöfunda og myndlistarmenn. Leiklistargagn- lýnendur setja nánast upp slátrara- svuntuna þegar íslensk verk era ann- ars vegar og blóðslettumar ganga upp um alla veggi. Ég hef stundum dáðst að ungum höfundum fyrir að koðna ekki niður undan þessu og þora að halda áfram. Vissulega er stundum rétt að mæla íslensk verk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.