Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 24

Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 24
24 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VEGGMYNDIR í undirgöngum geta lífgað upp á tilveruna, litríkar og fjörlegar. Þessir piltar eru reyndar bninaþungir og lítt árennilegir. Veggjakrot er fylgifískur borgarmenning- ar en þykir ekki vera umhverfínu til prýði María Hrönn Gunnarsdóttir skoðaði veggjakrot í Reykjavík og komst að því að ef fólk vill uppræta það er vænlegast að nálgast vandann af festu og þolinmæði en einnig með virðingu fyrir þessu eðlilega skrefí í þroskaferli ungs fólks OFT hefur fólk á orði þegar það kemur frá borgum er- lendis að þær hafí verið svo hreinar. Og svo bætir það við til frekari skýringar: „Þar er ekkert krotað á veggi,“„ segir Reykvíkingur sem lætur veggjakrot á húsum og mannvirkjum borgarinn- ar fara mjög í taugarnar á sér. „Fólk er farið að taka þetta til viðmiðunar um menningarástand borga - og Reykjavík verður ein af menningar- borgum Evrópu á næsta ári!“ Hann segist ekki hafa minnsta áhuga á að koma fram undir nafni því hann vilji ekki vekja athygli krotaranna á sér og sínu húsi. Hann hafi ekki efni á að láta mála húsið nema einu sinni. En það er langt í frá að veggjakrot sé séríslenskt fyrirbrigði og það er aldeilis ekki nýtt af nálinni heldur. Asa Hauksdóttir, verkefnisstjóri menningarsveitar Hins hússins og umsjónarmaður Gallerís Geysis, hef- ur kynnt sér veggjakrot og veit sitt af hverju um þetta tjáningarform unga fólksins. „Hvað eru hellaristur annað en veggjakrot? Þær eru ristar á vegg,“ minnn hún á og bætir við: „“Killroy was here,“ var frægt veggjakrot í síðari heimsstyrjöldinni og skilaboð og vísur hafa lengi verið skrifaðar á klósettveggi og á lestar- stöðvar. Á undanförnum árum hefur krotið aftur á móti verið hægt og síg- andi að fara út af salernunum.“ Af þrennum toga Ása segir veggjakrotið aðallega vera af þrennum toga. Fyrst nefnir hún svonefnda taggara en þeir krota á veggi, skilti og hvað sem þeim dett- ur í hug í þeim tilgangi m.a. að merkja sér staðinn. Þetta eru ýmist einstaklingar eða hópur ungmenna, aðallega strákar. Þeir geta að sjálfsögðu ekki komið fram undir nafni þannig að þeir búa sér til gælunöfn og undirskrift- ir. Það sem flestum borg- urum fínnst vera óskiljan- legt krass hefur sem sé merkingu í augum annarra taggara og þeirra sem til þekkja. Það er ekki tekið út með sældinni að vera taggari. Þeir eiga ekki ein- ungis á hættu að verða gómaðir heldur einnig að „stíga á tærnar“ á öðrum töggurum. Þess vegna þykir þeim, sem einhvern metnað hafa, gott að fá tækifæri til að stunda iðju sína í dagsbirtu og með löglegum hætti. Þá eru þeir ekki lengur nefnd- n taggarar heldur spreyjarar og veggmyndir þeirra eru gjarnan kall- aðar grafliti. Að síðustu er til hópur veggjakrot- ara sem kallast bomberar. Þeir hafa til siðs að leggja t.d. strætisvagn í rúst á nokkrum mínútum með því að úða litum út um hann allan. Nokkuð er um slíka skemmdarstarfsemi í er- lendum borgum en lítið hefur borið á þessu fyrirbæri hérlendis a.m.k. enn sem komið er. „Veggjaki'ot er hluti af jaðarmenningu sem engin ástæða er til að valta yfir. Það má jafnvel líkja þessu við listamanninn Cristo sem pakkar inn byggingum. Hann fer sínar eigin leiðir. Veggjakrot er eðlilegur þáttur í þroskaferli ungs fólks. Það er í andstöðu við foreldra sína og ríkjandi hefðir og sumh' sýna hana með þessu.