Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Glutrum ekki niður einstöku tækifæri Frá Karli Ormssyni: NÚ ER kjósendum boðið upp á að velja um óvenju marga flokka eða flokksbrot við kosningarnar í vor. Alltaf eru einhverjir kjósendur sem láta ginnast af gylliíjoðum nýira framboða því miður. Aldrei hefur verið meiri ástæða fyrir kjósendur sem hafa komið sér í skuldir vegna húsnæðiskaupa eða námslána að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sam- kvæmt skoðanakönnun er unga fólkið fyrirmynd annarra með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn. Það gerir sér ljóst hvað mikið er í húfi að haldið verði áfram stjóm stöðugleikans. Það er alveg víst sem dagur kemur eftir nóttu að ef við kjósum vinstra samkrullið rýk- ur verðbólgan upp úr öllu valdi og þar með skuldir okkar. Það er fljótasta leiðin beint í gjaldþrot ef kjósendur eru svo óheppnir að hér skapist möguleiki á vinstra sam- stai-fi. Ungu kjósendur, vinstra liðið hefur engar töfralausnir, það vitið þið. Það takmarkar auðséð dóm- greindarleysi A-flokkanna að þeir færi gull og græna skóga þótt þeir sameinist á lista er fáheyrt. Vinstri flokkarnir lýsa því yfír að þeir ætli að stefna að vinstristjórnarmynstri eftir kosningar. Það hefur alltaf endað með ósköpum. Höfnum vinstra samkrulli, munum að sporin hræða. Það hefur tekið Sjálfstæðis- flokkinn langan tíma að rétta við þjóðarbúið eftir vinstri stjórnir. Rfldsstjórn Davíðs Oddssonar hef- ur komið verðbólgunni niður í lægstu tölu sem sést hefur á lýð- veldistímanum. Sjálfstæðismenn segja, við höldum áfram á sömu braut það er besti mælikvarðinn. Þótt stefna okkar sé frjáls sam- keppni vil ég segja og reyndar skora á frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins að láta skynsemi ráða þar sem prófkjörum er ekki lokið, láta ekki aldagræðgi koma ykkur í koll með að sækjast mörg eftir fyrstu sætum og skapa særindi sem seint gróa. Glutrum ekki niður þeim góðu möguleikum sem við höfum til að Sjálfstæðisflokkurinn nái hrein- um meirihluta á Alþingi fyrir stundar hagsmuni. Það eru mörg sorgleg dæmi um staði sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur náð hrein- um meirihluta en allt verið eyðilagt vegna innbyrðis hagsmunaá- rekstra. Slíkum frambjóðendum ber að hafna í prófkjöri alveg skil- yrðislaust. Það eru sannarlega von- brigði hjá þeim kjósendum sem vinna að heilindum fyrir flokkinn að sjá starf sitt enda á þann veg. En munum, að vinstri stjórnum hefur aldrei tekist að sitja út heilt kjör- tímabil, þeim hefur alltaf tekist að koma á óðaverðbólgu. Við vitum hvað við höfum. Það unga fólk sem ekki þekkir visntri stjórn getur spurt foreldra sína, þeir þekkja þær. KARL ORMSSON, fyrrverandi deildarstjóri. Yfírlýsing Frá Porgeirí Porgeirsyni: VARANLEG bilun í hugbúnaði yf- irstjórnenda Þjóðskrár hefur valdið því að kennitalan 300433-3409 er ónothæf. Ef sú tala er slegin inn á leitar- streng skrárinnar kemur upp fom- eskjuleg ss-manna stafsetning á nafninu mínu, en því formi nafnsins hef ég ekki treyst mér til að gegna síðan í ársbyrjun 1988, að ég breytti stafsetningu kenninafnsins til sam- ræmis við lýðræðislegri skoðanir nútímans. Fólk sem vill hafa samband við mig er beðið að nota þá stafsetn- ingu, sem skráð er í vegabréf nr. A 68331, út gefið af lögreglustjóranum í Reykjavík í umboði ráðuneytis dómsmála þann 5. mars árið 1990. Þar er nafnið skráð svo: Þorgeir Þorgeirson og þannig er það réttilega skrifað í samræmi við lífskoðun og vilja þess sem nafnið ber. Ofannefnd kennitala gildir þó áfram um einkafyrirtæki mitt, Les- hús. ÞORGEIR ÞORGEIRSON, rithöfundur. Meðvirkni (Codependences) Helgarnámskeið um meðvirkni verður helgina 27. febrúar. Þroskandi 16 tíma námskeið yfir eina helgi. Skráning er þegar hafin. Kvöldámskeið hefst 23. febrúar. Fjallað verður m.a. um tiLfinningar, mörk, varnir, stjórnun og stjórn- Leysi og hvernig hægt er að efla sjálfstraustið Ráðgjafastofa Ragnheiðar Óladóttur, Síðumúla 33. Námskeið - stuðninqshópar - viðtöl - tilfinninqavinna. Nánari upplýsingar i síma: 568 7228 og 897 7225. E-mail: ragnh@mmedia.is Vinalínu Rauða krossins og Rauðakrosshúsið bráðvantar fleiri sjálfboðaliða Rauðakrosshúsið er neyðarathvarf og símaþjónusta fyrir börn og unglinga og Vinalínan er símaþjónusta fyrir 18 ára og eldri. Ef þú ert 25 ára eða eldri, hefur 10-12 klst. aflögu á mánuði og vilt láta gott af þér leiða þá vantar okkur sjálfboðaliða til að svara í síma Vinalínunnar og Rauðakrosshússins og sinna tilfallandi verkefnum í Rauðakrosshúsi. Kynningarfundur verður haldinn í Sjálfboðamiðstöð að Hverfisgötu 105, Reykjavík, sunnudaginn 14. febrúar kl. 20.00. Nánari upplýsingar fást í Sjálfboðamiðstöð, í símum 551 8800 og 561 6720. ER SKIPTINEMAÁR Á VEGUM AFS EITTHVAÐ FYRIR ÞIG? Katrín AFS nemi í Hong Kong 1998-99 ásamt tveimur bekkjarsystrum| Erum að taka á móti umsóknum til landa með brottför í júlí-september 1999. Ennþá er möguleiki á dvöl í Bandaríkjunum, Brasilíu, Ekvador, Guatemala, Thailandi, Þýskalandi og fleiri löndum. Insólfsstræti 3, sími 552 5450 www.itn.is/afs TIL LEIGU Austurstræti I6 Reykjavík Jarðhæð - götuhæð um 474 m2 brúttó, mikil lofthæð, ásamt kjallara sem er um 497 m2. í dag Reykjavíkur Apótek. Lögfræðistofan sf. Pétur Þór Sigurðsson hrl. Borgartúni 3 I Sími 562 2311 Rauðakrosshúsið sími8005151 Vinalínan sími 800 6464 Fréttir á Netinu vjti>mbl.is ALLTA/= eiTTHV'A-EJ NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.