Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 14.02.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ GARÐAR LOFTSSON + Garðar Loftsson fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal 23. september árið 1920. Hann var sonur hjónanna Lofts Bald- vinssonar bónda og útgerðarmanns og Guðrúnar Friðfmns- dóttur frá Atlastöð- um í Svarfaðardal. Garðar fæddist inn í stóran systkinahóp og var hann 10. í röð 14 systkina. Elstur var Sveinn Helgi, þá Sveinína Helga, Sigríður Lovísa og Baldvin Gunnlaugur sem öll eru gengin yfir móðuna miklu. Hver var Garðar Loftsson? Ég minnist hans þegar ég var 15 ára unglingur í gamla samkomusalnum hér í Ffladelfíu, sem nú er kaffisalur á fyrstu hæð hússins. Hann sat oft- ast framarlega á gömlu, gráu tré- bekkjunum, hægra megin þegar gengið var inn í salinn. Eg minnist bænastundanna á laugardagskvöld- um þegar hann leiddi í bæn með sinni sterku og ákveðnu röddu. Ég man eftir Garðari í púltinu í gamla salnum þegar hann stóð við hlið Willys heitins Hansen og túlkaði hann af ensku. Hann var góður túlkur og var jafnan fenginn til að þýða erlenda predikara. Ég man þó best eftir atviki þar sem ég stóð frammi í forstofunni rétt hjá gler- dyrunum inn í salinn, á svipuðum stað og geisladiskarekki Jötunnar er nú staðsettur. Garðar kom til mín þar sem ég stóð, horfði fast á mig og sagði: „Vörður, Guð á eftir að nota þig mikið.“ Þessi orð brenndust inn í hjarta mitt, en í huga mínum fann ég enga samsvör- un. A þessum árum átti ég erfítt með að biðja eina bæn upphátt, hvað þá að standa upp og gefa per- sónulegan vitnisburð um frelsara minn, Jesúm Krist. Garðar gekk síðan í burtu frá mér en ég fann hvernig þessi gamli bróðir minn í Kristi hafði fengið sérstakt pláss í hjarta mínu. Fyrir nokkrum vikum spurði ég Garðar hvort hann myndi eftir þessu atviki. Já, svaraði hann: „Ég man vel eftir því að Guð gaf mér þessi orð til þín,“ og svo endur- tók hann orðin: „Guð á eftir að nota þig mikið." Ekki gi-unaði mig þá að ég ætti eftir að vera í þeirri þjón- ustu sem ég inni af hendi nú í dag. Garðar ólst upp á Böggvisstöðum og hjálpaði föður sínum við útgerð- ina og búskapinn, allt þar til er hann fór í menntaskólann á Akur- eyi-i og lauk menntaskólaprófi árið 1940. Hann vann hjá KEA á Akur- eyri á árunum 1943 til 1966, fyrst við afgreiðslustörf og síðan við aug- lýsingagerð og sá hann um útstill- ingar í búðargluggum. Garðar var afar listrænn og prýða mörg mál- verka hans veggi fjölda stofnana og heimila. Þá er einnig á kápu bókar- innar „Saga Dalvíkur 4“ málverk eftir Garðar. Árið 1949 eignaðist Garðar dótturina Hrafnhildi með barnsmóður sinni Erlu Sigurðar- dóttur frá Akureyri. Hrafnhildur er gift Gunnari Axeli Sverrissyni frá Reykjavík og eiga þau fjögur börn. Árið 1950 eignaðist hann tvíbura með seinni barnsmóður sinni Ernu Sigurjónsdóttur frá Leifshúsum á Svalbarðsströnd. Þeir eru Skírnir, sóknarprestur í Þrándheimi í Nor- egi, kvæntur Torill Albrigsen frá Tromsfylki 1 Noregi og eiga þau þrjú börn; og Baldur, kennari við Menntaskólann við Sund. Fyrri kona Baldurs var Jóhanna Olöf Gestsdóttir frá Akranesi og eignuð- ust þau einn son. Seinni kona Bald- urs er Herdís Hólmsteinsdóttir ætt- uð héðan úr Reykjavík og eiga þau tvö börn. Afkomendur Garðars eru nú fimmtán. Garðar var hlédrægur maður og lét ekki mikið á sér bera. Hann var í raun einfari, en vinur þeim sem til hans leituðu. í bókinni Rödd fólksins, sem gefin var út af Eftir þau koma Þór- gunnur og Guðjón, búsett á Dalvík, þá Aðalsteinn Friðrik, Björgólfur, og Sveinn Haukur en þeir eru allir látnir. Næstur þeim var Garðar, því næst Bergljót búsett á Dalvík, Lára en hún er látin, þá Hildur Björk sem einnig er búsett á Dalvík og yngst er Sigríður bú- sett á Akureyri. Utför Garðars fór fram frá Hvítasunnukirkjunni Ffladelfíu í Reykjavík 10. febrú- ar. Bókaútgáfu Fíladelfíu, segir Garðar frá reynslu sinni. Yfirskriftin er: Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Við gefum Garðari orðið: „Ég var glataður syndari og sekur sam- kvæmt Heilagri ritningu, en vissi það ekki. Ég gekk minn veg en ekki Guðs. Síðan árið 1945 átti ég við heilsubrest að