“ Göngum ■ lið með þeim Reykvíkingurinn sem fyi'stur er nefndur hér til sögu segist hafa velt því fyrh' sér hvort sú staðreynd að graffiti-listin hefur fengið að blómstra í velþóknun borgarbúa, m.a. með því að leyft hefur verið að úða á ákveðna veggi, hafí orðið til þess að nú keyri um þverbak í sam- bandi við veggjakrotið. „Borgin hef- ur eiginlega sent út röng skilaboð með því að leyfa krot sums staðar." Hann segist hafa fylgst með verksummerkjum veggjakrotara ár- um saman og á síðustu misserum og mánuðum hafi það orðið æ algeng- ara. „Það er ekki langt síðan borgar- stjórinn reyndi að ná krotinu af Hall- veigarstöðum. Húsið er klætt með plötum og það gekk ekki vel að ná krotinu af, það sást móta fyrir því eftir þvottinn. En það liðu ekki nema nokkrar vikur og þá var húsið orðið mun verra en áður!“ segir hann líka. Margir eru á sama máli og Reykvíkingurinn, og finnst veggjakrotið til óprýði og veggjakrotararnir forhertir. Fá hús í miðbæ borgarinnar fá að vera í friði fyrir þeim og þeir leggja oft og tíð- um mikið á sig til að koma „tagginu" sínu á framfæri. Og ekki eru þeir lofthræddir því þeir úða ekki ein- Því meira sem er fjallað um veggjakrot því meira fáum við af því VEGGMYND við félagsmið- , , Morgunblaðið/Þorkell BILSKURAR verða oft illa fyrir barðinu á veggjakroturum. VEGGJAKROT er oft áberandi, stórt og á húsgafli sem sést víða að. göngu í húsasundum og í smáum stíl heldur líka mannhæðarhá tákn hátt uppi á húsgöflum, jafnvel í miðju Bankastræti þar sem líkur á að til þeirra sjáist hljóta að vera miklar. „Reynslan hefur sýnt að því meira sem er fjallað um þetta því meira fá- um við af kroti,“ segh- Ása í Hinu húsinu. „Krotararnir gera þetta til að vekja á sér athygli og þegar þeir sjá að einhver ákveðinn krotari hef- ur fengið mynd af sínu kroti í blöffin þá vilja þeir komast að líka.“ Ása minnir einnig á að ungt fólk er stór hluti borgarbúa og ekki sé nema eðlilegt að menning þess og tilvist sjáist. Hún mælir með því að „taggið" verði þagað í hel en í staðinn verði farið að vinna með ungmennunum á jafnréttisgrundvelli. „If you can’t beat them, join them,“ segir Ása. Orð hennar má útleggja sem svo: Ef ekki tekst að uppræta þá, skulum við ganga í lið með þeim. Þessa leið hefur Hitt húsið einmitt farið sem og Vinnuskóli Reykjavíkur en þau tóku höndum saman í sumar sem leið, og fundu svæði innan borg- arinnar þar sem áhugasöm ung- menni fengu að úða hugverk sín á veggi. Ekki spillh- fyrir að vel gerð veggjalist fær alla jafna að standa í friði fyrir öðrum veggjakroturum. Miklu skiptir þó að farið sé að öllu með gát þegar veggjakrotarar eru valdh- til að skreyta veggi. Ef öðrum veggjakroturum þykir þeir útvöldu kasta til höndunum eða vera fyrir neðan þá í vh'ðingarstiganum er voð- inn vís og ekki gefið að veggskreyt- ingin standi móðgaða krotara af sér. Önnur hugmynd er að fá félagsmið- stöðvar, skóla eða aðra til að taka veggi í fóstur og sjá um að þeir séu skreytth- með fallegum myndum og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.