Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 31

Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 31 Hann var fyrsti barinn sem opnað- ur var í sveit á íslandi og tók hátt í þrjú ár að fá leyfi til að selja þar áfengi. Hætturnar voru taldar leyn- ast víða, bændur gátu verið ölvaðir við að slá og svo framvegis, en leyf- ið fékkst að lokum. En með tilkomu bjórsins breyttust drykkjuvenjur viðskiptavinanna töluvert og okkur fannst kominn tími til þess að breyta. Barinn var orðið bam síns tíma svo við lokuðum honum, end- urgerðum Gamla bæinn og opnuð- um þar sveitakaffíhús sem hefur slegið rækilega í gegn,“ segir Pét- ur. Gamli bærinn var byggður árið 1912 af Einari Friðrikssyni, langa- langafa Péturs, og börnum hans, til þess m.a. að bæta gestamóttöku í Reykjahlíð. Pétur segir að senni- lega sé þetta með fyrstu húsum á landinu sem byggt var í þeim til- gangi. „I húsinu býr andi og saga sem okkur fannst sjálfsagt að varð- veita,“ segir Pétur. Hann bendir jafnframt á að á kaffíhúsinu sé eft- irspurn eftir þjónustu allan daginn og nýtingin mun betri en nýting barsins forðum daga. ,Á- kaffíhúsið koma viðskiptavinir sem vilja sneggri þjónustu en þeir sem koma inn í sal. I boði eru léttir réttir, en jafnframt þjóðlegir og sumir einkennandi fyrir byggðar- lagið. Við seljum íslenska kjötsúpu í hádeginu og hún rýkur út. Fólk vill fá eitthvað nýtt. A öllum matsölu- stöðum hringinn í kringum landið færðu venjulegan skyndibita, ham- borgara, pylsur og samlokur. Við vildum bjóða upp á íslenskan skyndibita og kjötsúpan selst vel sem slíkur," segir Pétur. Að auki eru að sjálfsögðu ferskur silungur beint úr vatninu, reyktur silungur og hverabrauð á boðstólnum. Aðeins heimabakað brauð á boðstólum Allt brauð sem selt er með mat á hótelinu er heimabakað. Móðir Pét- urs hefur lengi séð um að baka allt brauð og þar á meðal hverabrauð, sem hún bakar á jarðhitasvæðinu í Bjarnarflagi. „Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með að fá mat sem er sérstakur fyrir þetta svæði. Hverabrauðið, silungurinn og kjöt- súpan eru mjög vinsælir réttir, bæði meðal Islendinga og erlendra ferðamanna," segir Pétur. Pétur segir að veitingastaðirnir tveir sem reknir eru á hótelinu bæti hvor annan upp, fremur en að taka viðskipti hvor frá öðrum. „Þessir tveir veitingastaðir keppa sín á milli en gera það að verkum að úr- valið verður meira fyrir gesti,“ seg- ir Pétur. Aðspurður segist hann ekki hræðast aukið framboð gisti- heimila og hótela við Mývatn, en á síðasta ári var til dæmis opnað Lykilhótel á Skútustöðum. „Við fundum satt að segja ekkert fyrir því þegar hótelið var opnað á Skútustöðum, en það er hluti af aukinni samkeppni sem myndast hefur á svæðinu. Það er mjög gott að hafa heilbrigða samkeppni og að því leyti til fínnst mér það mjög já- kvætt að það komi fleiri hótel inn á svæðið sem selja gistingu í háum gæðaflokki. Það heldur manni bet- ur við efnið og gerir samkeppnina heiðarlegri. Eg hlakka virkilega til að takast á við það næsta sumar,“ segir Pétur. Hótel Reynihlíð er í dag með 41 herbergi, öll tveggja manna, nema tvö. Öll eru þau búin baðherbergi, síma, útvarpi og kaffibakka. Her- bergin eru þó töluvert ólík og bera með sér tíðaranda ólíkra tíma, þótt þeim hafí mörgum verið breytt aft- ur hin síðustu ár. Þegar hótelið var opnað árið 1949 voru þar um 20 herbergi án baðs, en síðan hefur þeim verið breytt töluvert, stækkuð og bætt við baðherbergi. Álma með 11 her- bergjum var tekin í notkun 1960, og önnur með 8 herbergjum árið 1967. Árið 1981 voru 18 herbergi byggð auk fundarsalar, og 1988 voru sjö ný herbergi tekin í notkun. Hótelið hefur tekið miklum breytingum frá því það var tekið í notkun árið 1949, en þrátt fyrir það ríkir þar alltaf sami fjölskylduandinn og gestrisni sem virðist vera fjölskyldunni í blóð borin. Pernjaijeijt I Strípur írákr. 1.800 I írá Iu\ 1.900 v i. Hárgreiðslustofan Edda ______________Sólheimum 1, sími 553 6775_ EUppipg kr. ðOO Mæla mig hvar? Braun eyrnahitamælirinn fæst í apótekum, góöur fyrir mig og mömmu. ThermoScan brRur irgvrirtrt fr tofaifúú ut> Opið hjá okkur í Aðalstræti 9, sunnudaginn 14.febrúar frá kl. 13.00 til 16.00 Líttu inn og fáðu bækling Starfsfólk Ferðaskrifstofu Reykjavíkur ^enidorm ^ 39,9fin meðflugvai*,-~ cþarsein FER0ASKRIFSTOFAI, REYKJA YIKLJR AÐALSTRÆTI9, SÍM1552 3200 FAX SS2 9935 - NETFANC:frek@islandia.is mmmmmar ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmHmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.