stríða, því að þá bil- aði ég skyndilega á hjartataugum og eins og oft vill verða, þá fór ég frá einum lækni til annars en batinn var vonum minni. Þeir einir, sem þjáðst hafa af þessu, vita hversu það getur verið erfitt líf, þróttleysi, van- máttarkennd, svefnleysi og alls kon- ar sjúkleiki á sál og líkama. Árið 1952 heyrði ég Guðs orð boðað með ki'afti Heilags Anda af Hvítasunnu- mönnum í Akureyrarkirkju. Ég varð fyrir áhrifum og vogaði ekki að fara aftur og hlýða á fagnaðarboð- skapinn um Jesúm vegna þess að ég var hræddur við þetta frelsi, eins og það var boðað íyrir Jesú blóð. Árin liðu. Ég fann oft til mikilla tóm- leikakennda og fannst lífið tíðum ærið tilgangslaust, en reyndi að kæfa þetta með ýmsu móti á miður hollan hátt. Áiið 1954 varð svo vakning hið innra með mér. Þá las ég meðal annars vitnisburði um lækningar í kristilegu blaði og fór að lesa Nýja testamentið. Og þá sá ég að Drottinn mundi geta læknað mig eins og aðra. Það sumar frels- aðist ég, en sá tími var stuttur. Ég sé það nú að mig vantaði trúarsam- félag og daglegt samband við trúað fólk. Heimurinn gat lokkað mig til sín á ný og árið 1957 var mælirinn loks fullur. Þá var ég kominn í mikla andlega og líkamlega neyð. Sjúkdómurinn ágerðist og ástæður mínar voru svo alvarlegar, að ég vissi stundum ekki hvernig ég gæti lifað þann dag til enda. Og enn kall- aði Jesús, Guði sé lof og dýrð! í Da- víðssálmi 50 og versi 15 segir: „Ákalla mig á degi neyðarinnar, ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig. - í þeim kringumstæðum, nið- urbrotinn á sál og líkama, kalinn á hjarta með örvæntingaróp á vörum, og í einrúmi mörgum gi'átandi bæn- um úthelltum til Jesú Krists og Guðs, fór birtan af Guðs orði smám saman aftur að þrengja sér inn í sál mína og tilveru.“ Og Garðar heldur áfram: „Hann leysti mig frá tóbaki og víni og saurugleika heimsins og leiddi mig út úr spíritisma og marg- víslegri, dauðri hjátrú. Árið 1959 var til mikillar blessunar fyrir mig. Þann 24. janúar tók ég niðurdýfing- arskírn í gömlu Fíladelfíu á Akur- eyri. Nú er ég þakklátur Drottni fyrir langlyndi hans og miskunn og náð við mig. Svo var það að morgni 21. ágúst sama ár að Jesús skírði mig í sínum blessaða Heilaga Anda. Það var nýr áfangi á þessari leið, með andlegri blessun og styrk i trúnni í samfélaginu við Drottin minn og frelsara. Um haustið fór ég til Reykjavíkur á biblíuskóla Hvíta- sunnumanna. Það voru dagar mik- illar alvöru og elsku Drottins, ógleymanlegur og undursamlegur tími. Með nýjum, trúuðum vinum, sem ég hef eignast, hef ég átt marg- ar kærar samverustundir og að sjálfsögðu kann ég best við mig í samfélagi guðsbarna." Tilvitnun MINNINGAR lýkur. Fljótlega fékk Garðar þrá til að styi'kja trúsystkini sín á erlendri gi'und. Það eru ófáar krónurnar sem hann hefur sent víðsvegar um heim og styrkt kristniboða og kirkjubyggingar. Víða erlendis er nafn Garðars þekktara en hér heima. Þegar samtökin Christ For The Nations í Dallas í Texas voru 50 ára kom fulltrúi þeirra hingað til lands gagngert til að heiðra Garðar Loftsson. Garðar gerði ekki mikið úr þessu og vildi sem minnst um þennan heiður tala. Hann var ekki að sækjast eftir mannlegum heiðri, en hefur sannarlega hlotið laun sín í æðri gjaldmiðli. Þessi trúarhreyf- ing, sem hann styrkti, hefur byggt um og yfir 10.000 kirkjur víðsvegar í heiminum, en þó einkum í þriðja heiminum. Garðar hefur styrkt hátt á annað hundrað kirkjubyggingar og hefur enginn einn einstaklingur í öllum heiminum styrkt þær eins og Garðar Loftsson. Þau voru ófá þakkarbréfin sem voru í íbúðinni hans á Hverfisgötu 91. Bókhald Gai’ðars var afar einfalt. Hann skrifaði upplýsingar fyrir sjálfan sig utan á umslögin sem hann fékk send. Á síðasta umslagi sem hann fékk frá frá Christ For The Nations skrifaði hann eftirfarandi: „3 kirkj- ur janúar 1999. Kom mánudaginn 18. jan. 1999. Kirkja nr. 152 Zimbabwe Afríku. Kirkja nr. 156 Rúmeníu og Kirkja nr. 161 Tanzan- íu Afríku." Meðal þeirra verkefna sem hann styrkti var: Starf Joyce Meyer í Bandaríkjunum, Troens Bevis-alheimstrúboð í Noregi. Rose Of Sharon í San Juan, Puerto Rico og Sjónvarpstrúboð Benny Hinns. Til að vinna að