Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 26

Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 26
26 SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Trúi ekki lengur á stórtækar breytingar Víða um heim bíða menn þess með óþreyju að sjá hvaða áhrif komandi kosningar --7--------------------7------ í Israel muni hafa á friðarferli Israela og Palestínumanna. Er Sigrún Birna Birnis- dúttir hitti nokkra fulltrúa þessarar sund- urleitu þjóðar veitti hún því hins vegar -------------------------7---- athygli að sjálfsímynd ólíkra hópa Israela og sambúðarörðugleikar þeirra virðast þeim ofar í huga en deilurnar við Palest- ------*--------------7-------- ínumenn og aðra nágranna Israelsríkis. RINAT og Hesi Segal eru að eigin sögn ósköp venju- leg ísraelsk hjón sem í sumar eiga von á sínu öðru barni. Hesi er tölvunarfræðingur en Rinat vinnur við stefnumótun hjá ísraelska dómsmálaráðuneytinu. Bæði eru þau fædd og uppalin í Israel en foreldrar Rinat komu þangað frá Irak og foreldrar Hesis frá Rúmeníu. „Faðir minn var síon- isti sem kom fótgangandi frá Irak árið 1948,“ segir Rinat. „Móðir mín var hins vegar í hópi fólks sem var flutt hingað að því forspurðu árið 1961. Þau hittust hér, giftust og eignuðust fjórar dætur.“ Foreldrar Hesis komu einnig í stórum hópi innflytjenda ásamt tveggja ára bróður hans í upphafi 6. áratugarins. Þeim var komið fyrir í innflytjendaþorpi í Negev-eyðimörk- inni þar sem Hesi fæddist nokkru síðar. „Þarna var fólk af ólíkum upp- runa sett hvað innan um annað,“ segir hann. ,Af því sköpuðust ýmis vandamál enda ekki við öðru að bú- ast þegar fólk frá Rúmeníu og Norð- ur-Afríku er sett saman í lítil þorp úti í eyðimörkinni.“ Spurður um togstreitu milli ash- kenazim- og sephardim-gyðinga kveðst Hesi ekki hafa orðið var við slíkt þegar hann var að alast upp. „Eg ólst upp í samfélagi Rúmena, sem eru lægst settir allra ashken- azim-gyðinga, og Norður-Afríku- búa,“ segir hann. „Og því var enginn í aðstöðu til að hreykja sér yfir ann- an.“ Þá segir hann alla hafa lifað við sömu aðstæður á þeim tíma en spennan í dag stafi að miklu leyti af því að ákveðnir hópar telji sig hafa fengið minni aðstoð við komuna til landsins en aðrir. „Það er söguleg staðreynd að sephardim-gyðingum hefur verið mismunað frá stofnun ríkisins og að þeim er enn mismunað," segir Rinat ákveðin. „60% þjóðarinnar eru sephardim-gyðingar," segir hún og drengur fram bunka af ísraelska tímaritinu Foreldrar og börn. Hún bendir á forsíðumyndimar sem allar sýna ljóshærðar mæður og ljóshærð börn og spyr hvort það sé nokkur ANDSTÆÐURNAR eru hvarvetna sjáanlegar í ísraelsku þjóðfélagi. furða þótt fólki af norður-afrískum og miðausturlenskum uppruna finn- ist því mismunað. „En þetta er ekki bara spurning um sjálfsímynd,“ seg- ir hún „80 til 90% þeirra sem eru undir fátæktarmörkum eru sephardim-gyðingar auk þess sem ashkenazim-gyðingar eru nær und- antekningarlaust betur menntaðir og þar af leiðandi í betri störfum." Sjálf kveðst hún vera undantekn- ingin sem sanni regluna. Hún sé sú sem bent sé á þegar sýna þurfi fram á að ástandið sé ekki jafn slæmt og um sé talað. „Eg ólst upp í miðstétt- arhverfi í miðborg Jerúsalem," segir hún, „fór í háskóla að lokinni her- skyldu og hef þar að auki ekki þetta dæmigerða serpardim-útlit enda segir fólk oft við mig, eins og það sé að slá mér gullhamra, að ég líti ekki út fyrir að vera sephardim.“ „Erfitt að búa við sífellda ógn“ „Frá því Netanyahu var kosinn forsætisráðherra,“ segir Rinat að- spurð um stjórnmálaástandið í land- inu, „vil ég ekki heyra rætt um stjórnmál. Þegar ég var ung trúði ég því að hlutirnir gætu breyst. Nú trúi ég ekki lengur á stórar breytingar. Eg er þreytt og vil bara fá að lifa eðlilegu lífi.“ Hún segist telja að vilji maður breyta einhverju verði maður að byrja á sínu nánasta umhverfi. Mað- ur eigi að byrjað á því að vera góður við manninn sinn, mömmu sína og samverkafólk sitt. „Eg hef ekki leng- ur áhyggjur af stöðu araba í Israel eða lífsskilyrðum Palestínumanna." segir hún. „Eg veit að mannréttindi þeÚTa eru brotin en það angrar mig ekki lengur enda hef ég heyrt að ástand mannréttindamála á sjálf- stjórnarsvæðunum sé enn verra en í Israel. Við og við heyrir maður af palestínskum konum sem deyja af barnsfórum þar sem þær komast ekki á sjúkrahús vegna útgöngu- banns en maður getur ekki haft eilíf- ar áhyggjur og látið allt koma sér úr jafnvægi." Rinat segir ísraelsk stjórnmál ein- FATIN og Fadi Khoury eru kristnir arabar með ísra- elskt ríkisfang. Þau eru bæði fædd og uppalin í þorpinu Abu Snan í nágrenni