Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fylgi flokkanna ÞAÐ kom sér að „litla undrið og félagar“ voru nýkomnir úr sálfræðiklónun og bregður því hvorki við sárum né dauða. Flutningar fyrir Yarnarliðið Skipin verði mönnuð Is- lendingum STJÓRN Sjóraannafélags Reykja- víkur krefst þess að íslenskum skipa- félögum sem sinna flutningum fyrir Varnarliðið séu sett þau skilyrði að skipin séu skráð á íslandi og áhafn- irnar mannaðar íslendingum enda geri bandarísk stjómvöld þær kröfur til bandarískra skipafélaga sem sinni þeim hluta flutninganna sem Banda- ríkjamönnum sé ætlaður samkvæmt samningum. Jónas Garðarson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir að jafnt gildi um Eimskipafélag Islands og Atlantsskip að þau hafi verið með erlend leiguskip í flutningunum og útlenda sjómenn. 1 opnu bréfi til Stefáns Kjæme- sted, framkvæmdastjóra Atlants- skipa, sem birtist í MorgunbJaðinu, spyr Jóhann Páll Símonarson sjó- maður meðal annars hvort rétt sé að hásetar á skipum Atlantsskipa hafi 21 þúsund krónur í laun, hvort tveir íslenskir skipstjórar hafi verið látnir fara til að lækka fraktkostnaðinn, hvort flotbúningar séu um borð í skipunum og hversu margir sjó- mannanna séu í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélagsins, segir að rétt sé að launin séu um 21 þúsund krónur og að engir sjómannanna séu íslenskir og enginn þeirra í Sjómannafélaginu. Hann segir að flotbúningar séu í skipinu en þeir uppfylli ekki íslensk- ar öryggiskröfur. Hann segir það jafnframt rétt að skipstjóramir tveir hafi verið látnir fara. „Launin um borð eru samkvæmt reglum Alþjóðaflutningaverka- mannasambandsins, ITF,“ segir Stefán Kjæmested hjá Atlantsskip- um. ,Að sjálfsögðu eru öll öryggisat- riði í samræmi við þær reglur sem eru gerðar." Stefán segir að íslensku skipstjór- amir tveir hafi ekki verið látnir fara, þeim hafi verið boðið að starfa áfram á skipinu en þeir hafi ekki viljað það. Halldór Steinþórsson, sem er ann- ar skipstjóranna, vildi ekki tjá sig um málið. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Kippur en svo vatnavextir Sjóbirtingsveiðin í námunda við Klaustur tók góðan kipp síðustu vikuna áður en yfir- standandi slagveður brast á. Nú er spurn- ingin hvort eitthvað verði eftir af birtingi þegar flóðum og leys- ingum slotar. Alls veiddust 45 birtingar í Geirlandsá í þremur síðustu hollunum, en það síðasta veiddi til hádegis á mánudag, en þá voru brostnir á vatnavextir. Gunnar Óskarsson, formaður Stangaveiði- félags Keflavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að með veiði framangreindrar viku hefðu verið komn- ir 142 birtingar á land. Síðasta hollið hefði fengið 15 stykki, þar á undan komu 13 fiskar og þar fyrir framan 17 birtingar. Einnig hafa veiðst nokkrar vænar og fal- legar bleikjur sem menn sjá ekki oft á þessum árstíma. „Birtingurinn er fallegur og vel haldinn eftir vetur- inn að þessu sinni. Pað er mikið af stómm fiski, allt að 12 pundum og ég gæti trúað að meðalvigtin væri nálægt 5 pundurn," bætti Gunnar við. Dauft í Vatnamótum MAGNÚS Geir Jónsson með stærsta birtinginn úr Geirlandsá, 12 punda hæng úr Ármótum. spá í framhaldið, en margir væru bjartsýnir á að veiðin gæti haldið eitthvað áfram þótt komið væri fram í maí, kuldar í vor hefðu tafið niðurgöngu sjóbirtingsins, þannig hefði það gerst mjög nýlega að fyrsti fískurinn hefði veiðst í Geir- landsá ofan Ármóta. Kom sá úr Fjárhúsbakka á sunnudag. „Menn halda að mikið sé enn af fiski í gljúfrunum og það gæti verið til- fellið. Það kemur í ljós,“ sagði Gunnar. Formaðurinn sagði veiðina að sama skapi hafa verið daufa í Vatnamótunum og þar hefðu aðeins 62 fiskar veiðst, sá stærsti 9,5 pund. Af þessum fjölda veiddu tvö fyrstu hollin 49 fiska, því hefði aðeins verið kropp síðan og nú er allt á floti í vatnavöxtum. Gunnar sagði menn Reytingur... Hörgsá og Eldvatn, ár SVFR, hafa gefið reytingsafla, nokkrir tug- ir hafa komið úr hvorri á, en Eld- vatnið hefur komið betur út, enda verið veiðandi í henni allan veiðitím- ann, en ekki eftir atvikum, allt eftir veðri hverju sinni, eins og í Hörgsá. Afmælishappdrætti Blindrafélagsins Mikið hefur áunnist Halldór Sævar Guðbergsson Blindrafélagið á 60 ára aftnæli í ár. Af því tilefni hef- ur verið ákveðið að efna til afmælishappdrættis, dregið verður þann 16. júní en miðar eru nýlega komnir út og kostar mið- inn eitt þúsund krónur. Vinningar í