útbreiðslu vitnis- burðarins um Jesúm Krist hér á landi lét Garðar útbúa smárit, þar sem vitnisburður hans kom fram. Þetta smárit hefur verið prentað í tugþúsundum eintaka og því dreift víða um land í nokkra áratugi. Hann tók þetta hlutverk sitt alvarlega og sá þetta litla smárit sem sitt fram- lag til að ná til þeirra, sem vöndu ekki komur sínar í kirkjur landsins. Eftir að Garðar snerist til lifandi trúar á Frelsarann Jesúm Krist lét hann sig sjaldan vanta á samkomur bæði í gömlu Fíladelfíu á Akureyri og síðar hér í Reykjavík. Hann var trúr söfnuði sínum og frelsara. Síð- ustu árin bjó hann hér í Fíladelfíu í íbúð þeirra Ásmundar heitins og Þórhildar og var herbergi hans þar sem skrifstofa framkvæmdastjóra forlagsins er nú. Garðar gerði Þór- hildi það kleift að búa hér í Ffladelf- íu til dauðadags og vilja ættingjar Ásmundar færa Garðari þakklæti sitt. Garðar endar vitnisburð sinn í bókinni Rödd fólksins á þessa leið: „Líftryggðu þig hjá Jesú meðan enn er tími, því fyrr en varir getur stundaglas lífs þíns nmnið út. I dag er hjálpræðisdagur, þess vegna vil ég vitna og segja: Svarið við öllum mannlegum erfiðleikum og leið til sannrar lífshamingju er hjálpræðis- vegur míns elskaða frelsara, Jesú Ki-ists." Stundaglas lífs Garðars er runnið út. Nú hefur hann fengið að líta auglit síns elskaða frelsara. Nú hefur hann fengið að heyra orðin frá Jesú sjálfum. Gott þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr. Yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns. Himinninn er nú eilífur bústaður hans. Ffladelfíu- söfnuðurinn kveður trúfastan vin og dyggan þjón Drottins. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. F.h. Hvítasunnukirkjunnar Fíla- delfíu í Reykjavík, Ester K. Jacobsen og Vörður L. Traustason, forstöðuhjón. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 37 ---------------------------4 + Frændi minn og vinur okkar, JÓN INGVARJÓHANNSSON frá Norðurgarði, lést á Ljósheimum, Selfossi, þriðjudaginn 9. febrúar sl. Útför hans fer fram frá Ólafsvallakirkju, Skeiðum, laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. Jóhann Hjaltason, Eiríkur Valdimarsson, Rósa Pétursdóttir og fjölskylda. Þökkum samúð og hluttekningu við fráfall GUÐBJÖRNS GUÐMUNDSSONAR byggingameistara frá Böðmóðsstöðum, Laugardal, Vesturhúsum 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við heimahlynningu Krabbameinsfélags (slands. Guð gefi ykkur kærleika og frið. Unnur Dorothea Haraldsdóttir. Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, Hafdís Karólína Guðbjörnsdóttir, Kristján Valberg Guðbjörnsson Guðmundur Guðbjörnsson, Sólrún Guðbjörnsdóttir, Ásgerður Guðbjörnsdóttir, Arinbjörn Guðbjörnsson, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Þuríður Guðbjörnsdóttir, barnabörn oc Grímur Vaidimarsson, Kristján Gíslason, Eygló Eyjólfsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Baldvin Jónsson, Eggert Snorri Guðmundsson, Torfi Markússon, aðrir ástvinir. f■ + Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjöl- mörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug í orði og verki við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, BERGSTEINS L. GUNNARSSONAR, Kasthvammi, Laxárdal. Aðalbjörg Jónasdóttir, Gunnar Tr. Bergsteinsson, Valgerður E. Aðalsteinsdóttir, Halla Bergsteinsdóttir, Jónas Bergsteinsson, Linda Björk Hreiðarsdóttir, Bjarni Bergsteinsson, Sigríður Þorbergsdóttir, barnabörn, Kristín Gunnarsdóttir, Helgi Björnsson. + Einlægar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRHALLS FRIÐRIKSSONAR frá Skógum, Austur-Eyjafjöllum. Guð blessi ykkur öll. Elín Þorsteinsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Birgir Brandsson, Þórunn Þórhallsdóttir, Vilhjálmur Þór Pálsson, Iða Brá Þórhallsdóttir, Hrafn Antonsson, Margrét Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda- föður og afa, ÞÓRARINS ÖGMUNDAR EIRÍKSSONAR frá Dvergasteini, Kleifarhrauni 3c, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja. S Kristín Þórarinsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Ólöf Jóna Þórarinsdóttir, Hjörleifur Jensson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.