Nasaret í Galfleu þar sem fjölskyldur þeirra hafa búið kynslóðum saman. Þau hafa verið gift í tvö ár og eignuð- ust sitt fyrsta barn skömmu eftir að blaðamaður heimsótti þau í þorpið Kfar Yasif, sem er sam- liggjandi Abu Snan. Að skyldunámi loknu fór Fatin til náms í Jerúsalem þar sem hún lauk BA-prófí í félags- og uppeld- isfræðum og MA-prófi í afbrota- fræði og félagslegri stjórnun. Að- spurð um það hvort það sé al- gengt að arabastúlkur fari að heiman til háskólanáms segir hún að gera verði greinarmun á kristnum aröbum, drúsum og múslimum. Lítið sé um að múslimastúlkur leggi stund á há- skólanám. Algengt sé hins vegar að drúsastúlkurnar fái að fara til náms í Haifa og koma heim að kvöldi og að kristnar stúlkur fái að fara þangað sem þær vilji. „Þetta er þó allt að breytast," segir hún, „Til dæmis eru sumar drúsastúlkur farnar að fá leyfi til að búa í Haifa svo framarlega sem fjölskyldur þeirra geti fylgst með þeim. Þá er alltaf að verða algengara að múslimastúikur haldi áfram námi að loknu grunn- skólaprófi." Fatin segir foreldra sína hafa tekið það sem sjálfsagðan hlut að Erfitt að standa milli 7 Palestínumanna og Israela hún færi til náms í Jerúsalem. Þá segir hún það algerlega hafa ver- ið að sínu eigin frumkvæði sem hún flutti aftur til Abu Snan að háskólanámi loknu. Hún hafi valið að gera það þar sem henni hafi fundist andrúmsloftið í Jerúsalem vera orðið of þrúgandi. „Þetta var allt svo flókið,“ segir hún. „Það var spenna milli óh'kra hópa gyð- inga, milli gyðinga og araba og ólíkra hópa araba. Ég var hætt að tala arabísku á almannafæri og búin að taka niður krossinn. Ég vildi ekki að fólk sæi að ég væri kristin því í Jerúsalem verða kristnir arabar sífellt fyrir að- kasti bæði frá gyðingum og múslimum.“ Hún segir að það hafi verið erfitt að finna leiguhúsnæði í Jer- úsalem. Fólk hafi sagt henni hreint út að það vildi ekki leigja aröbum. „Helsti vandi minn í skól- anum var hins vegar sá að mér samdi ekki við hina arabana", segir hún. „Ég er vön því að segja hreint út hvað mér finnst og það hentaði ekki alltaf arabasamfé- laginu. Það ergði mig til dæmis hvernig margir arabanna tóku allt upp eftir gyðingum í stað þess araba. Hún hafi þó verið fljót að koma enda hafi hann þurft að byrja á því að lesa undir próf til þess að fá tannlæknaréttindi í ísr- ael. Að prófinu loknu fékk hann síðan vinnu hjá tveimur tannlækn- um í Haifa og starfaði þar uns hann keypti sína eigin stofu. Fatin og Fadi kynntust fljótlega eftir að þau komu aftur til Abu Snan og gengu í hjónaband nokkrum mánuðum síðar. Þau segja það hafa valdið nokkrum úlfaþyt í þorpinu hvernig þau kynntust og stóðu að brúðkaupu sínu. „Við gerðum hlutina ekki með jafn formlegum hætti og venja er,“ segja þau. „Fólk ætlað- ist til þess að við fylgdum ákveðnu hegðunarmynstri en við kusum að gera hlutina á okkar eigin hátt. Það er til dæmis venja að ein- hver fari með parinu íið kaupa fatnað fyrir trúlofúnarveisluna en við fórum bara tvö og það í leyfis- leysi,“ segir Fatin. „Við stóðum einnig sjálf að trúlofúnarveislu okkar og buðum einungis foreldr- um okkar og vinum en ekki frændum og frænkum eins og venja er.“ Það sama var uppi á teningnum þegar þau giftu sig. Feður þeirra vildu bjóða öllu þorpinu en þau tóku það ekki f mál. Það tók Fatin nokkurn tíma að fá starf við sitt hæfi eftir að hún flutti aftur til Galfleu. Hún segir þau hafa hugleitt að flylja til að velja úr það sem þeir vildu tileinka sér.“ Fatin segist vilja sjá ákveðnar breytingar í arabasamfélaginu en hún vilji hins vegar ekki gleypa við hverju sem er bara af því það komi að utan. „Marg- ar stúlkur fara til dæmis að umgangast karlmenn á sama hátt og viðgengst meðal gyðinga," segir hún. „Slíkt er hins vegar algerlega óviðunandi í okkar samfélagi og því verður ekkert úr þessu nema feluleikur sem leiðir ekki til neinna breyt- inga.“ „Gerum hlutina á okkar eigin hátt“ Fadi fór hins vegar til háskóla- náms í Búlgaríu. Þar byijaði hann á því að læra búlgörsku en lagði síðan stund á tannlækningar. „Þetta var viðburðaríkur tími,“ segir hann. „Ég var í Búlagaríu þegar múrinn féll og kynntist því .HLUTIRNIR eru að breytast." bæði síðustu árum kommúnism- ans og fyrstu árunum eftir afnám hans.“ Hann dvaldi í Búlgaríu í sex ár og snéri heim til Abu Snan um svipað leiti og Fatin. „Ég bjóst við að það yrði erfitt að koma heim eftir svona langan tíma,“ segir hann, „en svo reyndist ekki vera.“ Hann segir að erfiðast hafi verið að komast aftur inn í hebreskuna, sem er annað tungumái ísraelskra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.