happdrætt- inu eru sextíu talsins - jafnmai'gir starfsárum Blindrafélagsins. Aðal- vinningur er Volkswagen Bora frá Heklu. „Einnig erum við með glæsilega ferða- vinninga frá Samvinnu- ferðum-Landsýn og vöruúttektir hjá Bón- usi,“ sagði Halldór Sæv- ar Guðbergsson, for- maður Blindrafélagsins, í samtali við Morgun- blaðið. En hvað skyldi honum vera efst í huga á þessum tímamótum félagsins? „Framsýni og dugnaður þess fólks sem stofnaði Blindrafélagið á sínum tíma. Blindrafélagið er með elstu öryrkjafélögum lands- ins og fyrst í stað var félagið stofnað til þess að skapa blind- um og sjónskertum atvinnu og öruggt húsaskjól. Það hefur heil- mikið áunnist í málefnum blindra og sjónskertra á þessum sextíu árum sem liðin eru frá stofnun félagsins - ekki síst fyrir forgöngu þess. Við sem erum í félaginu í dag erum afar stolt af frumherjunum, hvað það fólk lagði á sig ómælda sjálfboða- vinnu til þess að efla félagið sitt.“ - Hver var fyrsti formaður Blindrafélagsins ? „Sá fyrsti var Benedikt Kar- vel Benonýsson, hann var for- maður í tuttugu ár. Mai'grét Andrésdóttir var formaður í tólf ár, Rósa Guðmundsdóttir gegndi formennsku í átta ár, Halldór S. Rafnar var formaður í níu ár og Ragnar R. Magnússon var einnig í níu ár. Helgi Hjörvar var formaður í tvö ár. Við erum núna að vinna að því að koma upp myndasafni frá stofnun fé- lagsins og til dagsins í dag. Við höfum verið svo heppin að Dóra Hannesdóttir, sem var gjaldkeri félagsins í 25 ár, hefur haldið miklu saman af myndum úr sögu félagsins að eigin frumkvæði." - Hvað blasir við hjá Blindra- félaginu núna? „Þótt fjölmargt hafi áunnist í málefnum blindra og sjón- skertra er samt margt óunnið, svo sem í endurhæf- ingarmálum, at- vinnumálum, menntunarmálum og öldrunarmálum, svo eitthvað sé nefnt. Blindir og sjónskertir eru flestir í hópi aldraðra, um 70% blindra og sjónskertra eru 70 ára eða eldri.“ - Ætlið þið að gera eitthvað meira en halda úti happdrætti á þessu afmælisári? „Fjölmargt verður gert til þess að minnast afmælisins og til að vekja athygli á málefnum blindra og sjónskertra. Til dæm- is verður haldin ráðstefna dag- ana 18. til 19. ágúst til þess að ræða stöðu blindra og sjón- skertra í lok aldar og reynt að skyggnast inn í framtíðina. Þann 21. ágúst verður félagið með op- ið hús í húsnæði sínu að Hamra- hlíð 17, þar sem við kynnum starfsemi félagsins. í tengslum ►Halldór Sævar Guðbergsson er fæddur 11. febrúar 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð vorið 1993 og iþrótta- kennaraprófi frá Iþróttakenn- araskóla íslands 1995. Halldór hefur starfað sem markaðs- fulltrúi Blindrafélagsins og einnig hefur hann unnið við þjálfun og kennslu fatlaðra bama í sundi. Þann 13. mars sl. var Halldór kosinn formað- ur Blindrafélagsins. Halldór er í sambúð með Sigurlaugu Ástu Grétarsdóttur þroska- þjálfa. við þessa kynningu munum við opna endurbætta félagsaðstöðu að Hamrahlíð 17.“ - Hefur tæknin ekki miklu breytt í málefnum blindra og sjónskeHra? „Jú, það hafa orðið miklar og hraðar framfarir í augnlækning- um og einnig líka í þróun hjálp- artækja fyrir blinda og sjón- skerta. Tölvutæknin er t.d. bylt- ing fyrir þennan hóp, svo sem hvað lestur snertir. I nokkur ár hafa blindir og sjónskertir getað lesið Morgunblaðið með morg- unkaffinu sínu með aðstoð tölvu. Við sjáum líka að samfélagið hefur opnast fyrir hinum blindu og sjónskertu, þeir fá í auknum mæli tækifæri til menntunai- og atvinnu í greinum sem blindir gátu áður ekki starfað við, t.d. eru til sjónskertur tölvufræðing- ur, rafmagnsverkfræðingur, við- skiptafræðingai' og íþróttakenn- ari. Hér áður íyrr gátu hinir blindu og sjónskertu helst starfað sem nuddar- ar eða í léttum pökkunarverkefn- um.“ - H v e r n - ig er fjárhagur félagsins? „Fjárhagur félagsins er byggður á traustum grunni. Fé- lagið hefur notið mikils velvilja meðal almennings og fyrirtækja í þau sextíu ár sem það hefur starfað. Flestar tekjur félagsins fær það með frjálsum framlög- um frá almenningi og fyrirtækj- um. Þessi stuðningur hefur verið okkur ómetanlegur. Til fjölda ára hefur félagið notað almenna kosningadaga til þess að selja happdrættismiða sína. Á morg- un munu félagsmenn sjálfir að mestu leyti standa fyrir utan kjörstaði og bjóða almenningi að styrkja félagið með því að kaupa happdrættismiða þessa. Fjárhagur fé- lagsins er byggðurá traustum grunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.