Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 35

Morgunblaðið - 14.02.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 35^ SKOÐUN endur eigi sama aðgang að því hrá- efni sem landað er hér á landi. Ekki má gleyma í þessu sambandi að um er að ræða hráefni sem aflað er úr sameiginlegri auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri. Allt útlit er fyrir að fyrrgi'eind við- skiptahindrun með beitingu kvótaá- lags heyri von bráðai- sögunni til. Þá mun væntanlega aukast áhugi út- lendinga á því að kaupa ódýrt hrá- efni á Islandi. En reikna má með að þeii’ ættu að vera tilbúnir til þess að bjóða töluvert hærra verð fyrir fisk- inn hér með hliðsjón af því háa verði sem fískur er seldur á í nágranna- löndunum. Mistækt verðmyndunarkei*fi Einhliða ákvarðað fískverð hér á landi er þvingað fiskverð. Tilraun til að semja um svonefnt frjálst fisk- verð milli einstakra áhafna fiskiskipa og útgerðarmanna hefur mistekist einfaldlega vegna þess að margir af þeim síðarnefndu hafa misnotað að- stöðu sína til þess að halda fiskverði niðri og komið í veg fyrir að hráefn- isverð hafí fylgt eftir hækkunum á verði sjávarafurða. Til er úrskurðamefnd sem ætlað er það hlutverk að leysa úr ágrein- ingi um fiskverð milli sjómanna og útvegsmanna einstakra fiskiskipa. Úrskurðir nefndarinnar hafa falið í sér að fiskverð hefur ekki fylgt eftir breytingum afurðaverðs í sjávarút- vegi. Þetta hefur leitt til þess að dregið hefur í sundur milli hráefnis- verðs og afurðaverðs á undanfórnum árum. Ef slík þróun heldur áfram virðist augljóst að núverandi launa- kerfi sjómanna molni niðui’, a.m.k. á þeim fiskiskipum sem eru ofurseld verðmyndun á fiski í beinum við- skiptum. Er líf eftir hlutaskiptakerfið? Hingað til hafa flestir sjómenn talið hlutaskiptakerfið í sjávarútvegi hafa meiri kosti en galla. Hins vegar kann að verða breyting á þessu við- horfi ef fram heldur sem horfir með verðmyndun á fiski. Hugsanleg breyting á launakerfi sjómanna er algjörlega undir rekstraraðilum í sjávarútvegi komið. Valið er ofur einfalt fyrir rekstraraðilana. Kjósi þeir að viðhalda hlutaskiptakerfinu verður að koma lagi á fiskverð sem gerist ekki nema allur fiskur fari á markað eða verði mai’kaðstengdur. Kjósi þeir aftur á móti óbreytt fyrh- komulag á verðmyndun fisks, virðist óhjákvæmilegt að hlutaskiptakerfið molni niður. Verði síðari kosturinn valinn er ekki um annað að ræða en að byggja upp nýtt launakerfi með svipuðum hætti og hjá launafólki í landi. Við slíka breytingu verður að huga að mörgum öðrum þáttum en einungis laununum. Huga ber t.d. að vinnutíma og hvfldartíma um borð í fiskiskipum. I þessu samhengi er það umhugsunarvert fyrir bæði sam- tök sjómanna og útvegsmanna að tengja væntanlega reglugerð Evr- ópusambandsins um vinnutíma og lágmarks hvíldartíma um borð í fiskiskipum við launkerfi sjómanna í framtíðarinnar. Flestum útvegs- mönnum ætti að vera ljóst að það verður ekki bæði haldið og sieppt hvað varðar kosti og galla hluta- skiptakerfisins. Heimildir: Fiskifélag Isiands, Fisk- markaður Fnroya, Norges RAfisklag, Fiskcridirektoratet, Danmark. Höfundur er framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands. i skutbill, beinsk. tiibúinn á götuna i tilbúinn á götuna! Rikulegur staðalbúnaður er eitt af aðalsmerkjum Mitsubishi. Nú bjóðum við nokkra sérbúna Mitsubishi Lancer Royale á frábæru verði. Auk venjulegs staðalbúnaðar er girnileg ábót: Staðalbúnaður Mitsubishi Lancer er m.a.: fc Vindskeið » ABS hemlalæsivörn • Öryggispúðar fyrir ökumann og farþega i framsæti • Hreyfiltengd þjófnaðarvörn - Rafhituð framsæti • Rafstýrðir upphitaðir útispeglar e Rafstýrðar rúðuvindur með slysavörn • Vökva- og veltistýri • Aflögunarsvið að framan og aftan MITSUBISHI ■imikliun metum íforystii á nýrri öltl www.hekla.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.